Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 14. júlí 1992: „Með nýjum úr- skurði Kjaradóms um launa- kjör nokkurs hóps stjórn- málamanna og embættis- manna hefur verið leystur sá alvarlegi vandi sem upp kom með fyrri úrskurði í lok júní- mánaðar. Hinn nýi úrskurður byggir á því, að þeir hópar, sem úrskurðurinn tekur til, hækki í launum um 1,7%, eins og samið var um á hinum al- menna vinnumarkaði í maí- mánuði sl. Nú hefur þeirri hættu verið afstýrt, að þjóð- arsamstaðan um efnahags- legan stöðugleika, sem mynd- ast hefur á undanförnum misserum, splundrist.“ 14. júlí 1982: „Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti fyrir helgi, að stjórn sín ætlaði ekki að und- irrita hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna í desember næstkomandi. Sáttmálinn hefur verið í smíðum á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í tæpan áratug. Við gerð hans var haft að leið- arljósi, að samkomulag tæk- ist um sem flest atriði og í sáttaskyni fyrir ávinning á einu sviði gæfu ríki eftir á öðru, svo að ágreiningslaust yrði unnt að afgreiða hið viðamikla skjal. Þessi áform náðu ekki fram. Bandaríkja- menn hafa að sjálfsögðu tekið þátt í meðferð sáttmálans og umræðum um hann. Leit svo út þegar Jimmy Carter sat í Hvíta húsinu sem sáttmálinn yrði saminn í góðu sam- komulagi við voldugustu rík- isstjórn veraldar. Eftir að Reagan settist í forsetastól- inn breyttist afstaða stjórn- valda í Washington og nú er svo komið, að Bandaríkja- menn ætla ekki að vera í hópi þeirra sem staðfesta sáttmál- ann með undirritun sinni en hann var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða á síðustu vinnufundum hafrétt- arráðstefnunnar í New York í apríl síðastliðnum.“ 14. júlí 1972: „Vinstri rík- isstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur nú setið að völdum í eitt ár. Stjórnin hóf starfsferil sinn við hinar ákjósanlegustu aðstæður. Fyrir ári var mikil gróska í atvinnulífinu og efnahagsmálin voru í góðu horfi. Óhætt er því að full- yrða, að almenn bjartsýni hafi verið ríkjandi um fram- vindu þjóðmálanna. Á árinu 1971 hækkaði framfærslu- vísitalan aðeins um tvö stig og kaupmáttur launa jókst um nærfellt 20 af hundraði. Þjóðarframleiðslan fór ört vaxandi og þjóðartekjurnar hækkuðu um 12 til 13 af hundraði.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ au fjölmörgu hneykslismál er komið hafa upp í bandarísku viðskiptalífi á síðustu mán- uðum hafa vakið upp ýmsar spurningar. Hvernig getur það gerst í þróaðasta hag- kerfi veraldar að stórfyrir- tæki komast lengi vel upp með bellibrögð af því tagi sem þau hafa nú orðið uppvís að? Hver ber ábyrgð á þessum málum ef litið er hjá augljósri ábyrgð þeirra er voru við stjórnvölinn í títtnefndum fyrirtækjum? Eru það stjórnvöld, sem sinntu ekki eftirlitshlutverki sínu og gáfu fyrirtækjum of lausan tauminn? Eru það bankar og fjármálastofnanir sem tóku þátt í leiknum og höfðu ekki fyrir því að rýna ofan í töl- urnar á meðan þau höfðu góðar tekjur af við- skiptum við fyrirtæki á borð við Enron, World- Com, Global Crossing, Adelphia og Tyco? Síðast en ekki síst velta menn því fyrir sér hversu margar svikamyllur til viðbótar kunni að leynast á markaðnum og hvernig hægt sé að draga úr líkum á því að sambærileg mál komi upp í framtíðinni. Ógna kapítal- istar kapítalism- anum? Hneykslismál þessi koma upp á mjög slæmum tíma fyrir bandarískt efnahags- líf. Fyrr á þessu ári voru ýmsar vísbend- ingar um að bandarískur efnahagur væri að rétta úr kútnum á nýjan leik eftir samdráttarskeið. Nú hefur hins vegar dregið það