Morgunblaðið - 19.07.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Landsvirkjunar sam-
þykkti á fundi sínum í gær að veita
Friðriki Sophussyni forstjóra heim-
ild til að undirrita samning við
bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem
hyggst reisa álver í Reyðarfirði, um
skiptingu kostnaðar vegna undir-
búningsframkvæmda við Kára-
hnjúkavirkjun í sumar. Jafnframt
var forstjóra veitt heimild til að
undirrita viljayfirlýsingu, fyrir
hönd Landsvirkjunar, við Alcoa og
stjórnvöld vegna áframhaldandi ál-
versviðræðna. Báðar þessar undir-
ritanir fara fram í dag en viðræður
hafa staðið yfir við fulltrúa Alcoa
síðustu daga.
Friðrik sagði við Morgunblaðið
að samkvæmt samningnum vegna
undirbúningsframkvæmdanna
myndi Alcoa skuldbinda sig til að
greiða 75% af kostnaðinum og
Landsvirkjun afganginn. Áætlað er
að framkvæmdirnar kosti rúmar
600 milljónir króna þannig að hlut-
ur Alcoa er um 450 milljónir og
hlutur Landsvirkjunar 150 milljón-
ir. Að sögn Friðriks verður álfyr-
irtækinu endurgreidd þessi upp-
hæð þegar ákveðið verður
endanlega að ráðast í virkjanafram-
kvæmdir vegna álvers í Reyðar-
firði.
Framkvæmdirnar verða á Kára-
hnjúkasvæðinu og felast í vegagerð
frá Laugarfelli að Hálslóni á um 25
km löngum kafla, lagningu bráða-
birgðabrúar yfir Jökulsá á Brú,
öðru nafni Jökulsá á Dal, og lagn-
ingu rafmagnskapals að vinnusvæði
við Kárahnjúka.
„Af okkar hálfu skiptir þetta
samkomulag afar miklu máli. Í því
felst talsverð skuldbinding Alcoa,
sem ætti að vera merki um alvöru
þeirra og áhuga á verkinu, þótt auð-
vitað eigi eftir að semja um veiga-
mikil atriði eins og orkuverð til ál-
versins. Viðræður um það hafa
staðið yfir,“ sagði Friðrik.
Undirbúningsframkvæmdirnar
verða auglýstar til útboðs á næstu
dögum og að sögn Friðriks gerir
Landsvirkjun sér vonir um að hefj-
ast handa á Austurlandi strax í
næsta mánuði. Hann sagði að með
því að hefja framkvæmdirnar þetta
fljótt myndi það stytta heildarverk-
tímann töluvert.
„Ef okkur hefði ekki tekist að
vinna að þessu núna á sumar- og
haustmánuðum hefði verkið tafist
um tæpt ár. Verið er að flýta af-
hendingu orkunnar frá virkjuninni.
Af þeim sökum er eðlilegt að fyr-
irhugaður raforkukaupandi taki
þátt í þeirri áhættu sem felst í því
að fara af stað áður en samningar
eru undirritaðir,“ sagði Friðrik.
Yfirlýsingu talsmanns Alcoa
um verndarsvæði fagnað
Jake Siewert, upplýsingafulltrúi
Alcoa, sagði í Morgunblaðinu í gær
að fyrirtækið væri reiðubúið til við-
ræðna um þátttöku í uppbyggingu
verndarsvæðis í tengslum við fjár-
festingu þeirra en stjórnendur Al-
coa hafa verið hrifnir af framkomn-
um hugmyndum hér á landi um
þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Að-
spurður um viðbrögð við þessari yf-
irlýsingu sagðist Friðrik Sophusson
fagna henni. Hún félli ágætlega
saman við þá stefnu sem Lands-
virkjun hefði uppi í málinu og vildi
sjá gerast á Austurlandi.
„Það skiptir máli að fyrirtæki
sem nýta orku á þessu svæði, bæði
orkuveitandi og -kaupandi, taki
þátt í því að vernda umhverfið sem
allra mest, og þá í takt við það sem
stjórnvöld vilja,“ sagði Friðrik.
Landsvirkjun og Alcoa gera samkomulag vegna
undirbúningsframkvæmda við Kárahnjúkavirkjun
Alcoa greiðir 450 millj-
ónir króna í sumar
!
