Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vignir Þórssonfæddist í
Reykjavík 20. maí
1967. Hann lést á
heimili sínu mið-
vikudaginn 10. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Þór
Ástþórsson, f. 3.3.
1932, d. 8.6. 2002,
og Marlaug Einars-
dóttir, f. 18.7. 1933.
Systkini Vignis eru:
1) Sigríður, f. 25.5.
1955. Synir Sigríðar
eru Ingvar Þór og
Eyvar Örn Geirs-
synir. Sambýlismaður Sigríðar
er Björgvin J. Jóhannsson. 2)
Rósa Guðný, f. 30.9. 1958. Dóttir
Rósu er Þórunn Þórsdóttir.
Sambýlismaður Rósu er Örn
Viðar Erlendsson. Bróðir Vignis
samfeðra er Arnþór Þórsson, f.
16.5. 1951. Börn
Arnþórs eru Kári
Þór, Ívar, og Sig-
ríður Rut. Sam-
býliskona Arnþórs
er Brynja Baldurs-
dóttir.
Vignir ólst upp í
Hafnarfirði hjá for-
eldrum sínum og
systrum. 22ja ára
gamall flutti hann á
sambýlið að Eini-
bergi 29 í Hafnar-
firði þar sem hann
bjó til dauðadags.
Vignir var í Þjálf-
unarskóla ríkisins á Kópavogs-
hæli og frá 18 ára aldri í
Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni
Hafnarfirði.
Útför Vignis fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin 16. júlí klukkan 13.30.
Ég horfi í himininn
sé stjörnu skína
það er stjarnan þín.
Ég hugsa
til þín
man brosið þitt
hlátur
og allt það góða
sem þú gafst.
Og þegar sólin
kemur upp
vaxa blóm
af tárum okkar
kærleiksblóm
(S.Ó.)
Hjá okkur í Einibergi er höggvið
stórt skarð sem seint verður fyllt.
Vignir eða Viggi, eins og við köll-
uðum hann, bjó í Einibergi frá því
að heimilið var stofnað og setti
hann mark sitt á það. Hann heillaði
alla með skemmtilegri framkomu
sinni, hlátri og stríðni. Þegar við
sitjum hér og minnumst Vigga
sjáum við hann fyrir okkur hlæj-
andi í svarta stólnum sínum snú-
andi sér í hringi, í heita pottinum
og úti, sama hvernig viðraði. Viggi
var mjög félagslyndur og naut sín
vel í fjölmenni og þar sem hann
var, var alltaf gleði.
Við teljum að það þurfi mjög
sterka og þroskaða sál til að fæð-
ast í svo fatlaðan líkama og takast
á við þær hömlur sem því fylgir.
Þrátt fyrir þær hélt Viggi alltaf
lífsgleði sinni og jákvæði. Það var
ekki síst því að þakka að hann átti
yndislega fjölskyldu og var stór-
kostlegt að fylgjast með hvernig
hún umvafði Vigga ástúð og vænt-
umþykju.
Viggi gaf okkur meira en við
gátum nokkurn tímann gefið hon-
um. Gleðin og þrautseigjan, brosið
á erfiðum stundum sagði meira en
nokkur orð. Viggi elskaði lífið og
kenndi okkur að gera slíkt hið
sama. Við hin ófötluðu erum alltaf
að læra. Fatlaðir kenna okkur að
meta lífið og gæði þess.
Mallý, Sísí, Rósa og fjölskylda,
megi Guð veita ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Vinir, Einibergi 29.
Við viljum minnast vinar okkar
og félaga til margra ára Vignis
Þórssonar og þakka honum sam-
fylgdina.
Vignir var gæddur gleði og lífs-
krafti sem kom okkur stöðugt á
óvart.
Kraftur hans við að takast það
sem hann ætlaði sér, nú síðustu ár
meira af vilja en mætti, fyllti okkur
aðdáun. Hann átti mjög auðvelt
með að hrífa okkur með sér í
glettni sinni og kátínu. Næmi
Vignis á umhverfið hjálpaði honum
við að taka skjótar ákvarðanir og
vera góður mannþekkjari.
Vignir átti yndislega foreldra
sem komu og sýndu því áhuga sem
hér fór fram. Faðir Vignis sem lést
þann 8. júní síðastliðinn hannaði og
smíðaði fyrir okkur þjálfunargögn
sem njóta mikilla vinsælda hér og
munu minna okkur notalega á þá
feðga í framtíðinni.
Í okkar samheldna hópi er nú
stórt skarð, guð blessi minningu
Vignis.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festing færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt
og hljótt,
svo blakti síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Samúðarkveðjur sendum við
móður Vignis, fjölskyldu, sambýlis-
fólki og starfsfólki Einibergi 29.
Þjónustunotendur og
starfsfólk Hæfingarstöðv-
arinnar Bæjarhrauni 2.
Það er erfitt að skrifa um Vigni.
Þeir sem ekki þekktu hann verða
engu nær um hversu frábær mann-
eskja hann var og fyrir þá sem
kynntust honum verða svona línur
ekki annað en andlaust pár út í
loftið. Við skynjuðum það þegar
hann var borinn út af heimili sínu í
Einiberginu daginn sem hann dó.
