Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 35 tiltæki, sem við heyrðum enga aðra segja. Og hún var alltaf í góðu skapi. Hún átti sextán barnabörn og þrettán langömmubörn og hún lét okkur öll finna að hvert og eitt okkar væri alveg sérstakt. Hún vissi hvað börnum og unglingum þótti varið í. Hvort sem það var hvað var í tísku, skemmtilegar myndir í sjónvarpinu, hverjir ein- hverjir handbolta- eða fótboltaleik- menn voru, eða hvernig ís væri bestur. Þegar amma kom til okkar til Noregs var alltaf hátíð. Hún kom með Cocoa Puffs, lakkrís og ömmu- kúlur og sagði okkur fréttir af öll- um í þessari stóru fjölskyldu okkar á Íslandi. Þegar hún kom til okkar á sumrin fórum við á sjó, í bátnum okkar eða með farmor og farfar. Hún var líka amma í norsku fjöl- skyldunni. Við veiddum makríl, grilluðum og vorum bara saman. Ömmu þótti gaman að veiða og þegar var öldugangur og henni fannst nóg komið, gleymdi hún sér alveg þegar veiðiskapurinn hófst. Það var alveg sérstakt að koma til ömmu í Hrafnagilsstæti, eða Hrafnó. Það var alltaf svo fínt hjá henni. Hún átti svo fallega hluti og fór vel með þá. Hún vissi nákvæm- lega hvað okkur þótti gott. Hún fór út í búð á morgnana og keypti í morgunmatinn: Skyr, flatbrauð og hangikjöt, kleinur, soðið brauð. Það var svo gaman að ferðast með ömmu. Hvort sem var lengri ferða- lög, eða við fórum í smá bíltúra. Það var hægt að spyrja hana um svo margt. Hún vissi allt og mundi allt. Og hún vildi sitja með okkur í aftursætinu, sagði að hún færi ekki fet með nema hún sæti aftur í. Og þar sátum við þrjú saman. Sung- um, hún sagði okkur frá lífinu í gamla daga, sveitum og bæjum og við meira að segja spiluðum manna og marías. Það er svo ótrúlegt að amma sé bara allt í einu dáin. En við eigum glænýjar minningar: Við horfðum á úrslitaleikinn í heimsmeistara- keppninni í fótbolta saman, í síð- ustu viku vorum við á Greifanum að borða pitsu, fórum út í Vín að borða ís á eftir, keyrðum Eyja- fjarðarhringinn, fórum í Laxár- virkjun á listaverkasýningu, þar sem hún sagði okkur að afi hefði unnið við gangagerð virkjunarinn- ar. Og það besta af öllu: við vorum saman, með henni og hvert öðru al- veg fram á síðasta dag. Elsku amma. Við þökkum þér fyrir samveruna. Hanna og Ari. Kær systir mín kvaddi hljótt í faðmi fjölskyldu sinnar á ferðalagi um æskuslóðir sínar. Á þessum sorgarstundum leita á huga minn bernskuminningar og myndir æskuáranna. Það var vorið 1940 að foreldrar okkar fluttu búferlum frá Vest- mannaeyjum að Borgarholti í Bisk- upstungum. Borgarholt var landrík jörð með litlum túnum en miklu út- engi. Borgarholt var þá mjög af- skekkt með erfiðum samgöngum, allur flutningur var ferjaður yfir Tungufljót við Krók. Lítill var auð- ur annar í farteski foreldra okkar en við fjórar litlar telpur. En bjart- sýni var ríkjandi og vilji til mikillar vinnu og góðs uppeldis. Að búa í svo mikilli einangrun er lærdóms- ríkt. Við, þessi sex manna fjölskylda, urðum mjög náin, við stóðum þétt saman og áttum einstakt heimilis- líf, þar sem allur andans gróður fékk að dafna. Mikið var lesið og sungið. Við lærðum kvæði og sálma. Faðir okkar átti orgel sem hann spilaði á og raddsetti okkur í kórraddir en sjálfur söng hann bassann. En mamma söng við skil- vinduna „Ber þú mig þrá“, hún var hrifnari af léttri og fjörugri músík og kenndi okkur að dansa gömlu dansana og lansé. Við þessar að- stæður ólumst við upp og skemmt- um okkur sjálf og hvert öðru. Þótt vinnan væri oft mikil var frítíminn vel nýttur. Árveig sem alltaf var kölluð Adda var okkar elst, hún var fyr- irmynd okkar litlu stelpnanna. Ég var ákaflega stolt af þessari fallegu, duglegu systur minni sem var mikið náttúrubarn í sér og man hana best í hvíta samfest- ingnum er hún vakti um vornætur til að hjálpa litlum lömbum í heim- inn, velti sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt, svaf í tjaldi á túninu. Oft á kvöldin var lagt á Brúnku og hleypt út í víðáttuna, því hún var mikil hestamanneskja og naut slíkra ferða. Hún átti margan góðan