Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 11 ARI Páll Kristinsson, for-stöðumaður Íslenskrarmálstöðvar, segir ekkifjarstæðukennt í sínumhuga að Íslendingar hugleiði að fara að ráði Svía og leggja fram lagafrumvarp sem feli í sér að íslenska verði gerð að op- inberu tungumáli þjóðarinnar. Hann segir að blikur séu á lofti varðandi notkunarsvið íslensku hér á landi vegna mikillar notkunar ensku, jafnt í háskólaumhverfinu og í sumum fyrirtækjum. Ari Páll segir að eins og í öðrum nútímaiðnsamfélögum leiki enska mikilvægt hlutverk, ekki síst þegar litið er til þess að enskan er lykillinn að aðgangi að upplýsingum á ýms- um mikilvægum sviðum, eins og t.d. vísindum, tækni og viðskiptum. Síðastliðið haust skrifaði Ari Páll skýrslu um notkunarsvið íslensks máls. Skýrslan er skrifuð á norsku þar sem hún var hluti af stærra verkefni sem unnið var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Ný umdæmi fyrir móðurmálið „Í skýrslunni fer ég yfir sviðið, þar á meðal háskólana, tek dæmi úr atvinnulífinu og skoða líka fjöl- miðlana. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir lög og reglur sem ég hef getað fundið þar sem fyrirmæli er að finna um notkun íslensku.“ Hann segir að þarna sé hugsan- lega að finna ákveðinn grunn undir þá spurningu hvort við viljum lög- festa íslensku sem opinbert mál á Ís- landi. Hann segir að ennþá hafi ekki orðið alvarlegt tap á notkunarsvið- um íslenskunnar til enskunnar. Hins vegar megi finna mörg dæmi um að Íslendingar hafi verið að vinna ný umdæmi fyrir móðurmálið allt frá því lýðveldið var stofnað. „Það er sí- fellt verið að kenna á íslensku í fleiri greinum í háskólanum.“ Í skýrslu Ara Páls er jafnframt fjallað um rannsóknir vísindamanna og kennslu í háskólum og þar segir hann að séu dæmi um blikur á lofti. „Það eru teikn á lofti um að enskan sé að sækja mjög í sig veðrið í há- skólaumhverfinu, síst þó í Háskóla Íslands en þó að einhverju leyti, en það eru mjög áþreifanleg dæmi um þetta úr Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík, MBA- náminu og Tækniskólanum.“ Hann segir að tvær tilgátur séu uppi um hvað valdi þessu. „Ein er sú að háskólarnir eru aðilar að alþjóð- legum samningum sem fela í sér að nemendur geta farið milli landa. Þær aðstæður geta komið upp að stærðfræðikennari í Háskóla Íslands er með framhaldsnám- skeið sem tíu nemend- ur sækja og þar af eru þrír sem eru ekki Ís- lendingar. Spurningin er þá sú hvort við- brögðin eru þau að kenna á ensku eða halda sig við það að kenna á íslensku, líkt og hægt væri að ímynda sér að Portú- gali héldi áfram að kenna á portúgölsku í svipuðum aðstæðum. Önnur skýring er ein- faldlega sú, og hún á við um Háskól- ann á Akureyri, að þar voru sænskir kennarar sem kunnu ekki íslensku. Námskeiðslýsingarnar voru einnig á ensku. Einnig segja sumir að þetta sé bitamunur en ekki fjár, því oft sé kennsluefnið á erlendu máli, þá oft- ast ensku. Önnur mótrök eru þau að það er svo stór hlutur í náminu að fást við námið á móðurmáli sínu.“ Ekki ástæða til að óttast ásælni enskunnar Í skýrslunni er drepið á þá um- ræðu sem hefur verið hérlendis um þörf á því að taka upp ensku sem samskiptamál. Einnig kannaði Ari Páll notkun ensku hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslendingar sem þurfa að nota ensku á fundum, í skýrslum og annars staðar þar sem samskipti þurfa að vera ótvíræð, virðast vera sáttir við sitt hlutskipti. Ég hef hins vegar heyrt af því að helst væri pirringur meðal þeirra sem væru lægra settir í fyrirtækinu og einnig meðal viðskiptavina þess. Íslendingar utan úr bæ sem þurfa að eiga samskipti við fyrirtækið vilja margir nota sitt móður- mál í samskiptunum.