Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ú
T
S
A
L
A
15-70%
afsláttur
Stærðir 36–54 (S-3XL)
Opið virka daga frá kl. 10-18,
lokað á laugardögum í sumar
Sími 567 3718
SKIPULAGS- og byggingarnefnd
Reykjavíkur hefur samþykkt for-
sögn að nýju hesthúsahverfi á
Hólmsheiði fyrir hestamannafélagið
Fák. Er gert ráð fyrir að þar verði
framtíðarathafnasvæði hestamanna
í Reykjavík til viðbótar við núver-
andi aðstöðu í Víðidal.
Svæðið afmarkast af núverandi
hesthúsabyggð í Fjárborgum í
austri og af reiðleið við hitaveitulögn
í norðri. Vestur af svæðinu er
Rauðavatnsskógur og suður af því er
Suðurlandsvegur. Um mitt svæðið
liggur Almannadalur frá undirgöng-
um við Suðurlandsveg til norðurs
upp á austurheiðar.
Segir í forsögninni að um sé að
ræða 66 hektara lands, sem sé álíka
stórt og allt athafnasvæði hesta-
manna í Víðidal. Uppbygging svæð-
isins á að verða í nokkrum áföngum
frá austri til vesturs, frá hesthúsa-
byggð í Fjárborgum í átt að skóg-
ræktarsvæðinu við Rauðavatn.
Skipulagið á að miða að því að
svæðið skiptist í tvö hverfi og verður
fyrri áfangi svæðisins útbygging á
Fjárborgarsvæðinu en byggðin á að
þróast til vesturs að Almannadal.
Nokkrum metrum þar fyrir ofan er
síðan flati þar sem gera á ráð fyrir
sameiginlegu vallarsvæði og reið-
skemmu. Annar áfangi svæðisins
verður uppbygging á svæðinu utan
um Trippadal þar sem sömuleiðis er
gert ráð fyrir sameiginlegu svæði.
Dempað litaval og góðar
kaffistofur
Í forsögninni eru einnig nánari
lýsingar á því sem hafa ber í huga
við gerð skipulagsins. Gert er ráð
fyrir hesthúsalengjum, með góðri
kaffiaðstöðu fyrir hverja einingu.
Kemur fram að mikið hlöðupláss
þyki ekki lengur mikilvægt þar sem
hey er afgreitt eftir pöntun og ekki
þarf að taka inn birgðir fyrir allan
veturinn. Þá segir að minnstu húsa-
lengjurnar yrðu fyrir 6–8 hesta en
sömuleiðis yrðu millistærðir fyrir
12–20 hross og mest 30–40 hross í
húsi. Þá kemur fram að litaval á hús-
um þurfi að vera dempað þannig að
þau falli vel inn í landið.
Þá segir að hestalóðum þurfi að
fylgja „skapleg stærð af gerði sem
hesthúsaeigendur skipti með sér eða
eigi óskipt“. Þá sé nauðsynlegt að
gera ráð fyrir sameiginlegu beitar-
hólfi í byggðinni eða næsta ná-
grenni. Í forsögninni er einnig tekið
á snjósöfnun sem er mikil í Al-
mannadal og er lagt til að trjágróð-
ur, sem fellur til á svæðinu, verði
nýttur markvisst sem skjólbelti um-
hverfis hesthúsabyggðina til að
stöðva snjó. Þá er talið nauðsynlegt
að „hífa helstu reiðleiðir upp á brún-
irnar fremur en að láta þær liggja í
lægðunum“, eins og segir í forsögn-
inni.
Hestamenn og fjárbændur með
sameiginlega aðstöðu
Þar kemur einnig fram að á svæð-
inu þurfi að gera ráð fyrir lítilli reið-
skemmu til æfinga og sömuleiðis
nokkrum hringgerðum og minnst
tveimur tamningagerðum. Gert er
ráð fyrir félagsheimili í tengslum við
reiðskemmuna. Reiknað er með
tveimur völlum, gæðinga- og íþrótta-
velli, því gera má ráð fyrir að innan-
félagsmót verði haldin á svæðinu.
Fjáreigendafélagið er fyrir á
svæðinu en það var í upphafi hópur
sauðfjárbænda sem hélt sauðfé í
Fjárborgum. Í dag eru flest húsin
orðin að hesthúsum. Í skipulagi
svæðisins er áfram gert ráð fyrir að
félagið verði aðgreint frá Fáki, sem
nokkurs konar húsfélag, en að öll að-
staða verði sameiginleg og þar verði
eitt hestamannafélag.
