Morgunblaðið - 19.07.2002, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FYRSTI rannsóknarleið-angurinn á vegum al-þjóðlegu umhverfissam-takanna Earthwatch
hingað til lands var farinn árið
1998, tveimur árum eftir stórt jök-
ulhlaup á Skeiðarársandi sem kom
í kjölfar eldgoss í Gjálp sama ár.
Fimm jarðfræðingar hafa yfirum-
sjón með rannsóknunum og er
einn Íslendingur þeirra á meðal,
Óskar Knudsen. Hann segir að
síðustu fimm sumur hafi þrír
rannsóknarleiðangrar verið farnir
á ári hverju, hver í tvær vikur.
Upphaf rannsóknanna má rekja
til Skeiðarárhlaupsins 1996. Óskar
og félagi hans, dr. Andy Russell,
ákváðu þegar gosið í Gjálp hófst,
að kasta öðrum verkefnum frá sér
og hefja rannsóknir við jaðar
Skeiðarárjökuls. „Við vorum
þarna í 2–3 vikur fyrir hlaupið og
skoðuðum alla árfarvegi á þessu
svæði, mældum hvað þeir voru
stórir og gátu flutt mikið vatn.
Þegar hlaupið hófst fórum við
þangað strax aftur og mældum
farvegina og gátum skoðað hvaða
breytingar höfðu orðið. Hvað hafði
bæst við af setlögum, hvar hafði
orðið rof og hversu breiðir farveg-
irnir voru eftir hlaupið. Þetta er
það sem við höfum verið að byggja
á síðan, endurmæla alla farvegi og
sjá hvernig þeir breytast, hvernig
þeir breyttust í þessu hlaupi og
hvernig þeir breytast á nokkrum
árum eftir hlaupið.“
Sjálfboðaliðarnir
borga með sér
Árið 1997 sendu Óskar, Russell
og dr. Fiona Tweed rannsóknar-
áætlun til umhverfissamtakanna
Earthwatch sem samþykktu að
styrkja rannsóknirnar. Hver sjálf-
boðaliði borgar tæpa 2000 Banda-
ríkjadali með sér, eða tæpar 170
þúsund krónur, auk þess sem
sjálfboðaliðarnir koma sér sjálfir
til landsins. Óskar segir að Eart-
hwatch fái helming þeirrar upp-
hæðar sem sjálfboðaliðarnir reiða
af hendi en rannsóknin hinn helm-
inginn. Þessi upphæð sé notuð til
að borga uppihald og kostnað sem
hlýst af rannsókninni. Samtökin
borgi vísindamönnunum þó ekki
laun. Óskar hefur fengið styrk frá
Vegagerðinni til að taka þátt í
þessum rannsóknum og starfar
einn þeirra, dr. Matthew J. Ro-
berts, hjá Veðurstofu Íslands.
Hinir eru háskólakennarar og
þiggja laun sín þaðan.
Óskar segir að 10–15 sjálfboða-
liðar taki þátt í hverjum leiðangri.
Þó sé hámarkið 10 sjálfboðaliðar í
leiðöngrum sem gerðir hafa verið
að Kverkfjöllum. „Þetta er alls
konar fólk, t.d. menntaskólakrakk-
ar sem vilja bæta við sig jarð-
fræðiþekkingu, einnig hafa þó
nokkrir kennarar í Bretlandi feng-
ið styrk til að fara í svona leið-
angur sem endurmenntun. Margir
Bandaríkjamenn koma á vegum
fyrirtækjanna sem þeir vinna fyr-
ir. Jafnvel heilu hóparnir sem á að
hrista saman. Einnig kemur tölu-
vert af kennurum í húmanískum
greinum, sem vilja fá nasasjón af
því hvað er að gerast í jarðfræði
og öðrum raunvísindagreinum,“
segir Óskar.
Tjöldin hafa alltaf
eyðilagst í Kverkfjöllum
Aðspurður segir hann að fólkið
sé yfirleitt mjög vel upplýst við
komuna til Íslands um hvað það
eigi í vændum. „Það er auðvitað
mikið að borga tvö þúsund dollara
og búa í tjaldi. Þó við reynum að
elda góðan mat stenst hann ekki
samanburð við góða veitingastaði,“
segir Óskar og kímir. Hópurinn
dvelur í tjaldbúðum í Skaftafelli.
