Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 16.07.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 23 DÓMSTÓLL í Pakistan dæmdi í gær hryðjuverkamanninn Sheikh Omar, sem fæddist í Bretlandi, til dauða fyrir ránið og morðið á banda- ríska blaðamanninum Daniel Pearl. Þrír samverkamenn Omars hlutu lífstíðarfangelsi. Í dómsúrskurðin- um sagði að Omar, sem heitir fullu nafni Ahmed Omar Saeed Sheikh, skyldi hengdur. Dómari við pakistanskan hryðju- verkadómstól, Ashraf Ali Shah, til- kynnti um úrskurðinn á örstuttum fréttamannafundi í fangelsi sem var vandlega gætt af vopnuðum vörðum í Hyderabad, sem er um 160 km norðaustur af Karachi, þaðan sem Pearl hvarf 23. janúar sl. Hann var blaðamaður Wall Street Journal og vann að upplýsingaöflun um herskáa múslíma þegar honum var rænt. Lík hans hefur ekki fundist en mynd- band sem sýnir aftöku hans var sent til bandarískra stjórnarerindreka. Verjendur sakborninganna til- kynntu um leið og dómarnir voru lesnir upp í gær að þeim yrði áfrýjað og sakamennirnir fjórir gáfu út harðorðar yfirlýsingar í gegnum lög- fræðinga sína. Omar hótaði hefndum gegn pakistönsku ríkisstjórninni. „Við skulum sjá til hvort okkar deyr fyrst,“ sagði í yfirlýsingu Omars í gær, „ég eða stjórnin sem hefur ákveðið að ég skuli dæmdur til dauða.“ Gagnrýni á Musharraf Omar sagði ennfremur: „Stríðið á milli islams og kafíranna [þeirra sem ekki eru múslimir] stendur yfir og það ættu allir að sýna hvort þeir fylgja islam að málum eða kafírum.“ Verjendur sakborninganna sökuðu dómstólinn, sem stofnaður var fyrir fimm árum, um að láta undan þrýst- ingi pakistanskra stjórnvalda til að hafa Bandaríkjamenn góða og var Pervez Musharraf Pakistansforseti gagnrýndur sérstaklega. „Musharraf forseti hafði þegar til- kynnt að hann vænti þess að Omar hlyti dauðarefsingu,“ sagði Rai Bashir, sem var verjandi, við frétta- menn. „Í ljósi slíkrar yfirlýsingar, var við því að búast að réttlætið næði fram að ganga?“ Bróðir eins samverkamanna Omars sagði: „Þetta var ekki ákvörðun dómarans, þetta var ákvörðun Pervez Mushar- rafs og meistara hans í Ameríku.“ Bandaríkjamenn höfðu krafist þess að Omar yrði framseldur skömmu eftir að hann var handtek- inn í febrúar, bæði fyrir morðið á Pearl og fyrir að ræna bandarískum ferðamanni á Indlandi 1994. Þrátt fyrir þrýsting frá bandarískum stjórnvöldum neitaði pakistanska stjórnin að framselja Omar áður en réttað yrði í máli hans í Pakistan. Þarlendir embættismenn vildu sem minnst segja um dóminn í gær og vildu heldur ekki tjá sig um það hvort þeir væru tilbúnir til frekari viðræðna um framsalskröfuna. Verjendur munu áfrýja málinu til hæstaréttarins í Sindh-héraði í Pak- istan í dag og hafa heitið því að fara með málið alla leið fyrir hæstarétt Pakistans ef nauðsyn krefji. Lög- spekingar segja að málið kunni að verða til meðferðar í dómskerfinu í mörg ár. Flytja átti Omar í dauða- deild fangelsisins í Hyderabad í gær, þar sem 75 dauðamenn eru fyr- ir. Reuters Dómarinn í máli Sheikh Omars kom til fangelsisins í Hyderabad í mikilli lögreglufylgd í gær. Morðingi Pearls dæmdur til dauða Sheikh Omar hótar hefndum Hyderabad í Pakistan. AFP. CONCORDE-þotu breska flug- félagsins British Airways á leið frá London til New York var snúið við í gær vegna vélarbilunar, að sögn talsmanns flugfélagsins. Fimmtíu farþegar voru um borð. Tvö ár eru liðin síðan Concorde-þota Air France fórst í flugtaki við París með 113 manns. Þota British Airways var á um tvö þúsund km hraða í 58 þúsund feta hæð yfir Atlantshafi er henni var snúið við í gær vegna þess að áhöfnin varð vör við óeðlilegan gang eins af fjórum hreyflum vélarinnar. Var slökkt á hreyflinum og vélinni flogið til baka undir hljóðhraða og lent á Heathrow-flugvelli. Talsmaður British Airways sagði að engin hætta hefði verið á ferðum, þotan gæti auðveldlega flogið á þremur hreyflum, þótt hún kæmist ekki eins hratt þannig. „Þetta var ekki nauðlending,“ sagði talsmaður- inn. Þetta er í þriðja sinn sem hreyf- ilbilunar verður vart í Concorde síð- an þessar þotur voru aftur teknar í notkun í nóvember sl. eftir að breyt- ingar höfðu verið gerðar á þeim í kjölfar slyssins í París. Concorde snúið við London. AFP. LÖGMAÐUR bandaríska taliban- ans Johns Walkers Lindhs sagði fyrir rétti í gær að skjólstæðingur sinn hefði ákveðið lýsa sig sekan um ákæruatriði sem honum hafa verið borin á brýn. Er þetta í sam- ræmi við samkomulag sem Lindh og saksóknarar gerðu með sér um helgina en í gær átti að taka fyrir hvort yfirlýsingar, sem Lindh gaf í yfirheyrslum eftir að hann var handtekinn í Afganistan, væru gildar fyrir bandarískum rétti. Lindh hafði áður lýst sig saklaus- an. Lindh játaði að hafa aðstoðað fyrrum stjórnvöld í Afganistan og brotið þannig gegn bandarískum lögum og að í þeirri aðstoð hefði falist að hann hefði meðhöndlað sprengiefni. Viðurlög við þessu er allt að 20 ára fangelsi. Á móti féllu saksóknarar frá ákæru um að Lindh hefði átt aðild að samsæri um að myrða bandaríska ríkis- borgara, aðstoða hryðjuverka- samtökin al-Qaeda og talibana í Afganistan og beita skotvopn- um. Viðurlög við þessum ákæru- atriðum væru lífstíðar fang- elsi. Lögmenn Lindhs hafa ítrekað sagt að skjólstæðingur þeirra hafi gengið í raðir talibana til að berjast gegn Norðurbanda- laginu í Afganistan en ekki gegn Bandaríkjamönnum. Lindh tók múhameðstrú 16 ára gamall og fór fyrst til Jemen og síðan til Pak- istan til að læra íslamska trúar- bragðafræði. Eftir að hann var handtekinn í Afganistan ásamt hópi talibana í nóvember sagðist hann hafa farið til Afganistan í maí 2001 og hlotið þjálfun í æf- ingabúðum á vegum al-Qaeda, hryðjuverkasamtakanna sem stóðu fyrir árásunum á Bandarík- in 11. september. Lindh játar sig sekan Lindh

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.