Morgunblaðið - 19.07.2002, Síða 16
AKUREYRI
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Jurtaestrogen úr rauðsmára
fyrir konur á breytingaskeiði.
(ath. aðeins einn belgur á dag)
www.islandia.is/~heilsuhorn
Jurtaestrogen
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD
Hljómarfrá Keflavíkl í
Hinir einu og sönnu
HRAFNHILDUR Hafberg kveðst
afar ánægð með álit kærunefndar
jafnréttismála þess efnis að Leik-
félag Akureyrar hafi brotið gegn
ákvæðum laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla við
ráðningu í stöðu leikhússtjóra.
Hrafnhildur var einn umsækjenda
um stöðuna, en alls bárust tólf um-
sóknir, þar af ellefu frá körlum og
var einn þeirra ráðinn til starfans.
Óskaði Hrafnhildur eftir því að
kærunefndin tæki afstöðu til þess
hvort sú ráðning bryti gegn jafn-
réttislögum og birti nefndin álit
sitt í liðinni viku þar sem komist
var að þeirri niðurstöðu að svo
hefði verið.
Hrafnhildur mun í samráði við
lögfræðing sinn setja fram kröfu
um bætur á hendur Leikfélagi Ak-
ureyrar, en hún segir fordæmi fyr-
ir því að greidd séu laun leikhús-
stjóra í hálft ár í tilfellum sem
þessum.
„Ég er ákaflega ánægð með
þessa niðurstöðu, bæði fyrir mig
persónulega og jafnréttisbaráttuna
í leikhúsheiminum, en mér hefur
sýnst sem konur eigi oft ekki auð-
velt uppdráttar þar,“ sagði Hrafn-
hildur.
„Þetta hefði í raun ekki getað
farið betur, því samkvæmt áliti
kærunefndar var ég dæmd hæfari
til að gegna stöðunni en sá sem
ráðinn var. Tilgangur minn með
kærunni var m.a. að fá aðra óháða
aðila til að leggja mat á þann þátt,“
sagði Hrafnhildur.
Hún sagði að við ráðningu í starf
leikhússstjóra hefði menntun sín
ekki verið metin að verðleikum.
„Það eru slæm skilaboð, bæði til
kvenna og ungs fólks almennt sem
nú er að mennta sig. Menn gætu
spurt sig til hvers þeir væru að
afla sér menntunar ef hún svo ekki
er metin.“ Hrafnhildur kvaðst leið
yfir ýmsum ummælum formanns
leikhúsráðs, Valgerðar H. Bjarna-
dóttur, sem féllu í tilefni af áliti
kærunefndar. Hefði hún farið með
beinar rangfærslur og vegið mjög
að starfsheiðri sínum og sum um-
mælanna mætti flokka sem hrein-
an atvinnuróg.
Hrafnhildur Hafberg fagnar áliti kærunefndar
Hyggst krefja Leikfélag
Akureyrar um bætur
MEGAS kemur fram á tónleikum í
Deiglunni í Kaupvangsstræti á Ak-
ureyri í kvöld, föstudagskvöldið 19.
júlí kl. 21.30.
Í Deiglunni stendur einnig yfir
sýning á verkum Megasar undir yf-
irskriftinni „Megas – margmiðl-
unarsýning“. Þannig býðst gestum
það einstæða tækifæri að fá að
njóta mynd- og tónlistar á sama
tíma.
Þess skal einnig getið, að þetta er
í fyrsta skipti í að minnsta kosti 15
ár sem hægt er að kaupa myndverk
eftir Megas, en tuttugu og ein mis-
munandi mynd er til sölu, sjálfs-
myndir og gámamyndir frá árunum
1984–85. Einnig er bókin um Megas
fáanleg á sýningunni og tónleik-
unum á sérstöku tilboðsverði.
Miðaverð á tónleikana er 2000
krónur og er forsala hjá Gilfélaginu
í síma 466-2609.
Morgunblaðið/Einar Falur
Megas á
tónleikum
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldisins
verður haldin í sjötta sinn í Hrísey
um helgina, en hún hefst í dag,
föstudag, og stendur fram á sunnu-
dag.
