Morgunblaðið - 23.07.2002, Page 18
ERLENT
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KOMIÐ hefur í ljós að George W.
Bush Bandaríkjaforseti fékk trún-
aðarupplýsingar um alvarlegan fjár-
hagsvanda olíufyrirtækisins Harken
Energy í Texas áður en hann seldi
mestöll hlutabréf sín í fyrirtækinu.
Að sögn bandaríska dagblaðsins
Washington Post fékk Bush upplýs-
ingarnar fjórum mánuðum áður en
hann seldi hlutabréfin árið 1990.
Á undanförnum vikum hafa fjöl-
miðlar innt Bush eftir tildrögum söl-
unnar á hlutabréfum hans í Harken
þegar hann sat í stjórn fyrirtækis-
ins. Forsetinn hefur svarað spurn-
ingum fjölmiðla á þá leið að banda-
ríska viðskiptaeftirlitið hafi komist
að þeirri niðurstöðu að hann hafi
ekki brotið af sér með hlutabréfa-
viðskiptunum.
Í skjölunum kemur fram að fjór-
um mánuðum áður en Bush seldi
mestöll hlutabréf sín í Harken fékk
hann upplýsingar frá stjórnendum
fyrirtækisins um að hagnaður þess
árið áður hefði verið mun minni en
vonast var til og rekstur fyrirtæk-
isins yrði „áfram afar erfiður vegna
skorts á lausafé“.
Upplýsingarnar bárust Bush og
samstarfsmönnum hans bréflega.
Bush hefur gert lítið úr málinu og
embættismenn Hvíta hússins hafa
verið álíka tregir til að ræða við-
skipti Dicks Cheneys varaforseta
þegar hann rak fyrirtækið Halli-
burton sem sérhæfir sig í þjónustu
við olíufyrirtæki. Varaforsetinn hef-
ur verið sakaður um bókhaldssvik.
„Brugðust trúnaði
bandarísku þjóðarinnar“
Hvert fjármálahneykslið hefur
rekið annað í Bandaríkjunum með
þeim afleiðingum að gengi hluta-
bréfa lækkar stöðugt.
Í vikulegu útvarpsávarpi sínu á
laugardag hvatti Bush þingið til að
samþykkja lagafrumvörp um hert
viðurlög við fjármálasvikum og auk-
ið eftirlit. Forsetinn sagði að laga-
setningin væri mjög brýn vegna
þess að stjórnendur fyrirtækja
hefðu „brugðist trúnaði bandarísku
þjóðarinnar“. Hann hvatti til þess að
frumvörpin yrðu samþykkt áður en
hlé verður gert á störfum þingsins í
byrjun ágúst þar til í september.
Nýjar upplýsingar um viðskipti George W. Bush Bandaríkjaforseta
Vissi af vanda Harken
fyrir hlutabréfasöluna
ÞEGAR bandaríska miðlunarfyrir-
tækið Enron var að fara á hausinn
atyrti dagblaðið The New York Tim-
es forráðamenn fyrirtækisins ítrekað
í leiðurum sínum fyrir fjármála-
óreiðu. En í ljós hefur komið, að fyrir
fimm árum gerði útgáfufélag blaðsins
viðskiptasamning við Enron sem fól
ekki í sér neinar eignatilfærslur.
Greint var frá þessum samningi í
skýrslum útgáfufélagsins til við-
skiptaeftirlitsnefndar Bandaríkjanna
(SEC), en hvergi í leiðurum, þar sem
Enron var húðskammað fyrir „bók-
haldsbrellur“ og aðra óheiðarlega við-
skiptahætti.
En þetta á fráleitt bara við um
New York Times. Útgáfufélög
margra þeirra fjölmiðla sem birt hafa
fregnir um – og oft gagnrýnt – bók-
haldsaðferðir fyrirtækja og umfangs-
miklar hlutabréfaívilnanir beita sjálf
þessum aðferðum, að því er fram
kemur í opinberum gögnum. Þannig
sagði The Washington Post í leiðara í
apríl að „núverandi reglur – sem
heimila fyrirtækjum að veita fram-
kvæmdastjórum og öðrum starfs-
mönnum milljónir dollara í
hlutabréfaívilnanir án þess að telja
fram krónu í kostnað – hafa bókhald
að háði og spotti“.
En útgáfufélag Washington Post
hefur gert þetta sama, aukið fram-
taldar tekjur sínar um 3,6 milljarða
dollara á síðasta ári með því að telja
hlutabréfaívilnanir ekki með sem
kostnaðarliði í rekstrinum. Fyrirtæk-
ið tilkynnti í síðustu viku að það
myndi framvegis telja hlutabréfa-
ívilnanir til framkvæmdastjóra með
sem kostnaðarliði.
Samið um pappír
Samningur milli útgáfufélags The
New York Times og miðlunarfyrir-
tækis á borð við Enron kveður á um
fast verð á dagblaðapappír til nokk-
urra ára. Ef pappírsverðið hækkaði á
tímabilinu fengi útgáfufélagið endur-
greiðslu frá miðlaranum, ef verðið
lækkaði myndi útgefandinn endur-
greiða. Tilgangurinn með þessu er að
jafna kostnað blaðsins til lengri tíma.
