Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 25 eg eftir að togað hefur verið yfir þau. kvóta. ... uppi með Akureyr- mátt gera haldið því est getað irra leik- rmarkinu ér nú að „framúr- augum?“ ð aðrir... ð dugnað- amherja- eir þurftu ngu þeir. u teknar til Sam- fyrir það num tíma sáttir við étt hjálp- fnrétt að grímur á , sitjandi umi Sam- urtaka sig únarskáld ur sínum ofanfalli r fyrirgaf honum aldrei lífgjöf- ina. Ólíkir eru þeir þó í öðru, Þorsteinn Bald- vinsson og Þorgeir Hávarsson. Þorgeiri kom aldrei til hugar, hangandi í nær upp- slitnuðum hvannarót- unum, að kalla til fóst- bróður síns eftir hjálp. En heimildir herma að Þorsteinn Baldvinsson hafi dvalið um hríð í búðum eigi fjarri lög- þinginu áður en skip- stjórareglan leit dags- ins ljós. Ef fara ætti í saumana á „athuga- semdunum“ myndi rýmið hér hvergi hrökkva til. Það er enda skoðun mín að þjark um gamlar og nýjar aflatöl- ur og atriði sem eru afstæð í flestum skilningi kúpli umræðunni um sjáv- arútvegsmálin upp í fjöruna en ekki úr henni. Ágætt dæmi um þetta er notkun forstjórans á orðinu „hrað- fiskibátur“. Honum er sérstaklega uppsigað við þessa báta og telur þá „stórvirk veiðiskip“. Það skilja vænti ég flestir hversu erfitt er að elta ólar við athugasemd- ir fullorðins manns sem temur sér þvílíka sandkassarökfræði. Það er í senn sorglegt og hlægilegt. Það er hins vegar gleðiefni að hann skuli taka dæmi um olíunotk- un, siglingatíma og aflamagn tiltek- ins smábáts á handfæraveiðum. (Upplýsingar af vefsíðu Bátasmiðju Guðmundar). Sá bátur eyddi u.þ.b. 3% af aflaverðmæti sínu í olíu og í fjölmörgum tilfellum smábáta er hlutfallið enn lægra. Algengt er að ísfisktogarar eyði í olíu 10–12% af aflaverðmæti. Hagkvæmni smábáts- ins er slík að hann getur rekið sig á grundvelli þess að mega veiða sem samsvarar 23 sólarhringum á ári með handfærin ein að vopni. Það væri fróðlegt að vita hvort mögulegt sé að reka togara undir þeim for- merkjum. Það er ótrúlegt en satt að for- svarsmenn stórútgerðarinnar hafa talið við hæfi að gera grín að ábend- ingum smábátaeigenda um þennan mikla mun á orkueyðslu við veiðarn- ar. Glósur á borð við þær hvort ekki sé þá hagkvæmast að setja upp segl á nýjan leik rekja rætur sínar í þessa kímnigáfu. En það er fleira sem Landher útvegsmanna og Þorsteinn Baldvinsson vilja drepa á dreif. Þar skal helst til taka rannsóknir á um- hverfisáhrifum veiðarfæra. Skemmdarverkin skoðuð Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur allt frá stofnun 1985 ályktað um nauðsyn viðamikilla rannsókna á umhverfisáhrifum veið- arfæra ásamt því að rannsökuð verði og kortlögð þau spjöll sem þegar hafa verið unnin á viðkvæmri nátt- úru í umhverfi fiskanna, s.s. kóralla- svæðum. Ekkert gerist. Til mála- mynda var stillt upp „rannsókn“ við Reykjanesið norðanvert þar sem tekin voru nokkur tog á rennisléttu leirflæmi á grunnu vatni. Átti ein- hver von á því að umhverfið laskaðist verulega? Á vormánuðum 2001 birti LS heil- síðuauglýsingar í dagblöðum sem sýndu tvær neðansjávarmyndir úr norsku lögsögunni af samskonar kórallarifum og