Morgunblaðið - 14.07.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.07.2002, Qupperneq 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGLEIÐINGAR þær, sem hér birtast, voru teknar saman um það leyti sem fyrir- spurnarþing sjávarút- vegsráðuneytis og ráð- herra, Árna M. Mathiesen, um íslenska þorskstofninn og ráð- gjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar, var haldið í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar 26.– 29. septmber 2001. Í umræðu efnis á vor- og sumardögum 2002 skal nú fylgja málinu eftir ef vera má til umhugsun- ar og almenns fróð- leiks. Um er að ræða í mjög stórum og tiltölulega einföldum dráttum lýs- ingu á haffræðilegu stoðkerfi þorsks í sjónum á Norður-Atlantshafi, þ.e.a.s. þeim umhverfisaðstæðum í hafinu sem fiskurinn hefur aðlagast og nýtt sér til viðgangs og vaxtar. Ástand þorskstofnsins hér við land er síðan rætt með viðmiðun til um- hverfisaðstæðna og veiðiálags. Fyrst er að nefna ylríkan og nær- ingarríkan hlýsjóinn eða Atlantssjó- inn að sunnan, annars vegar með rangsælis straumakerfum – lægðum og „uppstreymi“ – á opnu hafi, og hins vegar landgrunns- hlíðar og landgrunn á hægri hönd straum- anna – „uppstreymi“ í landgrunnshlíð. Þessi straumakerfi bera næringuna ásamt dýra- svifi úr djúpum hafsins í yfirborðslög og inn á landgrunnið í birtu og yl til þörunga og þaðan áfram til átu og fisk- seiða. Þetta er grund- vallaratriði. Síðan bera þessir sömu straumar seiðin áfram eftir atvik- um lengri eða skemmri vegalengdir frá hrygn- ingarslóð á uppvaxtar- og fæðuslóðir (1. mynd). Við Ísland nefnist þessi straumur Irminger- straumur, sunnan og vestan við land- ið, sem ásamt strandstraumi færir björg í bú inn á norðurmið. Fersk- vetnisblandaður strandstraumurinn leikur hér oft mikið hlutverk við að flytja þorskseiði frá hrygningarslóð fyrir Suðurlandi vestur með landi og áfram norður fyrir land, þar sem þau, þegar átuskilyrði eru góð, skila sér áfram í nýliðun þorsks (3ja ára fiskar). Strandstraumurinn og fersk- vatnsmagn hans eru aftur háð ríkjandi vindátt og úrkomu. Þannig rekur hvað annað í flóknu samspili atburðarásarinnar. Lífgjafinn að sunnan, ylríkur Irminger-straumur- inn, greinist svo í tvær kvíslar í Grænlandssundi, önnur inn á norð- urmið, hin til Austur- og Vestur- Grænlands og getur hún borið með sér seiði frá Íslandsmiðum og þannig bætt við þorskstofninn vestur þar. Beinna áhrifa þessa mikla strauma- kerfis gætir einnig við Grænland með öðrum staðbundnum áhrifum sínum á hrygningarslóð þar vestra. Áfram gætir svo þessa straumakerf- is vestur að Labrador og á Ný- fundnalandsmið og jafnvel suður með austurströnd Bandaríkjanna. Ítrekað skal að þetta straumakerfi ásamt landgrunninu er einn bak- hjarlinn að frjósemi allra þessara miða. Skilin við köldu straumana að norðan örva svo skilyrðin með iðu- blöndun jafnframt því sem þeir eiga þátt í að draga hlýsjóinn norður á bóginn til vægis við suðurstreymi kalda sjávarins. Það getur brugðið út af gengi straumanna, það skiptast á „hlý“ og „köld“ ár og tímabil. Það er alkunna að hlýviðrisskeið ríkti til lofts og lagar á norðanverðu Norður-Atl- antshafi frá um 1920 til 1960, en þá ríkti hlýr Atlantssjórinn á norður- miðum nær óslitið. Síðan fór að halla undan fæti. Snögg breyting varð hér við land á hafísárunum svonefndu 1965–1971, þegar kaldur pólsjór lagðist upp að landinu norðan- og að hluta til austanverðu (2. og 3. mynd). Skilin milli köldu og heitu haf- straumanna færðust síðan almennt sunnar, allt frá Barentshafi til Ný- fundnalandsmiða. Hiti og selta hlý- sjávar að sunnan fór einnig lækkandi og hélst svo næstu áratugina þar til undir lok 20. aldar. Á sama tíma urðu einnig sviptingar á hafstraumunum og skilunum milli ára og tímabila meiri en áður. Þetta var einnig raun- in í veðurfarinu. Hvort breyting til batnaðar eða fyrra horfs í lok ald- arinnar eða við þúsaldarmót skili sér áfram verður ekki fullyrt. Á sama tíma og heiti sjórinn lét undan síga