Morgunblaðið - 14.07.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.07.2002, Qupperneq 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORSKI orgelleikarinn Halgeir Schiager heldur tónleika í röðinni Sumarkvöld við org- elið í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Á efnis- skrá er m.a. tónlist eftir Petr Eben, Leif Sol- berg, Kjell Mørk Karlsen og Gustav Adolph Merkel. Morgunblaðið/Arnaldur Norskir orgeltónar ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar standa nú sem hæst. Næst- komandi þriðjudag kl. 20.30 munu þau Berg- lind María Tómasdóttir flautuleikari og Kristinn H. Árnason gítarleikari flytja verk eftir Toru Takemitsu, Ravi Shankar, Astor Piazzolla, Béla Bartók og frumflutt verður verk eftir Huga Guðmundsson. Berglind María Tómasdóttir lauk kennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1998. Hún stundaði nám við Tón- listarháskólann í Kaupmannahöfn og Tónlist- arháskólann í París á árunum 1998 til 2001. Berglind hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis sem erlendis. Hún hefur lagt ríka áherslu á flutning nýrrar tónlistar en 2001 var Berglind valin úr hópi fjölda umsækjenda til þátttöku á námskeiði hjá hinum virta tón- listarhópi Ensemble Intercontemporain sem fram fór í París. Berglind starfar nú sem tón- listarmaður í Reykjavík auk þess að kenna við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Kristinn H. Árnason lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins 1983. Kristinn lauk B.M. gráðu frá Manhattan School of Music. Kristinn hefur haldið fjölda tónleika, meðal annars í Wigmore Hall í London og kammer- sal Concertgebouw í Amsterdam. Hann var tilnefndur til menningaverðlauna Dagblaðs- ins 1995. Diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki klassískra hljómdiska 1997. Frumflytja verk eftir Huga Guð- mundsson Morgunblaðið/Jim Smart Berglind María Tómasdóttir og Kristinn H. Árnason. Myndhöfundasjóður Ís-lands – Myndstef, héltaðalfund sinn á dög-unum. Málefni sjóðsins og höfundaréttarmál myndlist- armanna hafa verið talsvert í deigl- unni að undanförnu. Í fyrra tóku samtökin yfir verkefni Myndlist- arsjóðs Íslands, það er, innheimtu fylgiréttargjalda, sem eru 10% gjald sem leggst ofan á allar endursölur listaverka í atvinnu- skyni, en Myndlist- arsjóður Íslands var jafnframt lagður niður. Knútur Bruun hrl. er formaður Myndstefs. „Þau mál sem heitast brenna á samtökunum í dag eru í fyrsta lagi þessi yfirtaka á verk- efnum Myndlistarsjóðs Íslands. Innheimta gjaldanna hefur verið mjög erfið, og það stafar fyrst og fremst af því að þeir aðilar sem fást við endursölu hafa ekki sent okkur skilagreinar, eða gert skil á inn- heimtugjaldinu nema í hálfgerðu skötulíki. Við hér hjá Myndstefi lít- um svo á að þar sé fyrst og fremst um að kenna óráðvendni þeirra sem hafa fengist við listaverkasölu hér á landi um árabil. Við vitum öll um hörmungarmálin kringum Gallerí Borg, og þar var nákvæmlega þetta uppi á teningnum. Ef að þær skila- greinar sem þeir sendu inn væru réttar, hefði þetta fyrirtæki ekki einu sinni átt fyrir sykri og rjóma í kaffið fyrir starfsmennina. Salan sem upp var gefin var smáræði. Svona hefur þetta því miður gengið áfram. Sumir segjast ekki vilja skila þessu gjaldi meðan aðrir komist upp með að gera það ekki. Það eru auð- vitað engin rök, því það leyfist eng- um að fremja glæpi þótt aðrir geri það. Lögregla sinnir ekki kærum Með nýlegum breytingum á höf- undarlögum er það orðið refsivert að skila ekki inn skilagreinum um sölu myndverka. Niðurstaða Mynd- stefs hefur orðið sú, að við erum nú búin að kæra fjóra söluaðila til rík- islögreglustjóraembættisins og höf- um farið fram á rannsókn á bókhaldi þeirra fyrirtækja sem um ræðir. En því miður, þótt kærurnar hafi nú legið hjá embættinu um nokkurra mánaða skeið, þá hefur þeim ekki verið sinnt, þrátt fyrir það að við höfum ítrekað beðið dómsmálaráðu- neytið að reka á eftir afgreiðslu þessara kærumála. Okkur er það ljóst að embætti ríkislög- reglustjóra og dóms- málaráðuneytið hafa í mörgu að snúast, en okkur finnst samt að þetta mál beri að setja í forgang. Þarna er heil stétt manna að missa tekjur sínar vegna óráðvendni og refsiverðra brota þessara aðila. Það ætti kannski að segja meintra brota, en við teljum býsna augljóst að hér sé verið að fremja brot á ákvæð- um höfundalaga og eins laga um um verslunaratvinnu.