Morgunblaðið - 19.07.2002, Qupperneq 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Spjallþáttastjórnandanum Jerry
Springer var á dögunum stefnt fyr-
ir hugsanlega ábyrgð á morði á
gesti sem fram kom í þætti hans.
Forsaga málsins er sú að Nancy
Campell-Panitz var beðin að koma
fram í þætti sem hún hélt að bæri
yfirskriftina „Hjákonan“. Þar sem
hún og fyrrverandi maður hennar,
Ralf, höfðu verið að hittast á laun
síðustu mánuði bjóst hún við að í
þættinum myndi hann stinga uppá
því að þau myndu endurnýja hjú-
skaparheit sitt. Svo fór þó ekki og
Ralf mætti í sjónvarpssal með ný-
bakaða eiginkonu sína, Elenor, upp
á arminn og bað Nancy vinsamleg-
ast að láta þau vera í framtíðinni.
Eins og venja er í þáttum Sprin-
gers hljóp Nancy upp til handa og
fóta og tók að lumbra á Elenor.
Nokkrum máuðum síðar var Ralf
staddur ofurölvi á knæpu einni
þegar þátturinn umræddi var
frumsýndur. Hann var ævareiður
þar sem fyrr um daginn hafði
Nancy unnið mál fyrir rétti sem
tryggði henni allar eignir
hjónanna fyrrverandi. Síðar um
kvöldið barði Ralf fyrrverandi eig-
inkonu sína til bana á heimili henn-
ar.
Hann var dæmdur til ævilangrar
fangelsisvistar fyrir morðið en hef-
ur alla tíð neitað sök og borið fyrir
sig minnisleysi sökum ölvunar.
Nú hefur sonur Nancy, Jeffrey
Campell, lögsótt Jerry Springer
fyrir að stjórna þætti sem hvetur
til ofbeldisfullrar hegðunar og
heldur því fram að umræddur þátt-
ur hafi leitt til dauða móður sinnar.
Framleiðendur þáttanna vísa
ásökununum þó algerlega á bug og
segja þáttastjórnandann ekki geta
borið ábyrgð á því sem gerist utan
veggja sjónvarpssalarins.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem
lögsóknir af þessu tagi eiga sér
stað. Árið 1995 var þáttastjórnand-
inn Jenny Jones ákærð vegna at-
burða sem áttu sér stað eftir einn
þátta hennar. Þá myrti ungur mað-
ur samkynhneigðan karlmann sem
hafði áður komið fram í umrædd-
um þætti til að játa ást sína á hon-
um.
Springer ákærður fyrir
aðild að morði
Reuters
Þáttastjórnandinn Jerry Springer ypptir öxlum fyrir rétti og kannast
ekkert við að eiga aðild að málinu.
Hið óþekkta
(The Unknown/Det okända)
Hryllingsmynd
Svíþjóð, 2000. Góðar stundir VHS. (90
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn:
Michael Hjorth. Aðalhlutverk: Jacob Er-
icksson, Marcus Palm, Inger Sigvards-
dotter og Tomas Tivemark.
ÞAÐ eru ekki nema nokkur ár lið-
in frá því að bandaríska hryllings-
myndin Blair Witch Project varð
óvænt metsölumynd og er enn ein-
hver arðbærasta mynd sem gerð
hefur verið. Í kjölfarið fylgdu bæði
eftirhermur og paródíur en þar til ég
sá Hið óþekkta hafði ég ekki orðið
vör við neina mynd
sem komst með
tærnar þar sem sú
upprunalega hafði
hælana (þrátt fyrir
marga galla var
Blair Witch nokkuð
góð), hvað þá að
einhver þeirra hafi
tekið henni fram en
það gerir þessi litla
sænska mynd sem dúkkar hér upp á
myndbandaleigum tveimur árum
eftir að hún var sýnd í heimalandinu.
Segir hér frá fimm líffræðingum sem
sendir eru til afskekkts héraðs til að
rannsaka skóglendi sem orðið hafði
eldi að bráð. Þeir koma sér fyrir í
tjaldbúðum en eitthvað ógnvænlegt
liggur í loftinu og innan skamms hafa
líffræðingarnir fundið vísbendingar
um að á svæðinu hafi verið undarleg
vera af ójarðneskum ættum. Grunn-
hugmyndin og aðferðafræðin (haldið
á myndavélinni o.s.frv.) er ættuð
beint úr Blair Witch en allt er unnið
mun betur en gert var í bandarísku
myndinni. Andrúmsloftið verður
brátt gríðarlega þrúgandi og óhugn-
aðurinn verður sífellt áþreifanlegri
og þar af leiðandi ekki jafn „hyster-
ískur“ og fjarlægur og í Blair Witch.
Auk þess eru samræður og persónu-
sköpun afar trúverðug og sænsku
leikararnir standa sig afburða vel.
Hið óþekkta er besta hryllingsmynd
sem komið hefur á myndband um
langt skeið. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Sænsk
Blair Witch
Kverkatak
(Kept)
Spennuerótík
Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (98
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn
Fred Olen Ray. Aðalhlutverk Ice-T,
Christian Oliver og Michelle Von Flotow.
KEPT er ein þessara vita losta-
lausu léttbláu sakamálamynda sem
Sýn á örugglega eftir að bjóða
áskrifendum sínum upp á einn „góð-
an“ laugardag og
endursýna svo á
mánaðarfresti.
