Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG vil ekki að heimili mittverði múrað inni og troðiðverði upp í alla glugga. Égvil að menningarstraumarallra landa fái að leika þar um eins frjálslega og hugsast getur. En ég tek ekki í mál að nokkur þeirra svipti undan mér fótunum.“ Með þessari tilvitnun í Mahatma Gandhi lýkur BA-ritgerð Erlu S. Sigurðardóttur og Kamillu Ingi- bergsdóttur til lokaprófs í mann- fræði við Háskóla Íslands árið 2002. Ritgerðin ber heitið „Fjölmenning og fjölmenningarleg kennsla í ljósi hnattvæðingar“ og í niðurstöðunum kemur fram að í fjölmenningarlegu samfélagi nútímans sé öllum nauð- synlegt að tileinka sér hugmynda- fræði indversku frelsishetjunnar. Nýsköpunarverkefni upphafið Stöllurnar kíma lítið eitt þegar þær eru beðnar um að segja frá að- draganda ritgerðarinnar. „Upphafið að upphafinu var að okkur langaði til að vinna að nýsköpunarverkefni í tengslum við fjölmenningarlegt samfélag síðasta sumar. Við ákváðum að byrja á því að spyrja Guðrúnu Pétursdóttur, verkefnis- stjóra hjá Alþjóðahúsinu, hvar eðli- legast væri að bera niður. Hún sagði að oft bærust fyrirspurnir til Al- þjóðahúss um fræðsluefni í fjöl- menningarkennslu fyrir leikskóla. Enda þótt talsvert væri til af slíku fræðsluefni væri ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir starfsmenn leik- skólanna hefðu tök á því að kynna sér slíkt fræðsluefni á erlendum tungumálum,“ segir Erla og tekur fram að þeim Kamillu hafi strax lit- ist vel á að vinna að gerð íslensks fræðsluefnis fyrir leikskóla. „Með styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna og Reykjavíkurdeild Rauða krossins réðumst við í að gera gát- lista og hugmyndalista fyrir fjöl- menningarlega kennslu í leikskól- um.“ Þegar kom að því að velja BA- ritgerðarefni ákváðu Erla og Ka- milla að halda áfram að vinna á leik- skólastiginu. „Okkur langaði til að kanna stöðuna nánar,“ segir Kamilla og útskýrir að ritgerðin skiptist í grófum dráttum í tvennt, kenning- arlega umfjöllun og eigindlega rann- sókn á fjölmenningarlegri kennslu í leikskólum. „Eigindlega rannsóknin byggðist að mestu leyti á viðtölum við sex leikskólastýrur. Leikskól- arnir voru valdir með tilliti til þess að helmingur þeirra hefði unnið eitt- hvað með fjölmenningu og hinn helmingurinn ekki. Með sama hætti spáðum við aðeins í hlutfall barna af erlendum uppruna í leikskólanum. Annars er vert að taka fram áður en lengra er haldið að varasamt er að alhæfa nokkuð um niðurstöðurnar. Fyrst og fremst gefa þær til kynna ákveðnar vísbendingar um ástandið á sviði fjölmenningarlegrar kennslu í hverjum leikskóla fyrir sig.“ Skortur á hvatningu Leikskólar Reykjavíkur fylgja stefnu Reykjavíkurborgar um fjöl- menningarlegt samfélag. Í þeirri stefnu segir meðal annars: „Að reykvískt samfélag fái notið fjöl- breytni í mannlífi og menningu þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenni sam- skipti fólks af ólíkum uppruna.“ Einnig: „Allar stofnanir borgarinnar þurfa að laga sig að fjölmenning- arlegu samfélagi…“ og „[v]inna ber markvisst gegn fordómum innan stofnana borgarinnar og á vegum þeirra með aðferðum sem stuðla að gagnkvæmri aðlögun. Leggja þarf sérstaka áherslu á fyrirbyggjandi starf, fræðslu um fordóma og fjöl- menningarlega kennslu innan upp- eldisstofnana í þessu sambandi“ (Stefna Reykjavíkurborgar, 2001). „Engu að síður komumst við að því að leikskólarnir fá nær enga hvatningu að ofan í því skyni að upp- fylla þessa stefnu,“ segir Erla „Leikskólar Reykjavíkur hafa boðið upp á túlkaþjónustu vegna barna af erlendum uppruna. Gátlisti í tengslum við umhverfið á leikskól- anum er aðgengilegur. Að öðru leyti er fjölmenningarleg kennsla alfarið undir áhuga leikskólastjóranna í hverjum leikskóla komin. Leikskóla- stýrurnar sex skiptust gróflega í tvo hópa hvað áhuga á viðfangsefninu varðaði. Annars vegar höfðu sumar reynt að stuðla að því að gera um- hverfi leikskólans fjölmenningar- legra, t.d. með því að vera ekki bara með hvítar dúkkur og bækur um hvít og bláeyg börn. Okkur þótti áhugavert að þessi hópur tengdi fjölmenningarlegt umhverfi aðal- lega við aðlögun barna af erlendum uppruna og tvítyngi. Sjaldnast virt- ist vera fyrir hendi skilningur á því hversu mikilvægt væri að temja ís- lenskum börnum umburðarlyndi og virðingu gagnvart fólki frá ólíkum samfélögum algjörlega óháð því hvort börn af erlendum uppruna væru í leikskólanum. Hins vegar hafði ákveðinn hópur leikskólastýra í rannsókninni ekki velt því sérstak- lega fyrir sér að taka upp fjölmenn- ingarlega kennslu þó viðhorfið væri í sjálfu sér jákvætt eftir að við kom- um í heimsókn. Margir viðmælend- urnir báðu um að fá eintak af rit- gerðinni þegar hún yrði tilbúin.