Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 7/7 – 13/7
ERLENT
INNLENT
SEÐLABANKINN mun
huga að vaxtabreytingum
í tengslum við næstu verð-
bólguspá sem gefin verður
út 1. ágúst nk. Birgir Ís-
leifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að það sé
í samræmi við það sem lýst
var yfir af hálfu Seðla-
bankans við síðustu vaxta-
lækkun.
Í VIKUBYRJUN hófst
hlaup í Skaftá og var það
úr minni katli Skaftárjök-
uls. Hlaupið var lítið og
ekki urðu skemmdir á
mannvirkjum.
TALIÐ er að um 9.000
manns hafi sótt Landsmót
hestamanna á Vind-
heimamelum í Skagafirði
en því lauk sl. sunnudag.
Þá tók Anna Bretaprins-
essa á móti hryssunni
Blökk fyrir hönd fatlaðra
barna í Bretlandi, en
Landsmót ehf. gaf hryss-
una fyrir hönd fatlaðra
barna á Íslandi.
NANOQ, útivistar-
verslun í Kringlunni, hef-
ur verið lokað vegna gjald-
þrots sem nemur á annað
hundrað milljónum króna
og allt að 60 starfsmenn á
launaskrá fyrirtækisins
missa vinnuna. Að undan-
förnu hefur árangurslaust
verið reynt að komast hjá
gjaldþroti fyrirtækisins.
FYRIR 55 árum hófust
kvikmyndasýningar í
Austurbæjarbíói við
Snorrabraut en síðustu
kvikmyndasýningarnar
voru í húsinu sl. fimmtu-
dag. Af því tilefni buðu
Sambíóin frítt í bíó síðasta
daginn en húsið verður nú
selt.
Vilja spara um 40
milljónir með því að
leggja Óðni
HUGMYNDIR eru um það hjá dóms-
málaráðuneytinu að leggja einu af
þremur skipum Landhelgisgæslu Ís-
lands, Óðni, á næsta ári, í þeim til-
gangi að hagræða í rekstri Gæslunnar.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra segir að þannig megi hagræða í
rekstrinum um u.þ.b. 40 milljónir kr. á
næsta ári. Eru það um 3 til 4% af
heildarrekstri Gæslunnar. Hafsteinn
Hafsteinsson, forstjóri Gæslunnar,
tekur ekki vel í tillögurnar og segir að
Gæslunni veiti ekki af þremur skipum.
Vilja selja fjórðung í
ríkisbönkunum
FRAMKVÆMDANEFND um einka-
væðingu hefur tilkynnt að á næstunni
verði auglýst eftir fjárfestum sem vilja
kaupa að minnsta kosti fjórðung í
Landsbanka Íslands og Búnaðar-
banka Íslands og hafa þeir frest til 25.
júlí nk. til að skila tilkynningum þess
efnis. Í auglýsingunni kemur fram að
framkvæmdanefndin, fyrir hönd við-
skiptaráðherra, leiti eftir innlendum
eða erlendum fjárfestum.
Stjórn Alcoa vill halda
áfram viðræðum
STJÓRN Alcoa ákvað á fundi sínum á
föstudag að halda áfram viðræðum um
byggingu álvers á Íslandi. Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, segir að ákvörðunin sé mjög
mikilvæg, ástæða sé til bjartsýni á far-
sæl endalok og jafnvel verði hægt að
hefja framkvæmdir í sumar. Í tilkynn-
ingu félagsins segir m.a. að næsta
skref sé að ganga frá sameiginlegri
viljayfirlýsingu á milli Alcoa, ríkis-
stjórnar Íslands og Landsvirkjunar
vegna verkefnisins.