Þegar hópar á vegum Earthwatch
hafa dvalið í Kverkfjöllum er
tjaldbúðum slegið upp við Sigurð-
arskála en eldað inni í skálanum.
Óskar segir að í bæði skiptin farið
hafi verið í Kverkfjöll hafi öll
tjöldin eyðilagst í rokinu.
Dr. Matthew J. Roberts, einn
vísindamannanna, segir að fyrstu
tveir dagarnir, þegar nýr hópur
kemur fari yfirleitt í að kynna vís-
indin að baki rannsóknanna. „Við
förum með þau að Skaftafellsjökli
og skýrum fyrir þeim hvað jöklar
eru og hvernig set myndast. Hér
við Skeiðarárjökul höfum við fund-
ið stórar setmyndanir sem hafa
varðveist í sandinum og síðustu
daga höfum við unnið að því,“ seg-
ir Roberts.
Óskar segir að Íslendingar hafi
ekki tekið þátt í þessum rannsókn-
um til þessa, íslenskir jarðfræði-
nemar vilji fá launaða vinnu á
sumrin. Þó sé ekkert því til fyr-
irstöðu að áhugasamir Íslendingar
skrái sig til þátttöku, en þeir
þyrftu að borga þátttökugjaldið
eins og aðrir. Einnig geti Íslend-
ingar farið sem sjálfboðaliðar í
önnur verkefni á vegum Earth-
watch en t.d. er hægt að taka þátt
í fornleifauppgreftri og vinna að
verndun ákveðinna dýrastofna.
Mikið púl að rogast með
30 kg bor upp á jökul
Óskar segir að þó flestir sjálf-
boðaliðanna hafi lítinn sem engan
grunn í jarðfræði geti þeir gert
mikið gagn í rannsóknum. Til
dæmis hafi sjálfboðaliðarnir verið
notaðir til að telja stóra steina á
yfirborði nýrra setmyndana á
sandinum. „Það gefur okkur hug-
myndir um hversu mikið afl var í
flóðinu þegar setið lagðist til.
Einnig getur fólkið gert landmæl-
ingar af ýmsu tagi, með landmæl-
ingatækjum eða málmbandi. Þá
hafa þau teiknað upp setlög,
margir eru mjög góðir í því og
uppgötva jafnvel hæfileika sem
þeir höfðu ekki gert sér grein fyr-
ir að þeir hefðu. Síðan þarf að
bera tæki og tól, ranns
fara fram á svæði sem er
komast að og þarf því
mikið af búnaði. Mörgu
t.d. spennandi að bora í
en það er verulegt púl a
með 30 kg bor upp á
Einnig höfum við gert ta
því að mæla hitastig í
þar sem vatnið kemur un
inum. Þá þarf að brúa yfi
Erlendir sjálfboðaliðar leggja leið sína til Ísl
Gott að hafa bl
an hóp vísindam
og sjálfboða
Síðustu fimm sumur hafa erlendir sjálf-
boðaliðar og vísindamenn rannsakað jök-
ulhlaup úr íslenskum jöklum á vegum um-
hverfissamtakanna Earthwatch. Nína
Björk Jónsdóttir blaðamaður og Jim
Smart ljósmyndari slógust í hópinn með
sjálfboðaliðunum á Skeiðarársandi.
Skeiðarársandur er víð
jökulröndinni þurfti vís
blautum sandi og sti
ÞRETTÁN sjálfboðaliðar
hópnum sem nú vinnur að
sóknum á Skeiðarársandi
Bandaríkjamenn, fjórir Br
einn Nýsjálendingur og ei
Kanada. „Ég vil gjarnan l
meðan ég er í fríi. Ég myn
brjálaður ef ég færi í skem
ingu í sjö daga og hefði ek
gera,“ segir Walter Recto
frá Seattle í Bandaríkjunu
Hann er forritari hjá Nint
hefur þrisvar sinnum áður
sem sjálfboðaliði á vegum
watch.
