Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hjálmar Björns-son fæddist í
Reykjavík 8. febrúar
1986. Hann lést af
slysförum í Rotter-
dam 27. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Björn Hjálmars-
son barnalæknir, f.
16.2. 1963, sonur
Nönnu Björnsdóttur,
f. 2.3. 1931, d. 13.5.
2000, og Hjálmars
Ólafssonar, f. 25.8.
1924, d. 27.6. 1984, og
Herdís Haraldsdóttir
kennari, f. 25.3. 1963,
dóttir Pálínu Kjartansdóttur, f.
12.3. 1931, og Haraldar Her-
mannssonar, f. 16.7. 1928, d. 5.10.
1999. Bræður Hjálmars eru Gísli,
f. 25.5. 1991, og Freyr, f. 4.7. 1995.
Fyrstu níu æviárin bjó Hjálmar
með foreldrum sínum í Kópavogi.
Hann dvaldist á dag-
vistarheimilinu
Kópasteini og hóf
skólagöngu í Hjalla-
skóla í Kópavogi.
Fjölskyldan fluttist
búferlum til Hol-
lands í júlí 1995. Þar
settist Hjálmar í hol-
lenskan barnaskóla,
De Plevier í Rotter-
dam. 1998 lauk
Hjálmar barnaskóla-
prófi og við tók
gagnfræðaskólinn
Einstein Lyceum í
Rotterdam. Þar lauk
Hjálmar fjórum námsárum og
hefði hafið göngu á fimmta og síð-
asta námsári þessa skóla næsta
vetur hefði hann lifað.
Útför Hjálmars fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Ungur maður, hraustur á sál og
líkama, hverfur eftir skóla. Finnst
tveimur dögum síðar, látinn. Dánar-
orsök óljós, líklega slys. Allt spurn-
ingaflóðið sem steypist fram í hug-
ann við atburðarás af þessu tagi felur
í sér efann um að þetta fái almennt
staðist, að þetta hafi ekki gerst í raun
og veru, að martröðinni hljóti að
ljúka þá og þegar. Og nú er ekki bara
almættið krafið svara heldur allir
þeir sem varpað geta einhverju ljósi
á þetta hræðilega dauðsfall drengs í
blóma lífsins.
Ég hafði séð allt of lítið af ljúf-
lingnum Hjálmari Björnssyni í
seinni tíð. Víxlflakk okkar bræðra til
náms í útlöndum gerði að verkum að
mér brá oftast nær þegar leiðir lágu
saman um jól eða í sumarfríum.
Elstu börnin okkar Bjössa voru farin
að vaxa okkur yfir höfuð og maður
áttaði sig á því, aðeins of seint vita-
skuld, að kannski hefði maður keypt
heldur barnalegar jólagjafir eða of
smáar flíkur handa þeim smærri.
Á þessum strjálu fundum okkar
nú í seinni tíð var alltaf ljóst hvern
mann hann Hjálmar, stóri strák-
urinn Bjössa og Herdísar, hafði að
geyma. Hraustlegur og djarfleitur,
glettinn í fasi en hlýr svo fáum var
betur treystandi til að hafa auga með
eða ofan af fyrir yngri börnunum
meðan við foreldrarnir vorum að
hlýða hvert öðru yfir hvað á dagana
hafði drifið frá síðustu heimsókn. Ég
held einmitt að það hafi fyrst og
fremst verið hlýtt hugarþel þessa
unga manns, sem gerði hann svo
þægilegan í samskiptum hvort sem
það var við háværa og fyrirferðar-
mikla föðurbræður sína eða börnin
þeirra stór og smá.
Hvort sem rifjaðar eru upp háska-
legu brunferðirnar á nýja stýrisleð-
anum á annan í jólum, hjólreiðatúr
um Elliðaárdalinn eða fjölskyldufót-
bolti þar sem hinn rólyndi bróður-
sonur þurfti að sætta sig við ævin-
týralegt keppnisskap sér þrefalt
eldri frænda – alltaf eru minningarn-
ar um hann Hjálmar ljúfar. Hann
var – eins og sagt var um prinsana í
ævintýrunum – hvers manns hug-
ljúfi.
