Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 43 Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Þannig orti Hannes Hafstein og í þessum ljóðlínum birtist viðhorf Ís- lendinga vel til sólarinnar. Hún er elskuð og dáð svo mjög að þar sem hennar nýtur ekki hluta úr vetri er haldið sérstakt sólarkaffi þegar hún lætur sjá sig á ný. Eins og Íslend- ingum er tamt hugðist ég fara í sólbað snemm- endis þegar ég kæmi út, er ég hélt til Ítalíu á dögunum, – við viljum helst koma heim aftur úr sumarfríi fallega brún og vel sólbökuð. Þegar ég steig út úr flugvélinni á ítalskri grund gekk ég, að mér fannst, inn í sjóðheitan vegg, hitinn var mun meiri en ég hafði áður komist í kynni við á ferðum mínum um Evrópu. Ég greip andann á lofti og sogaði niður í lungun brennheitt loftið án þess að fá þá tilfinningu léttleikans sem aukið magn af súrefni er ella vant að gefa. Þetta var að áliðnum degi og samt var hitinn töluvert yf- ir 30 gráður. „Það verður ekki svona heitt á morgun,“ hugsaði ég bjartsýn eins og Kúnígúnd og lagðist ofan á springdýnu í ókunnuglegu hótel- herbegi og hugðist sofna. En minn íslenski kroppur vildi ekki sætta sig við hitastigið í her- berginu – þar var heldur enga loft- kælingu að finna. Svitinn spratt út um allar svitaholur og ég velti mér fram og aftur í rúminu. Loks sofn- aði ég óværum svefni sem ég vakn- aði af til steikjandi sólar. Ég var stödd í litlum bæ í Norður-Ítalíu með nokkrum Íslendingum sem allflestir höfðu þar störfum að sinna. Ein kona var þarna þó sem var á líku róli og ég. Dagana á eftir reyndum við að fara í sólbað en sólin var svo sterk að við flúðum ævinlega fljótlega í skugga og átum ís. Jafnframt röltum um bæinn og litum í búðarglugga. Búðirnar voru lokaðar yfir hádaginn. Þá hvíldum við okkur eins og aðrir og fengum okkur í leiðinni eitthvað gott að borða. Þegar liðnir voru fáeinir dagar ákváðum við að þetta gengi ekki, nær væri að nýta tímann og taka okkur heilsubótar- og megr- unargöngur. Daginn eftir þá ákvörðun lögðum af stað þegar sól var hæst á lofti og gengum rösk- lega áleiðis frá miðbænum og lent- um eftir nokkra stund á einskonar hraðbraut. Þar var hitamælir sem sýndi 36 gráður. Við þá sjón féll okkur allur ketill í eld, við snerum við og flýttum okkar að finna stað í skugga þar sem við gætum látið fyrirberast með ís í hendi. Hitinn jókst enn frá þessu og ég sá af hyggjuviti mínu að ef þessu yndi fram yrði líf mitt ekki mikið lengra nema að ég kæmist þangað sem loftkæling væri. Það var nú svo komið fyrir mér að mér fannst orðtakið „blessuð sólin,“ mikið öfugmæli. „Það ætti heldur að vera „bannsett sólin“, tautaði ég illskulega. Á rölti mínu um bæinn hafði ég rekist á litla kaffistofu sem var loftkæld. Þangað fór ég nú að fara snemma á morgnana með blöð og bækur. Veran þar var góð fyrir lungun en síðri fyrir líkamsvöxtinn. Ég varð fljótlega vel hress í loft- kælingunni en jafnframt svöng – og þarna fengust dýrindis kökur og ísar. Ég helgaði mér borð úti í horni og fór þannig að dæmi Sim- one de Beauvoir, þar sat ég og drakk íste og kaffi, át og skrifaði eða las í endurminningum Martins Andersen Nexö. Hann var berkla- veikur eins og öll almennileg skáld voru fyrr á árum. Hann var hins vegar viljasterkari en flestir aðrir. Hann hætti nefnilega að hósta. Þegar berklahóstinn var í aðsigi tók hann fyrir nefið, lokaði munn- inum og kæfði allt loftstreymi og hóstinn dó í fæðingu. Mér fannst þetta að vísu hrollvekjandi lýsing í öllum hitanum en jafnframt aðdá- unarverð. Sólin reis og hneig og hitinn jókst enn dag frá degi. Ég hafði nú lokið við lestur umræddra endur- minninga og misst alla andagift sjálf – þar ofan í kaupið var kvöld- sett orðið og komið að lokun litlu kaffistofunnar. Hitinn hafði aldrei verið eins kæfandi, var kominn yfir 40 gráður. Ég fékk fljótlega