“ Ari Páll kveðst ekki telja ástæðu til þess að óttast ásælni enskunn- ar. Engum detti í hug að berjast á móti nútím- anum og málið snúist fyrst og fremst um það að Íslendingar geti áfram notað málið sitt og íslenskan verði áfram nothæft tæki frekar en að leggja hömlur á notkun ensku. Frekar eigi að finna leiðir til þess að tungu- málin lifi hlið við hlið. „Mér finnst samt að það megi al- veg hugleiða það, ef við stefnum í átt til fjölmenningarlegs þjóðfélags, að það er kannski ekki alveg sjálfgefið að íslenskan sé hið opinbera mál. Það stendur hvergi skrifað heldur er einungis reiknað með því. Það er ætlast til þess að lög séu birt al- menningi á íslensku því þingmálið er íslenska.“ Ari Páll bendir á að aðstæður hér á landi og í Svíþjóð séu ólíkar. Svíar eigi fimm minnihlutatungumál en við ekki nema eitt, sem er táknmál- ið. Hann segir að annað sem skipti miklu máli í þessu samhengi sé af- staðan til móðurmálsins. „Við höfum haft tilhneigingu til þess að trúa því að við værum frekar samstiga um það að vernda tunguna. Lengi vel studdist þessi viðleitni mjög við þjóðernisrómantík sem vissulega er barn síns tíma. Eftir því sem sam- félagið fær meira sjálfstraust fara menn að taka íslenskuna sem gefna stærð og hætta að kippa sér upp við það þótt henni sé lagt til hliðar tíma- bundið. Menn sjá ekki almennilega fram á að hún sé að týnast hvort sem er. Mér finnst þess aðeins gæta að menn séu farnir að gæla við það að það sé allt í lagi að taka upp ann- að mál. Hjá Verslunarráði hafa þær raddir heyrst að gera ensku að sam- skiptamáli. Í febrúar 2001 var notað orðalag um að skilgreina Íslendinga sem tvítyngda þjóð, sem mér finnst ákaflega vanhugsað, bæði hvað varðar orðalag og hugsunina að baki. Það er ekkert um það að ræða að gera ensku að samskiptamáli. Hugsaðu þér Jón og Gunnu á gólfinu í fyrirtækinu og að þau megi ekki spyrja hvað tímanum líður á ís- lensku. Hvað eiga menn við með samskiptamáli? Hjá Íslenskri erfða- greiningu kann umtalsverður hluti starfsfólksins ekki íslensku en engu að síður er tölvupósturinn þar á bæ tvöfaldur, bæði á íslensku og ensku. Danskur starfsbróðir minn, sem gerði rannsóknarverkefni á þessu sviði, leggur mikið upp úr muninum á samskiptamáli inn á við eða út á við. Ég get alveg hugsað mér að æðstu menn fyrirtækis þurfi mikið að nota ensku þar sem þeir semja fyrir fyrirtækið út á við. En inn á við, þar sem menntunarstig er lægra og dagleg samskipti meiri, þá skil ég ekki að sambærileg rök séu fyrir þessari kröfu.“ Ari Páll kveðst ekki telja að al- þjóðavæðingin hafi haft áhrif á vilja Íslendinga til að rækta íslenskuna og halda henni hreinni. „Hérna í Ís- lenskri málstöð koma sífellt nýjar greinar inn á okkar borð frá fag- mönnum sem hafa áhuga á því að búa til orðaforða í faginu. Fólki gengur betur að vinna á íslensku en ensku. Það hefur margoft komið í ljós að mörgum gengur betur að skilja hlutina ef þeir fást við þá á forsendum íslenskunnar.“ Ekki orðið alvarlegt tap á notkunarsviðum íslenskunnar Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar, segir að þrátt fyrir að blikur séu á lofti vegna ásælni enskunnar í háskólaumhverfinu og fyrirtækjum hérlendis megi finna mörg dæmi um að Íslendingar hafi verið að vinna ný umdæmi fyr- ir móðurmálið allt frá því lýðveldið var stofnað. Ari Páll Kristinsson SAMNINGURINN er sá eini íheiminum sem eingöngufjallar um tungumál. Hannvar samþykktur af ráðherra- nefnd Evrópuráðsins 1992 og gekk í gildi 1998. Markmið samningsins er að vernda tungumál minnihlutahópa í Evrópu en tekur ekki til hins op- inbera tungumáls í hverju landi þar sem talið er að það hafi verndun sem hið opinbera tungumál sem er notað í allri stjórnsýslu og fyrir dómstólum. 28 Evrópuríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 16 fullgilt hann. Þegar ríki fullgildir samning- inn þarf það að leggja fram lista yfir þau tungumál sem munu hljóta sterka verndun, en verndun minni- hlutatungumála er mismikil eftir fjölda notenda þeirra. Starf Regínu felst einkum í því að fylgjast með því hvernig ríki sem hafa fullgilt samninginn uppfylla hann, þ.e. hvernig minnihlutatungu- mál eru notuð fyrir dómstólum, í stjórnsýslu, í fjölmiðlum, í menning- arlífinu, í efnhagsmálum og í milli- landamærasamskiptum. Ríki sem hafa fullgilt samninginn þurfa að skila Evrópuráðinu skýrslu þar sem fram kemur hvernig lögum um