Þess óskar maður heitast að upp-
lýst verði hvað gerðist þennan ör-
lagaríka sumardag í Rotterdam. Guð
veit að knúið er á um svör og þess bið
ég heitast að fyrir okkur muni upp
lokið verða.
Þú augasteinn móður þinnar og
stolt þíns föður, fyrirmynd bræðra
þinna og vinur. Allar minningarnar
um þig geymi ég í brjósti mér, en
núna eru þær sárar. Skarðið í fjöl-
skyldunni er skarð í hjartanu og
minningarnar, sem þar eru geymd-
ar, auka á kvölina. Tíminn á að lækna
öll sár, hjartasár sem önnur en
myndirnar af þér lifa. Ef fagrar
minningar hafa einhvern lækninga-
mátt er ég viss um að minningin um
þig vinnur kraftaverk.
Eiríkur Hjálmarsson.
Elsku Hjálmar, minn besti vinur
og frændi, það líður ekki sá dagur að
ég hugsi ekki um þig og ævintýri
okkar saman. Ég trúi því varla að þú
sért farinn, mér finnst ennþá eins og
þú sért að koma heim í fríið eins og
til stóð. Þú varst svo góður vinur, það
var sama hvað við urðum ósammála,
við náðum alltaf að komast að sam-
komulagi með góðum hætti. Þú varst
efnilegur í skóla og áttir alla framtíð-
ina fyrir þér. Þú varst fyrirmynd
Gísla bróður þíns, það var sama hvað
þið urðuð ósammála um, alltaf leit
hann upp til þín. Ég hefði ekki getað
valið mér betri vin, hvert sem þú
fórst var þér tekið vel og fólki leist
vel á þig. Ási föðurafi og Turid föð-
uramma mín þekktu þig svo vel frá
því þú varst pínulítill, þú varst eins
og eitt af barnabörnum þeirra. Þú
varst mjög gjafmildur og það skipti
ekki máli hvort þú eða ég átti að
splæsa. Þér fannst alltaf gaman að
fara í tívolítæki þar sem þú þorðir að
fara í tæki sem ég var hræddur við
en lét mig hafa það að fara líka þar
sem ég vildi ekki vera minni maður.
Á línuskautum varstu mjög fær, í
pallastökki og góður í íþróttum sem
þú lagðir fullan metnað í, sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur varstu
fylginn þér og metnaðarfullur og góð
fyrirmynd okkar hinna.
Þegar ég fletti í gegnum mynda-
albúmin okkar er varla til sú mynd
sem þú ert ekki á, þú varst stór hluti
af lífi okkar og ert það ennþá.
Manstu þegar þú áttir heima á Höfn í
Hornafirði og ég kom að heimsækja
þig? Þá þurftir þú að kenna mér að
segja „r“ en ég að kenna þér að taka
til. Eða þegar við unnum á grímu-
ballinu klæddir sem Karíus og Bak-
tus? Eða þegar þú áttir heima í
Kópavoginum við hliðina á stórri
brekku þar sem við renndum okkur á
hjólabretti þó svo að mamma þín
væri búin að banna okkur það? Síðan
kom sá tími sem þú fluttir til Hol-
lands og ekki leið á löngu þangað til
við heimsóttum þig þangað, þar fór-
um við á froskaveiðar, ég, þú, Sander
og stundum Gísli, og skemmtum
okkur vel þar. Síðan skruppum við
auðvitað í tívolí þar sem þú varst sá
allra kaldasti, ég man eftir fyrstu
rússíbanaferðinni minni þar sem við
fórum öll saman, ég var dauðhrædd-
ur og meira að segja pabbi líka, og
mamma gargandi í allar áttir á með-
an þú lyftir höndunum skellihlæj-
andi og þig langaði aftur. Síðan fór-
um við í stóra víkingaskipið þar sem
ég hélt mér dauðahaldi en þú bara
slepptir höndum út í loftið og hlóst að
þessu. Já, ég gæti skrifað heila bók
um ævintýri okkar saman en mig
langar að rifja upp þegar þú varst
hér á Íslandi síðastliðin jól, þá var
sko gaman. Það var ekkert heilsu-
fæði þá, nei, við lifðum nánast bara á
pizzum, snakki, gosi og nammi og
eftir svona nokkra daga báðum við
nánast um að fá einhvern almenni-
legan mat. Þá vorum við alltaf að
gera eitthvað, vinir mínir heyrðu
varla í mér því ég var of upptekinn
með frænda mínum, ýmist var það
sund, fótbolti, Championship Mana-
ger sem okkur fannst svo gaman í
eða bara eitthvað annað.
