Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 17
fór ég fram og þær ræddu málin. Það samdist þannig á milli okkar að þær kæmu ekki seinna heim en kl. 3 á nóttunni eftir böll en ég bauðst til að keyra þær og sækja á böllin og líka útvega þeim far með strákunum í ná- grenninu. Þetta gekk eftir en stund- um var gert grín að því þegar ég var að hringja í strákana og biðja um far fyrir þær og keyra þær sjálf á Volkswagen-bílnum mínum. Það var oft mikið álag á þessar stúlkur. Börnin sem við vorum með komu sum frá heimilum sem áttu í erfiðleikum, t.d. vegna veikinda og eins voru hjá okkur börn sem nú myndu vera kölluð ofvirk og voru á lyfjum. Læknirinn í Laugarási tók af þeim lyfin og þá færðist nú fjör í leik- inn. Ég brá á það ráð að láta þessi börn hafa nóg fyrir stafni, sendi þau í myndarlegar gönguferðir með nesti. Þau fóru að gá að minknum, rekja slóð refsins, safna ánamöðkum – gengu á fjöll og þannig mætti lengi telja. Heimkomin og þreytt að kvöldi fóru þau beint í bað. Eftir baðið fóru þau ánægð að borða og sofa og þannig leið sumarið. Svona gekk þetta í nokkur ár. Ég hef verið mikið í félagsstarfi. Var um árabil í stjórn Norræna fé- lagsins og einnig Náttúrulækninga- félagsins. Kennari á hins vegar ekki að vera í stjórnmálavafstri. Ég vil geta átt þess kost að kjósa gott fólk úr öllum flokkum. Það er sama hvaðan gott kemur. Jón Baldvin Hannibals- son kenndi um tíma í Hagaskóla. Við urðum stundum samferða á morgn- ana og ræddum þá um landsins gagn og nauðsynjar. Hann sagði mig vera pólitískt viðrini og með það er ég ánægð. Ferðaskrifstofan Víðsýn Svo eitt sumarið fór ég með bróð- urbörn mín tvö, sem voru mér afar handgengin, til Kaupmannahafnar til að heimsækja „farmor“ og sjá borg- ina. Ég hafði keypti flugmiða hjá Sunnu og ekki hafði ég verið í Kaup- mannahöfn nema í nokkra daga þegar Guðni í Sunnu fékk mig í vinnu sem fararstjóra og krakkarnir reyndust mér heilmikil hjálp. Þetta leiddi til þess að ég varð stöðvarstjóri ferða- skrifstofunnar Sunnu í Kaupmanna- höfn í ein átta sumur og hafði bróð- urbörn mín með mér í nokkur sumur. Þessi tími í Kaupmannahöfn var mér mikils virði. „Farmor“ var á lífi þegar þetta var og ég gat verið henni innan handar. Hún var annars afar hress – mikil málamanneskja. Hún fór meira að segja í spönskunám í há- skólanum þegar hún var 82 ára. Hún var þeirrar skoðunar að fólk héldi sér ungu með því að umgangast ungt fólk. Systir hennar, ári yngri, fór í nútíma- sögu um svipað leyti. Árið 1979 stofnuðum við séra Frank M. Halldórsson saman ferða- skrifstofu sem við kölluðum Víðsýn. Við Frank höfðum kennt saman við Hagaskóla í 25 ár og hann hafði einnig verið fararstjóri fyrir Guðna í Sunnu. Víðsýn starfaði í rösk tvö ár og gekk mjög vel, eða þar til ég varð að velja á milli ferðamálanna og kennslunnar. Ég valdi kennsluna af því að ég get ekki hugsað mér skemmtilegra starf og prestsstarfið átti hug sr. Franks allan.