hestinn í gegnum árin þótt mér sé minnisstæðust Brúnka. Adda var mjög dugleg og mikil hjálparhella við búskapinn. Hún var mikilhæf við matargerð og bakstur og tileinkaði sér snemma heilsusamlegt mataræði og sérræktaði arfa sem hún notaði í salöt, einnig saman við skyr og plokkfisk. Það voru ekki margir á þeim árum sem það gerðu. Hennar fyrsta launaða starf var er hún réð sig í forföllum sem ráðs- kona að Skálholti til Jörundar Brynjólfssonar alþingismanns sem þar bjó. Það var mikil reynsla fyrir svo kornunga stúlku að annast það starf en henni tókst það með ágæt- um. Oft minntist hún á stóru pott- ana í Skálholti. Svo var það um áramótin 1946– 1947 að hún tók að sér að sjá um heimilið á Stóra-Fljóti í Reykholts- hverfi í veikindum húsmóðurinnar. Vera hennar þar varð örlagarík því þarna hófst hin dæmigerða ástar- saga er hún hitti tilvonandi eig- inmann sinn Jón Óla Þorláksson, Eyfirðing búsettan á Siglufirði. Hann var við störf í Gróðrarstöð- inni Víðigerði. Þau kynntust aðeins mánaðartíma, þá hélt hann til Bandaríkjanna í síðasta áfanga flugnáms. Í eitt ár skrifuðust þau á og hafa vafalaust kynnst vel í gegnum bréfaskriftirnar, því mörg voru béf- in, mig minnir vikulega. Þegar Jón kom aftur til landsins voru settir upp hringar og þau fóru að búa, fyrst á Siglufirði, síðan í Reykjavík. Enga vinnu var að hafa hér á Íslandi við flug þegar heim kom og fór þá Jón að starfa við það sem bauðst en atvinnuleysi var ríkjandi og erfitt að fá góð störf. Það var svo 1950 að Adda og Jón taka við búi í Borgarholti er for- eldrar okkar fluttu til Reykjavíkur og þar bjuggu þau svo til 1961 að þau fluttu norður í Eyjafjörð þar sem þau bjuggu í tvö ár. Síðan keyptu þau Hrafnagilsstræti 21 á Akureyri þar sem hún hefur búið síðan, en Jón lést 1982, aðeins 57 ára gamall. Þau eignuðust fimm börn. Hún systir mín var mikil fjöl- skyldumanneskja og vildi hag barna sinna sem bestan. Hún hvatti þau og studdi til mennta, sjálf settist hún í öldungadeild Menntaskólans á Akureyri og undi sér þar vel í íslenskum bókmennt- um og sögu. Hún hafði góða eðlis- greind, var vel hagmælt og hennar áhugamál var lestur góðra bóka þar sem ljóðabækur voru í öndvegi. Hún var alla tíð hin dæmigerða húsmóðir sem hafði hvern hlut á sínum stað, hún var nægjusöm og sjálfstæð. Afkomendur hennar voru henni kærir og reyndi hún að vera við hátíðisdaga hjá þeim sem oft var erfitt þar sem afkomendafjöld- inn er dreifður. Fyrir fáum vikum auðnaðist okk- ur hjónunum sú ánægja að hún dvaldi hjá okkur smátíma. Þar átt- um við saman ánægjustundir sem nú eru kveðjustundir. Þá hittumst við systurnar þrjár í síðasta sinn og nutum samverunnar vel enda mikið talað um bernskuárin. Við systur vorum alltaf mjög samrýndar og syrgðum Laugu yngstu systur okkar sem andaðist fyrir fjórum árum. Nú eru þær tvær farnar, sú yngsta og elsta. Hún Adda systir mín sagði fyrir fáum dögum að hún yrði að fara að taka ákvörðun um hvað hún gerði í haust. Hvort hún flytti suður eða keypti sér minna húsnæði á Ak- ureyri, ein gæti hún ekki verið í vetur. Nú hefur ákvörðunin verið tekin, hún er flutt. Það skeði snöggt og er sárt fyrir syrgjendur. Kallið kom handan við staðinn þar sem ástarsagan hófst. Kæru systurbörn, þið áttuð góða og sanna móður. Ég kveð systur mína með söknuði. Hrafnhildur Kristinsdóttir.                                                          !" #$ !"   ! %&  #$ '  #  #$ " (  ) !  '* +$  ! $ * #$    #$ +*  +$ ! ',!   ',                                       !   "#  !   #  !  $   !  %   &     & & #'()*                               !"#      !"$              ! "  # $ %&           # $       '     ( & & &)                                   !" #      $"  ! "# $%&   '" "#  $ &   '" (  !  '"   '" (  $%&   '" "# %  "# & "  )#(   * "# +$  '(  , +-&.  ( * Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22 EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað get- ur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist inn- an hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.