„Ég vildi koma til Ísland
skráði mig því í þennan hó
ar voru ekki sérstakt áhug
mitt á þeim tíma, en eftir
byrjaði að lesa mér til um
fékk ég áhuga og frá því é
hingað hef ég verið heilla
segir Rector. „Ég hef haft
gaman af þessu, þetta er m
gott fólk og blanda af erfi
vinnu og skemmtun. Svo b
við mikið,“ segir hann og
Aðspurður hvernig hon
ist að vinna í sumarfríinu
hann starfið svo frábrugð
uninni sem hann starfar v
heima. „Þetta er í raun og
ekki eins og vinna, þótt vi
að vinna. Ef ég væri heim
ég líka bara að taka til í h
þetta er miklu skemmtileg
ÚTIHÁTÍÐIR OG ALDURSMÖRK
Tillögur nefndar, sem SólveigPétursdóttir dómsmálaráð-herra skipaði til að fara yfir
reglur og lagaumgjörð varðandi
útihátíðir, eru að flestu leyti afar
þarfar og skynsamlegar. Lagt er til
að samin verði heildstæð löggjöf um
skemmtanahald, þar sem m.a. yrði
kveðið á um þau skilyrði, sem móts-
haldarar á útihátíðum yrðu að upp-
fylla. Þau skilyrði, sem nefndin telur
upp og sagt var frá í Morgunblaðinu
í gær, eru flest til þess fallin að bæta
öryggi mótsgesta og koma meiri aga,
skipulagi og eftirliti á útihátíðahald,
með svipuðum hætti og gerist víða
erlendis þar sem löng reynsla er af
útihátíðahaldi. Ábyrgð mótshaldara
á því að skipulag og aðbúnaður sé í
lagi er aukin en jafnframt lagt til að
kröfur til samstarfs og upplýsinga-
streymis milli mótshaldara, lög-
gæzlu, heilsugæzlu, björgunarsveita
og annarra skipuleggjenda verði
hertar. Þá er lagt til að gerðar skuli
skýrar kröfur til hreinsunar móts-
svæðis, bæði meðan á útihátíð stend-
ur og eftir að henni lýkur.
Auðvitað eru ýmsar tillögur
nefndarinnar – og jafnvel flestar –
komnar til framkvæmda í raun á
þeim hátíðum, sem lengst hefð er
fyrir, t.d. á þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum og á bindindismótinu í Galta-
læk. Hins vegar er sjálfsagt að
tryggja að jafnvel sé staðið að mál-
um til að mynda í þeim tilvikum þeg-
ar reynsluminni mótshaldarar efna
til útihátíða, fyrst og fremst í hagn-
aðarskyni eins og dæmi hafa verið
um á undanförnum árum.
Nefnd dómsmálaráðherra var
skipuð eftir síðustu verzlunar-
mannahelgi en þá keyrði um þver-
bak að margra mati í kynferðisaf-
brotum, ölvun, fíkniefnasölu og
-neyzlu, líkamsmeiðingum og subbu-
legri umgengni. Ástandið var sýnu
verst á einni útihátíð, Eldborgarhá-
tíðinni, þar sem aðallega komu sam-
an unglingar, án eftirlits foreldra
sinna. Svartasti bletturinn á hátíða-
haldi um verzlunarmannahelgina í
fyrra voru kynferðisafbrotamálin, en
þá var tilkynnt um a.m.k. 21 slíkt af-
brot, þar af 14 á Eldborgarhátíðinni.
Tillögur útihátíðanefndar miðast
flestar að því að fyrirbyggja að slíkt
geti endurtekið sig. Það hefði senni-
lega ekki verið raunhæft að gera ráð
fyrir að ný löggjöf með strangari
kröfum yrði samþykkt fyrir verzl-
unarmannahelgina, sem brátt fer í
hönd. Hins vegar er hægt að gera þá
kröfu til mótshaldara að þessu sinni
að þeir geri það, sem í þeirra valdi
stendur, til að framfylgja þeim til-
lögum, sem fram koma í áliti nefnd-
arinnar, að eigin frumkvæði og leit-
ist þannig við að fyrirbyggja
neikvæðar afleiðingar útiskemmtana
og skapa þeim jákvæðari ímynd.
Miðað við ummæli mótshaldara í
Morgunblaðinu í dag bendir flest til
þess að svo verði.