tungumálin er beitt og hvernig verndun tungumálanna fer fram. Ríkin skuldbinda sig t.a.m. til að sjá til þess að kennsla í tungumálum í barnaskólum sé veitt. Einnig þurfa ríki að tryggja rétt þess sem talar minnihlutatungumál til að leggja gögn fyrir stjórnsýslu eða dómstóla á sínu tungumáli. Jafnframt þarf að tryggja tiltekinn fjölda klukkustunda í ljósvakamiðlum og jafnframt að prentað mál standi til boða á tungu- máli sem vernda skal. „Ástæðan fyrir því að þessi samningur var gerður er sá að talið var á sveitastjórnarþingi Evrópuráðsins að þörf væri á því að vernda minnihluta- og svæða- tungumál í Evrópu vegna þess að mörg þeirra myndu ella hverfa,“ segir Regína. Hún segir að þetta sé viðkvæmt málefni í Evr- ópu því oft er það póli- tísk ákvörðun hvers ríkis að vernda tungumál. Frakkar settu inn í sína stjórnarskrá að franska væri opinbert tungumál Frakklands. Þegar þeir breyttu stjórnarskránni á þennan hátt var ástæðan sögð sú að Frakkar vildu vernda frönskuna gegn enskum áhrifum. Núna hafa Frakkar túlkað þetta ákvæði í stjórn- arskránni á þann hátt að ekki sé hægt að vernda nein önnur tungumál sem töluð eru í Frakklandi, nema frönskuna. Þar með hafa verið komið í veg fyrir að hægt sé að vernda al- sösku, bretónsku eða korsísku í op- inberu lífi. Þá er átt við að hægt sé að nota tungumálið t.d. fyrir dómstólum og í menntakerfinu. Það er því ekki hægt að krefjast þess að börnum sé kennt á minnihlutatungumáli jafnvel þótt það sé móður- tunga tiltekinna hópa. Korsíkumenn vilja viðhalda sínu tungu- máli en ég tel að ein ástæðan fyrir því að Frakkar vilja ekki fullgilda samninginn sé sú að þeir telji að með því sé tekið fyrsta skrefið til sjálfstæðis. Sagan hefur hins veg- ar sýnt það að þegar þjóðum er misboðið berjast þau enn frekar fyrir sínum rétti. Í Hollandi er frísneska minnihlutatungumál og er hún vernduð á opinberan hátt, þar sem Hollendingar hafa skrifað undir og fullgilt Evrópusáttmálann um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Í Bret- landi er velska, skoska og fleiri tungumál vernduð sem minnihluta- tungumál. Svona er málum háttað um alla Evrópu. Ísland og Lichten- stein eru dæmi um ríki sem hafa eng- in önnur tungumál en ríkistungumál- ið. Ástæðan fyrir því að Íslendingar skrifuðu undir samninginn er sú að litið var á samninginn sem stuðnings- yfirlýsingu við því sem er að gerast í Evrópu á þessu sviði. Mér finnst að Íslendingar ættu að fullgilda samn- inginn því íslenska tungan er svo stór þáttur í því að vera Íslendingur. Það skiptir minnihlutahópa í Evrópu al- veg jafnmiklu máli að tala sitt tungu- mál,“ segir Regína. Fylgist spennt með framvindunni í Svíþjóð Hún bendir á að í samningnum sé kveðið á um að ekki megi vernda tungumál minnihlutahópa á kostnað hins opinbera tungumáls. Megin- markmiðið sé að gefa tungumálum minnihlutahópa ákveðinn sess í þjóð- félaginu því það sé hluti af því sem þjóðfélagið er byggt upp af. Samarn- ir séu t.a.m. stór hluti af finnskri menningu og það sé eðlilegur vilji Finna að stuðla að því að tungumál Sama sé verndað. Hún kveðst spennt fylgjast með því hver framvinda mála verður í Sví- þjóð. „Svíar hafa verið að skoða það hvernig þeir geta verndað sænskuna. Enska hefur mikil áhrif á önnur tungumál, bæði hvað varðar nýyrði og annað slíkt. Þetta er þróun sem á sér stað í Evrópu og mjög erfitt að bregðast við henni. Við sjáum líka að þegar Evrópa er að sameinast og verið að búa til staðla um allt, er mjög eðlilegt að þeir sem búa í sveitum finnist sem verið sé að traðka á þeirra rétti og þeirra svæðaeinkenni ekki virt.“ Evrópusáttmálinn um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa Oft pólitísk ákvörðun að vernda tungumál Regína Jensdóttir Regína Jensdóttir, lögfræðingur hjá Evrópuráðinu, hefur unnið að Evrópusáttmálanum um svæðis- bundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Starf hennar felst m.a. í því að fylgjast með því hvernig ríki sem hafa fullgilt samninginn uppfylla hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.