Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 25 Í SMÁRA, húsakynnum Söng- skólans í Reykjavík við Veghúsa- stíg, fóru á miðvikudagskvöldið var fram aðrir tónleikar í þriggja tón- leika röð á vegum nýstofnaðrar Sumaróperu Reykjavíkur. Yfir- skrift dagskrárefnis var „Sumar- blíð sönglög og dúettar“ en flytj- enda „Óperustjörnur morgun- dagsins“. Atriðin voru alls 21 – íslenzk og erlend ljóðasönglög, arí- ur og dúettar – og skiptust sjö ung- ir söngvarar í sífellu á sviðsljósinu. Aðeins í einu tilviki fékk sami söngvari að syngja tvö lög í röð, og má sjálfsagt deila um kosti og galla slíks fyrirkomulags. Það hélt uppi stöðugri tilbreytingu fyrir hlust- endur, en veitti aftur á móti hinum einstöku söngvurum litla upphitun. Svo raðað sé niður eftir viðfangs- efnum hvers fyrir sig söng Bentína Sigrún Tryggvadóttir mezzosópran Dagný eftir Sigfús Haldórsson, Der Tod und das Mädchen (Schubert) með þónokkrum tilþrifum (þrátt fyrir fullgleið þýzk sérhljóð) og strax þar á eftir óð Parísar til Hel- enu, O del mio dolce ardor (Gluck) af markverðu öryggi og hlýju. Jó- hannes Haukur Jóhannesson bassabarýton tefldi fram íbygginni gamansemi í örstuttu lagi Atla Heimis Sveinssonar, Eignir karls, og skar upp heitar undirtektir fyrir líflega sviðsræna útgeislun í It ain’t necessarily so úr Porgy og Bess (Gershwin; þó dró úr rúllandi sveiflu lagsins hvað forslög píanó- sins voru snögg). Hann lauk tón- leikunum ásamt Aðalsteini tenór með „íslenzka perlukafaradúettn- um“ Sólsetursljóð eftir Bjarna Þor- steinsson (Nú vagga sér bárur) og tókst báðum vel upp þrátt fyrir ör- lítinn vott af hráleika. Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzosópran söng úr sjö laga bálki Páls Ísólfssonar við Ljóðaljóðin Heyr það er unnusti minn, með Sólveigu sópran Plach ob umers- hem mladence og Zabotlivyje mama i tjotja úr Gyðingasöngvum Sjostakovitsjar frá 1948 – efalítið hápunktar tónleikanna hvað tón- sköpun varðar og sennilega einnig flutning – og söng ein síðasta lagið úr þeim flokki, Kolybel’naja. Gat þar að heyra bæði fágaða rödd, fjölbreytta beitingu og óvenju- næma textatúlkun sem undirrituð- um þótti ósjálfrátt synd að þurfa senn að varpa fyrir skilvindu óp- erusviðanna. Sólveig Samúelsdóttir sópran opinberaði einnig mjög fal- legt hljóðfæri sem angaði fersku fimmtónaferli í Japönsku ljóði Karls O. Runólfssonar. Sólveig sýndi ágætt legató-úthald í bráð- fallegum söng Mignon, Nét, tolko tot, kto znal eftir Tsjækovskíj og innlifaðan samsöng með Nathalíu í Sjostakovistjsdúettunum tveimur. Að lokum leiddi hún „stelpurnar“ í Alabamasöng Weills úr Mahagonny með hressilegum gullaldar-Broad- waytilþrifum, að vísu nokkuð höml- uðum af slitróttum píanóundirleik. Það var tímanna tákn hversu fáir karlsöngvar voru á dagskrá, aðeins tveir á móti fimm konum. Eini ten- órinn í hópnum var Aðalsteinn Jón Bergdal, sem var svolítið tauga- trekktur í vöggu- og bátssöng Fau- rés, Les berceaux, en náði sér á strik í stuttu lagi Jórunnar Viðar, Sönglað á göngu, enda röddin efni- leg og textaframburður umfram meðallag. Spillti það né heldur fyrir í lokadúettinum með Jóhannesi. Æskuforsetinn, hin kornunga Dóra Steinunn Ármannsdóttir er söng titilhlutverkið í Stúlkunni í vitanum e. Þorkel Sigurbjörnsson árið 2000, söng Der