Við töluðum oft um framtíðina og
barst það nokkrum sinnum í tal hvað
þig langaði að koma til Íslands og
fara að læra hér, gista kannski hjá
okkur og vera nánast sem skiptinemi
en mest hlakkaðirðu til að koma til
Íslands 14. júlí og fara að vinna í bæj-
arvinnunni í Kópavoginum enda við
búnir að ákveða fyrir löngu hvað við
ætluðum að bralla saman meðan þú
værir hér. Mig langar að þakka fyrir
þær stundir sem við fengum saman,
þær eru mér ógleymanlegur fjár-
sjóður.
Elsku Herdís, Bjössi, Gísli og
Freyr, amma og fjölskylda, megi
Guð gefa ykkur styrk og lýsa okkur
fram á veginn.
Þinn vinur og frændi,
Ólafur Jónsson.
Ekki átti ég von á að þurfa nokk-
urn tíma að skrifa minningargrein
um Hjálmar, frænda minn sem var
alltaf svo klár og var sífellt að fræða
mig um einhverja hluti sem ég hafði
ekki hugmynd um. Hjálmar var
næstur mér í aldri af öllum frænd-
systkinum mínum og okkur kom yf-
irleitt mjög vel saman þegar við hitt-
umst, sem var reyndar allt of
sjaldan, sérstaklega meðan ég bjó í
Svíþjóð og svo þegar Hjálmar bjó í
Hollandi.
Við vorum bæði miklir „heimspek-
ingar“ þegar við vorum lítil og velt-
um fyrir okkur alls konar hlutum.
Oft vorum við ekki sammála um hver
rétt niðurstaða væri og þá var yf-
irleitt einhver fullorðinn spurður til
þess að vita hvort hefði haft rétt fyrir
sér. Hjálmar var frekar þroskaður
og áhugasamur sem barn enda
fannst mér hann aldrei vera „litli“
frændi þó að hann hafi verið tveim
árum yngri heldur leit ég á hann sem
jafningja þegar við vorum að leika
okkur.
Ég á aldrei eftir að gleyma þegar
öll fjölskyldan hittist heima hjá hon-
um þegar þau bjuggu í Hlíðarhjall-
anum og við fórum út á sleða. Hjálm-
ar átti svo flottan stýrisleða sem allir
vildu prófa. Hann tók síðan upp á því
að renna sér alla leið niður brekkuna
og framfyrir blokkina fyrir neðan, en
sú beygja var svakalega kröpp.
Hjálmar fór það eins og ekkert væri,
á fleygiferð. Ég vildi ólm fá að prófa
líka og fékk að hafa Orra bróður aft-
an á sem var þá bara fjögurra ára.
En ég lenti í vandræðum og náði ekki
beygjunni og flaug fram af brún sem
hefur verið rúmur metri niður á bíla-
plan. Við lentum ofan í snjóskafli svo
enginn meiddist sem betur fer, en
þessu gátum við Hjálmar hlegið að
lengi.
