Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 21 sjálfsagður liður í starfi leikskólans að hlusta á tónlist frá ólíkum heims- hlutum, lesa bækur um börn í öðrum löndum o.s.frv.“ Fordómarnir koma að heiman „Nokkrar leikskólastýrurnar minntust á heimskortið,“ grípur Erla inn í. „Já,“ segir Kamilla. „Þær töluðu um hversu mikilvægt væri að hafa heimskortið sýnilegt inni í leik- skólanum. Ef börnin væru að fara til útlanda lægi beint við að sýna hópn- um legu landsins og efna til um- ræðna um lífshætti þar. Ekki þyrfti heldur sérstakt tilefni til að efna til umræðu um önnur samfélög í tengslum við heimskortið,“ segir hún. „Mér fannst líka athyglisvert hvaða áherslu ein leikskólastýran lagði á að fjölmenningarleg kennsla yrði að vera samfella. Að sjálfsögðu er eðlilegt að halda áfram ræktun fordómaleysis og víðsýni á grunn- skólastiginu.“ „Eitt sjokkeraði mig rosalega,“ segir Erla. „Ein leikskólastýran sem ekki hafði farið út í fjölmenningar- lega kennslu þótt hún væri farin að skynja þörfina, sagði okkur frá því að ein lítil stelpa af leikskólanum hefði á fjögurra ára afmælisdaginn sérstaklega tekið fram í leikskólan- um að hún vildi alls ekki bjóða „brúna stráknum“ í afmælið. Svona lagað finna börn ekki upp hjá sjálf- um sér. Neikvætt viðhorf gagnvart fólki af erlendum uppruna hlýtur að koma frá heimilunum. Gagnrýnin hugsun á leikskólunum er þá enn mikilvægari,“ segir hún og Kamilla skýtur því inn í að ekki hafi verið far- ið inn á svið kennslufræða í rann- sókninni. „Þar eð talað er um kennslu halda kannski einhverjir að við höfum farið inn á svið kennara í rannsókninni en svo er alls ekki. Fjölmenningarleg kennsla er ekki beint kennslustefna heldur sjónar- horn þvert á alla kennslu. Annars skilst mér að áhuginn meðal kennara fari vaxandi, a.m.k. hefur verið hleypt af stokkunum einu námskeiði í tengslum við fjölmenningarlega kennslu í Kennaraháskólanum.“ Norðurlandabúar ekki nýbúar Erla og Kamilla segjast ekki hafa kannað vísindalega hversu stórt vandamál kynþáttafordómar væru á Íslandi. „Aftur á móti fylgdumst við vel með fjölmiðlaumræðunni á með- an við vorum að vinna ritgerðina. Kynþáttafordómar eru því miður alltof útbreiddir á Íslandi, t.d. í að- sendum greinum í dagblöðum. Sumt er satt að segja á mörkum þess að vera birtingarhæft. Opinbera um- ræðan virðist aðallega snúast um að verið sé að traðka á menningu Ís- lendinga. Fólk virðist óttast að hnattvæðingin hafi þau áhrif að menning allra þjóða þynnist út og verði að einni stórri klessu,“ segir Erla. „Sem er mikill misskilningur. Við verðum að setja hina heilögu þrenningu, land, þjóð og tungu í staðbundið (local) og hnattrænt (glo- bal) samhengi. Hvert og eitt okkar á eftir að túlka aðra menningarheima út frá sinni eigin reynslu/menningu. Hvort tveggja á eftir að þrífast hlið við hlið án þess að verða að flat- neskju.“ Kamilla bætir við að umræðan ein- kennist af gífurlegri hræðslu við hið óþekkta. „Fordómarnir virðast koma verst niður á fólki með fram- andlegt útlit. Norðurlandabúar eru aldrei flokkaðir með nýbúum. Smørrebrød hefur heldur aldrei ver- ið talið ógna íslenskri menningu! Aftur á móti á fólk með asískt og annað framandlegt yfirbragð greini- lega undir högg að sækja á Íslandi.