“ Þótt Jóna Ingibjörg hafi hvorki gifst né eignast börn er hún aldeilis ekki á flæðiskeri stödd í fjölskyldu- málunum, það heyri ég á því hve oft GSM-síminn hennar hringir meðan á samtalinu stendur og ungar frænkur hennar eiga erindi við hana. „Bróðir minn og mágkona eignuð- ust þrjú börn og voru svo elskuleg að leyfa mér að eiga þau að hluta með sér, þetta voru barnabörn þeirra,“ segir hún eins og til skýringar eftir nokkur símtöl. Hún getur þess að elsti bróðursonur hennar, sem dvaldi hjá henni ýmist á vetrum eða sumrum á sínum uppvaxtarárum, hafi látið elstu dóttur sína heita í höfuðið á sér. „Mér finnst ég þannig vera svolítil amma,“ segir hún með sinni einörðu og hressilegu röddu. Af samtalinu við hana má ljóst vera að ekki aðeins bróðurbörn hennar eigi henni gott að gjalda heldur og þau fjöldamörgu börn sem hún hefur gætt og kennt og átt hlut í að koma til manns. „Eins og ég sagði áðan hef ég lagt á það áherslu við nemendur mína að finna góðu hliðarnar á fólki og muna að það geta ekki allir allt. Sumir fæð- ast þannig að þeir þurfa ekkert fyrir náminu að hafa og fá alltaf háar ein- kunnir, aðrir ná aldrei hæstu ein- kunn, hversu sem þeir reyna. Svona er þetta. Hitt er annað að öll höfum við kosti og erum nauðsynleg í sam- félaginu. Ég segi líka stundum við krakkana: „Sumir eru heppnir og fá endajaxlana 17 ára en aðrir ekki fyrr en 26 ára, það er ekki hægt að heimta af manni að nota jaxla sem ekki eru komnir. Fólk er mislengi að taka út þroska. Við er- um eins og við erum og eigum að gera gott úr því sem við höfum. Mér hefur stundum þótt lítið vit í að borga einum manni milljón krónur í kaup en öðrum 80 þúsundir – þótt vissulega eigi að borga fyrir mikla ábyrgð. Við samkennara mína hef ég sagt að það þýði lítið að ætlast til þess af ótömdum hesti að hægt sé að beisla hann og ríða af stað. Fyrst þarf að gera hestinn bandvanan – síðan kem- ur beislið og loks hnakkurinn. Ég fór til Svíþjóðar fyrir nokkru til að kynna mér hvað Svíar gera fyrir utangarðsfólk, fíkniefnaneytendur og hvernig kennslu nýbúa er háttað hjá þeim. Það er raunar misjafnt eftir sveitarfélögum. Í Rynkeby, úthverfi frá Stokkhólmi, er samsetning íbú- anna sú að af hverjum tíu er aðeins einn Svíi. Þar eru nýbúabörn á öllum aldri sett saman í bekk og látin læra sænsku og allt um sænskt þjóðfélag. Þegar þau svo hafa náð góðum tökum á sænskunni eftir eitt til þrjú ár og eru ekki lengur eftirbátar þeirra sem fyrir eru, eru þau færð í almenna bekki. Hér er þessu á annan veg farið. Ég hef t.d. átt að kenna börnum frá Víetnam dönsku og ensku sem nánast ekkert kunnu í íslensku. Þetta er fá- ránlegt. Þetta er afar erfitt að gera í fjölmennum bekkjardeildum. Kennslu nýbúa hér þyrfti að breyta þannig að þeir fjármunir sem settir eru í verkefnið nýtist eins og til er ætlast. Það gera þeir alls ekki núna.“ Jóna leggur áherslu á hve kennsla sé gefandi starf. „Ég fæ stundum bréf eða kort frá gömlum nemendum,“ segir hún, „þar sem þau segja hvernig gengið hefur í framhaldsskólanum. En nú nota menn Netið. Þetta fékk ég frá foreldri eftir prófin í vor: „Margir nemendur þínir kunna að meta elsku þína í þeirra garð. Þú hefur verið áhugasöm sem uppfræðandi, myndug og rétt- lát... Ég tel að góður kennari sé þyngdar sinnar virði í gulli og að góð- um kennurum er alltof sjaldan sýndur verðugur sómi.