Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 33
Er vi
nnin
gur í
loki
nu?
fiú sér› strax
ÁRNI Gunnar Vig-
fússon viðurkennir í
grein sinni í Morgun-
blaðinu 11. þ.m. að
fullyrðingar í viðtali
forsvarsmanna Allianz
við blaðamann hafi
verið rangar. Að sjálf-
sögðu bar þeim strax
að leiðrétta þessar
missagnir og ég tel
einnig að Fjármála-
eftirlitið hefði átt að
gera athugasemdir
við fullyrðingarnar.
Ég tel rétt að gera
tvær athugasemdir
við skilgreiningar
Árna Gunnars (og þá
væntanlega Allianz) á hugtökum.
Árni Gunnar skýrir hvað Allianz
á við með orðinu loforð í greininni.
Hann segir: „Þess vegna treystir
fyrirtækið [Allianz] sér til að lofa
ákveðnum árangri og gera jafnvel
betur en það. Hér verður að hafa
hugfast að loforðið tekur til liðins
tíma [svo] og næsta tímabils en
fyrirtækið áskilur sér rétt til að
endurskoða áætlanir sínar eins og
fyrr segir með eins til tveggja ára
millibili.“ Hvurs lags loforð er
þetta! Ég fullyrði að engir nema
forsvarsmenn Allianz leggja
þennan skilning í hug-
takið „loforð“.
Hugtakið „ríkis-
ábyrgð“ er einnig
skilgreint með sér-
stæðum hætti. Árni
Gunnar segir: „Rétt
er að undirstrika að
þó að talað hafi verið
um „ríkisábyrgð“ að
þessu leyti þá felst
hún í virku eftirliti
með því að laga-
ákvæðum sé fylgt
fremur en því að um
sérstaka ábyrgðaryf-
irlýsingu sé að ræða.“
Samkvæmt þessari
notkun hugtaksins
„ríkisábyrgð“ eru öll trygginga-
félög og aðrar fjármálastofnanir á
Íslandi með ríkisábyrgð eða hvað?
Það verður að gera ríkar kröfur
til þeirra sem hyggjast selja líf- og
lífeyristryggingar, en þetta eru
samningar sem gerðir eru til ára-
tuga. Á þeim hvílir sú skylda að
gefa réttar upplýsingar og fara
rétt með hugtök. Kaupandi trygg-
ingarinnar þarf að vita nákvæm-
lega hver kjörin eru og hvaða skil-
málar gilda um hana. Á þetta
leggja góðir líftryggingamenn ríka
áherzlu.
Loforð hjá Allianz er
með endurskoðunarrétti!
Bjarni
Þórðarson
Tryggingar
Á þeim, sem selja líf- og
lífeyristryggingar, segir
Bjarni Þórðarson, hvílir
sú skylda að gefa réttar
upplýsingar og fara rétt
með hugtök.
Höfundur er trygginga-
stærðfræðingur.
KVÓTAKERFIÐ í
sjávarútvegi hafði í
för með sér fádæma
óréttlæti sem gjör-
breytti samfélags-
gerðinni. Örfáir ein-
staklingar fengu
yfirráð yfir sameigin-
legri auðlind lands-
manna og bröskuðu
með hana að vild.
Tjónið er ómetanlegt,
byggðunum blæddi út
og mesta eignatil-
færsla Íslandssögunn-
ar átti sér stað. Til
varð nýr forréttinda-
hópur sem auðgaðist
gífurlega á takmörkuðum
verðmætum þjóðarinnar. Tak-
mörkuð auðæfi urðu braski að
bráð.
Hrikalegar afleiðingar
Afleiðingar gjafakvótans eru
hrikalegar. Fjöldi byggðarlaga um
allt land hrundi, eignir fólksins
urðu verðlausar og atvinnan fór.
