Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 31
álagsins er skal ósagt látið, eins og stór floti með allri sinni tæknilegu þróun, fækkun hrygningarárganga á kostnað þeirra „gömlu“, ótímabært álag á ungan fisk hvort sem er kyn- þroska eða ókynþroska, brottkast og annað val á aflasamsetningu, breyt- ingar á vistgerð eða búsvæði af völd- um veiðarfæra, stöðugt öflugri sókn á öllum árstímum og margföldun heildarafla á öðrum fisktegundum (5. mynd) og þá almennt lífríki sjáv- arfangs, og hvað eina annað eins og afrán hvala. Löngum má reyndar kenna öðru um, það eru mannleg við- brögð við eigin syndum. Breytt at- ferli og gerð þorskstofnsins hafa einnig verið nefnd sem afleiðing veiðiálags. Að lokum skal vitnað í fréttabréf Alþjóðahafrannsóknaráðsins 2001 (No. 37), en þar er þá sorglegu sögu að finna samkvæmt áliti sögumanns „að flestir fiskistofnar Norður-Atl- antshafs eða á rannsóknasvæði ráðs- ins eru ofveiddir og sumir gernýttir (depleted)“. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að um er að ræða eitt mest rannsakaða hafsvæði heimshafanna og þvert á alla viðleitni til stýringar fyrir sjálfbæra nýtingu. Tekist er á innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins og einnig Evrópusambandsins um leiðir til úrlausnar. Hvað er til ráða? Er ræktun það sem koma skal í stað veiða? Helstu heimildir og ítarefni Anon. 2001. Nytjastofnar sjávar 2000/ 2001. Aflahorfur fiskveiðiárið 2001/2000. Hafrannsóknastofnunin, Fjölrit nr. 80. Anon. 2001. Sjávarútvegurinn í tölum. Sjávarútvegsráðuneytið. Poul Degnbol 2001. Exciting new app- roach to fish stock assessment. ICES- CIEM Newsletter 37. Svend-Aage Malmberg og Johan Blind- heim 1994. Climate, cod, and capelin in northern waters. ICES mar. Sci. Symp., 198, 297–310. Svend-Aage Malmberg og Héðinn Valdi- marsson. 2002. Hydrographic conditions in Icelandic waters, 1990–1999. ICES Journal of Marine Science (samþykkt til birtingar). Gavin A. Begg og Guðrún Marteinsdóttir 2002. Tvær magnaðar ritgerðir um um- hverfi og íslenska þorskinn. Marine Eco- logy Progress Series, 229, 245–277. (Á ensku). Hjálmar Vilhjálmsson 1977. Tvær fróð- legar ritgerðir um veðurfar og vistkerfi einkum með tilliti til þorsks, síldar og loðnu á norðanverðu Norður-Atlantshafi. Rit Fiskideildar, 15, 63 bls. (á ensku). Jakob Jakobsson 1992. Recent variability in the fisheries of the North Atlantic. ICES mar. Sci. Symp. 195, 291–315. Jón Ólafsson 1985. Recruitment of Ice- landic haddock and cod in relation to the physical environment. ICES CM 1985/ G:59. Ólafur S. Ástþórsson, Ástþór Gíslason og Ásta Guðmundsdóttir 1994. Distribution, abundance and length of pelagic juvenile cod in Icelandic waters in relation to envi- ronmental conditions. ICES mar. Sci. Symp. 198, 529541. Sigfús A. Schopka, 1994. Fluctuations in the cod stock off Iceland during the twen- tieth century in relation to changes in the fisheries and environment. ICES mar. Sci. Symp. 194, 175–193. … og margar aðrar greinar starfs- félaga á Hafrannsóknastofnuninni. Ber að þakka þeim öllum fyrir veitta fræðslu. Höfundur er haffræðingur. 5. mynd. Heildarafli á Íslandsmiðum 1905-2000 (Fiskifélag Íslands). Stöðug aukning sjávarfangs á nýjum og nýjum tegundum (t.d. loðnu) vekur spurningu um stöðugleika vistkerfisins og fæðuskilyrði eða fæðuframboð í hafinu. 