“ Þessi skrif þykir mér afar vænt um að fá hvort sem um hrós er að ræða eða ábendingar um eitt- hvað sem betur mætti fara.“ Að lokum skýtur Jóna því fram að mamma hennar hefði minnt hana á að ekki væru vasar á líkklæðum. „Amma mín á Blikastöðum var bú- in að láta frá sér nánast allt sem hún átti áður en hún dó og þetta ætla ég að gera líka – en áður en ég sný tánum upp ætla ég að vekja athygli þeirra sem mennta- og fræðslumálum stjórna að núverandi kerfi, þar sem afburðanemendur og seinþroska eiga að fylgjast að, skilar ekki árangri sem skyldi. Hvers eiga blessuð börnin að gjalda sem eru svo óheppin að þrosk- inn, þessi sérstæði námshæfileiki, lætur stundum á sér standa? Þau leggja á sig ómælda vinnu, bera sig saman við hin sem ekkert þurfa fyrir náminu að hafa. Samanburðurinn er þeim afar óhagstæður og brýtur þau niður og skerðir sjálfstraust þeirra. En það aftur býður hættunni heim á því að fái sér „í pípu eða glas“ til að vera menn með mönnum. Stuðnings- og sérkennsla koma að takmörkuðu gagni eins og skipan mála er í dag. Börnin eiga að fá leyfi til að læra á þeim hraða sem þeim er eðlilegur. Á meðan skipt var í þrjá hópa í Hagaskóla strax og börnin komu í skólann var auðveldara fyrir krakkana að ná þeirra besta árangri. Ég hef kennt nemendum sem byrj- uðu á sínum hraða í neðsta hólfi og luku síðan starfsgreina- eða háskóla- prófum með ágætum,“ segir Jóna Hansen um leið og hún kveður og fer til að vökva í gróðurhúsinu sínu. Jóna Hansen segir nokkur orð í kveðjuskyni. Jóna Hansen kveður eftir 38 ár í Hagaskóla. Jóna ásamt tveimur nemendur sínum. Ljósmynd/Flosi Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 17 KNATTSPYRNA á alþjóðlegu plani er mikið augna-yndi þegar best lætur, en hún er líka orðin geysi-mikill bissness og löngu ljóst að hin klassísku gildium heilbrigða sál í hraustum líkama og heiðarleika áleikvelli hafa í mörgum tilvikum vikið fyrir öðrum, sem snúast um fé, frama, völd og hagsmuni. Undirritaður helgaði nýlega tíu daga því fári sem kennt er við knattspyrnu. Fylgdist með allt að þremur leikjum á dag og sofnaði úrvinda á kvöldin, þrátt fyrir að vera aðeins í áhorfenda- hlutverkinu. Öllu skemmtilegri daga hef ég ekki lifað lengi. Þetta umrædda fótboltafár mitt, og reyndar meirihluta fjöl- skyldunnar, snerist ekki um HM í Kóreu og Japan, enda þótt sú keppni næði einmitt hápunkti á sama tíma. Nei, það sem um var að ræða voru tvö fótboltamót íslenskra ungmenna. Hið fyrra var svonefnt Búnaðarbankamót Skallagríms í Borgarnesi, 28.–30. júní og hið síðara Essómót KA á Akureyri 3.