Í forsögninni er gert ráð fyrir að
akfært verði upp að húsunum, bæði
með hey og aðrar nauðsynjar, og
verður skoðað nánar hvort gera eigi
ráð fyrir bílastæðum við húsin. Að
sama skapi er stefnt að sem mestri
aðgreiningu á akandi og ríðandi um-
ferð, auk þess sem gert er ráð fyrir
strætisvagnaumferð um svæðið í
framtíðinni.
Nýtt hesthúsa-
hverfi Fáks rísi
á Hólmsheiði
Hólmsheiði
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir forsögn að nýju hesthúsahverfi
NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur
farið fram á það við borgaryfirvöld
að lúpína verði slegin og upprætt í
náttúruvættinu á Laugarási. Segir í
bréfi sviðsstjóra Náttúruverndar til
umhverfis- og heilbrigðisnefndar
Reykjavíkur að lúpínan hylji frið-
aðar jökulminjar sem þar eru.
Í bréfinu segir ennfremur að far-
ið sé fram á þetta til að vernda þann
gróður sem hefur einkennt svæðið
sem og jarðfræðilega ásýnd þess.
„Einn megintilgangur friðlýsingar
Laugaráss var að vernda minjar eft-
ir ísaldarjökul, svokallaðar jökul-
rispur. Það er ekki gert með því að
hylja svæðið með hávöxnum gróðri
og gerir svæðið ekki eins aðlaðandi,
t.d. til kennslu,“ segir í bréfinu.
Er að breyta ásýnd Rauðhóla
Þá er farið fram á að lúpína verði
einnig slegin í fólkvanginum Rauð-
hólum en í bréfinu segir að þar sé
hún að breiðast út og breyta ásýnd
svæðisins. Er á það bent að Rauð-
hólar séu fyrst og fremst verndaðir
vegna þeirrar jarðfræði sem ein-
kennir þá.
Bréfið var tekið fyrir á fundi um-
hverfis- og heilbrigðisnefndar í síð-
ustu viku þar sem ákveðið var að
vísa því til Umhverfis- og heilbrigð-
isstofu. Þá lögðu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins fram þá tillögu að
kannað yrði hvort ekki væri ástæða
til að uppræta lúpínu á fleiri stöðum
í Reykjavík, svo sem í Öskjuhlíð,
„Litlu-Öskjuhlíð“, Elliðaárdal og ef
til vill víðar. Tillögunni var vísað til
umsagnar Umhverfis- og heilbrigð-
isstofu.
Hylur
friðaðar
jökul-
minjar
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Náttúruvernd ríkisins vill að lúpína verði slegin og upprætt
Laugarás
BORGARRÁÐ hafnaði á fundi sínum
í síðustu viku beiðni Kolaportsins -
Markaðstorgs ehf. um 5. m.kr. rekstr-
arstyrk til að greiða niður vanskil
vegna húsaleigu.
Borgarráð fól Aflvaka hf. að gera
úttekt á félaginu vegna styrkumsókn-
arinnar. Samkvæmt ársreikningi fyr-
ir árið 2000 námu skuldir félagsins 57
milljónum króna í árslok. Ársreikn-
ingur fyrir 2001 liggur ekki fyrir.
Markaðstorg ehf. leigir húsnæði af
Þróunarfélagi miðborgarinnar, sem
aftur leigir húsnæðið af fjármálaráðu-
neytinu. Samkvæmt samningi Þróun-
arfélagsins og fjármálaráðuneytisins
er leigusala óheimilt að innheimta
hærri leigu af framleigjanda en 11%
umfram það sem hann greiðir leigu-
sala. Fram kemur í úttekt Aflvaka að
Markaðstorg ehf. greiði nú 15,2%
hærra verð en Þróunarfélagið greiði
fjármálaráðuneytinu.
Í úttekt Aflvaka segir að greiðslu-
erfiðleikar Markaðstorgsins ehf. séu
mjög miklir og að ekki verði séð að 5
milljóna króna styrkur til félagsins
skipti sköpum í rekstri þess auk þess
sem stefna borgarinnar sé að mis-
muna ekki fyrirtækjum með aðgerð-
um sem séu markaðstruflandi.
Ekki séð
að styrkur-
inn skipti
sköpum
Reykjavík
Styrkumsókn
Kolaportsins hafnað
alltaf á föstudögum