Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                                           !  "#"   !"   #$%&# !%'(  " ) *(% "  (% ""   + ,+ -(   #$%(% + ,  (% + ,(                                 !"   ! ! !   #      !! "#$ !##%! &'(#)!! #()**  &() %+#()**  ,)  ##%! ! %+##%!  -".* "()**  %" +!+'!/             !"" !#$%&'          ""&  ("  )  &  ( " * +%," -".                         ! "#$ %&$             !!" #      $  %  & %%   '  '' "'(&) * '  ''+'  %"( () ''+' )&,' - )) '' .&. '') '+'" %'*""'  /012' 1'12'+(. .')"')3                             ! "                     !   "    #   $%     & !  &' (( #$% &% '( ) ' ( % %!( '( #*' %% %!( '( )&  #!+* ,%&-( .% * *%'* %!( .% % !+ /  00 %  1. %!( .% &% *%%  '( .& 2 % 2+%3 Það er oft sem við gerum okkur ekki grein fyrir því sem er raunverulega mikil- vægt í lífinu. Við eig- um fjölskyldu og vini sem við gerum ráð fyrir að verði alltaf til staðar en enginn getur mögulega vitað hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég þekkti ömmu ekki fyrr en á síðari hluta ævi hennar. Eflaust eru til margir fróðari menn sem gætu minnst á athyglisverða atburði frá hennar yngri árum. Fyrir mér var hún amma Jóhanna í Hafnarfirði, brosandi, hláturmild, hlý og skemmtileg. Það var ekki fyrr en ég var sex- tán ára að ég áttaði mig á þeirri sorglegu staðreynd að ekki væri hægt að vita hversu langan tíma ég fengi með henni. Síðan þá urðum við æ betri vinkonur og við hittumst flesta sunnudaga til að skreppa út í búð, borða saman vöfflur og drekka súkkulaði og stundum fékk ég meira að segja að setja á hana bleikt naglalakk frá Siggu frænku. Skemmtilegast fannst mér að hlusta á sögur af henni ungri og oft- ar en ekki lét hún mig lofa upp á æru og trú að segja ekki sálu frá. Jafnan fékk ég á tilfinninguna að sem ung kona hefði hún verið eilítið uppreisnargjörn og umfram allt ákveðin. Það höfum við átt sameig- JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Norðfirði 17. febrúar 1916. Hún lést á St. Jóseps- spítala 5. júlí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 12. júlí. inlegt. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast ömmu, nokk- uð sem ég mun alltaf þakka fyrir. Ömmur eru lifandi sögumenj- ar, uppfullar af fróð- leik og góðum ráðum, viskubrunnar sem innihalda meira en mann grunar. Minning ömmu mun lifa áfram og í hjarta mínu verður hún perla sem ég mun ætíð varð- veita. Börnum, tengda- börnum og barnabörnum sendi ég samúðarkveðjur á þessari saknað- arstundu. Með hlýju og kærleik, Þórunn Sigurðardóttir. Það var bjartur og fagur sum- ardagur þegar elsku amma mín, Jó- hanna Guðmundsdóttir, kvaddi þennan heim. Fráfall hennar bar brátt að og ég trúi varla ennþá að hún sé farin. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hana og að yngsti meðlimur fjölskyldunnar, tveggja mánaða, fékk að koma til langömmu sinnar og brosa til henn- ar. Ég á margar góðar minningar tengdar ömmu. Efst í huga mínum er hvað hún var ætíð í góðu skapi og brosandi og létt í lund og gaf sér alltaf tíma til að spjalla um heima og geima. Amma var afar glæsileg kona og kom vel fyrir. Hún var jafnan vel til höfð og dama fram í fingurgóma. Það var alltaf gott að heimsækja ömmu, enda tók hún manni alltaf með hlýju. Hún kenndi mér að leggja kapal og var dugleg að spila við mig þegar ég var lítil. Hún gerði tilraunir til að kenna mér handa- vinnu en því miður tókst mér ekki jafnvel upp og henni. Sjálf var hún mikil hannyrðakona og hafa börnin hennar og barnabörn notið góðs af því. Þrátt fyrir að hannyrðir hafi ver- ið mikið áhugamál hennar var hún forfallinn fótboltaáhugamaður og gat þessi rólega og yfirvegaða kona breyst í gallharðan aðdáanda með tilheyrandi látum þegar fótbolta- leikur var í sjónvarpinu. Þær gleymast seint sumarbú- staðaferðirnar í Munaðarnes með ömmu og systrum hennar, Stínu og Eyju. Við fórum sex saman á lítilli