Síðasta skiptið sem ég fékk að
hitta Hjálmar var í jólaboðinu hjá
Óla og Settu um síðustu jól. Ég hafði
ekki séð hann í svolítinn tíma þá, svo
mér brá svolítið að sjá hann fyrst,
Hjálmar litli frændi var orðinn
stærri en ég! Hann var ekki lengur
strákur heldur ungur, myndarlegur
maður. Það kvöld spiluðum við
Hjálmar spurningaleik með Orra,
Gísla, Val og Hrefnu. Kvöldið var
svolítið sérstakt í mínum huga, þar
sem mér fannst eins og við hefðum
farið aftur í tímann þegar við vorum
að leika okkur í svona spurninga-
leikjum sem börn. Um kvöldið fengu
Hjálmar og Gísli far með mér þegar
ég fór heim. Á leiðinni áttum við gott
spjall og við töluðum um hvernig það
yrði þegar þau flyttu heim. Hann var
greinilega farinn að hlakka svolítið
til að koma aftur til Íslands. Það
kvöld var svakaleg hálka og ég á lé-
legum dekkjum svo ég var frekar
smeyk. Þeim bræðrum þótti það
frekar sniðugt. Okkur kom jafnvel
saman þetta kvöld og þegar við vor-
um krakkar og við skildum með bros
á vör. Ég man eftir hvað ég hlakkaði
til að þau kæmu öll heim. Þetta kvöld
verð ég ævinlega þakklát fyrir og
samtalið við þig geymi ég sem gull.
Það er sárt að þurfa að kveðja þig
svona snemma, Hjálmar minn. Þú
áttir svo sannarlega framtíðina fyrir
þér. En ég trúi að þú sért á góðum
stað núna og að við munum hittast
aftur seinna.
Þín frænka,
Birna Kristín.
Ungur drengur heldur á vit æv-
intýranna með vinum sínum. Enn
einu afrekinu var að ljúka, góður
námsárangur og próflok í nánd.
Fögnuður tekur við en drengurinn
snýr ekki heim aftur. Maður fyllist
reiði og spyr ótal spurninga en fær
ekki svör við öllu og erfitt er að sætta
sig við þegar ungur og efnilegur
drengur í blóma lífsins er hrifinn á
brott til himna og við sitjum eftir
með minningarnar einar sem gera þó
það sem hægt er að gera fyrir inn-
antóm hjörtu okkar sem eftir sitjum,
því að minningarnar um góðan
dreng, fallega brosið þitt og hlátur-
inn eiga eftir að ylja okkur um
ókomna tíð.
Elsku Hjálmar minn, allar góðu
stundirnar sem við áttum saman. Á
undanförnum dögum hef ég séð þig
fyrir mér í huga mínum á öllum aldri
síðan þú varst pínulítill á Skjólbraut-
inni, heyrt röddina þína og hlátur
þinn. Þegar ég passaði þig á Hlíð-
arveginum og þú vaknaðir upp og
komst til mín og sagðir að þú mættir
alveg vaka og fá popp og kók. Þér
fannst dýrin í Hálsaskógi svo
skemmtileg að þú gast hlustað á þau
aftur og aftur en það þurfti alltaf að
spóla yfir Mikka ref, þú varst soldið
smeykur við hann. Manstu eftir inni-
skónum sem þú fékkst í jólagjöf.
Mamma þín kallaði þá guttaskó og
þú þorðir aldrei að fara í þá, þú hélst
að þeir mundu bíta. Playmodýra-
garðurinn sem þú fékkst frá pabba
þínum þegar Gísli fæddist. Í samein-
ingu tókst okkur að byggja glæsileg-
an dýragarð. Jón Oddur og Jón
Bjarni. Já, manstu þegar þú komst
til mín sex ára gamall og sagðir að ég
væri sko komin með unglingaveikina
eins og Anna Jóna systir þeirra
bræðra. Vá, hvað ég varð móðguð.
Við rifjuðum þetta allt upp þegar þú
komst til mín fyrir síðustu jól með
opinn faðm, fallegt bros og koss á
kinn og segir: „Ég er orðinn stærri
en þú.“ Svo ́96 þegar þið komuð til Ís-
lands og ég passaði ykkur bræðurna
í síðasta skiptið hjá Þóru og Ómari
og þið sunguð hollenska vögguvísu
fyrir mig og svo söng ég „Dvel ég í
draumahöll“ fyrir ykkur eins og ég
gerði alltaf, þegar ég passaði ykkur.