“ Knútur segir að innheimta höf- undaréttargjalda sé stórt mál í starfsemi Myndstefs. Hann nefnir sem dæmi að sala gallerís á mynd- um eftir listamenn á borð við Kjar- val og Jón Stefánsson geti numið mörg hundruð þúsundum króna, og þess vegna einni til tveimur millj- ónum. Seljist mynd fyrir tvær millj- ónir, eigi handhafar höfundaréttar, sem í þessum tilfellum séu erfingjar, rétt á tvö hundruð þúsund króna greiðslu sem söluaðilanum ber að innheimta af kaupanda mynd- arinnar og standa skil á. Styrkveitingar til myndlistarmanna Myndstef hefur nýverið fengið að- setur í Hafnarstræti 16, þar sem SÍM, Samband íslenskra myndlist- armanna, er einnig til húsa. Borg- aryfirvöld létu þessum samtökum myndlistarmanna húsnæðið í té. „Nýja húsnæðið hefur gjörbreytt allri starfsemi Myndstefs, og hún er nú öflugri en hún hefur nokkurn tíma verið. Myndstef er nú orðið tólf ára gamalt og það hefur farið langur tími í að byggja þetta upp, koma á laga- og reglugerðarbreytingum og efla starfsemina bæði innávið og útávið. Nú er þessi vinna loks farin að bera árangur og samtökin eru farin að fá til sín mun meiri fjár- muni en nokkru sinni áður vegna innheimtu á höfundaréttargjöldum.“ Innheimta á gjöldunum er með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða einkainnheimtu, þegar inn- heimt eru höfundaréttargjöld fyrir notkun á ákveðnu verki eins lista- manns til ákveðins verkefnis. Höf- undaréttargjaldið kemur inn til Myndstefs; höfundurinn fær 80%, en Myndstef 20% fyrir umsýsluna. Hins vegar er um að ræða það sem kölluð er „kollektív“ innheimta, þar sem er veruleg eða mikil notkun á myndefni sem höfundaréttur hvílir á. Dæmi um þetta er ljósritun í skól- um á alls konar vernduðu efni. Fyrir þá notkun innheimta samtökin Fjöl- ís fyrir hönd bæði Myndstefs og fleiri höfundaréttarsamtaka, en Myndstef er aðili að Fjölís. „Í gegnum Fjölís erum við loksins núna að fá það sem við teljum rétt- mætan hlut myndhöfunda, sem þýð- ir, að við fáum mun meiri fjármuni til Myndstefs en áður. Í framhaldi af því er búið að ákveða að úthluta styrkjum til myndlistarmanna, ann- ars vegar verkefnastyrkjum, en hins vegar ferða- og menntunar- styrkjum. Það verður auglýst eftir umsóknum innan fárra daga, og það verða sjö og hálf milljón til úthlut- unar nú. Þetta er gríðarmikill áfangi fyrir samtökin og langþráðu mark- miði náð.“ Takmarkanir á höfundarétti og myndbirtingar fjölmiðla Auk þeirra mála sem hér hefur verið getið um rekur Myndstef mik- inn fjölda alls konar mála fyrir um- bjóðendur sína þar sem verið er að misfara með höfundarétt. Ætíð er reynt að leita eftir samkomulagi um lausn þessara mála en stöku sinnum þurfa samtökin að leita til dómstóla. Þó höfundaréttargæsla sé fyrst og fremst fólgin í að líta eftir hags- munum höfundanna, vernda eignar- rétt þeirra, þarf líka að taka tillit til þeirra sem nota og dreifa vernd- uðum verkum og þess að almenn- ingur eigi greiðan aðgang að verk- unum. En hvað um undanþágu- reglur í höfundarétti; er í einhverj- um tilfellum heimilt að nota vernduð verk án leyfis og þóknunar? „Í II. Kafla höfundarlaga eru helstu reglur um takmarkanir á höf- undarétti. Þetta eru undanatekning- arreglur og ber að skýra þær þröngt. Þær eru helstar þessar. Heimilt er að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu. Hóflegar tilvitnanir í birt verk eru einnig heimilar án leyfis og end- urgjalds og tekur það til birtingar á einni mynd eftir sama höfund. Þriðja undanþágureglan er sú sem skiptir mestu máli fyrir fjöl- miðla og fjallar um birtingu mynd- verka í tengslum við frásagnir af dægurviðburðum. Slík birting er heimil án leyfis frá höfundi og án endurgjalds. Í vor var birt mynd af íslensku myndverki, Pilti og stúlku eftir Ás- mund Sveinsson, á forsíðu Brúð- kaupsblaðs Morgunblaðsins. Lista- verkið sjálft er staðsett á opinberum vettvangi. Talið var rétt að inn- heimta gjald vegna þessarar mynd- birtingar en að athuguðu máli var fallið frá því vegna undanþáguheim- ildar í II. kafla höfundalaga. En aðalreglan er auðvitað sú að þegar vernduð myndverk eru birt þarf að fá leyfi til þess og greiða fyr- ir birtinguna. Þau sjónarmið að fjöl- miðlar hætti eða dragi að minnsta kosti verulega úr myndbirtingum ef þeir þurfi að borga, hafa að mínu mati ekki við rök að styðjast. Hins vegar þarf að gæta fyllstu sanngirni í samningum um þessi mál. Undan því verður ekki vikist að notkun alls konar mynda í fjölmiðlum og í margmiðlun nútímans eykst hröðum skrefum. Myndhöfundaréttur er ekki síður mikilvægur í nútímaþjóð- félagi en höfundaréttur annarra höf- unda og allt er það í takt við hina öru tækniþróun á þessu sviði.“ Myndhöfundasjóður Íslands, Myndstef, innheimtir höfundaréttargjöld myndlistarmanna Starfsemin öfl- ugri en nokkru sinni fyrr Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes S. Kjarval: Sumarnótt á Þingvöllum frá 1931. Seljist mynd eftir Kjarval eiga handhafar höfundar- réttar rétt á greiðslu sem söluaðilanum ber að innheimta af kaupanda myndarinnar og standa skil á. Knútur Bruun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.