mikið úr tiltrú fjár- festa að bið verður á því að hlutabréfavísitöl- urnar bandarísku rjúki upp á nýjan leik. Raunar virðist ekkert lát á lækkun á gengi hlutabréfa á mörkuðum. Þessi mál eru ekki síður áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna og bandarísks efnahagslífs. Segja má að í augum margra séu Bandaríkin helsta tákn kapítalismans. Bandaríkin hafa hvatt önnur ríki til að laga sig að hinu bandaríska kerfi, taka upp svipaða löggjöf og í Bandaríkjunum á sviði viðskipta og nota áþekkar aðferðir við reikningsskil fyrirtækja. Þessar kröfur voru til að mynda mjög háværar í kjölfar fjármálakrepp- unnar í Asíu 1997–1998. Vafalaust verður erf- iðara að finna hljómgrunn fyrir slíku á næstu misserum, að minnsta kosti þangað til nauðsyn- legar breytingar hafa verið gerðar á hinu banda- ríska kerfi. Í dagblaðinu New York Times birtist í lok júní- mánaðar grein á forsíðu eins af sunnudagsfylgi- ritum blaðsins undir fyrirsögninni: Gæti farið svo að kapítalistarnir gengju af kapítalismanum dauðum? Í henni veltir greinarhöfundur, Kurt Eichenwald, því fyrir sér hvort nýjustu hneyksl- ismálin séu annars eðlis en hneykslismál liðinnar aldar og hvort hætta sé á að þau veiki helsta hornstein kapítalismans, nefnilega trú fjárfesta á fjármálamarkaðnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hriktir í stoð- um hins bandaríska hagkerfis. Í kjölfar fjármála- hrunsins árið 1929 voru haldnar yfirheyrslur á Bandaríkjaþingi, þar sem ýmislegt misfagurt kom í ljós. Peningamenn höfðu haft áhrif á gengi hlutabréfa með ýmsum brögðum og margir hagnast á innherjaviðskiptum. Eftir sátu spari- fjáreigendur með sárt ennið og fjölmargir misstu aleiguna er spilaborgin hrundi. Til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig voru sett ný við- skiptalög og var Viðskiptaeftirlitsstofnunin (SEC) stofnuð á grundvelli þeirra árið 1934. Engar grundvallarbreytingar voru gerðar á kerfinu en stjórnvöld tóku að sér ákveðið eft- irlitshlutverk. Fyrirtæki gátu í raun hagað sér eins og þau vildu en urðu að veita SEC og fjár- festum allar nauðsynlegar upplýsingar um rekst- ur og afkomu. Að auki áttu stjórnarmenn í fyr- irtækjum að hafa eftirlit með yfirstjórn fyrirtækja og loks áttu endurskoðunarfyrirtæki að tryggja að reikningar fyrirtækja stæðust skoðun. Eichenwald segir að þrátt fyrir þetta marg- falda eftirlitskerfi hafi niðurstaðan verið sú að kerfið grundvallaðist á trausti og heiðarleika þeirra er sinntu eftirliti. Upp á síðkastið hafa komið í ljós alvarlegar brotalamir í kerfinu og ljóst að reglur hafa verið sveigðar til að ná í skjótfenginn hagnað. Flest þau mál er verið hafa til umræðu eiga það sameiginlegt að stjórnendur ýktu tekjur og földu tap til að halda gengi hluta- bréfa fyrirtækja sinna háu. Þótt einungis sé um að ræða örfá fyrirtæki er beittu slíkum aðferðum í verulegum mæli miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir hafa þessi mál áhrif á flest fyr- irtæki. Þetta hefur orðið til að fjárfestar draga nú áreiðanleika allra upplýsinga í efa auk þess sem að traustið á eftirlitsaðilum á borð við end- urskoðunarskrifstofur hefur dvínað. Fjárfestar um allan heim eru óöruggir og margir hafa tekið ákvörðun um að selja hlutabréf sín og festa í staðinn fé sitt í öruggum ríkisskuldabréfum. „Gæti þetta skammtíma eiginhagsmunapot einstakra kapítalista eyðilagt kapítalismann sem slíkan? Leitt til hundraða gjaldþrota, sett banka á hausinn, skrúfað fyrir lánveitingar? Tortímt Bandaríkjunum í þeirri mynd sem við þekkjum þau?