MIKIÐ verðfall varð á fjármálamörk-
uðum í Evrópu og Asíu á fimmtudag og
fylgdu þeir því í kjölfarið á þeim
bandarísku, sem tóku væna dýfu á mið-
vikudag. Breska FTSE-vísitalan var
við lokun á fimmtudag lægri en hún
hefur verið í fimm ár. Helsta ástæða
sveiflnanna á mörkuðum síðustu daga
er talin vera vantrú almennings á stöðu
stórfyrirtækjanna vegna bókhalds-
svindls ýmissa þekktra bandarískra
fyrirtækja. Talsmenn Evrópusam-
bandsins sögðu hugsanlegt að hliðstæð
svikamál gætu hæglega komið upp
þar. Á fimmtudag bættist enn eitt í
hópinn er lyfjarisinn Bristol-Myers
Squibb viðurkenndi að bandaríska
fjármálaeftirlitið væri að kanna hvort
fyrirtækið hefði brotið bókhaldsreglur.
Ekki eru þó allar tölur neikvæðar,
þannig skýrðu samtök iðnfyrirtækja
frá því að horfur í greininni hefðu ekki
verið jafn góðar í tvö ár. Þá hefur doll-
arinn veikst gagnvart evrunni og bætir
það stöðu margra bandarískra útflutn-
ingsfyrirtækja.
Ný landbúnaðar-
stefna ESB
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins (ESB) samþykkti á mið-
vikudag áætlun sem mun umbreyta
hinu fjörutíu ára gamla landbúnaðar-
styrkjakerfi sambandsins, samþykki
aðildarríkin fimmtán hana. Frakkar
hafa þegar heitið því að berjast gegn
áætluninni, og búast stjórnmálaskýr-
endur við því að Írar og ríki Suður-
Evrópu muni standa með þeim.
Breytingartillögurnar fela í sér að
tengsl styrkja við framleiðslu verða af-
numin, en samkvæmt núverandi kerfi
fá bændur því hærri styrki sem fram-
leiðsla þeirra er meiri. Verði tillögurn-
ar samþykktar munu bændur fá fastar
greiðslur og er gert ráð fyrir því að
ekkert býli fái meira en um 25 milljónir
íslenskra króna í styrki á ári.
Verðfall á mörkuðum
ÍRÖNSK yfirvöld
standa nú frammi fyrir
mestu stjórnmálakreppu
sem skollið hefur á í land-
inu síðan í íslömsku bylt-
ingunni 1979, er klerk-
arnir náðu völdum.
Kreppan fylgir í kjölfar
óvæntrar afsagnar hátt-
setts klerks, götumót-
mæla og atlagna gegn
klerkastjórninni.
BRESKA stjórnin
hyggst breyta reglum um
aðgerðir gegn kannabis-
neyslu og verður í reynd
heimilt að neyta efnisins
og fólk ekki handtekið
fyrir að vera með smá-
vegis af því í fórum sín-
um. Var yfirlýsing þess
efnis gefin út á miðviku-
dag. Breytingin er sögð
vera hin róttækasta sem
gerð hefur verið í fíkni-
efnamálum í Bretlandi í
þrjá áratugi og var gagn-
rýnd harkalega af tals-
mönnum Íhaldsflokksins
og öðrum sem banna vilja
alla kannabisneyslu.
Lögreglan mun ennþá
geta handtekið menn fyr-
ir hassneyslu, t.d. ef
reykt er innan um börn.
GERT er ráð fyrir því
að börnum sem misst hafa
annað foreldri sitt eða
bæði vegna alnæmisfar-
aldursins muni fjölga um
helming eða í 25 milljónir
fyrir 2010. Kom þetta
fram í ræðu Peters Piots
á alþjóðaráðstefnunni um
alnæmi í Barcelona á mið-
vikudag en hann er for-
stöðumaður UNAIDS,
stofnunar á vegum Sam-
einuðu þjóðanna er berst
gegn sjúkdómnum.