"
FASTEIGNAMAT eigna Jóns
Ólafssonar við Laugaveg, sem borg-
arráð hefur samþykkt að kaupa nem-
ur rúmum 111 milljónum króna og
brunabótamatið rúmum 188 milljón-
um króna. Samkvæmt samþykkt
borgarráðs kaupir Skipulagssjóður
Reykjavíkurborgar eignirnar á 140
milljónir króna en tilboðið nær til
fasteignanna nr. 86, 86b, 92, og 94 við
Laugaveg.
Samkvæmt verðmati Eignamiðl-
unarinnar ehf. dagsettu 22. febrúar
2001 er markaðsverð fasteignanna
142,5 milljónir króna að meðtöldum
byggingarétti á Laugavegi 86 og 86b.
Í matsskýrslunni kemur fram að
ástand og útlit Stjörnubíós við
Laugaveg 94 sé allgott og er áætlað
markaðsverð 84,5 milljónir króna.
Um Laugaveg 92 segir að ástand og
útlit sé þokkalegt og áætlað mark-
aðsverð 9,5 milljónir króna. Eigna-
miðlunin segir í skýrslu sinni um
Laugaveg 86 og 86b að húsin séu
einskis virði ef byggja eigi á lóðunum,
en áætlað markaðsverð byggingar-
réttarins sé 48,5 milljónir króna. Auk
þess segir í skýrslunni að áætlað
markaðsverð byggingaréttar II sé
86,4 milljónir króna en ekki er til-
greint nákvæmlega hvar sá reitur er.
Metur húseignirnar
á 124 milljónir
Í verðmati Almennu verkfræði-
stofunnar hf. dagsettu 24. maí 2002
er áætlað markaðsverð umræddra
húseigna 124 milljónir króna. Fram
fór lausleg skoðun á ástandi mann-
virkjanna og umsögn um þau og mat
á söluverðmæti þeirra miðað við
óbreytt ástand. Einnig listaði verk-
fræðistofan upp þau atriði sem
Skipulagssjóður þarf að gera til að-
skipulag á Stjörnubíóreitnum komist
til framkvæmda og gerði grein fyrir
þörf á niðurrifi. Loks var fram-
kvæmdakostnaður áætlaður sem og
söluandvirði byggingaréttar.
Í skýrslunni segir að áætlað verð-
mæti byggingaréttar á lóðunum þeg-
ar búið sé að fjarlægja núverandi
hús, sé 230–250 milljónir króna.
Verkfræðistofan segir ástand
Stjörnubíós allgott og metur hús-
eignina á 64 milljónir króna. Um
Laugaveg 92 segir að erfitt sé að
meta húsið nema með nánari könnun
en markaðsverðið nú er áætlað 14
milljónir króna. Laugavegur 86 er þá
talinn vera orðinn lélegur en sölu-
verðmætið þó talið vera 35 milljónir
króna, eða tæpum 13 milljónum
meira en brunabótamatið segir til
um. Þá segir um Laugaveg 86b að
ástand hússins sé líklega svipað og
Laugavegur 86 og er söluverðmætið
áætlað 11 milljónir króna.
Samkvæmt gögnum frá FMR er
brunabótamat Stjörnubíós 147,8
milljónir króna. Fasteignamatið er
56,4 milljónir króna. Brunabótamat
Laugavegar 92 er 8,9 milljónir króna
og fasteignamatið 11,9 milljónir. Þá
er brunabótmat Laugavegar 86b 9,6
milljónir og fasteignamatið 12,2 millj-
ónir. Loks er brunabótamat Lauga-
vegar 86 22,3 milljónir og fasteigna-
matið 30,9 milljónir.
Borgin keypti fasteignir Jóns Ólafssonar við Laugaveg á 140 milljónir króna
Brunabótamat 188 milljónir
og fasteignamat 111 milljónir
NÝJA lágvöruverðsverslunin
Europris verður opnuð á Lyng-
hálsi 4 á laugardaginn og var
undirbúningur þar í fullum gangi
þegar ljósmyndara Morgunblaðs-
ins bar að garði í gær. Ráðgert
er að opna aðra Europris-verslun
í Skútuvogi innan fárra vikna, en
verslanirnar munu bjóða upp á
sérvöru og matvöru á lágu verði.