Byggðirnar hafa verið lagðar í
eyði og fólkið, sem átti allt sitt
undir fiskvinnslunni, stóð eftir
allslaust á meðan sægreifarnir
seldu kvótann í burtu. Manngerðar
hamfarir skóku sjávarplássin. Á
skömmum tíma varð fólksflóttinn á
höfuðborgarsvæðið takmarkalítill
og gjafakvótinn olli mestu byggða-
röskun sem sögur fara af og sér
alls ekki fyrir endann á enn þann
dag í dag.
Jafnræði í nýtingu
Allar takmarkaðar auðlindir í
sameign þjóðarinnar á
að nýta á grundvelli
jafnræðis. Í því felst
að allir hafi jöfn tæki-
færi til að afla heim-
ilda til að nýta þær.
Þá gildir einu hvort
um er að ræða fiski-
stofna, orkulindir,
fjarskiptarásir eða
heimildir til að losa
gróðurhúsaloftteg-
undir. Meginreglan á
einfaldlega að vera sú
að láta markaðinn sjá
um að dreifa heimild-
um til að nýta auð-
lindirnar. Það tryggir
ekki aðeins jafnræðið,
heldur líka að eigendur auðlind-
arinnar, íslenska þjóðin, fái greitt
sanngjarnt gjald fyrir afnotin, eft-
ir því sem viðkomandi atvinnu-
grein þolir.
Fyrning gjafa-
kvótans
Kjarninn í auðlindastefnu jafn-
aðarmanna er stríðsyfirlýsing
gagnvart gjafakvótanum. Við vilj-
um innkalla veiðiheimildir í áföng-
um og úthluta þeim upp á nýtt á
grundvelli jafnræðis allra lands-
manna. Með fyrningu veiðiheim-
ilda komum við á réttlæti í sjávar-
útvegi. Fyrningaleiðin tryggir ekki
aðeins að allir standi jafnfætis
gagnvart réttinum til að nýta mið-
in, heldur líka að þeir sem fá að
nýta auðlindina greiða fyrir það
sanngjarnt gjald. Frá því að frjálst
framsal veiðiheimilda var leyft
undir lok níunda áratugarins hefur
mjög há innbyrðis gjaldtaka átt
sér stað innan greinarinnar. Fok-
dýrt hefur verið að kaupa sig inn í
greinina eða leigja heimildir af
„eigendum þeirra“. Mikið eðlilegra
er að hóflegt leigugjald sé greitt
til réttra eigenda auðlindarinnar,
heldur en það sem nú tíðkast og að
allir hafi jöfn tækifæri til að afla
þeirra.
Réttlát auð-
lindastefna
Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
Kvóti
Tjónið er ómetanlegt,
segir Björgvin G. Sig-
urðsson, byggðunum
blæddi út og mesta
eignatilfærsla Íslands-
sögunnar átti sér stað.
ÉG VAR í Palestínu
á dögunum, dvaldist í
Jerúsalem en heim-
sótti ýmsa staði, þ.á m.
borgirnar Gaza, Ra-
mallah og Betlehem.
Eftir að heim kom hef
ég eðlilega verið spurð
að því hvort þetta hafi
ekki verið hryllilegt.
Jú, vissulega horfði ég
á hvernig óbreyttir
borgarar eru niður-
lægðir nánast við-
stöðulaust af ísraelska
hernum. Þeim er hald-
ið innilokuðum og
hleypt út í 4 klukku-
tíma á 3–4 daga fresti
til að sinna brýnustu nauðsynjum
s.s. að afla vatns og matar. Ég fór
líka daglega í gegnum varðstöðvar
þar sem fólkið beið, tímunum sam-
an, í biðröðum í sumarhitanum.
Þegar „eftirlitsaðilunum“ hentaði
tóku þeir sér kaffihlé og mauluðu
kex úr appelsínugulum pökkum
fyrir framan hópinn. Ég er örugg-
lega ekki ein um að festa í minni
mér tegundina og mun væntanlega
aldrei fá lyst á slíkum kexbita verði
mér boðið – þannig er tilfinningin.