KRISTINN H. Gunnarsson, formað-
ur þingflokks framsóknarmanna, lét
af stjórnarformennsku í Byggða-
stofnun á ársfundi stofnunarinnar
hinn 21. júní sl. að eigin ósk, en þá
hafði hann verið formaður stjórnar-
innar frá því í janúar árið 2000. Hann
segir að í tíð sinni sem stjórnarfor-
maður hafi verið lögð áhersla á að
styrkja bæði byggð og atvinnulíf
„með óhefðbundnum hætti,“ eins og
hann orðar það; ekki eingöngu hafi
verið lögð áhersla á að byggja upp at-
vinnufyrirtæki heldur hafi líka verið
lögð áhersla á að byggja upp þjónustu
á landsbyggðinni. Eitt fyrsta verkefni
stofnunarinnar í stjórnartíð Kristins
hafi til að mynda verið að taka þátt í
hlutafjáraukningu færeyska félagsins
Smyril Line, sem átti og rak ferjuna
Norrænu, en þetta hafi verið í fyrsta
skipti sem Byggðastofnun kaupi
hlutafé í erlendu félagi. Samtals var
fyrirgreiðsla stofnunarinnar til fé-
lagsins um 100 milljónir kr. Kristinn
segir að þessi stuðningur hafi skipt
sköpum í ákvörðun Smyril Line um
að láta hefja smíði nýrrar bíla- og far-
þegaferju sem leysa muni Norrænu
af hólmi. „Ef stofnunin hefði ekki lagt
fram fé í þetta verkefni hefði Nor-
rænu fljótlega verið lagt. Þarna var
því um mikla hagsmuni að ræða fyrir
ferðaþjónustuna á landsbyggðinni,“
segir hann og minnir á að miðað sé við
að nýja skipið hefji siglingar í mars á
næsta ári. „Ég held því að þetta hafi
verið mjög skynsamleg ákvörðun hjá
stofnuninni, enda hefur hún ekki ver-
ið gagnrýnd.“
Kristinn nefnir einnig önnur verk-
efni sem hann beitti sér fyrir í tíð
sinni hjá Byggðastofnun, s.s. aðkomu
stofnunarinnar að uppbyggingu há-
skóla á Bifröst. „ Á síðasta ári ákvað
stjórn Byggðastofnunar að veita rík-
isábyrgð á lán til Viðskiptaháskólans
á Bifröst til þess að reisa skólahús-
næði, en það mun gera þeim skóla
kleift að taka upp nýjar námsbraut-
ir,“ segir hann. Kristinn telur að þessi
ákvörðun um að styrkja skólann á
Bifröst sem og sú ákvörðun að koma
að hlutafjáraukningu Smyril Line,
séu dæmi um nýjar aðferðir í vinnu-
brögðum Byggðastofnunar. „Við
komum einnig að fleiri ákvörðunum,
þó þær hefðu verið smærri, sem telja
má til framfara,“ bætir Krisinn við og
nefnir m.a. í því sambandi ábyrgð af
ákveðnum hluta kostnaðar við að taka
upp áætlunarflug milli Íslands og Eg-
ilsstaða, með þýska flugfélaginu
LTU, sem og styrk til vinnu á Austur-
landi sem snýr að sameiningu sveitar-
félaga.
Stjórnin sýndi frumkvæði
Kristinn segir, aðspurður frekar
um störf sín hjá Byggðastofnun, að
hann hafi, þegar litið sé á málefni
stofnunarinnar inn á við, lagt áherslu
á að stjórn stofnunarinnar tæki
ákvarðanir sameiginlega, þ.e. þannig
að ekki væri ágreiningur um niður-
stöðu mála. Það fyrirkomulag hafi
nær undantekningarlaust gengið
upp. „Út á við,“ lagði hann hins vegar
m.a. áherslu á að stjórnin sýndi frum-
kvæði. „Ef við vorum t.d. sammála
um það að við beittum okkur þá gerð-
um við það.“
Kristinn telur að stjórnin hafi m.a.
