Morgunblaðið - 14.07.2002, Page 16

Morgunblaðið - 14.07.2002, Page 16
16 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN blíðviðrisdaginn fór égupp í Mosfellsbæ til þess aðhitta Jónu Hansen kennaravið Hagaskóla. Þegar ég fal- aðist eftir viðtali hafði hún stefnt mér í gróðurhús að Blikastöðum II og ég velti því nú fyrir mér á leiðinni hvort um væri að ræða þá sömu Jónu Han- sen sem átti marga hluti tengda Björgu Þorláksson fræði- og vísinda- konu og voru á sýningu um hana á Þjóðarbókhlöðunni þegar ævisaga hennar kom út. Mér tókst að beygja nákvæmlega rétt inn á afleggjarann að Blikastöð- um og rambaði eins og fyrir krafta- verk inn í gróðurhúsið til Jónu Han- sen. Hún stóð þarna röggsamleg í fasi og fór nærfærnum höndum um blóm- in sín. „Ég byrjaði á blómaræktinni innan veggja Hagaskóla. Eftir að ég og bróðir minn fengum yfirráðarétt yfir landspildunni hennar ömmu fór ég að færa út kvíarnar. Ég á margar vin- konur sem eiga allt til alls og mér datt í hug að gaman gæti verið að gefa þeim blóm sem ég hefði ræktað sjálf í garðana þeirra, á svalirnar eða þá á leiði ástvinanna frekar en keypta vendi og konfektkassa. Auðvitað fær fjölskylda mín líka blóm í sína garða,“ segir hún þegar ég hef kynnt mig og sagt nokkur viðurkenningarorð um plönturnar í gróðurhúsinu. Það endar með því að úr gróðurhúsinu fer ég með nokkrar bláar stjúpur, fagur- bleik tóbakshorn og tvær margarítur. Að því búnu örkum við upp fyrir íbúðarhúsið þar sem frændfólk Jónu býr og setjumst í sólina til þess að ræða um þau tímamót sem í vændum eru í lífi hennar, að hætta kennslu eft- ir farsælt kennslustarf frá 1958. „Afi minn byggði Blikastaði, Magn- ús Þorláksson, bróðir Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra, og mín fyrstu ferðalög voru hingað,“ segir hún þeg- ar ég spyr fyrst um tengsl hennar við Blikastaði. „Afi tók mig oft með sér upp eftir þegar hann hafði borðað heima hjá okkur í bæjarferðum. Mér þótti þetta mjög skemmtilegt og þeg- ar mig fór lengja eftir honum fór ég að heiman frá mér í Kirkjustræti og niður á BSÍ og sagðist ætla í afabæ og þangað komst ég fyrir góðvild bíl- stjórans, sem opnaði fyrir mér hliðið,“ bætir hún við. „Sigurbjörg móðir mín hafði það sem kallað er „græna fingur“, og var með töluverða grænmetisræktun meðan afi og amma bjuggu á Blika- stöðum. Ég var látin borða grænkál og spínat í æsku sem ekki var algengt í þá daga. Sjálf hef ég lengi haft áhuga fyrir ræktun – líklega frá barnsaldri. Ég er búin að vera með blóm í skól- anum frá því fyrir um 30 árum. Þá gaf Bjarni í Blómavali mér nokkrar fræ- plöntur. Hann var á sínum tíma nem- andi minn. M.a. gaf hann mér fíkus- ana tvo sem eru á ganginum hjá skólastjóra og eru nú orðnir stærðar tré. Blóm gegn húsasótt Það var húsasótt í nýju álmunni í Hagaskóla sem tekin var í notkun um haustið 1989. Ég fékk fólk frá Heil- brigðis- og vinnueftirliti til þess að koma og mér var ráðlagt að hafa blóm, það kæmi raki frá þeim sem mundi hjálpa upp á sakirnar. Ég setti strax plöntur í mína umsjónarstofu og aðrir kennarar báðu um blóm í sínar. Ég bað þá krakkana að koma með það sem ætti að henda heima hjá þeim þegar verið væri að snyrta blómin. Þannig gat ég komið mörgum teg- undum til. Fyrir um 15 árum voru komin margvísleg blóm í hvern glugga og á alla ganga í Hagaskóla. Fyrir nokkrum árum sótti ég um orlof til að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Ég