Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 23 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 6 nætur, m.v. 2 í herb- ergi, Pyramida, 4 stjörnur. Innifalinn morgunverður, ísl. fararstjórn og skattar. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú spennandi vikuferð yfir Versl- unarmannahelgina til þessarar heillandi borgar þann 30. júlí, í 6 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu , gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heims- ferða sem gjörþekkja borgina. Nú höf- um við fengið viðbótargistingu á hinu vinsæla Pyramida hóteli, sem er staðsett fyrir ofan kastalann í Prag, með afbragðs aðbúnaði fyrir gesti. Verð kr. 40.450 Flugsæti með sköttum. Síðustu sætin Verslunarmannahelgin í Prag 30. júlí - Hotel Pyramida frá kr. 49.950 Lyf & heilsu Austurstræti þriðjudaginn 16. júlí kl.11–15 miðvikudaginn 17. júlí kl.11–15 Lyf & heilsu Kringlunni fimmtudaginn 18. júlí kl.11–15 föstudaginn 19. júlí kl.11–15 Heilbrigði Jafnvægi Fegurð Kynning á nýju andlitslínunni frá Bláa lóninu verður í: Verið velkomin! Glæsilegur kaupauki fylgir meðan á kynningu stendur. ÍSAFJÖRÐUR heillar banda- ríska listamanninn Holly Hughes því samfélagið er lítið og þar býr fólk frá mörgum þjóðlöndum. Hún hefur verið búsett þar frá því í haust en þangað kom hún fyrst á skútunni Hannah Brown sem hún sigldi á um öll heimsins höf í 4 ár en þar áður ferðaðist hún um á reiðhjóli og átti því heima alls staðar og hvergi. Holly ætlaði aðeins að hafa vetursetu á Vestfjörð- um en raunin varð önnur. Félagi hennar hélt sigl- ingunum áfram en hún varð eftir í leit að íslenskum ævintýrum. Holly hefur ekki ákveðið hve lengi hún mun dvelja á Íslandi, hún gæti horfið þaðan á braut í haust en í augnablikinu er hún ánægð því hún finn- ur að á Vestfjörðum gerir hún gagn. Hún er menntaður vélaverkfræðingur en hefur einnig lagt stund á listnám og ljósmyndun. Frá leikskólaaldri hefur hún unnið að listsköpun, og var hvött til að fara í listnám en þráaðist við, vildi verða vísindamaður og átta sig á hvernig hlutirnir virka. Við það vann hún í nokkur ár en sneri sér þá alfarið að listinni. Fjölhæfni einkennir Holly, hún gerir m.a. skúlptúra af ýmsum toga m.a. úr matvælum, hún málar, tekur ljós- myndir, skrifar sögur og margt fleira. „Til þess að ná sambandi við fólk nota ég mismunandi miðla. Fólk er ólíkt og því er misjafnt hvað hentar hverju sinni. Sköpunarkraftur er mitt aðalsmerki. Þetta segi ég því oft hitti ég fólk sem segist ekki geta framkvæmt hlutina af einhverjum ástæðum til dæmis vegna peninga- skorts eða tímaleysis, það lætur hlutina stjórna gerðum sínum í stað þess að láta drauma sína rætast. Íslendingar eru þó fljótir að bregðast við, til dæmis ef sólin skín þá rjúka þeir út í sólbað, en ef rignir klæða þeir sig í regngallana. Þeir láta veðrið ekki stjórna sér.“ Lítil sveitasamfélög eiga erfitt uppdráttar víða í heiminum, ekki aðeins hér á Íslandi, bendir Holly á. „Sveitaþorp og bæir eru að lognast út af því íbú- arnir sjá hag sínum betur borgið í stóru borgum. Á Ísafirði og fleiri álíka stöðum held ég að ég geti gert gagn með því að nota sköpunarkraftinn, með honum reyni ég að fá fólkið til þess að líta þorpið sitt öðrum augum, sem hugsanlega mun draga úr löngun þess og þörf til þess að flytjast á brott.