“ Ekki bara hátíðir Erla og Kamilla gerðu sér grein fyrir því að leikskólastýrurnar átt- uðu sig ekki allar á því hvað átt væri við með fjölmenningarlegri kennslu. „Fjölmenningarleg kennsla er fyrst og fremst kennsla í félagslegri færni; fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hvers kyns fordómum og trúar- hræsni. Eins og fram kom áðan beinist hún ekki aðeins að börnum af erlendum uppruna heldur öllum börnum,“ segir Erla og tekur fram að öllum menningarsamfélögum sé að sjálfsögðu gert jafnhátt undir höfði. „Markmiðið er að hefja ákveð- ið ferli breytinga í skólum sem síðan teygir sig út í samfélagið,“ segir hún. „Þetta markmið næst með því að rækta framkomu, venjur og hæfni barnanna svo að þau geti orð- ið ákveðnir umboðsmenn þessara breytinga í samfélaginu.“ Kamilla bætir við að fjölmenning- arleg kennsla dragi hið ókunnuga inn í kennsluna til að auka skilning barnanna á sinni eigin menningu og annarra. „Fjölmenningarleg kennsla leggur þó mun ríkari áherslu á hvað er sameiginlegt held- ur en ólíkt með samfélögum. Hug- myndafræðin gengur ekki bara út á að halda annað slagið hátíðir þar sem Grænlendingar eru sýndir á kajökum að veiða seli, svartir menn í strápilsum að dansa við trommu- undirleik o.s.frv. Með því að sýna slíkar myndir er aðeins verið að ýta undir staðalmyndir um fólk í öðrum samfélögum. Fjölmenningarleg kennsla er langtímaferli. Við erum að tala um að ákveðið viðhorf verði að vera undirliggjandi í allri fræðslu á leikskólanum, t.d. verður að vera Íslendingar lifa í nánu samneyti við fólk af ólíkum upp- runa bæði heima og að heiman. Sá veruleiki virðist þó ekki endurspeglast í umhverfi leikskólabarna eins og kemur fram í BA-ritgerð nýútskrifuðu mannfræðinganna Erlu S. Sigurðardóttur og Kamillu Ingibergsdóttur. Fjölmenningarleg kennsla undir leikskólastjórum komin Anna G. Ólafsdóttir ago@mbl.is Fræðimennirnir „Í RITGERÐINNI sýna Erla og Ka- milla fram á hversu margþætt ferli hnattvæðingin er. Hnattvæðingin hefur m.a. leitt til meiri þekkingar á menningu og lífstíl annarra en um leið verður fólk meira meðvitað um menningarlega sér- stöðu sína. Þetta hefur að vissu leyti gerst á Íslandi þar sem ýmsir hafa orðið uppteknari en áður af menningarlegri sérstöðu og sumir hafa jafnvel látið í ljós áhyggjur af því að glata menningarein- kennum,“ segir Unnur Dís Skaptadóttir, dósent í mannfræði og leiðbeinandi þeirra Erlu og Kamillu við ritgerðar- smíðina. Unnur Dís var spurð út í þýðingu eig- indlegu rannsóknarinnar á fjölmenning- arlegri kennslu í leikskólum. „Rannsókn- arverkefni þeirra Erlu og Kamillu sem Nýsköpunarsjóður Háskóla Íslands styrkti var smátt í sniðum og því verður að varast að draga af því of mikl- ar ályktanir. Í niðurstöðum þeirra má hins vegar koma auga á vísbendingar um ýmislegt sem þarf að skoða betur. Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós er að í hugum margra snýst fjölmenningarleg kennsla aðallega um börn af erlendum uppruna. Markmið fjölmenningar- legrar kennslu eru hins vegar að fræða börn óháð upp- runa með það að markmiði að draga úr fordómum og auka víðsýni.“ Hversu mikilvæg er fjölmenningarleg kennsla í leikskólum? „Fjölmenningarleg kennsla á öllum skólastigum er mikilvæg til að undirbúa einstaklinga undir það að lifa í fjölmenn- ingarlegu samfélagi og í hnattrænum heimi.“ Unnur Dís segir að áhugi íslenskra mannfræðinga á fjölmenningarlegu sam- félagi á Íslandi hafi verið að vakna. „Nokkrir MA-nemar eru að vinna að verkefnum sem tengjast þessu og ég hef nýlega farið af stað með rannsókn sem byggir á eigindlegum aðferðum og snýr að möguleikum fólks sem flutt hefur til Íslands á síðustu árum.“ Hún segir að Erla og Kamilla hafi unnið mjög sjálfstætt að ritgerðinni og verkefninu og hrósar þeim fyrir vinn- una. „Ritgerðin er vel gerð þar sem Erla og Kamilla tengja saman kenningar mannfræðinga og annarra félagsvísindamanna til að skapa mjög áhugaverða og gagnrýna umfjöllun um hnattvæðingu, menningu og „rasisma“. Með þessa umfjöllun að leiðarljósi skoða þær síðan fjölmenningarlega kennslu í leikskólum og setja hana þannig í stærra samhengi. Ritgerð þeirra er framlag til umræðunnar sem þarf að eiga sér stað í nútíma samfélagi um fjölmenningu, ekki aðeins í skólum held- ur á Íslandi almennt.“ Framlag til umræðu um fjölmenningu Unnur Dís Skaptadóttir NAFN: Erla Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 6. maí 1976. MAKI: Víglundur Helgason vélvirki. MENNTUN: BA-gráða í mannfræði frá Háskóla Íslands. NAFN: Kamilla Ingibergsdóttir, f. 22. apríl 1979. MENNTUN: BA-gráða í mann- fræði frá Háskóla Íslands með fjölmiðlafræði sem aukagrein. VIRK VÍSINDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.