Nußbaum eftir Schu- mann; sennilega við of hægt tempó, enda virtist votta fyrir ónotakennd í löngum hendingum lagsins, e.t.v. vegna ókunnugleika píanistans. Undirleikurinn streymdi hins vegar mun mýkra áfram í hinu jafnhæga Mamma ætlar að sofna (Jórunn Viðar) og tókst söngkonunni þar víða vel upp, þó að gaman hefði verið að heyra hana í líflegra lagi til samanburðar. Þar áður söng Dóra neðri rödd í Blómadúettnum úr Lakmé Delibesar á móti Hjör- dísi Elínu Lárusdóttur og voru báðar tandurhreinar þótt maður saknaði aðeins meira flæðis, auk þess sem söngur beggja verkaði stundum frekar lokaður. Hjördís Elín var hikstalaust „sú- brettan“ í hópnum – skærbjartur sópran með mikla hæð en samt furðugóða fyllingu á sterkustu nót- unum. Blærinn af heiðskírum anglí- könskum drengjasópran átti mæta- vel við Ganymed (Schumann), skósvein Seifs, og fór Hjördís einn- ig með Gestaboð um nótt (Jórunn Viðar) af auðsærri og laufléttri sönggleði. Hinn sérstaki gestur, Valgerður Guðnadóttir, söng aríu fyrir Belindu og kór úr Dídó og Eneasi Purcells sem Sumaróperan mun færa upp n.k. ágúst. Valgerð- ur virtist svolítið andstutt í túlkun sinni á vinu Karþagódrottningar, sjálfsagt fyrir einhverja kverka- slæmsku, en fór samt vel með flest, dyggilega studd af kórnum í lokin. Um allan píanóundirleik sá hin unga Steinunn Haraldsdóttir, er stefnir á framhaldsnám á næsta ári. Leikurinn var oftast vel sam- hæfður söngnum en virtist þó stundum gefa vísbendingu um helzti stuttan æfingartíma, ef marka má hvað sum lög voru óþarf- lega hæg, mótunin tilþrifalítil og flæðið í stirðara lagi, einkum í Schumann, Gluck, Delibes, Gersh- win og Weill. Óperustjörnur morgundagsins TÓNLIST Smári Íslenzk og erlend sönglög, aríur og dúett- ar. Dóra Steinunn Árnadóttir, Hjördís Elín Lárusdóttir & Sólveig Samúelsdóttir (S), Bentína Sigrún Tryggvadóttir & Nathalía Druzin Halldórsdóttir (MS); Aðalsteinn Jón Bergdal (T) og Jóhannes Haukur Jó- hannesson (B-bar.). Píanóundirleikur: Steinunn Halldórsdóttir. Gestur: Val- gerður Guðnadóttir sópran. Miðvikudag- inn 10. júlí kl. 20. SÖNGTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Í CAFÉ Kult- ure, Alþjóða- húsinu, stend- ur um þessar mundir yfir sýning á veg- um spænsku listakonunnar Marijo Mu- rillo. Marijo fæddist 1967 í Madríd og hefur stundað list sína frá unga aldri. Hún hefur verið búsett á Íslandi undanfar- ið en í þeim verkum sem hún hefur unnið hér einbeitir hún sér sérstaklega að þeim áhrif- um sem dags- og næturbirta valda í verkum hennar, að því er segir í tilkynningu. Marijo hefur sýnt víða um Evrópu, en hún nam list sína við Circulo de Bellas Artes í Madrid og Listaháskóla Madr- ídarborgar. Áður hefur Marijo sýnt í Galleríi Reykjavík. Málverk Marijo Marijo Murillo HALDIÐ verður námskeið í gospel-tónlist og -stíl, kórsöng, kórstjórn og undirleik í Seyðis- fjarðarkirkju dagana 22. til 24. júlí næstkomandi. Námskeiðið er haldið í tengslum við gospeltónleika sem haldnir verða á sama stað þann 24. Flytjendur á tónleikunum verða Patricia Randolph og Edward Cohee frá Bandaríkj- unum, en auk þeirra munu þát- takendur á námskeiðinu syngja með. Pat Randolph hefur, að því er segir í tilkynningu, sungið í kirkjunni alla sína ævi, á söng- skemmtunum, í óperettum og á tónleikum. Gospel