Volkswagen bjöllu í vikuferðir og ótrúlegt er að allir skyldu rúmast í bílnum ásamt farangri. Það var glatt á hjalla í þessum ferðum og mikið fjör í góðra vina hópi. Ég bið Guð að blessa ömmu og þakka fyrir allan tímann sem hún var hjá okkur. Öðrum aðstandend- um ömmu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku amma. Hildur Sigurðardóttir. Mig langar að setja á blað örfá minningarbrot vegna andláts minn- ar kæru mágkonu og vinkonu Jó- hönnu Guðmundsdóttur, er síðast bjó á Hjallabraut 23. Það mun hafa verið snemma vors árið 1951 að fal- leg ljóshærð telpa kom til mín á skólalóð Barnaskóla Hafnarfjarðar. Hún vildi endilega bjóða mér í heimsókn, en tilvonandi maðurinn minn Guðni Guðmundsson var móðurbróðir hennar. Þetta var Sig- ríður Sesselja dóttir Jóhönnu. Við Guðni létum svo verða af því fljót- lega að heimsækja Jóu og Kidda sem þá bjuggu á Vesturbraut 12 og ráku þar einnig verslun. Þau tóku mér mjög vel, eins og raunar öll fjölskylda mannsins míns. Þarna hitti ég Jóu mína fyrst. Milli okkar heimila var alltaf vin- átta og samgangur. Hún hugsaði um börn og bú og vann við versl- unarstörf. Ég sinnti mínum störf- um. Hópurinn minn stækkaði og það var nóg að gera einnig í at- vinnurekstri mannsins míns ef stund var frá heimilisstörfum. Jóa vann reyndar hjá okkur um tíma, pakkaði súkkulaði af miklum dugn- aði. Þegar ég missti minn mann var ég enn með fimm börn á framfæri, þá hjálpaði hún og hennar fólk mér á margvíslegan hátt. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. Á síðari árum höfðum við mikið samband. Við fórum saman að versla eða fengum okkur einhvers staðar hressingu eða bara smárúnt og ís. Við ræddum líka ýmislegt okkar á milli. Það er gott að eiga þá að sem hlusta og uppörva. Vissu- lega mætti hún mörgu erfiðu á sinni lífsgöngu. Hún var ung að árum er hún varð fyrir því stóra áfalli að missa manninn sinn Sigurð Árna en hann fórst með togaranum Ólafi, frá tveimur ungum börnum. Lík- lega komst hún aldrei yfir það áfall að fullu. Henni hlotnaðist þó margvísleg hamingja. Hún var falleg kona og þau Kristófer Jónsson áttu gott heimili á Vesturbraut 12. Þau eign- uðust þrjá drengi en einn dó í fæð- ingu. Jóhanna fylgdist vel með börnum sínum og öllum afkomendum, sem ætíð hafa sýnt henni kærleika og ræktarsemi. Sigríður dóttir hennar, sem gift er og búsett í Ameríku hef- ir heimsótt hana svo oft sem hún hefir komið því við og alltaf haft mikið samband. Jóa átti alltaf glæsilegt heimili sem prýtt var handvinnu hennar sjálfrar. Hún var mikil handa- vinnukona og vandvirk með af- brigðum. Hún mun hafa gefið mik- ið af slíku til síns fólks. Myndin sem hún gaf mér: „spunakonan“ er í sérstöku uppáhaldi á mínu heim- ili. Á síðari árum er heilsa fór að bila var hún svo heppin að fá góða hjálp í heimilið. Sallý var „eins og góð fregn af fjarlægu landi“. Hún var ekki aðeins húshjálp heldur góður vinur og eins og engill á heimilinu. Síðustu mánuðina fannst mér Jóa mín vera lasnari en hún lét í ljós og hún var hætt að treysta sér út með mér. Síðan kom áfallið er hún datt og brotnaði og þótt gert hefði verið við það sóttu á verri veikindi. Hún fékk ósk sína upp- fyllta, að fá að sofna út af, sátt við Guð og menn. Dæm svo mildan dauða Drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matt. Joch.) Það var yndislegt að sjá kærleika fölskyldu hennar, sem vakti við dánarbeð hennar. Hún átti sterka trú og bað fyrir öllu sínu fólki og vinum. Ég þakka af alhug bænirnar hennar og vináttu við mig og mína. Ég samgleðst henni að vera kom- in þangað sem hvorki „harmur, neyð eða kvöl er framar til“. Það er mannlegt að sakna og ég votta Þóri og Hjördísi, Siggu og Robert, Ársæli og Erlu, Sigga og Erlu og öllum afkomendum hennar samúð og ég og fjölskylda mín kveðjum hana með þakklæti og virðingu. Jóhanna F. Karlsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.