Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 45 DAGBÓK Til sölu af sérstökum ástæðum ca ársgamall vandaður bókaskápur, keyptur í versluninni í Húsinu. Skápurinn er 2.46 sm á breidd og 2.46 sm á hæð. Vönduð og glæsileg mubla. Áhugasamir hafi samband í síma 896 5221, 895 7144 eða 565 7144. Bókaskápur Guðrún Harðardóttir Við bjóðum velkomna til starfa Guðrúnu Harðardóttur Símapantanir í síma 544 4900 Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi. Útsala - Útsala 10% afsláttur af öðrum vörum en útsöluvörum Laugavegi 58 — Smáralind, sími 551 3311 — 528 8800 Ottó Guðjónsson lýtalæknir Hef opnað stofu í Læknahúsinu, Domus Medica sími 563 1060 og Læknasetrinu, Þönglabakka 1 sími 567 7700 Bankastræti 14, sími 552 1555 Viltu vera með? Allt að 80% afsláttur Meiriháttar kaup KRÓATINN Matija Senk komst í mótsblaðið fyrir frumlega vörn gegn ónafn- greindum Svía. Senk var í austur í vörn gegn tveimur laufum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 102 ♥ 94 ♦ ÁG93 ♣109763 Vestur Austur ♠ ÁG7 ♠ 853 ♥ 108753 ♥ ÁG6 ♦ 54 ♦ D1076 ♣DG5 ♣K84 Suður ♠ KD964 ♥ KD2 ♦ K82 ♣Á2 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 spaði Pass 1 grand * Pass 2 lauf Pass Pass Pass Grandsvar norðurs var krafa og með tveimur lauf- um var suður að sýna ekta lit eða 15–17 punkta og jafna hönd. Norður kaus að passa tvö lauf, því hann vissi að makker ætti í versta falli tví- lit. Þegar allar hendur er skoðaðar lítur út fyrir að laufbúturinn vinnist alltaf. Tromplegan er hagstæð og sagnhafi ætti því aðeins að gefa tvo slagi á lauf og kannski þrjá til hliðar, á ás- ana í hálitunum og einn á tígul. Vestur kom út með tígul- fimmu og sagnhafi lét lítið úr borði. Og nú var Senk fljótur að hugsa – hann lét drottninguna í slaginn! Suð- ur tók drottninguna fegins hendi með kóng og spilaði laufás og laufi. Vestur átti þann slag á gosann og spil- aði tígulfjarka. Sagnhafi var viss um að útspil vesturs hefði verið þriðja hæsta frá tíunni fjórðu og svínaði tíg- ulníunni. Vissulega er svín- ingin óþörf og ótímabær, en sagnhafa er þó vorkunn, því hann „vissi að tígultían var í vestur. En hann fékk á baukinn fyrir kæruleysið. Senk tók á tíuna og gaf makker stungu – einn niður. BRIDS Umsjón: Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur seiðandi persónu- leika og því finnst öðrum þú aðlaðandi. Þér tekst auð- veldlega að afla þér trausts. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir fundið fyrir líkam- legum óþægindum, í tönnum, húð eða beinum, einkum liða- mótum, en þetta er aðeins tímabundið vandamál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir orðið fyrir vonbrigð- um í dag hafir þú ætlað að verja tíma með börnum eða ástvinum. Vonbrigðin vara þó ekki lengi, þú munt brosa á ný innan skamms. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir orðið niðurdreginn eftir samræður við einhvern. Minnstu þess að þú ert ekki sú persóna sem aðrir halda að þú sért. Þú ert þú! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þar sem tunglið er ríkjandi er skapið sveiflukennt. Þetta kemur vel í ljós, þú finnur fyrir hamingju og efasemdum og síðan hamingju á ný. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir tekið nærri þér gagnrýni frá eldri vini í dag. Hristu þetta af þér því þessi gagnrýni byggist ekki á raun- verulegum rökum og kann að eiga rætur að rekja til öfund- sýki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur fyrir mikilli ábyrgðarkennd í dag og það hefur áhrif á gerðir þínar. Þú verður að herða þig upp og gera það sem gera þarf. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hindranir, bæði fjárhagsleg- ar og aðrar, kunna að tefja eða hafa áhrif á ferðaáætlanir þínar. En það á við um allar góðar áætlanir, reyndu bara að finna lausn á vandanum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag er gott að greiða skuldir eða skila því sem þú hefur fengið lánað. Þú gerir þér góða grein fyrir því hvað þú skuldar öðrum, hvort sem um er að ræða peninga, greiða, tíma eða aðra hluti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú kemst að raun um það í samræðum við aðra að þeir eru óánægðir með eitthvað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir fengið áhyggjur af heilsunni í dag. Reyndu að fara vel með þig því fólk í þínu stjörnumerki nær venjulega háum aldri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft væntanlega að axla aukna ábyrgð varðandi börn í dag. Ekki líta á það sem byrði heldur tækifæri til að sjá lífið með augum barnsins. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Félagar þínir kunna að vera svartsýnir í dag og það hefur áhrif á þína lund. Komdu þér út úr húsinu og farðu á kaffi- hús til að létta lundina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT BLEIKKOLLA Varla má þér, vesælt hross! veitast heiður meiri en að þiggja kaupmanns koss og kærleiks-atlot fleiri, orðin húsfrú hans; þegar þú leggur harðan hóf háls um ektamanns, kreistu fast og kyrktu þjóf, kúgun Norðurlands. Jón Þorláksson. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Bg5 Bg7 5. Dd2 0–0 6. 0–0–0 c6 7. h4 b5 8. Bd3 Da5 9. Kb1 h5 10. Rd5 Dd8 11. Rxf6+ exf6 12. Bf4 d5 13. Re2 dxe4 14. Bxe4 f5 15. Bf3 Bb7 16. Rg3 Rd7 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir nokkru í Varna í Búlgaríu. Corina Peptan (2.480) hafði hvítt gegn Kateryna Lahno (2.277). 17. Bxh5! gxh5 18. Rxh5 Rf6 19. Rxg7 Kxg7 20. Be5 Hg8 21. Dg5+ Kf8 22. Dh6+ Ke8 23. Bxf6 Dd6 24. Hhe1+ Kd7 25. He7+ Kc8 26. Dh7 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudaginn 15. júlí, eiga gullbrúðkaup hjónin Agnes Jóhannsdóttir og Haraldur Sveinsson, Efstaleiti 12, Reykjavík. Þau eru að heiman. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 14. júlí, er 75 ára Anna Sigurkarls- dóttir, ellimálafulltrúi, Bjarnhólastíg 17a, Kópa- vogi. Í tilefni afmælisins býður Digranessöfnuður vinum og ættingjum Önnu til kaffisamsætis í safnaðar- heimili Digraneskirkju á morgun, mánudaginn 15. júlí, kl. 20. 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 14. júlí, er áttræð Sigrún Elívarðs- dóttir, Rauðarárstíg 36, Reykjavík. Hún verður hjá dóttur sinni á Túngötu 40 á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.