“ Undanfarið hefur Holly lagt sig fram um að fá fólkið í sveitum og bæjum víða um land til þess að fara hvergi. „Sköpunarkraftur er mikilvægur í litlum samfélögum eins og Ísafirði þar sem fisk- veiðar hafa verið undirstaðan um aldir en vegna nýrrar tækni og tóla er verið að grafa undan henni. Þá þarf að finna aðrar lausnir. Þekking og virðing fyrir uppruna sínum er einn- ig mikilvæg því þeir sem þekkja sögu sína kunna betur að meta heimkynni sín. Íhuga þarf því hvað gera skal til að viðhalda arfleifðinni.“ Með þetta í huga vinnur Holly nú að gerð lista- verks sem mun prýða höfnina á Ísafirði. „Ég var beðin um að hanna kort af Vestfjörðum á stóran gám niður við höfn fyrir erlenda ferðamenn. Ég hugsaði um hvernig íbúarnir gætu haft gaman að þessu og ákvað að tengja kortið við sögu fólksins hérna og arfleifðina. Ég veit að Ísland hefur verið teiknað sem stór dreki og Vestfirðir sem dreka- höfuð. Mér var sagt að drekinn hafi verið ógnvæn- legur og tröllin vildu hann burt. Þau ákváðu að skera hann á háls, og byrjuðu á því að grafa holur og henda út á haf og þess vegna eru eyjar og sker víða í kringum Vestfirði. Tröllin voru stór, feit og löt og þreyttust fljótt á þessari vinnu. Eitt þeirra settist dauðþreytt niður á fjalli sem gnæfir yfir Ísa- firði og fór í fótabað og því myndaðist hvilft í miðju þess. Annað tröll hvíldi lúin bein við höfnina og setti annan fótinn ofan í sjóinn, þar sem hann er nú dýpstur, þar leggja stóru skipin landfestar en á kortinu er vegvísir fyrir ferðamenn um hvernig komast eigi frá skipinu í upplýsingamiðstöð ferða- mála.“ Mynd af drekanum og trölli hefur Holly nú lokið við að mála á gáminn, auk nákvæms korts af Vest- fjörðum, en á aðra hlið gámsins hefur hún skrifað söguna um drekann og tröllin. Verkið aftan á gámnum er tileinkað íbúum Vestfjarða, þar er að finna tákn sjómanna og kirkjunnar um trú, von og kærleika, sem Holly segir vera gott sameiningar- tákn. Einnig eru þar um 40 lófaför, þar sem á Vest- fjörðum býr fólk frá um 40 þjóðlöndum. Holly hefur ferðast um landið til þess að auka skilning fólks á verðmæti þeirra staða sem það býr á. Sand- gerði er einn af þeim. „Ég var á námskeiði í Kram- húsinu og þar var líka kona sem heillaðist af minni vinnu og bað mig um að koma með sér til Sand- gerðis. Ég dreif mig strax um kvöldið og dvaldi þar í viku. Hvað viljiði að ég geri? spurði ég bæjarbúa. Á ég að búa til matarskúlptúr, fara í göngutúr og tína rusl, mála, segja sögu, skrifa sögu? Börnunum leist vel á skúlptúr úr rusli svo það varð ofan á, og síðan var honum komið fyrir á vegg niðri í bæ.“ Hughes vinnur mikið með rusl sem hún finnur hvar sem er, af því er nóg. Hún dregur fram mynd- ir af tómri klósettrúllu sem hún hefur breytt í skrítna og skemmtilega kú. „Með skærum er unnt á einfaldan hátt að breyta hlutum, sem að sumra mati gera ekkert gagn lengur, í lítið listaverk, jafn- vel búa til fugl úr tómri áldós,“ segir hún og sýnir mynd af slíkum furðufugli. „Þetta eru gamlar pakkningar sem hefur verið hent en nýtast mér vel sem efniviður. Gott er ef hægt er að nýta hlutina í meira en einum tilgangi.