Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 31
f
a
s
t
la
n
d
-
8
1
7
8
GILDIR TIL 06.08.02
20%
AFSLÁTTUR
ÞÚ FÆRÐ BOGENSE VÖRURNAR Í APÓTEKUM, HEILSU- OG LYFJAVERSLUNUM.
ÞAÐ ER hárrétt sem bent var á í
leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag
14. júlí. Það er nauðsynlegt að skil-
greina vanda landsbyggðarinnar
rétt. Á þetta verður aldrei lögð of
mikil áhersla. Geri menn sér ekki
grein fyrir orsökum vandans sem við
er að glíma er vita vonlaust að hægt
verði að benda á skynsamlegar
lausnir.
Þessi einföldu og sjálfsögðu sann-
indi voru höfð í huga þegar unnið var
að undirbúningi nýrrar byggðaáætl-
unar á vegum þáverandi stjórnar
Byggðastofnunar undir forystu Eg-
ils Jónssonar fv. alþingismanns á ár-
unum 1997 til 1998. Þess vegna var
farið í það að vinna grundvallarvinnu
sem einmitt miðaðist að því að greina
rétt rót vandans. Það er enginn vafi á
því að þetta var tímamótavinna sem
skilaði sér í heildstæðri stefnumótun
þar sem var gripið á kjarna vandans
sem við er að glíma í byggðamálum
okkar.
Réttar skilgreiningar
Að frumkvæði stjórnarinnar var
Stefán Ólafsson prófessor fenginn til
þess að gera mjög víðtæka rannsókn
á orsökum búferlaflutninganna og
birtist hún í bókarformi undir heit-
inu Búseta á Íslandi – rannsókn á or-
sökum búferlaflutninga (nóvember
1997). Í skýrslu þessari er brugðið
einstæðu ljósi á þennan málaflokk.
Þær upplýsingar eiga að geta verið
mjög notadrjúgar varðandi stefnu-
mótun okkar á komandi árum.
Þá var Rannsóknar-
stofnun Háskólans á
Akureyri fengin til þess
að vinna að athugun á
margháttuðum þáttum
byggðamálanna. Har-
aldur L. Haraldsson
hagfræðingur dró sam-
an staðreyndir um
skiptingu útgjalda og
stöðugilda hjá hinu op-
inbera og þróunarsvið
Byggðastofnunar vann
greinargerð um for-
sendur áætlunarinnar.
Rétt úrræði
Það var á grundvelli
þessara upplýsinga og
staðreynda sem byggðaáætlun fyrir
árið 1999–2001 var unnin. Stuðst var
við sannanlegar staðreyndir, sem
skýrsluhöfundar höfðu dregið fram.
Þannig var reynt að „skilgreina
vanda landsbyggðarinnar rétt“, eins
og Morgunblaðið leggur réttilega
áherslu á. Stefnumótunin miðaðist
að því að nýta upplýsingar til þess að
setja fram úrræði sem dygðu, til
þess að móta skynsamlega byggða-
stefnu; byggðastefnu sem skilaði til-
ætluðum árangri.
Fólkið vill búa
á landsbyggðinni
En hver var þá niðurstaðan? Hvað
veldur búseturöskuninni?
Fyrir það fyrsta – og það kemur
kannski einhverjum á óvart – þá er
það ekki í samræmi við
óskir íbúa landsins að
fólksfjöldaþróun
landsbyggðarinnar sé
svo óhagstæð sem
raun ber vitni um.
Rannsóknirnar sýna
þvert á móti fram á
það að margir flytja
frá landsbyggðinni
gegn vilja sínum. „Ef
búsetuþróunin í land-
inu væri í samræmi við
óskir landsmanna
allra, þá væri meira
jafnvægi á íbúaþróun
á landsbyggð og höf-
uðborgarsvæði en ver-
ið hefur á síðastliðnum
árum,“ segir Stefán í skýrslu sem
hann vann fyrir stjórn Byggðastofn-
unar og birtist sem fylgiskjal í tillögu
að byggðaáætlun.
Hvað veldur
búferlaflutningunum?
Í skýrslunni er líka vikið að því
sem mestu máli skiptir um búsetuval
fólks og þar segir orðrétt: „Rann-
sóknin á orsökum búferlaflutninga
sem greint er frá í ritinu Búseta á Ís-
landi, bendir til þess að atvinnumál
(nýsköpun, viðhald starfa, aukin fjöl-
breytni) menntamál (bætt aðgengi
að framhaldsskólamenntun, virkjun
þekkingar, rannsókna og ráðgjafar í
atvinnulífi landsbyggðarinnar) lífs-
gæðamál almennings á jaðarbyggð-
um (jöfnun húshitunarkostnaðar,
jöfnun menntunarkostnaðar vegna
barna í framhaldsskóla, jöfnun flutn-
ingskostnaðar og húsnæðiskostnað-
ar) og samgöngumál skipti öll miklu
fyrir mögulegan árangur af byggða-
þróunaraðgerðum. Mikilvægi ein-
stakra ofangreindra þátta er í þeirri
röð sem þeir eru nefndir.“
Aðalatriðið brást
Þetta er auðvitað kjarni málsins.