á miðunum fyrir kalda sjónum að norðan hnignaði þorsk- stofnum eftir 1965–1971 (4. mynd). Búsvæði þorsks minnkaði væntan- lega eða varð fyrir þrengingum. Hvort minnkandi þorskstofnar stöf- uðu af svonefndri ofveiði eða breyt- ingum á vistkerfi sjávar er stóra spurningin, en erfitt hefur verið að skilja þar á milli með óyggjandi hætti. Víst þykir að gæta skal vel að veiðiálagi og versnandi umhverfis- skilyrðum, um það eru til fjöldi dæma. Varðandi aflamöguleika þýð- ir vart að vísa til fyrri tíma þegar veiðiálagið var margfalt minna en nú gerist. Reynsla seinni tíma sýnir að saman fara hnignandi fiskistofnar í miklu veiðiálagi við versnandi um- hverfisskilyrði. Tekist er á um hvort má sín meira, oft þannig að mætast stálin stinn, eða þá jafnvel hvað best hentar hverju sinni, m.a. í „pólitísk- um“ skilningi þegar t.d. útlendingum er kennt um vandann. Einnig togast e.t.v. á tölfræðilegar úttektir annars vegar og eðlislægar og líffræðilegar skýringar hins vegar. Að ná saman endum hefur þá reynst erfitt, sam- band lífheimsins og eðlisheimsins er flókið og alls ekki línulegt né í ein- hverju ákveðnu hlutfalli eða ferli. Þó skal eftir leita og er þá skilningur á eðli mála væntanleg forsenda árang- urs. Eins og að ofan segir þá er til fjöldi dæma um augljós sambönd umhverfis og lífríkis þótt oft sé erfitt beinlínis að „sanna“ þau tölfræðilega í öllum fjölbreytileikanum í tíma og rúmi. Í stuttu máli, eðlislægar rann- sóknir hafa sýnt að miklar umhverf- isbreytingar (til hins verra) urðu í hafinu á búsvæði þorsks á norðan- verðu Norður-Atlantshafi á seinni áratugum 20. aldar. Því er vart rétt að bera þetta tímabil að jöfnu við það sem áður var á öldinni (1920–1960). Burðargeta hafsvæðanna breyttist, þ.e. minnkaði síðari hluta aldarinnar frá því sem áður var. Veiðiálagið flýtti svo ef að líkum lætur fyrir hnignun fiskistofnanna. Nýfundna- landsmið og Grænlandsmið urðu verst úti enda handan meginskilanna í sjónum á útjaðri veikburða hlýsjáv- ar. Hrygningarslóð þorsks sunnan- lands á Íslandsmiðum er aftur „rétt- um“ megin við skilin þótt afföll geti orðið á t.d. uppvaxtar- og fæðuslóð á norðurmiðum. Útibú okkar við Grænland varð að þrotabúi og miðin fyrir Norðurlandi urðu einnig fyrir áhrifum veðurfarsbreytinga. Samt verður umhverfisáhrifum einum vart um kennt um ástand þorskstofnsins við Ísland né heldur fiskifræðilegum vísindum, heldur berast böndin einn- ig að hinum mannlega þætti veiði- álagsins, samofnum af mörgum þátt- um. Hvað annað í hafinu gæti valdið? Hver hlutur hinna ýmsu þátta veiði- GENGI ÞORSKS Á MIÐUNUM Svend-Aage Malmberg Hvað er til ráða? spyr Svend-Aage Malmberg. Er ræktun það sem koma skal í stað veiða? 1. mynd. Búsvæði þorsks og helstu hafstraumar á Norður- Atlantshafi. Hrygningarslóðir þorsks eru auðkenndar með svörtum deplum, út- breiðslusvæði stofnanna með skástirkuðum reitum og meginhafstraum- ar með örvum. (ICES 1991, CM/G: 78) 2. mynd. Hita- og seltudreifing á 50 m dýpi á landgrunninu út af Siglunesi að vori 1952-2000. Myndin er dæmi- gerð fyrir þær miklu breytingar sem urðu í sjónum fyrir Norðurlandi á fæðu- og uppvaxtarslóð íslenska þorsk- stofnsins, og reyndar víðar við skil köldu og heitu straumanna (pólfronturinn) á sjöunda og áttunda áratug tutt- ugustu aldar. Síðan urðu miklar sviptingar eða breytingar milli ára, á tókust hlýr Atlantssjór og kaldur pólsjór, og gengi hlýsjávarins frá fyrri tíð eða fyrir hafísárin svonefndu 1965-1971 lét á sér standa út tuttugustu öldina. (Svend-Aage Malmberg og Héðinn Valdimarsson, 2002) 3. mynd. Hámarksselta að vori í sjónum á landgrunninu út af Siglunesi í efstu 300 metrunum 1952-2000 ásamt 5-ára keðjumeðaltali. Myndin sýn- ir greinilega þverrandi gengi hlýsjávarins að sunnan á sjöunda áratug tuttugustu aldar og sviptingarnar síðan. Það er seltan 35 sem greinir þar á milli um styrk hlýsjávarins að sunnan. (Svend-Aage Malmberg og Héðinn Valdimarsson, 2002).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.