kenndi þá ensku og dönsku til helminga. Ég leitaði upplýsinga um heppilegan stað til námsins og Texas varð fyrir valinu. Þar var mikið af innflytjendunum og Texasbúar ríkir vegna olíuvinnslunn- ar og miklu fé varið til menntamála. Þeir gerðu mikið til að kenna sínum innflytjendum ensku. NASA er þarna í næsta nágrenni og þar fræddist ég um vissar tegundir blóma sem hreinsa andrúmsloftið. Með þessa vitneskju fór ég heim og setti umrædd blóm á gang sem aldrei sást barn í í frímínútum. Það brá svo við að eftir að blómin komu fóru krakkarnir að vera þar. Ég hef þá staðföstu trú að börnum líði betur þar sem blóm eru. Viss blóm þýðir þó ekki að hafa í skóla – ég lærði af reynslunni að fullorðið fólk tók af- leggjara án leyfis af sumum plöntum þegar það kom á fundi í skólanum. Einu sinni náði ég í græðling af blómi sem mér lék mikill hugur á. Það heitir fallandi lauf. Blómið var orðið stórt og fallegt en svo var haldinn fundur í skólanum og eftir hann sást ekki eitt lauf á þessu blómi, svo mikill var áhugi fundargesta á því. Samkennara mínum þótti blómið orðið svo aum- ingjalegt að hann fleygði því áður en ég náði að bjarga því.“ Þarf að sýna þolinmæði og natni En skyldi Jóna hafa eins gott lag á börnum og blómum? „Það fer saman. Það þarf að sýna natni og þolinmæði í báðum tilvikum. Það gildir að geta séð fyrir sér að úr þeim efnivið sem maður hefur í hönd- unum geti orðið sterk og falleg jurt ef vandað er til verks. En það þarf líka að sýna nokkra hörku. Ef fólk ætlar að fá fallega og þétta runna þá verður það að hafa hörku í sér til að klippa þá niður – annars verða þetta bara renglur. Ekkert gleður mann meira en að sjá að vel til tekst.“ Hvenær byrjaðir þú að kenna? „Ég lauk prófi frá Kennaraskólan- um 1956 og var svo tvö ár í Kenn- araháskólanum í Kaupmannahöfn. Ég er raunar hálfdönsk, pabbi var frá Kaupmannahöfn, faðir hans var óp- erusöngvari við Konunglega leikhúsið þar í borg. Foreldrar mínir kynntust hér á landi þegar pabbi kom hingað til að vinna í Skrúðgarðinum á Akureyri. Hann var vanur garðyrkju, „farfar og farmor“ áttu sumarhús og átta hektara lands í Espergærde við Strandvejen fyrir norðan Kaup- mannahöfn, sem var einn aldingarð- ur. Þar átti ég miklar sælustundir þegar ég var barn og heimsótti þau. Mamma var við nám í Kaupmanna- höfn sem ung stúlka. Eftir nám við Kvennaskólann í Reykjavík ætlaði hún að læra hjúkrun en fékk ekki inn- göngu af því hún hafði fengið berkla. Þá lærði hún fótaaðgerðir og við það starfaði hún lengst af. Við erum tvö systkinin, Nils bróðir minn er tveimur árum yngri en ég. Hann er lærður byggingameistari. Eftir að hafa lokið kennaranáminu í Kaupmannahöfn hóf ég kennslu í Réttarholtsskóla og fékk litlu síðar Fulbrightstyrk til að kynna mér ým- islegt í tengslum við afbrotaung- linga.“ Aldrei kennt vandræðaunglingum Hefur þú þess vegna lent í að kenna mörgum vandræðaskepnum? spyr ég að bragði. „Ég hef ekki kennt neinum vand- ræðaunglinum – aldrei,“ svarar hún hvasslega. „Ég hef alltaf sagt mínum nemend- um að enginn sé til algóður og enginn alvondur. En það þarf stundum að leita að góðu hliðunum. Ég hef haft erfiða nemendur en það hefur alltaf endað með því að ég hef fundið á þeim góðu hliðarnar. Mér var kennt sem barni að allir hefðu eitthvað sér til ágætis.