Hér er sögu-
þráðurinn auka-
atriði, einungis til
þess ætlaður að
tengja eina bólsen-
una við aðra en satt
að segja hef ég
aldrei skilið slíka framleiðslu og á
æði bágt með að sjá fyrir mér til
hverra hún höfðar annarra en sjón-
varpsstöðva sem vilja sýna alvöru
djarfar myndir en mega það ekki yf-
irvalda vegna.
Til að útlista í fáum orðum „sögu-
þráðinn“ er auðveldast að segja hann
lapþunna blöndu af Basic Instinct og
Fatal Attraction. Eins og maður
kunni nú vel að meta þær á sínum
tíma getur maður varla hætt að
bölva þeim í dag vegna allra skríp-
anna sem þær hafa getið af sér. ½
Skarphéðinn Guðmundsson
Undir yfir-
manninum
HLJÓMSVEITIN Botnleðja
hefur lengi vel verið með fremstu
sveitum í íslensku rokki. Fyrst sá
landinn hana sigra í Músíktilraun-
um árið 1995 og
hefur hún verið
starfandi síðan,
misvirk að vísu.
Listrænar dýfur
hafa vissulega átt
sér stað en alltaf
koma þeir félagar
niður á lappirnar aftur og fremja
sitt rokk og ról, ótrauðir með glað-
lyndið að vopni. Við og við hafa
þeir leitað á erlend mið og þá not-
ast við nafnið Silt, sem er bein þýð-
ing á íslenska nafninu. Silt á það
sameiginlegt með baráttubræðrum
sínum í Maus, að útlendingar hafa
hingað til sýnt starfsemi þeirra
fremur lítinn áhuga – þ.e.a.s. þeir
sem hafa tögl og hagldir í útgáfu-
málum. Sem er synd því þessar
gæðasveitir hafa ýmislegt upp á að
bjóða.
Stuttskífan In Line er á boðstól-
um í völdum löndum og þjónar sem
ágætis kynning. Þremur lögum af
síðustu stóru plötu, Douglas Dak-
ota, hefur hér verið snúið á ensku,
þ.e. textunum. Á umræddri breið-
skífu færði sveitin sig í átt að
bandarísku síðrokki og blandaði
því við heimatilbúna botnleðjuna.
Árangurinn var með miklum ágæt-
um, þó að persónulega hafi mér
fundist vanta visst neistaflug. Það
eru lögin „Í röð“, „Biðstöð“ og
„Gangan“ sem fá hér netta yfir-
halningu. Meginástæða þessa dóms
liggur þó í lögunum tveimur sem
tekin eru upp á tónleikum, en þau
eru ný af nálinni og hafa ekki verið
þrykkt á plast áður. Upptakan var
gerð á síðustu Airwaves-hátíð, þar
sem Botnleðjan gerði allt vitlaust
með glimrandi tónleikum.
Lögin „Throat“ og „Lay your
body down“ búa yfir eilítið harðari
áferð en fyrrnefnd lög, án þess að
hið einstaka melódíuinnsæi Botn-
leðju vanti. Flutningurinn er inn-
blásinn og vel rokkaður en þess má
geta að bandaríska sveitin Sparta
bauð Botnleðju að fara hljómleika-
ferð með sér, eftir að hafa séð þá á
þessum tónleikum.
Á heildina litið góður vitnisburð-
ur um rokknálgun Botnleðju sem
jafnframt býr yfir vísbendingum
um hvert göngunni verður heitið í
framtíðinni.
Tónlist Gangan mikla
Silt
In Line
Spik
In Line, stuttskífa Silt, sem Íslendingar
þekkja sem Botnleðju. Sveitina skipa
Heidar (gítar), Halli (trommur) og Raggi
(bassi). Öll lög eftir meðlimi. Fyrstu þrjú
lögin hljóðritaði Paul Narthcote, sem
jafnframt stýrir upptökum. Síðustu tvö
lögin hljóðritaði Rás 2 á hljómleikum
hinn 19. október 2001 (á Air-
waves-tónleikahátíðinni).
Arnar Eggert Thoroddsen
Ljósmynd/Brian Sweeney
Við og við hefur hljómsveitin leitað á erlend mið og þá notast við nafnið Silt, sem er bein þýðing á íslenska nafninu.
VÖÐVATRÖLLIÐ Arnold
Schwarzenegger er ekki ánægt
með lífið þessa dagana en tök-
um á þriðju myndinni um Tor-
tímandann hefur verið frestað
um óákveðinn tíma. Ástæðan
fyrir því er fjármagnsleysi en
myndin er fyrir löngu komin
langt fram úr öllum kostnaðar-
áætlunum. Þegar hér er komið
sögu hafa fokið tæpir 17 millj-
arðar íslenskra króna í endur-
komu Tortímandans.
Schwarzenegger ku afar
ósáttur með þessa ákvörðun
framleiðenda en verði myndin
gerð fær hann litla 2,6 milljarða
íslenskra króna. Enda ekki
nema furða því ekkert verður
úr vasalónni fyrir vöðvatröllið
verði myndin ekki kláruð.
Endurkomu
Tortímand-
ans frestað
„Ég kem aftur…þegar við eign-
umst aðeins meiri peninga.“
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Salsaskálar frá