Jafnframt hlýtur þess að verða
vænzt að dómsmálaráðuneytið sjái
til þess að tillögur nefndarinnar rati
inn í lög og reglugerðir fyrir næstu
verzlunarmannahelgi til þess að um-
ræðan koðni ekki niður og taka þurfi
á málinu á nýjan leik, e.t.v. eftir aðra
dýrkeypta skemmtanahelgi. Dóms-
málaráðherra hefur gefið fyrirheit
um að tillögurnar fái rækilega skoð-
un og ber að fagna því.
Útihátíðanefndin klofnaði í einu
máli, varðandi lágmarksaldur þeirra
sem sækja útihátíðir. Meirihluti
nefndarinnar telur ekki raunhæft að
meina unglingum á aldrinum 16–18
ára að sækja skipulagðar útihátíðir
þótt þeir séu ekki orðnir sjálfráða;
slíkt muni aðeins leiða til þess að
þeir safnist saman á óskipulögðum
samkomum án eftirlits. Fulltrúar
Stígamóta og Neyðarmóttöku vegna
nauðgana telja hins vegar að aldurs-
markið eigi að vera við átján ár. M.a.
er bent á að u.þ.b. helmingur þeirra
kynferðisbrota, sem tilkynnt voru
um síðustu verzlunarmannahelgi,
hafi beinzt gegn stúlkum yngri en 18
ára.
Flestir hljóta að vera sammála um
að unglingar yngri en átján ára eiga
ekkert erindi án eftirlits foreldra
sinna á fjölmennar útisamkomur,
þar sem áfengi er drukkið nætur-
langt og fólk drekkur gjarnan frá
sér ráð og rænu, eiturlyfjasalar
reyna að pranga út vöru sinni og
meiri hætta en ella er á að fólk verði
fyrir ofbeldi, kynferðislegu eða af
öðrum toga. Það er uppgjöf að segja
það „óraunhæft“ að banna ólögráða
unglingum að sækja slíkar samkom-
ur án fylgdar foreldra, hvort sem
þær eru skipulagðar eða óskipulagð-
ar.
Ástæða þess að lögræðisaldurinn
var hækkaður var sú að full ástæða
var talin til að ungt fólk lyti forsjá
foreldra sinna til átján ára aldurs.
Ákveðin vitundarvakning hefur átt
sér stað meðal foreldra um að full
þörf sé á að vernda óhörðnuð ung-
menni fyrir þeim hættum, sem fylgja
t.d. vaxandi fíkniefnaneyzlu og of-
beldi í samfélaginu. Eins og fulltrúar
Stígamóta og neyðarmóttökunnar
benda á, hefur mikið starf verið unn-
ið til að fá foreldra til að virða 18 ára
mörkin og axla ábyrgð á börnum sín-
um. Það starf hefur víða borið ávöxt,
t.d. hefur það oft skilað árangri þeg-
ar foreldrar barna í einstökum skól-
um, bekkjardeildum eða hverfum
hafa bundizt samtökum um að virða
lög og reglur um útivistartíma. Það
liggur líka fyrir að það er í valdi for-
eldra að banna börnum sínum yngri
en 18 ára að fara ein síns liðs að taka
þátt í margra sólarhringa skemmt-
anahaldi fjarri aðhaldi fjölskyldunn-
ar. Margir myndu raunar kalla það
skyldu foreldra að banna þeim það.
Þeim foreldrum, sem vilja rækja
þessar skyldur sínar, væri hins veg-
ar ekki gert auðveldara fyrir með
því að ríkisvaldið játaði uppgjöf sína
í málinu.
Æskilegast er auðvitað að reyna
að stuðla að því að allar skemmtanir
verzlunarmannahelgarinnar verði
fjölskylduskemmtanir, þar sem
breiður aldurshópur skemmtir sér
saman, en unglingasamkomurnar
heyri sögunni til. Þá gætu allir farið
á útihátíð, hvort sem þeir væru sex-
tán ára eða átján ára, yngri eða
eldri, og gera mætti ráð fyrir að yf-
irbragð hátíðahalda verzlunar-
mannahelgarinnar breyttist talsvert
á heildina litið frá því sem verið hef-
ur. Að því eigum við að stefna.