4. mynd. Nýliðun - 3 ára árgangur í milljónum fiska -, hrygningarstofn, veiðistofn og afli þorsks á Íslandsmiðum í þúsundum tonna 1955-2000 (Hafrannsóknastofnunin). Nýliðunin skilar sér nokkrum árum síðar í veiðistofni, hrygningarstofni og afla. Tiltölulega góð nýliðun 1983 og 1984 skilaði sér í hámarki afla fyrr en áður, eða áður en fiskurinn varð kynþroska. Á þessum tíma fór aflinn einnig fram úr hrygningarstofni allt til um 1993 þegar hrygningarstofninn jókst aftur til 1997-1998 (áhrif sóknarstýringar?), en hann minnkaði svo aftur 1999-2000. Í heild er ljóst að stöðugt hefur sigið á þorskstofninn frá um 1955 til 2000 (frá 400-500 þús. tonna ársafla til 170-250 þús. tonna ársafla). Hámörkin jafnt sem lágmörkin fóru stöðugt niður á við. Sveiflurnar i þorskstofn- inum má að hluta tengja við umhverfisaðstæður á fæðu- og uppvaxt- arslóð á norðurmiðum. Þannig hallar nær oftast undan fæti um nýliðun við niðursveiflu í umhverfisaðstæðum og stofninn fer í lágmark vegna lélegrar endurnýjunar, en svo rætist aftur úr einkum við uppsveiflu í umhverfisaðstæðum eftir eða þrátt fyrir lágmark í stofni (og þá ekki vegna þess eins og hefur verið að látið). Þannig getur lítill stofn í lok niðursveiflu gefið góða nýliðun við uppsveiflu. Heildarfall þorskstofns- ins 1955-2000 verður þó ekki skýrt með breytilegum umhverfisskil- yrðum einum saman þótt vissulega hafi þrengt að á sjöunda áratug tutt- ugustu aldar frá því sem áður var. Böndin berast að veiðiálaginu í allri sinni mynd. Því má e.t.v. til sanns vegar færa að ofveiði á þorski hér við land miðað við ástand umhverfis og fisks hafi átt sér stað síðan þá eins og reyndar hefur verið haft eftir forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar, Jóhanni Sigurjónssyni, í blaðaviðtali. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 31 ÍSLENDINGAR hafa löngum státað af því að búa við heilbrigð- iskerfi í fremstu röð. Það byggist ekki síst á vel menntuðu starfs- fólki og í því tilliti má meðal annars nefna að margir læknar hafa stundað framhaldsnám við bestu menntastofn- anir erlendis. Smæð samfélagsins, menntun- arstig, öflugt almanna- tryggingakerfi og sjálf- stæð starfsemi lækna utan sjúkrahúsa eiga líklega einnig hlut að máli. Vart hefur farið fram hjá neinum að geysilegur vandi steðjar nú að Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Stofnunin sem er flaggskip ís- lensks heilbrigðiskerfis getur ekki sinnt hlutverki sínu sómasamlega vegna skorts á rekstrarfé. Þetta er sorgleg staða í ljósi þess að fyrir tveimur árum var blásið til sóknar í nafni hins sameinaða háskólasjúkra- húss sem átti að færa akademíska læknisfræði og þjónustu við hina sjúku fram til jafns við það sem best gerist meðal nágrannaþjóða. Hlutverk háskólasjúkrahúss Hlutverk og væntingar til háskóla- spítala eru talsvert meiri en til þeirra sjúkrahúsa sem ekki bera slíkan titil. Gjarnan er talað um þrískipt hlutverk sem samanstendur af framúrskar- andi klínískri þjónustu, kennslu og vísindastarfi. Á slíkum stofnunum ríkir jafnan stolt meðal starfsmanna og virðing er borin fyrir því starfi sem þar fer fram. Því miður skortir mikið á að LSH geti staðið undir nafni sem háskólaspítali og stendur það sam- bærilegum stofnunum í nágranna- löndum talsvert að baki. Þetta má að nokkru leyti rekja til þess að þróun og uppbygging á sjúkrahúsunum í Reykjavík hefur verið hægfara á und- anförnum áratugum. Margþættur vandi Landspítala – háskólasjúkrahúss Þrátt fyrir víðtækt hlutverk er þjónusta við sjúklinga veigamesti þátturinn í starfsemi LSH. Stærsti hluti þjónustunnar er bráðaþjónusta þar sem sinnt er einstaklingum sem orðið hafa fyrir slysum eða skyndi- legum og oft ófyrirséðum veikindum. Sjúkrahúsinu reynist nú æ erfiðara að standa undir þessu hlutverki. Miklum erfiðleikum er nú bundið að