Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Góðvinur minn, sveit- ungi og velgjörðarmað- ur, Ólafur Árnason, er kvaddur í dag. Um tví- tugsaldur fór hann norður að Hólum sem vetrarmaður til foreldra minna sem önnuðust rekstur skólabús Hóla- skóla 1923–26. Miklar atvinnuþreng- ingar voru á þessum áratug og þeim næsta. Orka og athafnaþrá var mikil hjá Ólafi. Í Reykhólasveit var mjög takmarkað athafnasvið á þessum tíma. Dugnaður, alúð og aðlögunar- hæfni var mikil hjá Ólafi. Hann hafði mikið næmi fyrir mannlegum við- skiptum. Vinnuveitendum sínum vann hann af heilindum og ósérhlífni. Snemma tók hann að sér vöruflutn- inga fyrir húsbyggjendur í Reykjavík og víðar og fékk meiri viðskipti en dagvinnutíma nam. Viðskiptavininn hafði hann ávallt í fyrirrúmi. Margir leituðu til hans og jafnan fann hann viðunandi lausn mála. Ráðhollur var hann og tryggur vinum sínum. Sá eig- inleiki hans kom best í ljós eftir að hann gerðist tjónaeftirlitsmaður hjá tryggingafélagi og var hann eftirsótt- ur vinnufélagi. Á námsárum mínum í Reykjavík ÓLAFUR ÁRNASON ✝ Ólafur Árnasonfæddist í Hlíð í Þorskafirði í Reyk- hólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu 18. nóvember 1906. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 26. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 2. júlí. kynntist ég fyrst Ólafi. Þau kynni hófust með því að hann renndi með mig í gegnum ökunám- ið. Einu gleymdi hann samt vegna þeirra við- skipta. Það var að taka á móti greiðslu vegna þessa viðviks. Hann vildi meina að stráksi ætti að njóta góðs atlæt- is, er hann hefði notið hjá foreldrum mínum á Hólum. Kynni okkar fóru vaxandi með hækk- andi aldri. Á snertiflöt- um mannlegs lífs kom hinn hreini og tæri persónuleiki hins góða drengs í ljós. Sem fjölskyldufað- ir var hann einstakur, það fundu allir sem komu á heimili þeirra hjóna. Út- geislun hans hafði jákvæð og traust- vekjandi áhrif. Glettni hans og kjarn- yrt kímni byggði upp viðmót sem heillaði samstarfsfólk og vini. Hann gat verið fljótur til svars að afgreiða fyrirspurn eða málefni líðandi stund- ar. Varðandi þennan þátt hafði hann tileinkað sér ómetanlega máltækni. Hann var mikill ljóða- og lausavísna- vinur. Á örskammri stundu gat hann varpað fram hugmynd sinni og um- sögn í kjarnyrtri ferskeytlu. Fer- skeytan lék honum á tungu. Hann gat notað þetta tjáningarform sér og öðr- um til gleði en einnig sem hnitmiðað dómsorð og niðurstöðu sem erfitt var að áfrýja. Vinar- og saknaðarkveðjur eru fram bornar og hlýjar kveðjur til fjöl- skyldu hans. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Þórarinsson. Anna Örvar, elsku Anna Örvar, hvaða minningar koma upp í hug- ann? Skær og hjartanlegur hlátur, sérstakur raddblær, gleðiglampi í augnatillitið þegar samtöl gengu greiðlega og merking komst til skila. Ég man eftir Önnu sem var aufúsu- gestur hjá ömmu minni og frænku í Barmahlíð og ég man eftir henni sem ANNA ÖRVAR ✝ Anna Örvarfæddist við El- liðaár 20. september 1921. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kjartan og Klara Örvar sem bjuggu við Elliðaár en Kjart- an var vélstjóri í raf- stöðinni þar. Eftirlif- andi systkini Önnu eru Hanna Örvar, gift Þorgrími Þor- grímssyni verzlunar- manni, og Björn K. Örvar úrsmiður, kvæntur Hönnu Mörtu Vigfúsdóttur. Útför Önnu fór fram í kyrrþey 28. júní. góðum gesti ásamt sínu fólki í veizlum heima á Miklubraut. Ekki sízt minnist ég sumarsins endur fyrir löngu þegar ég vann í Hveragerði og hjólaði öðru hvoru til hennar Önnu þar sem hún dvaldist á Ási. Mér þykir leitt að játa að líklega hef ég ekki hitt hana síðan þá en ég verð að fá að setja þess- ar minningar á blað því mér þótti verulega vænt um hana Önnu. Hún var málhölt en það var ákaflega gaman að sitja hjá Önnu, leggja við hlustir, skilja, og ítreka merkinguna – þá varð Anna glöð og skein sem sól í heiði. Ekki var síður gaman að svara Önnu því hún var fljót að hugsa og leggja eitt- hvað nýtt til málanna og þá var eins gott að hafa einbeitinguna í lagi og ná næstu setningu! Anna var bókhneigð og listræn. Í Danmörku lagði hún stund á mynd- list. Námið mun hafa verið henni létt því móðir hennar var dönsk og tungumálið auðskilið. „Það skyldi enginn vanmeta hana Önnu,“ sagði móðir mín, „hún er vel gefin og hún hefur svo gott skopskyn, hún Anna.“ Ég veit ekki hvernig Guð býr um svona yndislegt fólk sem lifir til hlið- ar að því er okkur virðist og ber minna úr býtum en flestir. Ef til vill er það honum nær alla tíð. Ég held að hún Anna, og svo margir í hennar sporum, verndi barnið í sér; barnið sem allir sakna þegar þeir eldast. Ég samhryggist þeim sem stóðu henni næst, Hönnu og Þorgrími og börnum þeirra ásamt Binna og Hönnu Mörtu og þeirra börnum, en líka henni Helgu frænku minni sem missir þarna æskuvinkonu sína á af- mælisdaginn sinn. Sárt er að missa góðan vin en ef til vill ennþá erfiðara að missa einstaka vináttu sem hefði átt að fá að blómstra betur. Sumar hindranir eru óyfirstíganlegar. En minningarnar úr rafstöðinni sem við kölluðum svo, heimili Klöru og Kjartans í Elliðaárdal, ljóma enn. Innst inni trúi ég þær hittist ein- hvern tímann aftur í landinu þar sem ekkert aðskilur. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson.) Jóhanna Margrét Thorlacius. Nanna Björk og ég kynntumst upphaflega vegna langrar vináttu foreldra okkar í Mjóa- firði eystra. Vinátta sú sem ég vitna í einkenndist af mikilli tryggð og heillyndi fjölskyldu Nönnu gagn- vart okkur. Við Nanna fórum að fylgjast að og kynnast þegar við gengum báðar með fyrstu börnin okkar á sama tíma og ég dáðist að henni hvað hún var dugleg að fara í sund ófrísk. Nanna Björk geislaði af hamingju. NANNA BJÖRK FILIPPUSDÓTTIR ✝ Nanna Björk Fil-ippusdóttir fæddist á Norðfirði 4. mars 1959. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 28. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 5. júlí. Og svo fóru afmælis- boðin að koma á svip- uðum tíma. Svona leiddi eitt að öðru. Þeg- ar mamma kom í sína árlegu ferð til Reykja- víkur, þá var allaf farið til Nönnu til að spjalla, hlæja og horfa á litlu fjörkálfana sem bætt- ust í hópinn hjá þeim Nönnu og Sigurði. Nanna var ætíð reiðubúin að gera greiða, hún passaði fyr- ir mig Gunnar Atla stund úr sumri þegar ég var í vandræðum, og svo þegar Pési páfagaukur þurfti pössun og enginn vildi hafa hann, þá var Nanna til staðar, enda ákafur dýravinur og þá ekki síst fuglavinur. Átti talandi páfagauk og hló svo að okkur, þegar okkur fannst páfagaukurinn svífa of nærri kollum okkar, enda ástæðulaus fælni. Nanna var ákaflega