Það var eins og sterkur dragsúgur
hefði farið þar um og maður fann
að stór sál var horfin úr húsinu.
Slíku verður ekki lýst með orðum
en þannig var Vignir einmitt. Hann
hafði ekki möguleika á að sjá eða
tjá sig með orðum en Vignir var
sterk persóna og hafði svo mikla
nálægð að hann heillaði alla upp úr
skónum sem báru gæfu til að
kynnast honum. Það mætti eyða
mörgum orðum í að lýsa fötlunum
og erfiðleikum sem Vignir þurfti að
glíma við, en það er ekki það sem
maður kemur til með að muna
heldur hversu ákveðinn, hugrakk-
ur, duglegur og skemmtilegur
Vignir var. Það eru ótrúleg forrétt-
indi að hafa fengið að kynnast hon-
um.
Kynni okkar hófust árið 1987
þegar Ársæll byrjaði að vinna í
sumarbúðum Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra í Reykjadal. Eftir
sumardvölina bauðst okkur að fá
Vigni í heimsókn upp á Akranes
nokkrar helgar yfir veturinn og
eftir það losnaði hann hreinlega
ekki við okkur. Þar með hófust líka
reglulegar ferðir Vignis með Akra-
borginni sem hann tók af einstakri
prúðmennsku. Eftir að Ársæll fór
til Reykjavíkur í skóla tóku aðrir
fjölskyldumeðlimir við helgarheim-
sóknunum sem voru orðnar alger-
lega óaðskiljanlegur hluti fjöl-
skyldulífsins. Við héldum líka
áfram að hitta hann í Reykjadal í
nokkur sumur og ekki er nema ár
síðan að Alda hætti að vinna hjá
honum á Einiberginu. Að auki
komst á ómetanlegur vinskapur við
foreldra Vignis sem hefur haldist
óslitið síðan. Hann átti frábæra
mömmu og pabba sem gerðu allt
sem þau gátu til að Vigni liði sem
best og unnu um leið ómetanlegt
starf í þágu fatlaðra á Íslandi.
Vignir var alinn upp í því að vera
sjálfstæður og bjarga sér sjálfur.
Hann var ótrúlega næmur á um-
hverfi sitt og hæfileiki hans til að
geta fundið það sem hann langaði í
gerði alla orðlausa. Þá ekki síður
þvermóðskan og ákveðnin sem
hann sýndi í hvert skipti sem hon-
um þótti sér misboðið. Hann var
mikill áhugamaður um sund og það
hvernig hann gat tímunum saman
svamlað og kafað í lauginni alger-
lega óstuddur er betri vitnisburður
um hugrekki og sjálfstæði en mörg
orð. En Vignir lærði líka að ganga
þvert á allar spár fagaðila.
Vegna þess hversu Vignir var
háður öðrum um daglegar athafnir
var eins og maður væri stöðugt að
gefa honum eitthvað af sér, en á
endanum er það svo augljóst að við
fengum miklu meira frá honum en
hann frá okkur. Maður getur lært
margt af því að hlusta á gott fólk
en vinir eins og Vignir kenna
manni samt langmest og það án
þess að nokkur orð séu sögð.
Pabbi Vignis, Þór Ástþórsson,
lést fyrir mánuði eftir erfið veik-
indi. Þeir feðgar voru miklir fé-
lagar og ósjálfrátt finnst manni að
nú sé Vignir búinn að finna sér
sæti í eilífðinni undir handarjaðri
pabba.
Við skulum sól
sömu báðir
hinzta sinn
við haf líta.
Létt mun þá leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr.
(Jónas Hallgr.)
Ársæll, Alda, Áslaug, Guðný
og aðrir vinir af Akranesi.
VIGNIR
ÞÓRSSON
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
!
"# $
!
"
% &'(& )*
+,, && )* " $ &) -&
"$%.&& -& / ) $0* )*
#1.&& -& 2 &34 $& )*
'(&.&& -& & 2& )*
-$+ & +&.
516
644 " #, 7
-$ &
#
$
% ! &
"
8 & ."(')(& )*
&".5* )* &)8*& -&
$.5* )* 5-# )5-# ) -&
9# 5.5* -& % &4. $ )*
"(')(&:.5* -& % 2(& )*
" ' &&1.5* -& 5* /& )*
' ;-$ &$ ' +&.
'"
<6
6%=6
1 <*, $ 7
3,2 #,
(
)
* &
&
+&
*
,-
&
.
+
+
&& % &<, )*
% &<, )*
<,6&$ & -& && 5*&&$2*& )*
8* &&&& % & -&
& 2 ,<, -&
% & +<, )*
$2*& <, -&.
/
=64.=</ "'
,3
% !
#-
00+
'(&&$ -&
# &) &$ )* && 4
4
$ '&& )*
&& 2 &&& -&.
1
)
8/ "
#$->?
4- ' +9
(
)
* &
$
2
" '&)" )*
2 &&& -& # * -' )*
6&$4(&& -& " )*
-$+ & +&.