“ Enn berst talið að ættfólki Jónu og uppvexti. „Ég heiti í höfuðið á Jóni Þorláks- syni og Ingibjörgu konu hans. Þegar mamma gekk með mig þá kallaði Jón hana upp á kontor til sín og bað hana að láta barnið sem hún gengi með heita í höfuðið á sér. „En frændi,“ sagði þá mamma. „Hvað ef barnið er nú stelpa?“ Hann kvað það engu skipta, þá yrði nafnið bara Jóna Ingibjörg – og þann- ig fór það. Jón dó rétt áður en ég fæddist en mamma hafði mikið sam- band við Ingibjörgu ekkju hans þar til hún lést. Þær sátu m.a. saman á kvöldin og lásu sig í gegnum bréfa- búnka sem Jón lét eftir sig og röðuðu þeim í möppur eftir málefnum. Pabbi vildi flytjast til Bandaríkj- anna til bróður síns sem þar rak stórt fyrirtæki, en pabbi var með próf frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Mamma vildi ekki fara héðan svo þau slitu samvistir. Þá var ég ellefu ára. Víst féll mér þetta þungt og mamma var eftir það ein með okkur. Þegar afi dó fékk Helga móður- systir mín Blikastaðina en mamma fékk andvirði leigubíls sem pabbi ók síðustu árin sem hann bjó með henni. Amma hélt eftir smálandspildu. Þar er landið sem við systkinin eigum nú. Afi hafði breytt Blikastöðum úr koti í stórbýli, hann vann nætur og daga. En hann vildi ekki láta skipta búinu upp heldur hafði gert ráðstafanir við- víkjandi óðalsrétti en entist ekki ald- ur til að ganga formlega frá því. Nauðsyn þess að fara vel með Ég er þakklát fyrir þá reynslu að stundum var ekki mikið til heima. Það kenndi mér að fara vel með peninga og það er gott veganesti. Ég hef lagt áherslu á nauðsyn þess við mína nem- endur að fara vel með. Ég hendi t.d. aldrei plastpokum, bæði menga þeir og svo er þetta sóun á fjármunum. Ut- an um orðalistana hef ég löngum ver- ið með poka utan af Myllubrauði eða Mogganum. Stundum hafa krakkarn- ir haft orð á þessu – en ég hef bent á að notaðir pokar geri fullt gagn. Orðalistana áttu börnin að læra og ég gekk eftir að það væri gert. Ég hef hagað kennslu minni þannig að helm- ing kennslustundarinnar notaði ég til að fara yfir það sem ég setti fyrir svo að þau réðu örugglega við það en seinni hlutann til að fylgja eftir að þau hefðu lært heima. Einu sinni í viku kom ég svo með 20 glósur á lista til að kanna kunnáttu þeirra. Þetta tel ég nauðsynlegt, foreldrar hafa oftar en ekki lítinn tíma til að hjálpa börnum sínum með heimanámið. Þegar ég byrjaði að kenna voru mæður heimavinnandi og börnin hlupu heim til að borða í hádeginu og komu endurnærð til baka. Nú fá krakkar peninga til að kaupa sér nesti. Þá er freisting að kaupa sér sætindi en ekki hollustumat. Fyrir tíu árum fór ég með grillið mitt í skólann í litlu kennarastofuna sem þar er og sagði krökkunum að ef þau kæmu með samlokur þá skyldi ég grilla. Það varð strax örtröð hjá mér. Ég hef upp á síðkastið verið með tvö grill og hef grillað fyrir áttunda bekk- inn sem ég kenndi og hin börnin svo eftir atvikum. Til að ná námsárangri þurfa börn að vera mett og líða vel. Það þýðir heldur ekki að leggja fyrir þau náms- efni sem þau ráða ekki við, þá gefast þau upp. Þeir sem ekki fá sjö Ég segi gjarnan við nemendur mína að ég vilji að þeir hafi getu og þroska til að fá sjö á prófum. „Af hverju,“ spyrja þeir? „Af því sjö er heilög tala,“ svara ég til að segja eitt- hvað. Svo segi ég þeim sem ekki fá sjö að þau geti lært betur og komið svo til mín og endurtekið „glósuprófið“. Við þá sem áttu erfitt með að ná sjö geri ég sérstakan samning, ef þau vildu, um leið og ég útskýrði rækilega að menn eru misfljótir að læra. Ég