Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 21

Morgunblaðið - 16.07.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 21 MIKIL loðnuveiði hefur verið síð- ustu daga. Frá því um miðja síðustu viku og þar til í gærmorgun höfðu Samtökum fiskvinnslustöðva borizt tilkynningar um landanir á um 37.000 tonnum og segja má að land- að hafi verið hjá nær hverri einustu fiskimjölsverksmiðju. Af þessum afla lönduðu íslenzku skipum um 17.000 tonnum og þau erlendu ríf- lega 20.000 tonnum. Íslenzku skipin hafa landað alls um 65.000 tonnum af 410.000 tonna upphafskvóta og eru því um 345.000 tonn óveidd. Erlend skip hafa land- að alls ríflega 44.000 tonnum og því hafa verksmiðjurnar nú tekið á móti um 109.000 tonnum alls. Langmestum afla hefur verið landað hjá SR mjöli í Siglufirði, 17.200 tonnum. Um 12.000 tonn hafa borizt til verksmiðjunnar í Krossanesi, Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hefur tekið á móti 11.700 tonnum og Gná í Bolungarvík ríf- lega 11.000 tonnum. Morgunblaðið/Kristján Ísleifur VE við bryggju í Krossanesi en úti á firðinum sigla norsk nótaskip áleiðis á loðnumiðin. 109.000 tonn af loðnu á land Í MORGUNKORNI Greiningar Ís- landsbanka er sagt frá því að selj- anleiki bréfa í sjávarútvegsfyr- irtækjum í Kauphöll Íslands hafi farið vaxandi í kjölfar samþjöpp- unar á eignarhaldi og betri afkomu fyrirtækjanna. Takmarkaður selj- anleiki hefur háð sjávarútvegsfyr- irtækjum, en seljanleiki er í raun einn mælikvarði á hversu auðvelt er að selja hlutabréf í fyrirtæki án þess að það hafi áhrif á verð bréf- anna og þess vegna skiptir það fjárfesta máli að seljanleikinn sé sem mestur. Í Morgunkorninu segir að selj- anleiki félags sé hlutfall sem segi til um hve stór hluti heildarhluta- fjár skiptir um hendur í viðskiptum í Kauphöllinni á ákveðnu tímabili. Við útreikning hlutfallsins séu við- skipti tímabilsins yfirleitt umreikn- uð á ársgrundvöll. Þá segir að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi seljanleiki sjávarútvegsvísitölu Kauphallarinnar verið 53% en á tólf mánaða tímabilinu frá lokum júní 2001 til loka júní í ár hafi selj- anleikinn aðeins verið 33%. Hluti skýringarinnar á auknum selj- anleika mun samkvæmt Morg- unkorninu vera fá en stór viðskipti. Seljanleiki bréfa í sjávarút- vegi eykst Ótrúlegur árangur! www.heilsubrunnur. is Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 -Gæðavara Verð kr: 6.200.- Verð kr: 7.900.- Verð kr: 8.900.- Verð kr: 9.900.- Verð kr: 3.500.- Verð kr: 3.100.- Verð kr: 2.800.- Verð kr: 3.100.- Verð kr: 7.900.- Verð kr: 8.900.- Verð kr: 6.900.- Verið velkomin - aðgengi er orðið mjög gott að búðinni Verð kr: 7.300.- Verð kr: 9.500.- Verð kr: 11.500.- Verð kr: 12.500.- Verð kr: 5.900.- Verð kr: 3.100.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.