En hvers vegna tókst þá ekki betur
til en svo að við næðum að snúa við
búsetuþróuninni?
Svarið blasir við að mínu mati. Það
sem brást var veigamesti þátturinn í
greiningunni. Atvinnumálin sjálf.
Sjávarbyggðirnar hafa búið við
óvissu, tekjurnar á þorskveiðisvæð-
unum minnkað vegna minni afla-
heimilda, ríkið, stærsti atvinnuveit-
andinn, hefur algjörlega brugðist í
því að fylgja eftir samþykktum Al-
þingis um uppbyggingu opinberra
starfa á landsbyggðinni og ekki gekk
sem skyldi að nýta það fjármagn sem
ríkið lagði til eignarhaldsfélaga á
landsbyggðinni til þess að styðja við
nýsköpunarverkefni á landsbyggð-
inni.
Vel að verki staðið
Í rauninni gengu hinir þættirnir
ótrúlega vel eftir. Allir vita hvernig
uppbygging fjarnáms hefur hrein-
lega skipt sköpum víða um land og
þúsundir íbúa á landsbyggðinni hafa
notið þessa. Framlög til jöfnunar
námskostnaðar hafa stóraukist.
Byggt hefur verið upp samstarf við
vísinda- og menntastofnanir og að-
gengi að atvinnuráðgjöf er núna
margfalt meira en nokkru sinni fyrr.
Stigin hafa verið mikilvæg skref til
jöfnunar á húshitunarkostnaði og
ráðist í gríðarlega uppbyggingu í
vegamálum sem víða sér stað um
landið.
Það er sérlega ánægjulegt hvernig
unnið hefur verið markvisst í
menntamálum, í samræmi við þá nið-
urstöðu greiningar Stefáns Ólafs-
sonar að menntamálin séu næstmik-
ilvægasti byggðaþátturinn. Er
athyglisvert að geta þess í því sam-
bandi að í byggðaáætluninni sem var
í gildi þar næst á undan var varla
vikið að menntunarþættinum enda
lágu þá ekki fyrir upplýsingar um
þýðingu hans sem byggðatækis. Sést
enn af þessu hve mikilvægt það er að
undirstaðan sé rétt fundin áður en
menn grípa til aðgerða.
Lærum af reynslunni
Forsenda þess að vel takist til í
nánustu framtíð er að menn læri af
reynslunni sem við fengum frá árinu
1999 og byggi á þeirri vitneskju sem
við öfluðum í aðdraganda byggða-
áætlunarinnar sem gilti til yfirstand-
andi árs. Þar verðum við sérstaklega
að horfa til ríkisvaldsins. Til þess að
landsbyggðin geti tekist á við þær
miklu breytingar sem eru að eiga sér
stað í atvinnumálum okkar verður
stærsti vinnuveitandi landsins að
vinna með. Þess vegna leggjum við
landsbyggðarbúar mikla áherslu á
að ný opinber störf séu staðsett á
landsbyggðinni, eins og byggðaáætl-
unin kveður á um, en gekk ekki eftir.
Rétt skilgreining
– rétt úrræði
Einar K.
Guðfinnsson Búseta
Það sem brást var
veigamesti þátturinn í
greiningunni, segir
Einar K. Guðfinnsson.
Atvinnumálin sjálf.
Höfundur er alþingismaður.
Í MORGUN-
BLAÐINU 13. júlí sl.
birtist viðtal við Val-
gerði Bjarnadóttur,
formann leikhúsráðs
Leikfélags Akureyrar,
þar sem hún ver þær
gjörðir sínar að hafa
ráðið karlmann sem
leikhússtjóra Leik-
félags Akureyrar, en
kærunefnd jafnréttis-
mála hefur útskurðað,
að það hafi verið brot á
jafnréttislögum vegna
yfirburðarmenntunar
konu sem einnig sótti
um starfið. Þetta var ekki
góð varnarræða. Hvorki
heiðarleg gagnvart kvenumsækj-
andanum né konum innan íslensks
leikhúss sem eiga þar undir högg að
sækja. Hún lýsir því miður einnig
vanþekkingu. Eða hvers vegna kem-
ur Valgerði það á óvart að jafnrétt-
isráð skuli meta margra ára há-
skólamenntun í íslenskum
bókmenntum og leikhúsfræðum
meira en fjögurra ára nám við Leik-
listarskóla Íslands, sem var þegar
karlumsækjandi útskrifaðist þaðan
ekki kominn á háskólastig? Er það
ekki almenn regla að háskólamennt-
un vegi þyngra en menntun á lægri
stigum?
Hvers vegna kemur það Valgerði
á óvart að jafnréttisráð skuli álíta
masterspróf í leikhúsfræðum upp-
fylla betur þær kröfur sem gerðar
eru til leikhússtjóra í atvinnuleik-
húsi en reynsla í að leikstýra og vera
framkvæmdastjóri hjá áhugahóp-
um? Veit Valgerður ekki að yfir-
gripsmikil þekking á leikbókmennt-
um og leikhúsfræðum er
grundvallaratriði fyrir leikhússtjóra
þegar kemur að verkefnavali, sam-
vinnu við íslenska höfunda, þýðing-
um, yfirumsjón með leikskrám,
kynningu á leikhúsinu og einnig í
samstarfi við alla þá er koma að
störfum þar? Einkum og sér í lagi
þegar leikhússtjóri hefur ekki að-
gang að öflugum hópi dramatúrga
einsog raunin er hjá LA.