hefur verið ríkur þáttur í lífi hennar en hún er náttúrufræðingur að mennt og starfar við rannsóknadeild Náttúrufræðiverkstofu ríkisins í Dover. Eddi Cohee ólst upp í Dover þar sem hann lærði snemma að leika á píano. Þegar hann var rúmlega 15 ára varð hann org- anisti og kórstjóri við Whatcoat United Methodist Church í Do- ver og stjórnaði Gospelkór. Hann stundaði nám og fram- haldsnám í tónlist. Í dag starfar hann sem tónlistarkennari við tvo skóla í Dover, og er organisti við kirkjuna í Milford. Gospelnámskeiðið verður klukkan 19.30 til 22 mánudag, 13 til 22 þriðjudag, og miðviku- dag frá 13 til 16, en kennsla fer fram á ensku. Léttar drykkjarveitingar eru innifaldar, en að öðru leyti þurfa þáttakendur að gera eigin ráð- stafanir um fæði og gistingu. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið fást hjá Muff Worden, aðgangur að tónleikunum sjálf- um kostar 1.000 kr en frítt er fyrir yngri en 16 ára. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Gospel- námskeið og tón- leikar LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkur hefur gefið út fjórða ritið í fyrirlestraröð safnsins til minn- ingar um Magnús Ólafsson ljós- myndara. Höfundur þessa rits er Einar Falur Ingólfsson, ljós- myndari, en ritið ber heitið Dagbók í myndum. Í bókinni fjallar Einar Falur um sýn sína á ljósmyndun og hvernig hann leitast við að fanga og túlka samtímann með eigin myndum. Bókin er prýdd fjölda mynda frá tímabilinu 1989 til 2001. Bókin er 40 blaðsíður og með texta bæði á íslensku og ensku, en bókin er seld hjá Ljósmyndasafninu. Í ritröðinni hafa áður komið út Stefnur í bandarískri ljósmyndun 1890–1945 eftir Naomi Rosenblum, Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur og Stutt ágrip af kóreskri ljósmyndasögu eftir Bohn- chang Koo. Edda – miðlun og útgáfa hefur gefið út á snældu og geisladiski bókina Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson í flutningi Hjalta Rögn- valdssonar. Með hverri sögu flytur höfundur inn- gang, en sögunum er skipt upp eftir landsfjórðungum og hefur að geyma úrval þjóðsagna frá hverjum lands- hluta. Ljósmyndun SÝNINGIN Three Walls – með sömu listakonunum og nú sýna í i8 – var sett upp í Galerie Michael Zink í München seint í maí. Hún skarast því við sýningu þeirra hér. Þótt hugmyndin sé hin sama er út- koman harla ólík, enda eru salirnir afar frábrugðnir. Segja má að listamennirnir þrír, þær Beate Terfloth, Ragna Róbertsdóttir og Sabine Funke, glími við veggverk, hver á sinn sérstaka hátt. Fyrir þá síðastnefndu skiptir lit- urinn öllu máli; svo mjög að hún málar beint á vegginn. Fyrir vikið verða verk Funke ekki aðeins mál- verk heldur einnig umhverfisverk. Frammi fyrir þeim rifjast upp fyr- ir manni sú óralanga hefð sem rekja má allt aftur til grísk-róm- verskrar fresku-listar – einkum hins svokallaða fyrsta stíls frá Pompeii – með viðkomu í tilraun- um de Stijl-manna á þriðja tug aldarinnar sem leið og expressjón- ískri abstraktlist Barnett Newm- an. Af því má sjá að veggmálverk Funke höfða hvort tveggja til kröfu okkar um skipulegt sam- ræmi í nánum tengslum við tilbúið umhverfi og hreinna tilfinninga okkar fyrir litum sem skynrænum hrifvökum. Þannig spilar hún á mótsagnakennda skyngáfu okkar og laðar jafnt fram tilfinningaleg sem