sýnt frumkvæði í því að beita sér fyrir
uppbyggingu dreifikerfis Sýnar,
Skjás eins og Aksjón á Akureyri,
vegna sjónvarpssenda sem hún hefði
átt veð í. „Þar með erum við að
byggja upp dreifikerfi fyrir efni í af-
þreyingu og öðru sem skiptir máli
fyrir fólk á landsbyggðinni og er eitt
af því sem ræður því hvort fólk
ákveður að flytja eða ekki.“ Kristinn
tekur fram í þessu sambandi að hann
telji það vera hlutverk hins opinbera
að byggja upp fjarskipta- og dreifi-
kerfi sem viðskiptalífið getur síðan
notað. „Það kerfi getur auðvitað falist
í því að niðurgreiða t.d. byggingar-
kostnað vega, ljósleiðarakerfi eða
flugleiðir.“
Kristinn segir að hann hafi beitt
sér fyrir því að sjávarútvegsmál væru
tekin fyrir hjá Byggðastofnun, enda
væri sjávarútvegur ein helsta at-
vinnugreinin á landsbyggðinni. „Við
fengum Harald L. Haraldsson hag-
fræðing til þess að skrifa skýrslu þar
sem skoðuð voru m.a. áhrif af fram-
salinu á einstök svæði og þróunarsvið
stofnunarinnar tók saman skýrslu um
áhrif kvótasetningar aukategunda á
veiðar krókabáta á Vestfjörðum. Báð-
ar skýrslurnar vöktu mikla athygli
enda dregið fram skýrt samband milli
breytinga á útgerð og byggðaþróun.
Þær höfðu veruleg áhrif á pólitíska
umræðu um þessi mál á síðasta ári og
höfðu áhrif á löggjöf. Þannig var
byggðakvóti aukinn úr 1500 tonnum í
5300 tonn í framhaldinu og augu mjög
margra hefur opnast fyrir því að fyrr
eða síðar verður að hefja innköllun
veiðiheimilda og ráðstöfun þeirra á
jafnræðisgrundvelli.“
Stefnir á fyrsta sætið
Kristinn lýsti því yfir á kjördæm-
isþingi framsóknarmanna í Hólmavík
í júnílok að hann hygðist gefa kost á
sér í norðvesturkjördæminu. Þar
stefnir hann á fyrsta sætið. Líklegt
má telja að Páll Pétursson félags-
málaráðherra bjóði sig einnig fram í
fyrsta sætið, en Magnús Stefánsson
alþingismaður hefur ekki gefið út
hvaða sæti hann stefni að. En heldur
Kristinn að það verði hörð barátta um
fyrsta sætið í kjördæminu? „Það er
ekki gott að segja. Það verður bara að
koma í ljós.“
Þegar Kristinn er spurður álits á
umræðunni um Evrópusambandið og
Ísland að undanförnu segir hann að
slíkar umræður séu óhjákvæmilegar.