and- þrengsli þegar út kom og fylltist örvæntingu. Í kringum mig var allt fullt af alvarlegum og trúræknum kaþólikkum. „Ég ætti bara að rífa mig úr hverri spjör, þá yrði kannski kallað á lögregluna og hjá henni er ábyggilega loftkælt,“ hugsaði ég. „Það skaltu ekki vera viss um, kannski yrðir þú bara sett í brenn- heitt kjallaraherbergi innan um Mafíu-gengi,“ svaraði ég sjálfri mér. Hið síðarnefnda fékk mig til að ákveða að taka örlögum mínum og nátta mig enn á hótelherberginu hjá viftunni sem kona í hópnum hafði útvegað mér til þess að létta mér lífið. Sem ég hugsaði þá hugsun fór þytur um hið heita loft og fyrr en nokkurn varði tóku stórir dropar að detta úr loftinu jafnframt því sem þrumur heyrðust í fjarska og eldingum fór að bregða fyrir. Allt hið trúrækna og alvörugefna ítalska fólk tók til fótanna í skjól og brátt var enginn úti á gangstétt- inni nema ég. Rigningin jókst hratt og lífsgleði mín að sama skapi. Ég stikaði glöð í bragði eftir fallega hellulögðum gangstéttunum, renn- andi blaut undir bláleitu ljósi eld- inganna með þrumuhljóðið í eyr- unum. Nú kunni ég loks við mig, – hitinn lækkaði hratt og ég gat and- að betur og betur. Hamingjusöm eins og fugl á grein kom ég að hótelinu mínu, nú yrði loks líft í hinu óloftkælda her- bergi þar. Og mikið rétt – þessa nótt svaf ég ágætlega. Daginn eftir var sólarlaust og þægilega svalt. Ég fór umsvifa- laust á litlu kaffistofuna og pantaði mér sterkt kaffi og góða köku og hélt mitt eigið „sólarleysiskaffi“. Ég fann að ég gat hugsað á ný og kannski gæti ég jafnvel komist til að skoða borgina Parma sem var í næsta nágrenni, þar var víst að finna merkileg gömul hús og söfn. Það sem eftir lifði Ítalíudvalar- innar leið mér vel en eigi að síður fannst mér yndislegt að koma heim til Íslands í hið margumtalaða hreina loft og aldrei, aldrei skal ég framar kvarta þótt „blessuð sólin“ skíni hér ekki dag hvern í heiði. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/er sólskinið alltaf blessun? Í hitabylgju Viðhorf manna breytast eftir reynslu þeirra. Mörg viðhorf okkar eru „gefin“ – ef svo má segja. Lærð frá öðrum – hluti af menningu okkar. Eitt af slíku er afstaða okkar til sólarinnar. Við höfum vanist því að sólin sé alltaf tákn um eitthvað gott og eftisóknarvert. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Stökktu til Costa del Sol 24. júlí frá kr. 39.865 Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 24. júlí í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í júlí Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 24. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga 8-15 ára Reiðskóli Reykjavíkur er staðsettur í Fákabóli 3 (Víðidal) í Reykjavík (Fákssvæðið) Námskeiðin eru í tvær vikur í senn þ.e. 10 virkir dagar, hálfir dagar í einu. Næsta námskeið er 22. júlí Reiðkennarar - upplýsingar: Edda Rún Ragnarsdóttir, sími 692 0889 Sigurður V. Matthíasson, sími 897 1713. Einnig bjóðum við framhaldsnámskeið BÚVÉLASAFNIÐ á Hvanneyri er tæknisafn landbúnaðarins og heldur til haga sögulegum minjum sem tengjast tækni- og vélvæðingu sveit- anna, allt frá því að Torfi Bjarnason í Ólafsdal og Sveinn Sveinsson bú- fræðingur, síðar skólastjóri á Hvanneyri, hófu að kynna bændum hestaverkfæri og ýmis handáhöld og kenna notkun þeirra. Það gerðist á síðustu tveimur áratugum 19. aldar- innar. Um 1920 kom vélaraflið til sög- unnar. Í Búvélasafninu eru þrjár af fjórum fyrstu dráttarvélunum, sem hingað komu, ef þúfnabaninn er tal- inn til þeirra. Hann var í raun vélknúinn jarðtætari ætlaður til þúfnasléttunar. Nú er búið að koma þessari risavél undir þak, m.a. með aðstoð Vírnets-Garðastáls hf. í Borg- arnesi, RARIK og fleiri. Örsýning um þúfnabanann var sett upp í Bú- vélasafninu í fyrra á 80 ára afmæli hans; hana er líka að finna á heima- síðu safnsins, www.buvelasafn.is