skynsamleg viðbrögð áhorf- enda við því sem fyrir augu ber. Beate Terfloth er mun einfaldari og nærfærnari í notkun sinni á miðli sínum, blýantsteikningunni. Vissulega er virkni blýantsins allt önnur en litarins. Í staðinn fyrir að umvefja áhorfandann með áhrifamætti sínum, líkt og yfir- þyrmandi liturinn gerir, leitar ein- föld lína dregin með blýanti eftir athygli okkar. Við þurfum að hafa fyrir því að skynja gildi hennar. Það má því til sanns vegar færa að Terfloth sé fullkomin andstæða Funke. Samsett lína hennar lætur svo lítið yfir sér að það þarf þó nokk- urn tíma til að sjá hvernig hún virkjar vegginn; einna líkast fín- legri sprungu. Svo virðist sem Terfloth viti manna síst hvar, eða hvernig, lína hennar endar. Þannig kemst hún ef til vill næst því að spila verk sitt af fingrum fram eins og hljóðfæraleikari. Ragna Róbertsdóttir er efnis- mest þeirra þriggja, þó ekki væri nema fyrir það að hún notar áþreifanlegan miðil við gerð vegg- verka sinna. Þó er varla hægt að tala um efnismikil verk, síst þegar glerið sem hún límir á vegginn er perlulaga eins og litlir vatnsdrop- ar. Enn frekar en hvass glermuln- ingurinn sem hún hefur hingað til notað í þessi sér- kennilega gagn- sæju, og þó endur- speglandi verk sín, virka perlurnar óefniskenndar, eða réttara sagt upp- hafnar sem efnivið- ur. Ef til vill hefur okkur yfirsést hve Ragna, á sinn hátt, vinnur í nánum tengslum við húsa- gerð og sérkenni hennar. Ólíkt Funke, sem óbeint vitnar til tilrauna Gerrit Rietveld og Vilmos Huszar, tek- ur Ragna þjóðlegan kúrs með tilvísun til mulningsveggja þeirra Guðmundar frá Miðdal og Guð- jóns Samúelssonar. Fram að þessu höf- um við verið svo bundin af vitneskj- unni um hvernig hún vinnur með vikursand frá hin- um ýmsu eldstöðv- um að við höfum gleymt hinni menningarlegu skír- skotun sem felst í aðferð hennar. Samvinna og árangur þeirra Guðmundar og Guðjóns telst enn til óvenjulegustu tilrauna á sviði íslenskra byggingarannsókna til að virkja náttúrulegan, innlendan efnivið til hagkvæmrar og tákn- rænnar lausnar fyrir menningar- legt umhverfi okkar. Segja má að svipað gildi um límfleti Rögnu, sem hún þekur með salla úr vikri og gleri. Stærstur munurinn er ef til vill fólginn í orðunum utanhúss og innanhúss. Af ofansögðu má ráða að Three walls þeirra Rögnu, Terfloth og Funke er toppsýning sem vert er að skoða nánar. Þrír veggir MYNDLIST Gallerí i8, Klapparstíg 33 Blönduð tækni. Til 17. ágúst. Opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 13–17. SABINE FUNKE, RAGNA RÓBERTSDÓTTIR OG BEATE TERFLOTH Morgunblaðið/Golli Framlag Sabine Funke á Three walls. Halldór Björn Runólfsson MAGNEA Þ. Ingvarsdóttir valdi nokkuð óvenjulegan vettvang fyrir útskriftarverk sitt úr myndlistar- deild Listaháskóla Íslands. Verkið, sem er hljóðverk, má nálgast sím- leiðis. Verkið „Hljóðverk í síma“ tekur, að því er segir í tilkynningu, á for- vitni mannsins. Magneu er einnig hugleikið hvernig hljóð og rými vinna saman, en með því að setja hljóðið í síma er áheyrandanum kleift að njóta sýningarinnar með næsta litlum fyrirvara, sama hvar hann er í heiminum staddur. Verkið mun heyrast fram eftir sumri en hægt er að hlýða á í síma 535 9909. Hlýtt á hljóðverk í síma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.