“ Holly finnst ekki síður gaman að vinna með börnum en fullorðnum, t.d. hefur hún unnið með nemendum Menntaskólans á Ísafirði og fjallað um stríð í víðum skilningi, og með börnunum á Flateyri vann hún kökuskúlptúr, með það að markmiði að fá nágranna í bænum til þess að kynnast örlítið. Í byrjun ágúst er ferðinni heitið til Egilsstaða þar sem hún mun vinna með börnunum. „Ég er ánægð ef mér tekst með listinni að gera börn og unglinga örlítið næmari á umhverfi sitt; koma auga á smáatriðin sem geta auðgað lífið. Ætl- unin er ekki að gera alla að listamönnum, síður en svo. Strákur sem ég vinn með verður kannski ein- hvern tímann sjómaður. Með hjálp listarinnar get- ur hann mögulega seinna meir verið sneggri að greina veðrabrigði en ella eða séð mynstur í sjón- um sem gefur til kynna hvar fiskinn er að finna. Skynjun hans verður vonandi meiri og þroskaðri.“ Holly sýnir ljósmyndir af hjartalaga hlutum af ýmsum toga sem hún hefur fundið á við og dreif í náttúrunni. Hjörtun myndast í fossinum, sjónum, og skel svo dæmi séu tekin. „Mér hefur þótt gaman að sýna þessar myndir því eftir á koma til mín börn og fullorðnir og segja mér frá hjörtum sem þau hafa fundið til dæmis í steinum eða morgunkorns- pökkum. Mér líður vel þegar mér tekst að opna augu fólks fyrir þessum litlu fallegu hlutum í umhverfinu. Þá kannski aukast líkurnar á að það sjái ástæður fyrir að vera um kyrrt og þannig hjálpa ég því að lifa af. Þetta snýst allt um viðhorf.“ Holly setur verkin sín upp hvar sem er, ekki endilega á söfnum því hún telur okkur öll þurfa á list að halda í daglega lífinu. Því hengir hún myndir sínar upp á pósthúsinu, í garðinum, í matvöruversl- uninni, nánast hvar sem henni dettur í hug og leyfi fæst. Vefsíðan hennar getur þó flokkast undir gall- erí því þar er að finna myndir og lýsingar af því helsta sem hún hef unnið að undanfarið. Slóðin er: www.nmt.edu/-bridge. Náttúran er ástríða Hollyar. Hún metur Ísland mikils og telur náttúruna hér vera afar dýrmæta auðlind. Henni finnst einnig mikils virði að búa á stað þar sem ekki þarf að læsa bílnum sínum eða þar sem slík farartæki eru jafnvel ekki nauðsynleg því hægt er að fara fótgangandi á milli staða. „Þessi lífsstíll hentar mér afar vel. Íbúar lítilla samfélaga hafa meiri tíma og betri aðstöðu til að njóta lífsins en íbúar í stórum borgum.“ List gerir okkur hamingjusöm að mati Hollyar en ef kafað er dýpra, er tilgangur listarinnar að auka vitund okkar. „Tónlist er list, dans er list, matreiðsla er list; allt þetta eykur vitund okkar og virðingu okkar fyrir umheiminum. Næstu mánuði ætla ég að eyða meira tíma í að deila list minni í þeim tilgangi að hjálpa fólki að meta betur það sem það hefur. Ég fer þangað sem mér er boðið en mér finnst dýrmætt að kynnast landinu og fólkinu hér á þennan máta.“ Sköpunarkraftur er mikil- vægur í litlum samfélögum FÓLK Hrönn Mar- inósdóttir hrma@mbl.is Holly Hughes er að leggja lokahönd á listaverk sem prýðir höfnina á Ísafirði. Mbl/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.