Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 11
ÍSLANDSPÓSTUR hefur á undan-
förnum fjórum árum fækkað póst-
húsum um fjögur auk þess sem tekið
hefur verið upp samstarf við spari-
sjóði, banka og verslanir um rekstur
29 pósthúsa víðsvegar um landið. Að
sögn Harðar Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra pósthúsasviðs Ís-
landspósts, hefur hið breytta rekstr-
arfyrirkomlag gengið vel fyrir sig og
ráðgert er að fleiri slíkir samstarfs-
samningar verði gerðir um rekstur
annarra pósthúsa.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segist aðspurður hafa fylgst
náið með endurskipulagningu Ís-
landspósts, sem hafi verið óhjá-
kvæmileg að hans mati, og að ekki
yrði dregið úr þjónustu við viðskipta-
vini.
Hinn 8. júlí síðastliðinn var póst-
húsi Íslandspósts á Hofsvallagötu
lokað og það sameinað pósthúsinu við
Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Hörður
Jónsson hjá Íslandspósti segir að um
sé að ræða viðbrögð við breyttu þjón-
ustumynstri. Pósturinn sé í auknum
mæli farinn að keyra út sendingar til
viðskiptavina í stað þess að þeir komi
á pósthúsin og sæki sendingar eins
og tíðkaðist áður. Hann nefnir að
pósthúsin, líkt og bankastofnanir,
hafi fundið fyrir aukinni notkun
heimabanka og bendir á að móttaka
greiðsluseðla hafi minnkað um 30–
40% árlega.
„Á heildina litið er fjöldi viðskipta-
vina sem kemur á pósthúsin um það
bil helmingi minni en hann var fyrir
2–3 árum,“ segir Hörður. Hann bend-
ir á, eins og fram hefur komið, að
rekstur Íslandspósts sé í járnum og
nauðsynlegt sé að sporna við þeirri
þróun.
Hann segir að þegar farið hafi ver-
ið yfir uppbyggingu á þjónustukerf-
um Íslandspósts á höfuðborgarsvæð-
inu hafi komið í ljós að þéttleiki
pósthúsa var mestur vestur í bæ.
Nærtækast hafi verið að loka póst-
húsinu við Hofsvallagötu sem út frá
svæðinu í heild sé ekki eins vel stað-
sett og pósthúsið við Eiðistorg. Þrír
starfsmenn unnu í útibúinu og var
gerður starfslokasamningur við tvo
þeirra en einn starfsmaður fluttur yf-
ir á Eiðistorg. Hörður bendir á að
heildarafgreiðslutími pósthússins
hafi að sama skapi verið lengdur en
framvegis verður opið milli 9 og 18 á
Seltjarnarnesi.
Um 100 starfslokasamningar
gerðir frá árinu 1998
Hjá Íslandspósti starfa um 1.500
manns í 83 útibúum víðsvegar um
landið, þar af 7–800 á höfuðborgar-
svæðinu. Árið 1997 voru útibúin 87,
að sögn Harðar, en á undanförnum
fjórum árum hefur þeim verið fækk-
að um fjögur og hafa útibú í Kringl-
unni, við Kleppsveg, á Fagurhóls-
mýri í Öræfum og nú síðast við
Hofsvallagötu í Vesturbænum verið
lögð niður.
Á sama tíma hafa 29 útibú Íslands-
pósts víðsvegar um landið hafið sam-
starf við aðra aðila, í flestum tilfellum
sparisjóði eða banka, en einnig versl-
anir þar sem viðkomandi aðili sér um
rekstur póstþjónustunnar sem verk-
taki hjá Íslandspósti.
Hinn 1. júní sl. var útibú Íslands-
pósts í Mjóddinni flutt yfir í verslun
Nettó í Mjódd.