Gestir fá afhent vegabréf ásamt
dagskrá um borð í ferjunni, en
siglingin tekur um 15 mínútur.
Auðvelt er að taka með tjaldvagna
og fellihýsi um borð. Tjaldstæði
eru ókeypis. Ferðir frá bryggju að
tjaldstæði eru í boði.
Hátíðin verður formlega sett kl.
18 í dag. Leiktæki fyrir börn verða
opin, boðið verður upp á ökuferð
um þorpið og diskótek fyrir yngstu
kynslóðina. Um kvöldið verður
fuglaskoðunarferð með leiðsögn,
sólarlagssigling, ljósmyndasýning
verður opnuð í Brekku og hljóm-
sveitir leika.
Markaðstorg verður opið á laug-
ardag og sunnudag og keppt verð-
ur í akstursleikni á dráttarvélum.
Af öðrum dagskrárliðum má nefna
fótboltamót fyrir 12 ára og yngri,
ökuferðir út í vita, söngvarakeppni
barna, gönguferðir með leiðsögn,
ratleik og Hríseyjarhreysti fyrir 12
til 15 ára. Kvöldvaka þar sem Karl
Ágúst Úlfsson kemur fram verður
um kvöldið auk fleiri atriða og að
sjálfsögðu verður kveikt á útigrill-
um á svæðinu. Þá verður varð-
eldur, óvissuferð og dansleikur.
Á sunnudag verður hið árlega
Hrísyejarhlaup og eru tvær vega-
lengdir í boði, 3,5 km og 10 km, en
ræst verður kl. 14. Hlaupið er í lítt
snortinni náttúru eyjarinnar og
hefur þetta hlaup vakið æ meiri at-
hygli hlaupara hér á landi.
Nánari upplýsingar um fjöl-
skylduhátíðina og Hríseyj-
arhlaupið má finna á heimasíðunni
www.hrisey.is eða á skrifstofu
hreppsins.
Fjölskyldu-
hátíð fullveldis-
ins í Hrísey
BORINN Sleipnir hefur hafið bor-
un eftir gufu norðanundir Bæj-
arfjalli nokkur hundruð metra frá
skála Aðaldælahrepps og eru
menn komnir á um 120 metra
dýpi. Gert er ráð fyrir að holan
geti orðið 1.600 metra djúp áður
en lýkur og er gerð sem vinnslu-
hola ef gufa finnst.
Á Þeistareykjum var búið fyrr á
öldum og var talið gott undir bú
en staðurinn mjög afskekktur.
Ágætur skáli Aðaldælahrepps er
hitaður með jarðhita. Sæmileg
jeppaslóð er af Kísilvegi norður á
Þeistareyki. Aðaldælahreppur og
Reykdælir eiga landið en Orku-
veiturnar á Húsavík og Akureyri
eru einnig aðilar að borun sem
gerð er til að afla fyllri upplýsinga
um orkuvinnslugetu og eiginleika
svæðisins. Frá Þeistareykjum eru
um 25 km til Húsavíkur og fram-
kvæmanlegt að flytja gufu þaðan
til strandar. Þannig fengist vænt-
anlega mest fyrir orkuna ef mark-
aður fyndist þó raforkuver á
Þeistareykjum gæti einnig komið
til greina.
Sleipnir
við borun
á Þeista-
reykjum
Mývatnssveit
Morgunblaðið/BFH
Borinn Sleipnir hefur hafið borun eftir gufu norðanundir Bæjarfjalli.
ALLS hafa verið afhentir 20 styrkir
úr Menningarsjóði KEA, en alls bár-
ust 49 umsóknir um styrki úr sjóðn-
um. Hver styrkur er að upphæð 100
þúsund krónur.