hef til fjölda ára alltaf verið í stofunni minni í frímínútum, en ekki á kennarastofunni. Dyrnar standa opn- ar og krakkarnir geta gengið út og inn. Ég segi alltaf að maður haldist ungur með því að umgangast þá sem ungir eru. Ég veit líka alltaf nokkurn veginn hvað hjartað í skólanum slær. Ég hef oft frétt meira en margur ann- ar, vitað um baktal, erfiðleika og ýmis vandræði og krakkarnir hafa getað komið til mín. Ég hef sagt þeim að setja miða í vasann á peysunni minni eða á borðið mitt og svo hef ég kallað á þau síðar til að ræða málin undir fjögur augu. Mér finnst þetta nauðsynlegt, um- hverfið er svo breytt og börn vantar oft einhvern til þess að trúa fyrir sín- um erfiðu málum. Þegar ég kenndi landsprófsbörn- um þá kenndi ég þeim sem vildu í páskafríinu – nema fyrir hádegi á föstudaginn langa og páskadag. Ég kenndi líka á sumardaginn fyrsta og 1. maí. Í þá daga keyptu efnameiri foreldrar iðulega aukakennslu fyrir börn sín til þess að öruggt væri að þau stæðust próf. Mér fannst sárt til þess að vita að ekki sætu allir við sama borð og því sagði ég, að þeir sem mína hjálp vildu þiggja væru velkomnir. Útkoman varð sú að flestir mættu. Í helgri bók stendur: „Gefið og yður mun gefið verða“ þetta hef ég stað- reynt að er sannleikur.“ Starfaði fyrir Rauða krossinn í 40 ár En hvernig getur slíkur kennari „af guðs náð“ hætt störfum? „Það er bæði erfitt og ekki erfitt. Ég hef gert þetta upp við mig. Ég mátti hætta fyrir sex árum en þá var ég hreint ekki tilbúin til þess. Núna finnst mér vera kapítulaskipti í lífi mínu. Ég loka einum og opna annan. Ég er að setja inn danska málfræði á Skólavefinn og mun á þann hátt halda áfram kennslustarfi enn um sinn og svo er ég í þessu ræktunarstarfi hér. Auk þess sinni ég starfi í Neskirkju. Ég var þar fyrst með Hrefnu Tynes í barnastarfi, við vorum báðar foringj- ar í kvenskátahreyfingunni. Síðan starfaði ég með prestunum og nú vinn ég á laugardögum með eldri borgur- um. Í fyrra hætti ég störfum fyrir Rauða krossinn. Þar hafði ég starfað í 40 ár. Ég var í nokkur sumur með barnaheimili á hans vegum. Fljótlega urður árekstrar milli mín og nokk- urra stúlknanna. Mér fannst þær ekki sinna börnunum nógu vel. Þær voru sumar að skemmta sér fram undir morgun á helgum. Þegar börnin voru komin út á sunnudagsmorgnum lögð- ust þær í einhverja laut þar sem þær vöfðu teppi utan um sig og fylgdust ekki nógu vel með börnunum. Þarna var Brúará á aðra hönd og Hvítá á hina og ég óttaðist um líf barnanna. Ég fékk leyfi stjórnarinnar til að segja stúlkunum upp. Séra Jón Auðuns var formaður stjórnar og sagði hann að mér væri illa í ætt skotið ef ég gæti ekki ráðið fram úr þessu. Ég fékk þá gamla nemendur mína sem unnu í fiski til að vera í við- bragðsstöðu ef ekki semdist milli mín og hinna skemmtanaglöðu starfs- stúlkna. Ég hélt fund með þeim og bauð að þær gætu valið á milli þess að gera eins og ég vildi eða fá sér aðra vinnu – ég hefði tilbúnar aðrar stúlkur. Svo Veit hvað hjartað í skólanum slær Morgunblaðið/Jim Smart Jóna Ingibjörg Hansen með blómin sín í gróðurhúsinu að Blikastöðum II. Kennslustarfið er þýðingarmikið – góðir kennarar láta gott af sér leiða. Einn slíkra er Jóna Hansen kennari í Hagaskóla, sem nú er að láta af störfum. Hún segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur eitt og annað frá starfsferli sínum og skoðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.