eru (voru?) algeng hér við land. Til upprifjunar fylgja hér myndirnar. Önnur sýnir heil- brigt kórallarif en hin eyðilegg- inguna eftir botntroll norskra sam- herja Þorsteins Baldvinssonar. Viðbrögð Landhers íslenskra út- vegsmanna sýndu glögglega áhuga- leysið fyrir umræðunni. Í DV hinn 14. maí 2001 var haft eftir fram- kvæmdastjóranum að þetta væri „ómerkilegur áróður smábátasjóm- anna“. Kannski hefur hann óttast að þessi afhjúpun á skemmdarverkun- um kynni að varpa skugga á afhend- ingu umhverfisverðlauna LÍÚ á að- alfundinum um haustið. Það er bjargföst sannfæring mín að Íslendingar hafi illu heilli ekki skeytt um grundvallaratriði í leitinni að ábyrgri fiskveiðistjórnun. Vita- skuld skiptir magn fisks máli sem veitt er, en það skipir engu minna hvernig er veitt. Það eru 10 ár síðan LS gaf út samantekt á gögnum um málefni smábátaútgerðarinnar. Þar er m.a. að finna merkilegar rann- sóknir á valhæfni og veiðni ákveð- inna veiðarfæra. Rannsóknir á rösk- un veiðarfæra, t.d. á hrygningarsvæðum, og hvaða áhrif hávaði frá skipum og veiðarfærum hefur á hegðan fiska hafa verið fram- kvæmdar – en ekki hér. Þannig mætti lengi telja, en það veldur Landhernum engum svefntruflun- um. Það eina sem raskar ró hans eru fiskimenn með handfæri siglandi litlum bátum sem komast óþolandi hratt. Að nýta og njóta eða nýta og brjóta Í viðtalinu við Þorstein Baldvins- son hinn 30. júní eru höfð eftir hon- um orð sem valda mér heilabrotum: „Ég held við verðum ekkert stór fiskveiðiþjóð eftir 10–20 ár“. Til fjölda ára hefur Ísland verið meðal 15–20 stærstu fiskveiðiþjóða heims. Ef marka má orð forstjórans eru breytingar í nánd. Hvaða upp- lýsingar hefur hann sem leyfa slíkt tal? Eða blundar með honum grunur um að útreiðin á miðunum sé slík að afrakstursgetu þeirra sé ofboðið? Hvert sem svarið er má ljóst vera að nýtingarstefna sem byggist á beinni eyðileggingu sem aukaverkun er jafnframt eyðilegging á möguleikum komandi kynslóða. Þorsteinn Baldvinsson ákærir „hraðfiskibáta“ fyrir að „gera út á veiðiheimildir annarra“. Það hefur farið gjörsamlega framhjá forstjór- anum að hvorki hann né smábáta- eigendur „eiga“ aflaheimildirnar umfram aðra Íslendinga. Þeir sem nýta þær gera út á auðlind þjóðar en ekki nokkurra útgerðarmanna í við- varandi uppnámi. Á hinn bóginn lít ég svo á að með- an Samherjaflotinn eirir í engu við- kvæmum búsvæðum Íslandsmiða sé hann að gera út á lífsbjörg komandi kynslóða. Því þarf að breyta – fram- tíðarinnar vegna. Arthur Bogason Höfundur er formaður Lands- sambands smábátaeigenda. g njóta g brjóta Kóralrif við Noreg. LANDSLAGIÐ á hafsbotnivið Kolbeinsey líkist þvísem finna má í nyrðra gos-beltinu og á Reykjanesi og eldvirkni er greinileg. Þar eru um 300 metra há fjöll, djúpar sprungur, háhitasvæði og gígaraðir. Mörg þessara fjalla voru vísindamönnum ókunn áður þó svo að sjómenn hafi eflaust vitað af tilvist þeirra. Í rann- sóknaleiðangri á Kolbeinseyjar- hrygg og víðar fyrir norðan land nú í júlí var hafsbotninn kortlagður með fjölgeisladýptarmælingum. Mæli til slíks verks er að finna um borð í haf- rannsóknarskipinu