“ spyr Eichenwald. Niðurstaða hans er sú að það verði nú varla raunin. Kerfið sjálft grípi inn í þegar misnotk- unin á því gengur of langt. Ef fjárfestar verða varir um sig hefur það slæm áhrif á markaðinn og gerir fyrirtækjum erfiðara um vik að verða sér úti um fjármagn. Þegar upp er staðið munu kapítalistarnir tryggja að fjárfestar geti treyst þeim. Þannig megi nú sjá stóraukinn áhuga á gamaldags greiningu á rekstri þar sem litið er á hluti eins og tekjur og gjöld sem lengi vel voru ekki í tísku. „Þegar upp er staðið mun kapítalisminn stand- ast þetta áhlaup kapítalistanna, einfaldlega vegna þess að flestir hagnast á þeirri útkomu,“ segir Eichenwald. Svo gæti jafnvel farið að fjár- festar læri sína lexíu og verði tregari til þess í framtíðinni að veðja á tískufyrirbrigði á mark- aðnum. Ekki eru þó allir vissir um það og haft er eftir David Hawkins, prófessor við Harvard Bus- iness School, að þetta sé ekki í síðasta skipti sem mál af þessu tagi komi upp. Fólk sé fljótt að gleyma og þá byrji ballið á nýjan leik. Nýjar reglur eða betra eftirlit? Umræður um hvað hafi farið úrskeiðis og til hvaða aðgerða verði að grípa hafa verið fyrirferðarmikl- ar í Bandaríkjunum undanfarna daga. Síðastliðinn mánudag var haldin ráðstefna á vegum Brookings-stofnunar- innar, þar sem umræðuefnið var hvort herða bæri reglur um reikningsskil fyrirtækja. Meðal annars var mikið rætt um hvort breyta þyrfti bandarískum stöðlum um reikningsskilavenjur (GAAP) eða jafnvel taka upp hinn svokallaða að- þjóðlega staðal um reikningsskilavenju (IAS) sem mótaður er af Alþjóðlega reikningsskila- ráðinu (IASB) í London. Í þessu sambandi má geta að reikningsskil á Íslandi hafa lengi vel lotið íslenskum lögum og reglum en hafa í auknum mæli tekið mið af stöðlum IAS vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Evrópu- sambandið hefur ákveðið að öll fyrirtæki, skráð á skipulögðum hlutabréfamarkaði innan vébanda þess, skuli fylgja reikningsskilastöðlum IASB fyrir árið 2005 við gerð ársreikninga sinna. Robert Litan frá Brookings-stofnuninni segir að flest þau mál er upp hafa komið að undan- förnu, hvort sem um er að ræða Enron, World- Com, Xerox eða MCI, eigi það sameiginlegt að ekki er hægt að útskýra þau með vísan til staðla um reikningsskilavenju. Staðlarnir eru ekki vandamálið heldur að þeim er ekki framfylgt. Þá er Litan þeirrar skoðunar að það sé slæmt að ein stofnun, Bandaríska reikningsskilaráðið (FASB), hafi einkarétt á því að móta staðla um hvað sé góð reikningsskilavenja, en bandarískum fyrirtækjum sé meinað að nota IAS-staðalinn. Stofnanir er hafi einokun á einhverju sviði geti orðið óskilvirkar, reglur of flóknar og hætta á að pólitískur þrýstingur hafi áhrif á mótun staðla. Litan, sem er að ljúka við ritun bókar um þessi mál í samvinnu við Robert Hahn, forstöðumann sameiginlegar rannsóknarstofnunar American Enterprise Institute og Brookings, segir að æskilegt sé að komið verði á takmarkaðri sam- keppni á milli staðlanna er feli í sér gagnkvæma viðurkenningu á þeim. Rök þeirra Litan og Hahn eru að þetta muni leiða til einfaldari staðla og að markaðurinn muni þegar upp er staðið umbuna þeim fyrirtækjum er velji strangari staðal. Gall- inn er auðvitað sá að ef fyrirtæki í sama ríki styðjast ekki við sömu reglur eru fjárfestar að bera saman epli og appelsínur þegar kemur að ársreikningum. Litan segir að þetta sé ekki óyf- irstíganlegt vandamál þar sem vafalaust spretti upp iðnaður er sérhæfi sig í að túlka á milli staðl- anna. Það hafi vissulega aukakostnað í för með sér en kostirnir við samkeppni vegi það upp. George Benston, prófessor í fjármálum og