“ Hafið þið trú á því að borgin eigi eftir að veita leikskólum meiri hvatn- ingu í tengslum við fjölmenningar- lega kennslu í nánustu framtíð? „Við vonum auðvitað að vinna okkar stuðli að því að fjölmenningarleg kennsla verði von bráðar sjálfsagður hluti af starfi allra leikskóla. Við Ís- lendingar búum yfir frábæru tæki- færi til að falla ekki í sömu gryfju og þjóðir eins og Þjóðverjar. Í Þýska- landi er að alast upp önnur og þriðja kynslóð fólks af tyrkneskum upp- runa sem enn er litið á sem „Tyrki“, þ.e. útlendinga í eigin landi,“ segir Kamilla og ítrekar að fjölmenning- arleg kennsla sé fyrirbyggjandi að- gerð. „Sem – enn og aftur – snýr jafnt að hópum barna af íslenskum uppruna og erlendum.“ Það má segja að undirtitillbókarinnar eigi sér eiginundirtitil, sem er FráBrynjudal til Brunasands, og skírskotar til þess svæðis sem umfjöllun bókarinnar nær yfir. Í bókinni eru 120 ljósmyndir og alls 42 skýringarkort. Spurt er margs og svara leitað. Hvar eru bestu veiðistaðirnir, hverjir fara með veiðiréttinn, hvað kosta leyfin og hvaða aðstaða er fyrir hendi? Einn- ig er veiðisvæðum í mörgum til- vikum lýst ítarlega og fjallað er um veiðivon, agn og veiðiaðferðir. Eiríkur er þrautreyndur stanga- veiðimaður og hefur auk þess feng- ist mikið við veiðiskrif. Hann var fyrst spurður um tilurð bókarinnar og hve langt væri síðan hugmyndin að henni fæddist og hversu lengi vinna hefði staðið yfir. „Þórarinn Friðjónsson í Skerplu átti hugmyndina. Hann gaf út Há- lendishandbókina á síðastliðnu ári en sú bók hefur selst í rúmlega 10.000 eintökum. Segja má að þær góðu viðtökur sem sú bók fékk séu kveikjan að útgáfu Stangaveiði- handbókarinnar. Þórarinn fékk mig til verksins og vinna við heimildaöfl- un hófst í byrjun ársins.“ Lýstu þeirri vinnu sem fram hefur farið... „Heimildirnar að baki bókinni eru eiginlega þrenns konar, þ.e.a.s. ritaðar heimildir af ýmsum toga, viðtöl við landeigendur eða þá sem selja veiðileyfi á minna þekktum veiðisvæðum og síðast en ekki síst sú reynsla sem undirritaður hefur aflað sér á sínum stangaveiðiferli. Þar sem heimildaöflun hófst ekki fyrr en í byrjun ársins þá varð það að ráði að konan mín, Elínborg G. Vilhjálmsdóttir, hjálpaði mér við heimildaöflunina. Hennar starf var aðallega fólgið í því að hringja í for- menn veiðifélaga og veiðiréttareig- endur á minna þekktum veiðisvæð- um og fá upplýsingar um það hvernig staðan væri núna. Ég fylgdi svo þessum símhringingum eftir og fékk nánari upplýsingar ef ég var ekki sáttur við fyrstu upplýsingar.“ Að hverju er stefnt með þessari út- gáfu? „Hugmyndin var alltaf sú að gefa sem ítarlegasta mynd af stanga- veiðimöguleikum á Íslandi og und- anskilja ekki neitt. Frá upphafi var það haft að leiðarljósi að gera minna þekktum veiðisvæðum hærra undir höfði en gert hefur verið lengst af á síðustu árum. Miklar breytingar hafa orðið á veiðimögu- leikum á síðasta áratug eða svo og vötn og veiðisvæði sem áður voru gjöful á góða fiska eru nú sum hver vart svipur hjá sjón. Ágæti þessara svæða var tíundað rækilega á árum áður og síðan hafa þessar gömlu upplýsingar gengið ljósum logum, s.s. á veiðivefjum á Netinu, og ljóst var að tímabært var orðið að koma nýjum og ítarlegri upplýsingum á framfæri.