–6. júlí. Í báðum þessum tilfellum voru annarlegir og óviðkomandi hagsmunir víðs fjarri. Menn léku óhikað til sigurs í hverjum leik, dómarar og þjálfarar lögðu sitt af mörkum til að minna leikmenn á hin fornu gildi, ef þeim hitnaði í hamsi í æs- ingnum og útkoman varð frábær upplifun og skemmtun fyrir bæði þátttakendur og að- standendur á öllum aldri og af báðum kynjum. Auðvitað vildu allir vinna til verðlauna, en hvort sem það tókst eða ekki var upplifunin hverrar mínútu virði. Menn léku knatt- spyrnu af því að þeir höfðu gaman af því og það sást í hverri hreyfingu. Það segir meira en mörg orð að þegar hlé var gert á Borg- arnesmótinu vegna úrslitaleiksins á HM, gerði ég mér það að góðu að horfa á hann með öðru auganu á næstum svarthvítum 12 tomma skjá. Meiri ítök átti sá leikur ekki í mér, þegar allt snerist um liðið úr eigin heimabyggð, sem þar að auki var að hluta skipað fjölskyldumeðlimum. Þetta var einungis kærkomið hlé fyrir úrslitaleikinn um toppsætið í 5. flokki B. Hugmyndin að baki Borgarnesmótinu er einkar snjöll. Réttur til þátttöku miðast við að stærð viðkomandi bæjarfélags sé ekki yfir 2.000 íbúar. Þetta eru því nokkurs konar smábæjaleikar, þar sem „litlu“ liðin etja kappi hvert við annað á jafnræðis- grundvelli, en þurfa ekki að takast á við gríðarfjölmenn lið úr stóru bæjarfélögunum, þar sem unnt er að velja leikmenn úr hópi sem skiptir mörgum tugum í hverjum tveggja árganga flokki. Keppt er í mörgum flokkum í Borgarnesi samkvæmt hefð- bundinni skiptingu í A- og B-lið og eru keppendur á aldrinum frá u.þ.b. 5 til 16 ára. Þar eð foreldrar leikmannanna fylgja þeim í flestum tilfellum verður úr öllu saman nokkurs konar knatt- spyrnuútihátíð með umtalsverðu fjölmenni. Leikmenn þetta árið voru um 800 og því sjálfsagt hægt að reikna með að yfir 2.000 manns hafi verið á hátíðinni. Þar á meðal dágóður hópur leik- manna og foreldra úr eina litla sveitarfélaginu á höfuðborgar- svæðinu, Bessastaðahreppi, sem, að undirrituðum meðtöldum, tóku þátt í gleði og vonbrigðum síns íþróttafólks af lífi og sál. Það er hins vegar enginn smábæjabragur á Essómóti KA. Þar er einungis keppt í fimmta flokki karla, en í mörgum riðlum enda þátttaka mikil og mörg lið frá fjölmennum stórveldum. Það var þannig mikill og góður skóli fyrir unga knattspyrnukappa af Álftanesinu, sem hrósað höfðu sigri í Borgarnesmótinu að etja kappi við jafnaldra sína úr öflugustu liðum landsins. Ekki spillti það svo fyrir að ná ágætum árangri þrátt fyrir smæðina. Stundum heyrir maður kvartað yfir því að fótboltinn tröllríði öllu í fjölmiðlum og meira að segja með nokkrum rétti. Það er þó alveg ljóst að sú knattspyrna sem einvörðungu er leikin af einskærum og brennandi áhuga og gleði er ekki fyrirferðarmikil í dagskrám eða á blaðsíðum fjölmiðla, þótt einhver umfjöllun eigi sér stað. Það sem eftir stendur fyrst og fremst í mínum huga, að loknu þessu tíu daga fótboltafári með ungmennum Íslands, er tær gleði yfir því að við skulum eiga þessa glæsilegu krakka, sem stóðu sig með þvílíkum sóma á báðum þessum mótum. Hin góða frammistaða var heldur alls ekki bundin við knattspyrnuvellina sjálfa, því nánast undantekningalaust var þetta unga íþróttafólk og allir aðstandendur og áhorfendur sér og sínum og knatt- spyrnunni til hins mesta sóma. Lifi fótbolt- inn, án aukaefna HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.