Hvers vegna réttlætir Valgerður
gjörðir sínar með því
að gefa í skyn að kven-
umsækjandi hafi ekki
komist inn í Leiklistar-
skóla Íslands og sé
þess vegna ekki eins
hæf og karlumsækj-
andi? Hún segir að
kærunefnd „geri lítið
úr íslensku leiklistar-
námi sem sé mjög virt
og á háu stigi“ og upp-
lýsir lesendur Morgun-
blaðsins um að „án
þess að ég sé á nokk-
urn hátt að gera lítið úr
leiklistarnámi erlendis
er það vitað að margir
sem ekki komast inn
hérna heima fara í nám til útlanda“.
Í fyrsta lagi er Valgerður, þrátt fyr-
ir að hún staðhæfi annað, að segja að
Íslendingar sem læri leiklist erlend-
is séu ekki eins hæfir og þeir íslensk
menntuðu. Vert er því að benda á að
leikararnir Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Felix Bergsson, Bryn-
hildur Guðjónsdóttir, Stefán Jóns-
son og Sólveig Arnardóttir, svo
einhverjir séu nefndir, hafa allir
numið leiklist erlendis en ekki við
LÍ. Í öðru lagi var Leiklistarskóli Ís-
lands (og nú leiklistardeild Listahá-
skólans) einungis menntastofnun
fyrir leikara. Alla aðra menntun á
sviði leiklistar þarf að sækja erlend-
is. Valgerður ruglar því hér saman
leikhúsfræði og leikaramenntun og
heldur að kvenumsækjandi hafi
getað lært leikhúsfræði við LÍ eða
lært þau bara sjálfkrafa við að
stunda nám við þann skóla.
Og er þá komið að aðalatriði máls-
ins: Meðan áhersla á sérhæfingu og
þekkingarleit vex á flestum sviðum
þjóðfélagsins virðist endurspeglast í
þessu svari og öllu viðtalinu við Val-
gerði sá heimóttarlegi ofurmennis-
hugsunarháttur að útskrifist maður
sem leikari frá LÍ sé sá sami einnig
útskrifaður sem leikhússtjóri, leik-
stjóri, leikhúsfræðingur, leiklistar-
kennari, jafnvel leikmyndateiknari.
Engin ástæða sé til – ef menn út-
skrifast úr þeim skóla – að reyna að
afla sér sérþekkingar á þessum svið-
um eða víkka sjóndeildarhringinn
með dvöl við erlendar leikhússtofn-
anir, – íslenskur leikari kunni þetta
bara allt. Heima er best. Þessi
reginfirra er mjög útbreidd í ís-
lenskum leikhúsheimi og sennilega
ástæðan fyrir því að Valgerður er
svona hissa og heldur að kærunefnd
hafi gert mistök en ekki hún sjálf.
Þá virðist Valgerður einnig halda,
svo merkilegt sem það er, að for-
dómar samfélagsins um konur nái
ekki til hennar. Því er hins vegar
þannig farið að leikhússtjórastarf er
valdamikið og áhrifastarf og eins og
annars staðar í þjóðfélaginu er
gengið út frá því, nema í undantekn-
ingartilvikum, að það skipi karlmað-
ur. Hin staðlaða ímynd íslensks leik-
hússtjóra er einhvern veginn svona:
Karlmaður, oftast leikhúsfræðingur
eða bókmenntafræðingur, huggu-
legur og helst „penn“ maður sem
myndast vel. Ég sé ekki að leikhús-
ráð LA bregði á nokkurn hátt útfrá
þessum staðli í vali sínu – hafi bara
tekist að þrengja þessa ímynd enn
frekar – og viðhaldi því fordómum.
Ég finn mig þess vegna knúna til að
benda Valgerði, og auðvitað öðrum
þeim sem ráða leikhússtjóra hér-
lendis, á það að innan íslensks leik-
húss er fjölbreytt flóra fólks sem
ekki fellur undir hina stöðluðu
ímynd en hefur þekkingu og hæfni
til að taka slíkt starf að sér – þar á
meðal eru meira að segja konur.
Væri kannski ráð að láta líta á
sjónina hjá sér?
Þar sem víðsýnið skín
Leikhússtjórn
Innan íslensks leikhúss
er fjölbreytt flóra fólks
sem ekki fellur undir
hina stöðluðu ímynd,
segir María Kristjáns-
dóttir, en hefur þekk-
ingu og hæfni til að taka
slíkt starf að sér.
Höfundur er fyrrverandi leiklist-
arstjóri RÚV, hefur setið í skóla-
nefnd LÍ og er leikstjóri.
María
Kristjánsdóttir
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Ótrúlegur
árangur!
www.heilsubrunnur. is