Elsku frændi, ég veit að þú ert á góð-
um og fallegum stað með Halla afa
og í huga mínum verður þú alltaf hjá
mér þangað til við hittumst aftur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Herdís, Bjössi, Gísli, Freyr
og fjölskylda mín öll. Leið okkar
liggur um dimman dal þar sem við
verðum að takast í hendur og feta
okkur með Guði í átt að þeirri skímu
sem við mynni dalsins verður að sól-
arljósi þar sem við getum yljað okk-
ur með hlýjum minningum um þig,
elsku Hjálmar minn.
Þín frænka
Ína Hrund.
Okkur systkinin langar til að
minnast frænda okkar Hjálmars
Björnssonar sem var tekinn svo
skyndilega frá okkur. Engin orð fá
lýst harmi okkar og söknuði og við
eigum ennþá erfitt með að trúa því
að hann sé farinn frá okkur. Hann
sem átti alla framtíðina fyrir sér.
Hjálmar var mjög metnaðargjarn
og ákveðinn strákur og stundaði nám
sitt af krafti eins og annað sem hann
tók sér fyrir hendur. Það var auðvelt
og þægilegt að biðja hann um hjálp
og hann var ávallt reiðubúinn að
hjálpa öðrum.
Við eigum margar góðar minning-
ar um hann Hjálmar okkar og ein
eftirminnilegasta minningin er
hvernig hann borðaði bingókúlur.
Honum fannst þær svo góðar og sást
það langar leiðir að hann hafði verið
að borða bingókúlur því hann varð
alltaf svartur og kámugur kringum
munninn af þeim og fyndnast af öllu
var það að hann tók aldrei eftir því
sjálfur.
Við áttum margar yndislegar
stundir með Hjálmari og er sárt að
hugsa til þess að þær verða ekki
fleiri. Við eigum erfitt með að sætta
okkur við andlát hans því þetta er
svo óréttlátt. Það sem getur hjálpað
okkur í gegnum þennan erfiða tíma
eru góðu minningarnar sem við höf-
um um hann. Hann var svo yndisleg-
ur frændi og hafði svo mikla
útgeislun. Missirinn er mikill og
HJÁLMAR
BJÖRNSSON
Elsku vinur. Það var
mikið áfall fyrir okkar
litlu fjölskyldu að
frétta það fyrst að
kvöldi 23. júní að þú
hefðir yfirgefið þennan
heim, og sárt er að hafa ekki getað
fengið að fylgja þér og kveðja.
En elsku Kristján, minningarnar
eru yndislegar sem við eigum um
þig en þær tekur enginn frá okkur,
öll jólin okkar saman, gamlárs-
kvöldin og hið daglega líf. Eða úti-
legurnar, – þú gast nú aldeilis
skammast yfir veginum í Húsafell
og sparaðir ekki orðin þá frekar en
fyrri daginn. Eða þegar þú komst
heim með vídeóspólu, þá ruku allir
krakkarnir niður til afa því þú tókst
KRISTJÁN JÓHANN
FINNBJÖRNSSON
✝ Kristján JóhannFinnbjörnsson
fæddist 14. apríl
1921 á Látrum í
Aðalvík. Hann lést á
Landspítalanum 7.
júní og var útför
hans gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 14.
júní.
bara spennu- og has-
armyndir.
Þegar við fórum að
versla saman þá týnd-
ist þú alltaf í búðunum,
svo hlóstu bara og
sagðir: „Ég sá ykkur
allan tímann.“ Eða að
fara með þér í bíltúr –
þá fór nú adrenalínið
af stað, því þú hafðir
nefnilega þínar eigin
umferðarreglur og
þrumuræðurnar sem
þú hélst stundum um
menn og málefni, – þá
héldu allir að þú værir
reiður … en nei, maður leit þá bara
í augun þín sem dönsuðu af stríðni
og gleði.
Sagt er að augun séu spegill sál-
arinnar og sál þín var svo sann-
arlega fögur, elsku vinur. Við vitum
að himneskur englaher hefur tekið á
móti þér og sjálfsagt hefur gullinn
voffi verið með í hópnum líka.
Elsku Kristján afi, það voru for-
réttindi að þekkja þig og minning
þín mun alltaf lifa með okkur.
Kristín Halla og fjölskylda.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Birting afmælis- og
minningargreina