Árna Friðriks- syni. Kortin koma til með að nýtast jafnt sjómönnum sem vísindamönn- um og bæta við almenna þekkingu á hafsbotninum og jarð- og líffræði svæðanna sem skoðuð voru. Tvíþættur leiðangur Rannsóknarleiðangurinn var tví- þættur, annars vegar rannsókn á vegum Hafrannsóknarstofnunarinn- ar í Víkurál og í Grænlandssundi þar sem verið var að kortleggja hafs- botninn samkvæmt langtímaáætlun stofnunarinnar. Hins vegar sam- starfsverkefni Hafrannsóknastofn- unarinnar, Raunvísindastofnunar háskólans og Orkustofnunar. Orku- stofnun kom að leiðangrinum í tengslum við þátttöku í olíuleitar- verkefni á vegum iðnaðarráðuneyt- isins og var sérstaklega kortlagt í Eyjafjarðarál í tengslum við það. Bryndís Brandsdóttir stjórnaði leið- angrinum fyrir hönd Raunvísinda- stofnunar og sá verkhluti var fjár- magnaður af umhverfisáætlun Rannís, en Bjarni Richter og Karl Gunnarsson hafa umsjón með rann- sóknum Orkustofnunar. Enn á eftir að vinna úr gögnum í tengslum við þá rannsókn. Svæði sem rannsakað var í tengslum við samstarfsverkefnið náði m.a. til Skjálfandadjúps, Skjálf- andaflóa og Eyjarfjarðaráls. Skip- stjóri í ferðinni var Árni Sverrisson. Basalthólar trufla sjómenn Með fyrri hluta rannsóknarinnar í Grænlandssundi og Víkuráli segir Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni sem var leiðangursstjóri í ferðinni, að nú sé komið í fyrsta skipti nákvæmt kort af stórum hluta Víkuráls. „Hólar á hafsbotninum hafa oft angrað veiðimenn á þessum slóðum og í rannsókninni kom í ljós að þarna er um að ræða basalthraunlög og finna má ísjakarákir víða. Þær eru mjög áberandi bæði í Víkurálnum og Grænlandssundinu niður á ákveðið dýpi.“ Guðrún segir að líklegt sé að ísjakarákirnar séu frá lokum ísaldar. Enn á eftir að skoða niðurstöður rannsóknarinnar betur og gera ná- kvæmari greiningar. Með rannsókn- inni fást mjög nákvæm dýptarkort svo og botnhörkukort en af þeim má draga ýmsar ályktanir varðandi líf- ríkið. Myndirnar og kortin koma svo til með að nýtast t.d. sjómönnum sem sækja til veiða á þessum slóðum. Í leiðangrinum var gerð tilraun til að staðsetja og kortleggja skipsflök á hafsbotni. Við mælingar kom í ljós flak flutningaskipsins Bahia Blanca, sem var þýskt skip er fórst árið 1940 vestur af Látrabjargi. „Við töldum okkur hafa fundið fleiri flök en gát- um ekki sagt það með vissu,“ segir Guðrún, „en Blanca kom greinilega fram og við greindum m.a. mastur skipsins.“ Margþættur tilgangur Við rannsóknirnar er notaður fjöl- geisladýptarmælir. „Venjulegur dýptarmælir er aðeins með einum geisla sem fer beint niður frá skip- inu,“ segir Guðrún. „En þessir mælir er með 135 geisla svo við gætum ver- ið með 75° horn til sitt hvorrar hliðar. Breidd mælingasvæðisins getur því verið allt að fimmfalt sjávardýpi á hverjum stað.