“ Hvernig er bókin byggð upp og hvað verður landið klárað í mörgum bindum? „Frá upphafi sá ég þetta fyrir mér sem þriggja binda ritröð og vonandi gengur það eftir. Mér fannst einboðið að byrja umfjöll- unina í nágrenni við höfuðborgina, þótt ekki væri nema vegna þess mikla fjölda fólks sem býr á þessu svæði. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að byrja á Gullbringu- og Kjósarsýslu og halda austur eftir og taka með Vestur-Skaftafellssýslu. Undirtitill bókarinnar, „Frá Brynjudal að Brunasandi“, segir e.t.v. mest um svæðið sem fjallað er um þótt farið sé aðeins austur fyrir Brunasandinn. Ástæðan fyrir því að ekki var byrjað á Botnsá er sú, að Hvalvatn, sem áin kemur úr, heyrir til Vesturlandi, a.m.k. í mínum huga. Næst verður byrjað á Botnsá og haldið sem leið liggur vestur og norður en eftir á að koma í ljós hvort báðar Húnavatnssýslurnar eða bara vestursýslan verður með í næstu bók.“ Hver hafa viðbrögð veiðimanna verið? „Þau viðbrögð sem ég hef fengið eru mjög jákvæð en ég geri mér grein fyrir því að bókin hefur verið svo skamman tíma í sölu eða aðeins frá því fyrir helgi, að ég tel að menn séu frekar að fagna framtakinu en að þeir hafi lesið bókina spjaldanna á milli.“ Kom þér sjálfum á óvart hversu margir veiðivalkostir bjóðast mönn- um? „Ég verð að svara þessu játandi jafnvel þótt ég telji mig hafa þekkt mjög vel til veiðimöguleika áður en ég tók þetta verkefni að mér. Það sem kom mér jafnvel enn meira á óvart var hve veiðiréttareigendur gerðu lítið af því að reyna að fegra hlut sinna veiðisvæða. Oft fengum við hjónin svör sem þessi: „Elskan mín, hér er engin veiði en ef fólk hefur áhuga á því að prófa þá er það guðvelkomið.“ Þá urðum við líka vör við áhuga fólks á því að lát- ið yrði reyna á veiðimöguleika þar sem lítið hefur verið veitt á síðustu árum.“ Er stefnt að því að hafa öll vötn þarna inni, burtséð frá aðgengileika þeirra og gæðum fyrir almenna veiði- menn? „Markmiðið er að hafa allt með. Trúverðugleiki bókarinnar felst í því að hafa upplýsingarnar sem ít- arlegastar. Ég vil því nota tækifær- ið og biðja veiðiréttareigendur og/ eða leigutaka að koma með upplýs- ingar um það sem betur má fara í þessu fyrsta bindi og sömuleiðis ábendingar um framhaldið.“ Reiknarðu með að nota bókina sjálfur? „Ég get svarað því í einlægni að ég mun hafa bókina í bílnum og not- færa mér þær upplýsingar sem í henni er að finna. Ég er þegar kom- inn með augastað á nokkrum svæð- um sem mig langar að kanna strax í sumar. Svæði sem mér hafði ekki hugkvæmst áður að gætu verið spennandi veiðikostir. Ég ætla samt ekki að nefna þá staði. Það velur hver fyrir sig.“ Morgunblaðið/Arnaldur Eiríkur St. Eiríksson, með bókina und- ir höndum, segir nokkur orð við kynn- ingu á bókinni á dögunum. Fyrsta bindi Stangaveiðihandbókarinnar komið út Frá Brynjudal til Brunasands Fyrir nokkru kom út Stangaveiðihandbókin, með undirtitilinn Veiðiár og veiðivötn á Íslandi, 1.bindi. Ritið, sem er í fremur smáu broti með sterka plasthlíf á kápu, er eftir Eirík St. Eiríksson blaðamann og ritstjóra Veiðimannsins. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Eirík um bók- ina, tilgang hennar og áherslur. Morgunblaðið/Golli Síðkvöldsstemming við Þingvallavatn. Morgunblaðið/Einar Falur Þriggja punda kuðungableikja úr Þingvallavatni. Ótrúlega víða má veiða vænan silung í vötnum og ám landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.