manna störf aðstoðar- og deildar- lækna, m.a. vegna óánægju þess hóps með kjör og úrelta vinnutímalöggjöf. Sérfræðilæknar hafa í vaxandi mæli þurft að grípa inn í störf yngri lækna og bitnar það að sjálfsögðu á sérhæfð- um verkefnum sem sinna þarf á sjúkrahúsinu. Samtímis hafa starfs- hlutföll flestra sérfræðilækna verið minnkuð í samræmi við nýgerðan kjarasamning. Enn fremur er veru- legur skortur á legurými, einkum á Lyflækningasviðum, sem leiðir af sér endurteknar innlagnir sjúklinga á ganga sjúkrahússins. Þessi háttur er í raun brot á lögbundnum réttindum sjúklinga. Þá búa bráðamóttökur og legudeildir sjúkrahússins við stöðuga undirmönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem leitt hefur til mikils vinnuálags hjá þessum stéttum. Loks hafa langvarandi lokanir á deildum í sparnaðarskyni, bann á nýráðningum og niðurfelling á greiðslum fyrir unna yfirvinnu íþyngt starfsfólki. Verkefni á sjúkrahúsinu hafa hins vegar stöð- ugt farið vaxandi enda illmögulegt að draga úr þjónustu þegar bráð veik- indi eiga í hlut. Starfsandi á stofnun- inni hefur versnað og er svo komið að nýútskrifuðum læknum og hjúkrun- arfræðingum þykir það lítið spenn- andi kostur að koma til starfa á háskólaspítalanum. Ólíklegt er að hægt verði að snúa þessari óheilla- vænlegu þróun við á næstunni nema unnin verði veruleg bót á málefnum sjúkrahússins. Kennsla og vísindarannsóknir eiga einnig á brattann að sækja á LSH sökum aðstöðuleysis sem einkum má rekja til fjárskorts og skorts á hús- næði. Það starf sem unnið hefur verið á undanförnum árum hefur að miklu leyti verið unnið af áhugasömum starfsmönnum, gjarnan utan hefð- bundins vinnutíma. Umbun eða við- urkenning fyrir það er hins vegar lítil. Reyndar er launaleg umbun fyrir slíka starfsemi oft takmörkuð þar sem ekki er alltaf auðvelt að meta hana með þeim hætti. Á erlendum há- skólasjúkrahúsum er þó gjarnan veitt starfsaðstaða og helgaður tími fyrir þá sem stunda akademísk störf. Ef slíkt er til staðar getur spítalinn á móti gert kröfur um árangur og að viðkomandi færi sjúkrahúsinu vissar tekjur, t.d. í formi rannsóknastyrkja. Aukið fjármagn er nauðsynleg for- senda þess að unnt verði að efla þenn- an þátt starfseminnar. Fjármögnun Landspítala – háskólasjúkrahúss Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um vanda LSH við að halda sér innan ramma fjárlaga og vanskil við birgja sjúkrahússins. Hins vegar hef- ur lítið sem ekkert verið reynt að leggja mat á hvort upphæð sú sem veitt er til reksturs sjúkrahússins á ári hverju sé við hæfi miðað við þær kröfur sem til þess eru gerðar. Við teljum að þar skorti talsvert á. Rekst- ur sjúkrahússins hefur verið fjár- magnaður með föstum fjárveitingum úr ríkissjóði sem undantekningar- laust hafa verið langt frá því að mæta þörfum sjúkrahússins. Í sumum til- vikum hafa sérstakar aukafjárveit- ingar fylgt einstökum þjónustuliðum og hafa þá oftar en ekki verið van- áætlaðar. Má nefna kostnað vegna svokallaðra S-merktra lyfja sem dæmi. Það hefur endurtekið sýnt sig á undanförnum árum að stjórnendur sjúkrahússins hafa takmarkaða möguleika til að mæta hallarekstri með niðurskurði á þjónustu þar sem sjúkrahúsið sinnir fyrst og fremst bráðaþjónustu og getur ekki vikið sér undan slíkum verkefnum. Í raun skýtur skökku við sú stefna að sjúkra- húsið hafi mestan hag af því að gera sem allra minnst. Mun skynsamlegri leið væri að ákvarða rekstrarfé með hliðsjón af þeim verkefnum sem ætl- ast er til að sjúkrahúsið sinni. Það fæli m.a. í sér að kostnaðargreina og greiða fyrir öll verk sem unnin eru á