Hafa verði í huga að lífskjör á Íslandi
séu að miklu leyti ákvörðuð erlendis,
þau ráðist af því verði sem við fáum
fyrir vörur okkar erlendis og aðgengi
að mörkuðum. „EFTA samningurinn
skipti sköpum á sínum tíma í kjölfar
þess að síldin hvarf og kjör almenn-
ings versnuðu svo dæmi sé nefnt.“
Hann segir að viðskiptahlið samn-
ingsins um Evrópska efnahagssvæðið
hafi tvímælalaust átt þátt í því að
bæta lífskjör Íslendinga. „Það er því
eðlilegt að menn velti fyrir sér næsta
skrefi, þ.e. því hvort við eigum að
ganga í ESB,“ segir Kristinn. Að-
spurður hvort hann sé sammála skoð-
unum Halldórs Ásgrímssonar, for-
manns Framsóknarflokksins, sem
hefur ítrekað gert kosti ESB að um-
talsefni, segir Kristinn að hann sé
ekki þeirrar skoðunar að Íslendingar
eigi að ganga í ESB eða sækja um að-
ild að ESB. „Þetta er svo flókið mál að
við getum ekki gert það upp í einu
vetfangi. Það tekur langan tíma þar
til öll kurl eru komin til grafar. Ég vil
ekki sækja um fyrr en ég er sann-
færður um að við eigum að fara þarna
inn. Ýmislegt í þessu máli er ekki
nógu ljóst.“ Kristinn nefnir sjávarút-
veginn sem dæmi. „Sjávarútvegurinn
gefur um 130 milljarða inn í íslenskt
efnahagskerfi, sem rennur um sem
launa- og verktakagreiðslur. Við get-
um ekki tekið neina áhættu með því
að breyta því þannig að kannski yrði
sjávarútvegurinn rekinn af erlendum
skipum og peningarnir kæmu aldrei
inn í íslenskt efnahagslíf. Það að
ganga inn í ESB þýðir að við getum
ekki útilokað útlendinga frá því að
eiga í íslenskum sjávarútvegi.“
Spurður að því hvort hann telji
mikinn ágreining vera innan Fram-
sóknarflokksins um Evrópusam-
bandsmálin kveður hann svo ekki
vera. Hann segir að yfirgnæfandi
meirihluti framsóknarmanna sé tilbú-
inn til að kynna sér málið; fræðast lið
fyrir lið um kosti og galla ESB en al-
mennt séu menn þó andsnúnir því að
Ísland gangi í ESB.
Sömu aðilar ráði ekki
í óskyldum greinum
Þegar Kristinn er spurður út í þær
umræður sem nú fara fram um
dreifða eignaraðild að bönkum, segist
hann vera fylgjandi því að dreifa eigi
valdi til manna. „Ég velti því hins veg-
ar fyrir mér hvernig við getum tak-
markað eignaraðild í fjármálaheimin-
um. Ég held þó við ættum að minnsta
kosti að setja löggjöf sem hindrar að
sömu aðilar geti ráðið miklu í óskyld-
um atvinnugreinum, sérstaklega í
fjármálaheiminum.“ Kristinn útskýr-
ir þetta með því að taka dæmi: „Ef við
ímyndum okkur t.d. að sterkir aðilar í
verslun verði sterkir í bankakerfinu,
þá hafa þeir kverkatak á þeim sem
eru samkeppnisaðilar í verslun. Ég
held því að það ætti að reyna að loka
leiðinni á milli, þannig að menn geti
ekki beitt völdum sínum í einni at-
vinnugrein til að hafa áhrif í annarri
atvinnugrein. Það er mikið áhyggju-
efni að flestar atvinnugreinar ein-
kennast af samþjöppun og skorti á
samkeppni. Kannski er Ísland of fá-
mennt til þess að kostir samkeppn-
innar fái notið sín. Í sjávarútvegi eru
fáir aðilar orðnir ráðandi og sumir
þeirra farnir að beita sér gegn þeim
sem hafa aðrar skoðanir en þeim
þóknast. Maður spyr sig hvenær
kemur að því að þessir útgerðarmenn
láta sér ekki nægja að ráða því hverjir
tala á sjómannadaginn heldur vilji
líka ráða því hverjir tala fyrir stjórn-
málaflokkanna ? Ég bendi á að for-
svarsmenn LÍÚ hafa ítrekað reynt að
koma á mig höggi sem stjórnarfor-
mann Byggðastofnunar í framhaldi af
skýrslum sem stofnunin hefur látið
vinna og ég gat um áðan. Þetta er
grafalvarlegt mál.“
Nýjar aðferðir hjá
Byggðastofnun
Kristinn H. Gunnarsson, formaður þing-
flokks framsóknarmanna, lét af stjórnarfor-
mennsku í Byggðastofnun á ársfundinum
21. júní sl. Hér ræðir hann m.a. um störf sín
hjá Byggðastofnun og ESB.
Kristinn H. Gunnarsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður Framsóknar