Í vetur bættist Búvélasafninu einn af fyrstu plógum frá Torfa í Ólafsdal, sennilega frá árunum 1883–1885. Hann kom frá Kalmanstungu í Borg- arfirði þar sem hann hafði verið í góðri umsjá afkomenda fyrsta eig- anda síns og notanda, Ólafs Stefáns- sonar, bónda þar. Er safnið þá orðið býsna vel búið að gripum frá Ólafs- dalsskólanum, sem jafnan er talinn einn helsti áhrifavaldurinn varðandi tæknivæðingu túnræktar á Íslandi. Jafnt og þétt bætast Búvélasafn- inu gripir. Gætir þar bæði hinna miklu breytinga sem nú eru að verða í sveitum landsins, sem og vaxandi áhuga manna á því að halda til haga minjum um horfna þjóðhætti – minj- um um mikilvæga forsendu borgrík- ismyndunarinnar; vélanna og áhald- anna sem spöruðu vinnu svo fólk gat snúið sér að öðrum störfum í verka- skiptu samfélagi. Áhersla er lögð á að bjarga undan gripum og gögnum sem varða meg- insöguna, en engin leið er að varð- veita allt sem tengist hinni fjölskrúð- ugu sögu tæknivæðingar í sveitum. Ljósmyndir, rit, bæklingar, og ekki síður sögur og sagnir eru verðmætar heimildir tæknisögu sveitanna. Þá nýjustu úr safninu má láta fljóta með hér: Bóndi einn, sem einnig klippti og snyrti hár nágranna sinna, hafði keypt Allis Chalmers-dráttarvél á fyrstu árum lýðveldisins. Dráttar- vélin var með framljósum. Þegar bóndi klippti kúnna sína og kvöldsett var orðið og myrkvað ók hann drátt- arvélinni upp að stofuglugganum, kveikti ljósin og klippti síðan sem á björtum degi væri. Þetta voru fyrstu rafljósin á þeim bæ... Búvélasafnið á Hvanneyri er opið daglega kl. 13–18 mánuðina júní – ágúst, en á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Fræðast má líka um safn- ið á áðurnefndri heimasíðu þess, www.buvelasafn.is BJARNI GUÐMUNDSSON Hvanneyri Tímarnir tvennir í Búvélasafninu á Hvanneyri Frá Bjarna Guðmundssyni: Hestur fyrir aktygjum og Ólafs- dalsplógur í Búvélasafninu. Sumarbrids og bikarkeppni Miðvikudaginn 10. júlí var spilað- ur Howell-tvímenningur, auk þess sem þrír bikarleikir voru í gangi í Bridssambandinu. Því var mikið fjör í gangi og góð stemmning. Efstu pör í tvímenningnum (meðalskor 165): Jón Stefánsson – Halldór Svanbergss. 201 Óli Björn Gunnarss. – Alfreð Kristjánss. 198 Hjálmar S. Pálss. – Árni Már Björnss. 185 Fimmtudagskvöldið 11. júlí var aftur Howell-tvímenningur, þessi pör urðu efst (meðalskor 165): Beverly Nelson – Sveinn R. Eiríksson 207 Helgi Bogason – Kjartan Ásmundsson 179 Jón Stefánsson – Soffía Daníelsdóttir 174 Júlíleikur sumarbrids er í fullum gangi, reglurnar voru þessar: Stigahæsti spilari júlímánaðar, stigahæsta konan í júlí, auk 2ja spil- ara af þeim sem mæta tíu sinnum eða oftar í júlí fá glæsileg verðlaun. Efstu spilarar Júlíleiksins eru nú þessir, að loknum fyrrgreindum spilakvöldum: Gísli Steingrímsson 97 Sveinn R. Þorvaldsson 89 Jón Viðar Jónmundsson 67 Vilhjálmur Sigurðss. jr. 61 Sigfús Þórðarson 55 Páll Þórsson 53 Erla Sigurjónsdóttir 47 Sigurður Steingrímsson 45 Hjá konunum er staðan svona í Júlíleiknum: Erla Sigurjónsdóttir 47 Inga Lára Guðmundsd. 33 Unnur Sveinsdóttir 33 Beverly Nelson 32 Erla Sigvaldadóttir 22 Lovísa Jóhannsdóttir 22 Helga Sturlaugsdóttir 19 Birna Stefnisdóttir 15 Jónína Pálsdóttir 15 Í sumarbrids er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Keppn- isstjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Nánari upplýs- ingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppnin Nú er aðeins ein vika þar til ann- arri umferð í bikarnum á að vera lok- ið. Vitað er um þrenn úrslit en leikir annarrar umferðar verða sextán. Sveit Júlíusar Snorrasonar vann sveit Samskipta 136-56. Sveit Hall- dóru Magnúsdóttur vann sveit Sveins R. Þorvaldssonar 104-100 og Sveit Kristjáns Arnar Kristjánsson- ar vann sveit Hársnyrtingar Vildísar 111-81. FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.