sjúkrahúsinu. Við sameininguna var víða þörf á endurskipulagningu á starfseiningum sjúkrahússins og hagræðingu í rekstri. Sú vinna sem fram hefur farið á þeim vettvangi hefur hins vegar engan veginn dugað til að mæta þeim kostnaði sem fylgir sameiningu svo stórra stofnana sem Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Launakostnaður er stærsti út- gjaldaliður sjúkrahússins sem er kannski ekki undarlegt þegar tekið er tillit til þess að við stofnunina starfa um 5000 manns. Það vekur þó óneit- anlega athygli þegar því er haldið fram að launakostnaður sé að sliga stofnunina þar sem laun starfsmanna LSH eru fremur slök í samanburði við það sem þekkist hjá heilbrigðis- starfsfólki nágrannaþjóða. Enn fremur vekur athygli þegar lé- leg afkoma stofnunarinnar er skoðuð að ýmsum mikilvægum þáttum í starfi háskólasjúkrahúsa hefur lítið sem ekkert verið sinnt. Íslendingar þurfa til að mynda ekki að standa straum af kostnaði við framhaldsnám lækna nema að mjög takmörkuðu leyti en framhaldsmenntun lækna fer fram í flestum tilfellum við erlend sjúkrahús, íslenska ríkinu algerlega að kostnaðarlausu. Loks er tiltölulega litlu fé veitt til vísindarannsókna. Hvert stefnir Landspítali – háskólasjúkrahús? Sameining Sjúkrahúss Reykjavík- ur og Landspítalans er að okkar mati aðeins á frumstigi. Stuðla þarf að frekari þróun sjúkrahússins með því að koma allri starfsemi þess fyrir á einni lóð hið fyrsta og huga þarf að frekari uppbyggingu kennsluaðstöðu og aðstöðu til vísindarannsókna. Þjónustu við sjúklinga þarf að bæta með því að tryggja fullnægjandi fjölda starfsmanna á bráðamóttökum og legudeildum auk þess sem tryggja verður nægilegt legurými svo unnt verði að leggja af innlagnir á ganga. Jafnframt þarf að bæta starfsum- hverfi og hlúa þannig að starfsfólki að aftur verði eftirsóknarvert að starfa á LSH. Þetta verður ekki gert með sí- felldum sparnaði og niðurskurði. Til að þessi markmið náist er nauð- synlegt að stjórnvöld bregðist tafar- laust við fjárhagsvanda LSH. Marka þarf skýra stefnu um hlutverk og væntingar til sjúkrahússins. Huga þarf að breyttu rekstrarfyrirkomu- lagi og taka upp fjármögnunarkerfi sem byggir m.a. á þeim verkefnum sem stofnuninni er ætlað að sinna. Ef til vill er einnig tímabært að leita ann- ara fjármögnunarleiða. Greinarhöf- undar telja nauðsynlegt að fram fari opin umræða um framtíð sjúkrahúss- ins vegna hins mikilvæga hlutverks þess í íslensku samfélagi. Niðurlag Þrátt fyrir þann vanda sem nú steðjar að LSH teljum við að stofn- unin geti átt bjarta framtíð ef tekst að snúa við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað. Stjórnvöld verða að gera upp við sig hvort þjóðin eigi að setja markið hátt og búa yfir fyrsta flokks háskólaspítala eða sætta sig við sjúkrahús sem stendur að baki því sem önnur vestræn samfélög gera kröfu um. Það er alveg ljóst að frekari niðurskurður mun aðeins leiða til annars flokks þjónustu. Það er styttra í að það verði að raunveruleika en margur heldur. Er það vilji ís- lensku þjóðarinnar? HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS Í VANDA Davíð O. Arnar Sjúkrahúsið hefur tak- markaða möguleika á að mæta hallarekstri með niðurskurði á þjónustu, segja Davíð O. Arnar og Runólfur Pálsson, þar sem það sinnir fyrst og fremst bráðaþjónustu. Davíð O. Arnar er sérfræðingur í lyf- lækningum og hjartasjúkdómum. Runólfur Pálsson er sérfræðingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Báðir eru læknar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Runólfur Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.