Vonin í vonlausu stöðunni
Ég var hins vegar afskaplega
ánægð með þessa ferð mína, því ég
sá og fann að Ísraelsher hefur ekki
tekið allt frá fólkinu – það heldur í
lífsviljann og vonina. Ég fann, eins
og ég hef fundið í vinnu með fólki
sem átt hefur í miklum vanda, að
það er betra að vera innan um að-
stæðurnar en vera
áhorfandi einungis af
því illa. Nú sá ég ekki
bara skriðdrekana og
byssuskeftin. Ég
spjallaði og hló með
strákum sem voru að
koma frá því að kasta
steinum, hitti fólk sem
átti von um frjálsa
Palestínu og ætlaði að
eiga eftir orku og bar-
áttuþrek í þá upp-
byggingu sem biði.
Skýrt dæmi um að-
skilnaðarstefnuna
Á leið okkar frá Pal-
estínu þurftum við að
fara einu færu leiðina til Jórdaníu,
en það er yfir Jórdandalinn og
Jórdaná. Við Allenby-brúna hefur
Ísraelsher sett upp varðstöð til að
stjórna ferð fólks yfir landamærin.
Ferð í bíl yfir einskismannslandið
(bilið milli ísraelsku og jórdönsku
varðstöðvanna) tekur um 5–10 mín.
Þarna sá ég eitt skýrasta dæmið
um aðskilnaðarstefnu Sharons. Pal-
estínumönnum er ekki bara haldið
frá hinum útvöldu heldur er þeim
boðið upp á mannvonsku og niður-
lægingu á meðan herraþjóðinni er
hampað.
Gyðingar sem fara auðveldlega í
gegnum vegabréfaeftirlit sinna
manna eru leiddir út í litla ferða-
mannabíla og er öllum skutlað beint
yfir til jórdönsku stöðvarinnar. Það
virðist nægja að 2–3 séu komnir í
bíl til að hann leggi af stað, enda sjá
margir bílar um þessa flutninga.
Fólk með önnur vegabréf er spurt í
þaula um ferðir sínar og er síðan
boðið að setjast í loftkældan biðsal
þar til rútan kemur. Sú rúta kemur
á um klukkustundar fresti og eru
þá þeir sem bíða beðnir um að
ganga um borð og fer rútan af stað
með það sama, óháð fjölda farþega.
Palestínumenn sem komast seint
og illa gegnum vegabréfaeftirlitið
eru hins vegar látnir fara í sérrútu
sem er einungis fyrir Palestínu-
menn. Við fengum ekki að fara inn í
þá rútu þrátt fyrir að hafa óskað
sérstaklega eftir því að fylgja þeim
hópi yfir. Á meðan við biðum eftir
okkar rútu var komið með konu úr
palestínsku rútunni sem hafði misst
meðvitund. Hún var ólétt, kominn 5
mánuði á leið, og var hún þarna á
ferð ásamt 2 börnum sínum og eig-
inmanni. Við athugun á ástandi
hennar kom í ljós að hún hafði beðið
í rútunni í 5 klukkutíma. Ástæðan
er sú að rútan fer ekki af stað fyrr
en hún er orðin full af fólki. Það er
ekki verið að eyða bensíni í að ferja
Palestínumenn yfir 5–10 mín. leið ef
það eru einhver sæti laus. Rútan er
þó ansi lengi að fyllast því umferðin
er lítil þar sem flestir landsmenn
eru innilokaðir vegna útgöngu-
banns og þeir sem geta komið sér á
milli staða veigra sér við það vegna
þeirra niðurlægjandi meðferðar
sem þeim er sýnd.
Í vonleysinu vaknar vonin, því er
von í Palestínu.
Framkvæmd að-
skilnaðarstefn-
unnar í Palestínu
Björk
Vilhelmsdóttir
Palestína
Ég fann að það er betra
að vera innan um
aðstæðurnar, segir
Björk Vilhelmsdóttir,
en vera áhorfandi
einungis af því illa.
Höfundur er borgarfulltrúi.