Þeir sem hlutu styrki að þessu
sinni eru: Dangotrío Hrafnaspark,
Akureyri, styrkur vegna ferðar til
Svíþjóðar, Skútustaðakirkja, Mý-
vatnssveit, styrkur til kaupa á pípu-
orgeli, Kvenfélagið Baldursbrá, Ak-
ureyri, styrkur til söfnunar vegna
kaupa á steindum glugga í Glerár-
kirkju, Lára Sóley Jóhannsdóttir,
Húsavík, styrkur til greiðslu skóla-
gjalda vegna fiðlunáms, Mývatns-
safn, styrkur til reksturs safnsins,
Sólseturskórinn, Kór eldri borgara,
Húsavík, styrkur vegna kóramóts
eldri borgara og söngskemmtana-
halds, „Músík í Mývatnssveit“,
styrkur vegna páskatónleika 2002,
Lúðrasveit Akureyrar, styrkur
vegna ferðar til Svíþjóðar í tilefni af
60 ára afmæli sveitarinnar, Björn
Þorláksson, Akureyri, styrkur vegna
bókaútgáfu, Kór Glerárkirkju, Akur-
eyri, styrkur vegna tónleikaferðar til
Ungverjalands, Áhugafólk um Þjóð-
lagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar,
styrkur til uppbyggingar setursins á
Siglufirði, Hlöðver Sigurðsson,
Siglufirði, styrkur til söngnáms,
Húsabakkakórinn „Góðir Hálsar“,
Svarfaðardal, styrkur vegna útgáfu
á geisladiski, Haraldur Ingi Har-
aldsson, Hrísey, styrkur til rann-
sókna á íslenskum sagnaarfi, Menn-
ingarhátíð í Mývatnssveit, styrkur
vegna hátíðartónleika 16. júní 2002,
Flugsafnið á Akureyri, styrkjur til
uppbyggingar safnsins, Arnarauga /
Örn Ingi, Akureyri, styrkur vegna
gerðar kvikmyndarinnar Gildrunn-
ar, Jóhann Áreliuz, Hrísey, styrkur
vegna skrifa á fyrra bindi „skáld-
ævisögu“ umsækjanda, UMF Efl-
ing, Reykjadal, styrkur vegna upp-
setningar á „Fiðlaranum á þakinu“,
Júlíus Björnsson / Sigrún Björns-
dóttir, Akureyri, styrkur vegna
komu hljómsveitarinnar Jazz in
Dukes frá Svíþjóð til Akureyrar,
Húsavíkur og Dalvíkur.
Menningarsjóður KEA veitir 20 styrki
Styrkir
afhentir
Styrkir úr Menningarsjóði KEA hafa verið afhentir. Á myndinni eru
styrkþegar ásamt stjórnarmönnum í Menningarsjóði KEA.
MEISTARAMÓT Íslands í frjálsum
íþróttum í flokki 12 til 14 ára fer
fram um helgina á Dalvíkurvelli. Alls
hafa 275 keppendur frá 18 héraðs- og
ungmennafélögum skráð sig til þátt-
töku. Mótið verður sett kl. 9.45 á
morgun, laugardaginn 20. júlí.
Keppt verður í ýmsum greinum
s.s. hlaupi, langstökki, hástökki,
kúluvarpi, spjótkasti og boðhlaupi í
öllum aldursflokkum. Sigurvegari í
hverri grein telst Íslandsmeistari í
sínum aldursflokki. Í hverjum ald-
ursflokki er einnig keppt um Ís-
landsmeistaratitil félagsliða sem og
heildarstigakeppni.
Skráningar í greinar eru tæplega
900 sem þýðir að hver keppandi
keppir að meðaltali í 3,3 greinum.
Keppendum fylgja þjálfarar, farar-
stjórar og foreldrar svo gera má ráð
fyrir að margt verði um manninn á
Dalvík um helgina.
Undirbúningur hefur staðið yfir
síðustu mánuði. Mótið er tóbakslaust
og af því tilefni gefa Tóbaksvarnar-
ráð og Dalvíkurbyggð öllum þátttak-
endum bol en einnig fá þeir brúsa og
pylsuveislu í lok móts.
Úrslit verða sett inn á heimasíðu
UFA eftir hvern mótsdag.
Keppt á
Dalvík um
helgina
Meistaramót Íslands
í frjálsum íþróttum
12 til 14 ára