Hörður segir að starfsfólk Íslands-
pósts muni tímabundið starfa í nýja
útibúinu en líkt og annars staðar þar
sem gerðir hafi verið samstarfssamn-
ingar muni Nettó að lokum sjá um
póstþjónustu í versluninni. Engum
starfsmanni Íslandspósts var sagt
upp vegna flutnings útibúsins og
nefnir Hörður að ekki sé óalgengt að
starfsmenn fari yfir til samstarfsaðil-
ans með slíku samstarfi. Komið hefur
til uppsagna starfsfólks á liðnum ár-
um og algengast er að gerðir séu
starfslokasamningar en um 100 slíkir
hafa verið gerðir frá árinu 1998. Að
sögn Harðar hafa starfsmenn sem
hófu störf fyrir 1997 og unnið hafa
lengur en 15 ár hjá fyrirtækinu áunn-
ið sér rétt til biðlauna sem miðast við
12 mánuði og 6 mánuði hjá þeim sem
unnið hafa skemur en 15 ár. Meiri-
hluti starfsfólks Íslandspósts sem
gerður hefur verið starfslokasamn-
ingur við hóf störf fyrir 1997 en hjá
öðrum er miðað við þriggja mánaða
uppsagnarfrest.
Hörður bendir á að Íslandspóstur
starfræki póstþjónustu á nærri öllum
byggðum bólum landsins og mjög
dýrt sé að halda þeirri þjónustu úti.
Með hagræðingaraðgerðum einsetji
Íslandspóstur sér því að tryggja
sömu þjónustu og áður með minni til-
kostnaði. Hann nefnir að meginþorri
viðskiptavina Íslandspósts sé ánægð-
ur með breyttar áherslur en segist
skilja að sá hópur sem enn sæki póst-
húsin að staðaldri sé óánægður með
lokun þeirra.
Hann bendir á að þróunin hafi ver-
ið á svipaðan veg í nágrannalöndun-
um þar sem pósthús séu í auknum
mæli komin í samstarf við verslanir.
Áhersla lögð á að þjónustan
verði áfram tryggð
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segist hafa fylgst náið með end-
urskipulagningu Íslandspósts sem sé
óhjákvæmileg. Hann segir að þótt
það hafi verið umdeilt hafi fyrirtækið
reynt að standa þannig að breyting-
unum að þjónustan væri áfram til
staðar og fullnægði þeim kröfum sem
gerðar eru til hennar.
„Ég tel að samstarf, eins og við
bankana, sparisjóði og önnur fyrir-
tæki, sé af hinu góða þar sem hægt er
að koma því við þannig að þjónustan
sé fullnægjandi eftir sem áður,“ segir
Sturla.
Ráðherra segist hafa lagt ríka
áherslu á að Póst- og fjarskiptastofn-
un, sem gert hefur úttekt á breyt-
ingum hjá Íslandspósti, fylgist náið
með að ekki sé dregið úr þjónustu við
viðskiptavini.
Hann bendir á að verið sé að ganga
frá reglugerð sem lýtur að póstþjón-
ustu í landinu á grundvelli nýrra laga
þar um þar sem meðal annars sé
kveðið á um þjónustustig í póstþjón-
ustu.
„Þjónustan hefur verið að aukast,
sérstaklega í hinum dreifðari byggð-
um þar sem borið er út fimm daga
vikunnar en einungis hefur verið
borið út þrjá daga vikunnar áður.
Þannig að þrátt fyrir allar þessar
breytingar hefur póstþjónustan verið
að batna þegar á heildina er litið,“
segir Sturla.
Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi
haft þær hugmyndir að leiðarljósi við
einkavæðingu Pósts og síma að útibú-
um yrði fækkað og starfslokasamn-
ingum fjölgað segir ráðherra að legið
hafi ljóst fyrir að verulegar breyting-
ar yrðu á fyrirtækinu. Ráðuneytið
hafi aftur á móti lagt áherslu á að
þjónustan yrði tryggð og faglega yrði
fram gengið gagnvart starfsfólki.
Íslandspóstur stefnir að auknu samstarfi við sparisjóði, banka og verslanir um rekstur pósthúsa
Viðskiptavinum pósthúsa hefur
fækkað um helming á 2–3 árum
Morgunblaðið/Arnaldur
Þann 1. júní síðastliðinn flutti útibú Íslandspósts í Mjódd starfsemi sína í
verslun Nettó.