„Það hefði kannski ekki skaðað að
tala meira um þessi tengsl – það er að
segja ef blaðamennirnir okkar hafa
þá yfirleitt vitað af þessu – en það er
óhugsandi að einhver haldi að frétta-
skrif okkar hefðu orðið fyrir áhrifum
af því,“ sagði talsmaður blaðsins,
Toby Usnik. Hann tók fram, að greint
hafi verið frá viðskiptunum við Enron
í frétt í desember sl. Hvað ritstjórn
blaðsins varðaði væri veggur á milli
ritstjórnardeildar fyrirtækisins og
rekstrardeildarinnar. „Staðreyndin
er sú, að við höfum í gegnum tíðina
tekið ritstjórnarlegar ákvarðanir sem
hafa stangast á við ákvarðanir teknar
af rekstrardeildinni.“
Samningurinn við Enron var gerð-
ur 1998 og átti að taka gildi í ár og
gilda til 2008. En blaðið rifti samn-
ingnum í janúar vegna gjaldþrots En-
ron, sagði Usnik, og bætti við að
áhrifin á afkomuna væru „hverfandi“.
Flest fjölmiðlafyrirtæki haga sér
eins og önnur stórfyrirtæki hvað
varðar laun til framkvæmdastjóra,
jafnvel þótt aðferðirnar stangist
stundum á við stefnuna sem fram
kemur í leiðurum. The Chicago Trib-
une sagði í leiðara í mars:
„Hlutabréfaívilnanir eiga að koma
fram í bókhaldinu. Hlutabréfaívilnan-
ir sem partur af launagreiðslum hafa
stóraukist, að hluta til vegna reglu-
gerðar frá 1993 sem takmarkaði
skattafrádrátt fyrir framkvæmda-
stjóra þegar laun þeirra fara yfir eina
milljón dollara.“
Góð rök með og á móti
En útgáfufélag blaðsins taldi ekki
fram sem kostnað umtalsverðar
hlutabréfaívilnanir sem veittar voru
æðstu yfirmönnum þess, þ. á m.
stjórnarformanninum og forstjóran-
um, John Madigan, sem fékk 5,3
milljóna dollara virði af ívilnunum í
fyrra. Madigan nýtti sér 1,8 milljónir
dollara ívilnun í bréfum Tribune.
Talsmaður fyrirtækisins, Gary Weit-
man, sagði hlutabréfaívilnanir rétt-
lætanlegar, en viðurkenndi að „það
eru góð rök bæði með og á móti í
þessari deilu“.
Donald Graham, stjórnarformaður
og aðalframkvæmdastjóri útgáfu-
félags The Washington Post, sagði að
stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að
telja hlutabréfaívilnanir með sem
kostnað fyrir nokkrum mánuðum
vegna þess að „við töldum að það væri
nákvæmasta aðferðin til að gefa hlut-
höfum okkar upplýsingar um fjár-
hagsstöðuna“.
Graham sagði ennfremur: „Eins og
allir vita skrifar leiðaradeildin það
sem hún telur réttast og best og ef
það er ekki í samræmi við stefnu
blaðsins eða stefnu fyrirtækja þá er
það allt í lagi.“
Misræmi milli leiðaraskrifa
og reksturs dagblaða
Margir þeirra fjölmiðla í Bandaríkj-
unum sem gagnrýnt hafa bókhalds-
brellur og hlutabréfaívilnanir beita
sjálfir þessum aðferðum
The Washington Post.
’ Veggur á milli rit-stjórnardeildar fyr-
irtækisins og rekstr-
ardeildarinnar. ‘
200 kg risasmokkfisk rak á land á
Tasmaníu um helgina. Vís-
indamenn í Ástralíu telja að hugs-
anlega sé um að ræða áður óþekkta
tegund og var fiskurinn, sem var 15
m langur, fluttur á safn í Tasmaníu
til skoðunar. Áströlsku vís-
indamennirnir Brian Looker og
Debbie Robertson skoða hér
smokkfiskinn.
Risa-
smokk-
fiskur
AP
Washington. AFP, AP.
AFRÍKURÍKIN Rúanda og Lýð-
veldið Kongó náðu friðarsamkomu-
lagi í gær eftir fimm daga viðræður í
Suður-Afríku. Markmiðið með
samningnum er að binda enda á fjög-
urra ára stríð í Lýðveldinu Kongó
sem talið er að hafi kostað 2,5 millj-
ónir manna lífið.
Samkvæmt samningnum á stjórn-
in í Rúanda að flytja herlið sitt frá
Lýðveldinu Kongó og þarlend
stjórnvöld eiga að reka rúandíska
uppreisnarmenn frá austurhluta
landsins.
Jacob Zuma, varaforseti Suður-
Afríku, sagði að stjórnvöld í Lýð-
veldinu Kongó hefðu fallist á að
„handtaka, afvopna og leysa upp“
sveitir uppreisnarmanna í austur-
hlutanum. Sveitirnar eru meðal ann-
ars skipaðar fyrrverandi hermönn-
um frá Rúanda og talið er að þær
hafi átt stóran þátt í fjöldamorðun-
um í landinu árið 1994.
Forsetar Rúanda og Lýðveldisins
Kongó hafa ekki undirritað samning-
inn en Zuma sagði enga ástæðu til að
ætla að þeir myndu hafna honum.
Hermenn frá fimm Afríkuríkjum
hafa tekið þátt í stríðinu í Lýðveldinu
Kongó. Talið er að um 20.000 her-
menn frá Rúanda séu nú í landinu og
Úgandamenn hafa stutt uppreisnar-
sveitirnar. Zimbabwe og Angóla
hafa hins vegar stutt stjórnarher
Lýðveldisins Kongó.
Friðar-
samningur
við Rúanda
Pretoríu. AFP.
Lýðveldið Kongó