Að sögn Matthíasar Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra Eu-
ropris á Íslandi, er Europris-
keðjan tíu ára gömul og norsk að
uppruna.
„Það eru um 115 svona versl-
anir í Noregi en einingin hér er
alveg sjálfstæð og ekki í eigu
Norðmanna,“ bendir Matthías á.
Svipuð uppbygging
og í Noregi
Matthías segir að verslanirnar
hér á landi verði svipað byggðar
upp og þær í Noregi, en þó verði
talsvert meira af ferskvöru í ís-
lensku verslununum en þeim
norsku.
„Vöruúrvalið í Europris er fjöl-
breyttara en í hefðbundnum lág-
vöruverðsverslunum hér á landi.
Við erum með talsvert af bús-
áhöldum, verkfærum og einnig
fatnaði,“ segir hann.
Matthías leggur áherslu á að
verslunin verði opin frá ellefu
fyrir hádegi og til átta á kvöldin
alla daga vikunnar, líka sunnu-
daga. Hann telur að það sé tví-
mælalaust markaður fyrir svona
verslun hér á landi og undir-
strikar að stór hluti varanna
komi frá Noregi, auk þess sem
þau fái vörur frá heildsölum á Ís-
landi. Hann segir að búið sé að
manna þær stöður sem í boði séu
á Lynghálsi en um tíu manns
koma til með að starfa í þeirri
verslun.
Morgunblaðið/Arnaldur
Undirbúningur fyrir opnun Europris-verslunarinnar á Lynghálsi stendur nú sem hæst.
Europris
opnuð á
laug-
ardag
TÓMAS Ingi Olrich, menntamála-
ráðherra, segir að mjög brýnt sé að
tekið sé á húsnæðismálum Mennta-
skólans í Reykjavík og ýmissa ann-
arra skóla á höfuðborgarsvæðinu
og þegar sé hafin vinna við það í
menntamálaráðuneytinu.
Ólafur Oddsson, kennari við MR,
vakti athygli á húsnæðisvandræð-
um skólans og þá hættu að menn-
ingarsöguleg verðmæti glötuðust, í
tveimur greinum í Morgunblaðinu í
gær og fyrradag.
Tómas Ingi Olrich, menntamála-
ráðherra, segir að ekki sé tíma-
bært að greina frá hvað til standi
að gera, en tekur undir það álit að
húsnæðismál Menntaskólans í
Reykjavík séu algerlega óviðun-
andi. Mjög brýnt sé að leysa úr
þeim, sem og húsnæðismálum ým-
issa annarra skóla á höfuðborgar-
svæðinu og sé undirbúningsvinna
hafin.
Málefni
MR til
skoðunar
STJÓRN SPRON, Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, fundaði
síðdegis í gær og hefur verið boðuð
til fundar að nýju í dag. Að sögn Jóns
G. Tómassonar, stjórnarformanns
SPRON, var ekki tekin ákvörðun um
það á fundinum í gær hvenær boðað
yrði til fundar með stofnfjáreigend-
um, líkt og fimm þeirra hafa farið
fram á. Jón sagði að yfirlýsing um
það yrði gefin út að loknum stjórn-
arfundi í dag. Enn væri beðið nið-
urstöðu Fjármálaeftirlitsins.
Stjórn SPRON
fundar að
nýju í dag
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveit-
ar, nýs sameinaðs sveitarfélags
Ljósavatns-, Bárðdæla-, Háls- og
Reykdælahrepps, hefur samþykkt
að ráða Jóhann Guðna Reynisson,
upplýsingastjóra Hafnarfjarðarbæj-
ar, sem sveitarstjóra.
Jóhann Guðni var valinn úr hópi
18 umsækjenda en umsóknarfrestur
rann út 1. júlí síðastliðinn. Hann tek-
ur til starfa í Þingeyjarsveit 15.
ágúst næstkomandi. Aðsetur
sveitarstjórnar er á Laugum en Jó-
hann Guðni bjó þar og starfaði um
skeið sem framhaldsskólakennari.
Sveitarstjóri
ráðinn í
Þingeyjarsveit