myndarleg í höndunum. Hvernig hafði hún svo tíma í þessar dásamlega fallegu peys- ur sem spruttu út úr höndum hennar, bútasaumsrúmteppi og fleira og fleira sem ekki er hægt upp að telja? Hún var meira, hún var alltaf til staðar, það liðu undir það síðasta vik- ur og mánuðir frá því að við hittumst en þegar við hittumst, var eins og við hefðum hist í gær, þannig er það hjá heilum vini. Hvað er betra? Þrátt fyrir að hún væri veik, gat hún hlegið og geislað frá sér og þau hjónin spaugað og spjallað uppá gamlan góðan sið. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá þau í heimsókn núna á vordög- um og þá gaf Nanna mér mynd sem á stendur „Hlátur og gleði er besta víman“. Við þráum öll þessa gleði og Nanna ekki síst. Gjöfin lýsti Nönnu Björk vel, hún var í eðli sínu glað- lynd. Hún elskaði börnin sín heitt og var stolt af þeim, börnin efnileg, ekki voru einkunnirnar af lakara taginu. Ég og fjölskylda mín vottum Sig- urði, Láru Höllu, Guðjóni Teiti, Hjalta Hrafni og Jóhönnu Margréti og fjölskyldum alla okkar samúð. Katla Gunnarsdóttir. Þegar árin færast yf- ir og maður fer að róta í sjóðum æskuminning- anna, eru það oftar en ekki minningar tengdar dvöl í sveit sem fyrst koma upp í hug- ann. Þetta hef ég fengið staðfest í við- ræðum við félaga mína, á svipuðu reki. Fyrir bæjarkrakka er þetta ómetanleg reynsla sem mótar og þroskar fyrir lífstíð. Gildir þá einu hvort dvölin hafi verið nokkurra vikna sumarpartur eða lengri tími. Ég átti því láni að fagna að dvelja nokkur sumur hjá þeim sómahjónum Sveinbirni Halldórssyni og konu hans Guðrúnu Gísladóttur, fyrst í Melgerði og síðan á Hrísum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Upphaf kynna þeirra hjóna við foreldra mína var reyndar nábýli við þau á Akureyri, þar sem SVEINBJÖRN KARL HALLDÓRSSON ✝ Sveinbjörn KarlHalldórsson fæddist 12. október 1928 á Gilsá í Eyja- fjarðarsveit. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 27. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrar- kirkju 9. júlí. þau bjuggu í nokkur ár í næsta húsi við okkur og tókst mikill og góður vinskapur á milli fjöl- skyldnanna, sem hefur haldist óslitið fram á þennan dag. Nú þegar Sveinbjörn er allur er auðvitað ótal- margt sem upp í hug- ann kemur. Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag og strit var alltaf gaman í sveitinni hjá Sveinbirni. Hann var skemmtileg- ur maður. Hann hafði alltaf opin augun fyrir hinu spaugilega. Þegar mér fannst hann vera að niðurlotum kominn af þreytu gat hann fyrirvaralaust hlegið sig máttlausan ef honum fannst eitt- hvað verulega spaugilegt. Ég minnist gestrisni þeirra hjóna. Það kom aldrei maður heim á hlað svo hann væri ekki drifinn inn í bæ og veitingar dregnar fram. Sveinbjörn hafði einstaka gleði og nautn af því að gera vel við gesti sína. Ég minnist þess að fyrir tæpum þremur áratug- um var ég staddur á Akureyri ásamt tveimur félögum mínum og var það að ráði að við renndum fram að Hrís- um og heilsuðum upp á mitt gamla velgjörðarfólk. Á leiðinni fram eftir sagði ég þeim helstu deili á Hrísafjöl- skyldunni og þá það meðal annars það að gestrisni þeirra væri viðbrugð- ið og taldi ólíklegt annað en að við fengjum kaffisopa þegar þangað kæmi. Laust eftir hádegi renndum við í hlað og það var ekki að