reikningshaldi við Emory-háskóla, annar frum- mælandi á ráðstefnunni, er sammála því að nú- verandi reglur og staðlar séu að flestu leyti full- nægjandi. Flest af því sem hefði verið að koma í ljós væru gamalkunnug brögð. Sölur sem aldrei hefðu átt sér stað væru bókfærðar, viðskipti væru sett á svið til að sýna fram á tekjur og rekstrargjöld væru eignfærð í stað þess að vera færð sem útgjöld. „Slíkt hefur verið óleyfilegt eins lengi og ég man eftir, eflaust er um öld síðan reglur um slíkt voru settar, sem er langur tími. BYGGÐAKJARNAR BLÓMSTRA Það er athyglisvert að nokkr-ir byggðakjarnar utan höfuðborgarsvæðisins blómstra mjög þrátt fyrir al- mennar umræður um að allt sé á niðurleið á landsbyggðinni. Þetta á við um Árborgarsvæðið og reyndar Suðurlandið allt meira og minna, sem að einhverju leyti nýtur nálægðar við höfuð- borgarsvæðið. Og það á líka við um Akranes, Borgarnes og Snæ- fellsnes. Öllu athyglisverðara er þó að sjá þann uppgang, sem augljós- lega er á Egilsstöðum, Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu almennt og að nokkru leyti á Ísafirði. Þrír síðastnefndu staðirnir eiga ýmislegt sameiginlegt, sem að einhverju leyti skýrir blómstr- andi byggð, gagnstætt því, sem er annars staðar á landsbyggð- inni. Bæði Akureyri og Egilsstaðir eru samgöngumiðstöðvar í við- komandi landshlutum. Það á líka við um Ísafjörð í vestfirzku sam- hengi. Frá þessum stöðum liggja leiðir til allra átta. Samgöngu- miðstöðvarnar verða líka mið- stöðvar ferðaþjónustu og þar spretta því upp myndarleg hótel, fjölbreytt veitingahús og marg- vísleg þjónusta. Þessi starfsemi verður svo til þess, að mannlífið í þessum byggðarlögum kemst nær því að bjóða það sama og fólk á kost á á Reykjavíkursvæðinu. Á þessum þremur svæðum hafa verið byggðar upp myndarlegar menntastofnanir. Akureyri bygg- ir á langri hefð í þeim efnum, sem áreiðanlega á þátt í hversu vel hefur tekizt til um uppbyggingu Háskólans á Akureyri, sem aug- ljóslega hefur haft djúpstæð áhrif á þróun Eyjafjarðarsvæðisins. Uppbygging framhaldsskóla- menntunar á Ísafirði og á Egils- staðasvæðinu hefur tekizt vel og skólastarfsemin haft mikil áhrif á umhverfi sitt. Þessir þrír blómlegu byggða- kjarnar á landsbyggðinni eiga það líka sameiginlegt, að menn- ingarlíf þar er ótrúlega fjölskrúð- ugt. Menningarlífið á Akureyri dregur til sín fólk og skapar við- skipti fyrir fjölmarga aðila. Þetta á einnig við í vaxandi mæli um Ísafjörð og nánast ótrúlegur kraftur hefur færzt í menningar- líf á Austurlandi á undanförnum árum. Áhrif uppbyggingar við Eyja- fjörð ná austur til Mývatns, þar sem er blómleg byggð. Vandi landsbyggðarinnar, sem svo mjög er til umræðu, takmark- ast við sjávarplássin, sem byggð- ust upp, þegar aðstæður til út- gerðar voru allt aðrar en nú. Það hefur aldrei verið hægt að gera kröfu til þess að þótt útgerð og vinnsla sjávarafurða hefjist um skeið á ákveðnum stöðum haldi sú starfsemi áfram um aldur og ævi. Í eina tíð var atvinnustarf- semi með eindæmum lífleg á Hesteyri við Hesteyrarfjörð. Nú eru þar sumarhús. Skálavík utan Bolungarvíkur var líka lífleg verstöð á sínum tíma. Þar eru nú sumarhús. Ísland er ekki að fara í eyði ut- an suðvesturhornsins. Því fer fjarri. En byggðin út um land er að færast til. Við eigum að líta á það sem eðlilega þróun en ekki dauðadóm yfir landsbyggðinni sem slíkri. Með því er ekki gert lítið úr að- lögunarvanda fólksins, sem býr í þeim sjávarplássum, sem standa höllum fæti. En það er nauðsyn- legt að skilgreina vanda lands- byggðarinnar rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.