Morgunblaðið - 14.07.2002, Side 42

Morgunblaðið - 14.07.2002, Side 42
42 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um skyldur stjórn- valda og lögreglu til þess að vernda erlenda þjóðhöfð- ingja og telja stjórnvöld að ör- yggishagsmunir hinna erlendu gesta vegi jafnan þyngra á metun- um en mannrétt- indahagsmunir eins og funda- og félagafrelsi og réttur almenn- ings til þess að láta í ljós skoðanir sínar með mót- mælum. Ég ætla ekki að fjölyrða um þennan ágreining en vil greina les- endum blaðsins frá reynslu minni af starfsháttum Lögreglunnar í Reykjavík og þeim hrokafullu sjón- armiðum sem þar ríkja gagnvart réttar- og öryggishagsmunum óbreyttra borgara. Á sínum tíma var ráðist á mig í Laugardalnum í Reykjavík og þurfti ég að leita til læknis vegna áverka eftir þessa líkamsárás. Tveir lög- reglumenn komu á staðinn. Síðar reyndist erfiðleikum bundið að kæra málið til lögreglu, þar sem lögreglan vildi alls ekki sinna þessu máli. Þrátt fyrir þetta skeytingarleysi lögregl- unnar hélt ég ótrauð áfram að ná fram kæru enda ótvíræður grund- vallarréttur minn að hafa greiðan að- gang að lögregluyfirvöldum. Þegar lögreglan tók loks við kær- unni var talsverður tími liðinn frá því að atburðurinn átti sér stað og hefur þessi seinagangur sjálfsagt skaðað rannsóknina og valdið mér réttar- spjöllum. Síðar, þegar ég fór til lög- reglunnar og hafði þá m.a. undir höndum áverkavottorð frá læknum um þann skaða sem líkamsárásin hafði valdið, varð ég fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu að vera vísað með þjósti út af lögreglustöðinni! Nokkru síðar barst mér bréf í hendur frá fulltrúa lögreglustjóra, þar sem því er lýst yfir, að málið sé fellt niður „eftir athugun á gögnum málsins“ eins og segir í bréfinu, þrátt fyrir að mér hafi ekki gefist tækifæri til að koma á framfæri gögnum og sjónarmiðum mínum í málinu. Ég kærði málið til ríkissaksóknara og fékk í hendur þau „rannsóknargögn“ sem fulltrúi lögreglustjóra byggði ákvörðun sína á um niðurfellingu málsins. Í þessum gögnum er aðal- lega að finna dylgjur um mína per- sónu á minnisblöðum frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum og árás- armanninum sjálfum og þess vegna væri ástæðulaust að rannsaka málið frekar. Ríkissaksóknari kemst síðar að þeirri niðurstöðu á grundvelli þeirra gagna, sem hann fékk frá lög- reglunni, að ákvörðun lögreglustjóra skyldi standa og beiðni minni um frekari meðferð því hafnað. Ég gat ekki unað þessari niður- stöðu og kærði því málið til umboðs- manns Alþingis, þar sem ég hefði ekki fengið eðlilegan aðgang að lög- reglunni svo og að stjórnvöld höfðu vanrækt að rannsaka málið með eðli- legum hætti. Umboðsmaðurinn sendi mér bréf þar sem hann felldi málið niður eftir að hafa haft samband við lögregluyfirvöld. Næst fór ég á fund umboðsmanns og óskaði eftir skýr- ingum á því hvers vegna ég fengi ekki aðgang að þjónustu Lögreglunnar í Reykjavík. Umboðsmaðurinn gat engu svarað varðandi þetta atriði, en réttlætti niðurfellingu málsins á þeim grundvelli að ólíklegt væri að sakfellt yrði í málinu á grundvelli framkom- inna gagna. Ég benti honum hins vegar á að rannsóknin væri ófullkom- in þar sem mér hefði ekki gefist færi á því að leggja fram sönnunargögn, þ.á m. áverkavottorð og framburð tveggja vitna sem ég vildi benda á. Ákvörðun umboðsmanns er því með öllu óskiljanleg enda engin skýr- ing gefin á því hvers vegna óbreyttur borgari eins og ég njóti ekki réttar- verndar lögreglu og hélt ég í sakleysi mínu að umboðsmanni bæri að vera óvilhallur eftirlitsaðili og gæta hags- muna óbreyttra borgara gagnvart stjórnvöldum í stað þess að vera auð- mjúkur skósveinn kerfisins. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða hlutverki íslenska ríkið gegnir, ef saklausir borgarar geta ekki treyst því að fá aðgang að lögreglunni þegar þeir verða fyrir árásum ofbeldis- manna. Eitt er þó víst: Öryggishags- munir erlendra ráðamanna eru fyr- irferðarmeiri í hugarheimi íslenskra embættismanna en réttarvernd al- mennings á Íslandi. SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, sjúkraliði Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Um öryggishags- muni almennings Frá Sólveigu Jónsdóttur: Sólveig Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.