sökum að spyrja, það var slegið upp veislu. Borð svignuðu undan rjómatertum og bakkelsi. Frúin var á þönum og Sveinbjörn skipaði fyrir. Þarna sát- um við fram eftir degi og þegar líða tók að kvöldmatartíma var einfald- lega skipt um veitingar á borðinu, rjómaterturnar og bakkelsið hvarf og á borðið kom heitur kvöldmatur án þess að maður fengi rönd við reist. Og allan tímann stóð ákavítisflaskan á miðju borðinu, ekki alltaf sama flask- an. Og Sveinbjörn í essinu sínu, skip- aði fyrir, ekki alltaf lágvær en alltaf hress og skemmtilegur. Við fórum frá Hrísum vel haldnir af mat og drykk. Þessi heimsókn, fyrir nær þremur áratugum, er okkur öllum í fersku minni og ber oft á góma. Félagar mín- ir tala oft um að þarna hafi þeir kynnst best hinni margrómuðu ís- lensku gestrisni til sveita. En nú er sómamaðurinn Svein- björn fallinn í valinn. Við gömlu ná- grannarnir úr Rauðumýrinni stönd- um í mikilli þakkarskuld við hann og hans fjölskyldu. Við viljum votta eft- irlifandi eiginkonu, börnum og að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Júlíus Brjánsson. Kunningsskapur okkar Magga hófst seint á níunda áratugn- um, þegar hann hóf störf hjá Jónum í Hafn- arfirði. Á svipuðum tíma vorum við að hefja innflutnings- viðskipti með Jónunum. Það var mik- ill fengur fyrir okkur, ungt og óreynt fyrirtæki í innflutningi, að hafa slíkan sómamann sem Magga til að fylgja eftir að sendingarnar kæmu fljótt og örugglega til okkar. Hann átti það til að hringja og spyrja hvort allt væri nú MAGNÚS KJÆRNESTED ✝ Magnús Kjærne-sted fæddist í Reykjavík 29. janúar 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. júlí. ekki í lagi, hvort eitt- hvað vantaði og svo framvegis. Hann vildi að allir hlutir væru í góðu lagi. Maggi var skapmikill maður og ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera lét hann hressilega í sér heyra. En alltaf var hann sann- gjarn. Ég held að ekki sé á nokkurn mann hallað að segja að Maggi hafi ver- ið kletturinn hjá Jónum. Það var ekki síst hans vegna sem við höfum haldið trausti við Jónana í gegnum ár- in. Það er nú þannig að viðskipti snú- ast um samskipti við fólk. Ég sendi fjölskyldu Magga okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- um erfiðu tímamótum. Megi hann hvíla í friði. Steindór J.S. Gunnarsson. Elsku besti afi. Nú ertu farinn frá okkur og kominn á þann stað sem við öll munum fara til. Það er erfitt að kveðja og okkur skortir orð til að lýsa þeim hlýhug og væntumþykju sem við berum til þín. Þú varst alltaf svo góður og blíður, sást ætíð björtu hliðarnar á lífinu hvað sem á bjátaði. Okkur MAGNÚS BJARNASON ✝ Hannes MagnúsBjarnason fædd- ist 2. febrúar 1918 á Skáney í Reykholts- dal. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykholtskirkju 13. júlí. langar með þessum fáu orðum að þakka þér hjartanlega fyrir allar þær mörgu góðu stundir sem við áttum með þér, þær eru okk- ur ógleymanlegar. Eins og þegar þú spilaðir fugladansinn á harmonikuna þína inni í stofu og við dönsuðum með, eða þegar þú svo mörgum sinnum spilaðir við okkur á spil við eld- húsborðið í Birkihlíð. Orð eru fátækleg þeg- ar kemur að því að þurfa að kveðja en, elsku afi, við munum aldrei gleyma þér. Magnús Karl, Bryndís og Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.