“ Guðrún segir að mjög margt komi fram með mælingum tækisins sem ekki komi fram á hefðbundnum dýptarmælum sem þó gegni enn sínu hlutverki með ágætum. Fjölgeisla- dýptarmælirinn er mjög öflugur og getur mælt niður á 3000 m dýpi. Guðrún segir að langtímaáætlun um kortlagningu hafsbotnsins á veg- um Hafrannsóknarstofnunar miði vel miðað við þann tíma sem fæst til rannsókna umhverfis landið. Til- gangur kortlagningarinnar er marg- þættur. „Hjá Hafrannsóknastofnun- inni er tilgangurinn m.a. sá að kanna nýjar fiskislóðir, svo og þekktar, og til að fá upplýsingar um botngerð og lífríki sjávarins.“ Eldvirkni, gígaraðir og há fjöll Eldivirkni hefur greinilega verið mikil umhverfis Kolbeinsey en Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis- fræðingur hjá Raunvísindastofnun, segir ekki óhætt að fullyrða hvenær síðustu gos urðu á svæðinu en að það hefði getað verið í síðustu stóru jarð- skjálftahrinu fyrir norðan Kolbeins- ey árið 1999. Ennþá er mikil skjálfta- virkni á svæðinu. „Við fundum mjög nýlega gígaröð og stök fjöll,“ segir Bryndís. „Þetta landslag þekkjum við mjög vel á landi, t.d. í nyrðra gos- beltinu og á Reykjanesskaganum.“ Neðansjávarfjöllin sunnan og norðan Kolbeinseyjar eru sum hver um 300 metra há. „Á svæðinu er stöðug gliðnun í gangi líkt og í gos- beltunum á landi. Á nokkrum stöð- um má sjá mjög djúpar sprungur og fjöll sem hafa gliðnað. Þá eru mikil misgengi greinileg, svo og jarðhita- svæði.“ Bryndís og Guðrún segja mynd- irnar af Kolbeinseyjarhryggnum einstakar og með nákvæmni fjöl- geisladýptarmælisins veiti þær upp- lýsingar sem ekki hafa áður komið fram. „Þessar myndir eru grunnur að öllum ítarlegri rannsóknum á svæðinu,“ segir Bryndís. „Þessi staður hefur löngum verið mjög áhugaverður en þessar myndir gera hann enn áhugaverðari.“ Örnefni neðansjávarfjalla „Við fundum fjöll og kortlögðum þau í fyrsta skipti á hafsbotni en ég er viss um að íslenskir sjómenn hafa vitað af þeim,“ segir Bryndís. Guð- rún bætir við að þær ætli að kynna sér hvort örnefni séu til á einhverj- um fjallanna, því líkt og á landi fá neðansjávarfjöll nöfn. „Þeir sjómenn sem þekkja til á þessum slóðum eru því hvattir til að hafa samband við okkur og benda okkur á örnefni, því við viljum endilega hafa þau með,“ segja þær Bryndís og Guðrún. Þær segja nýja tækni hafa opnað dyr að könnun hafsbotnsins sem hingað til hefur að miklu leyti verið ókannaður. „Fjölgeislamælingar opna nýjar víddir og svara spurning- um sem áður höfðu ekki fengist svör við,“ segir Bryndís. Bryndís var á sömu slóðum, þó að- eins sunnar, við rannsóknir í fyrra og skoðaði þá misgengi. „Við höfum verið að skoða setlög á hafsbotni og misgengi og árið 2000 gerði ég jarð- skálftamælingar eftir öllum Kol- beinseyjarhrygg í samvinnu við Bandaríkjamenn og Japani.“ Hún segir að með rannsóknum sínum hafi hún m.a. komist að því að jarðskorpan syðst á Kolbeinseyjar- hrygg sé 14 kílómetra þykk sem er mun þykkara en á öðrum úthafs- hryggjum. „Það er út af því að meiri framleiðsla er á möttulefnum hér á Íslandi vegna svokallaðra heitra reita,“ segir Bryndís. Landkönnun á hafsbotni „Það sem stendur upp úr rann- sókninni er hversu slándi líkt þetta landslag er því sem finnst í nyrðra gosbeltinu. Við sjáum gíga og há fjöll. Enda er þetta landslag myndað undir sjó eða ís líkt og það sem finna má á Reykjanesi, því finnum við sömu landslagsformin á báðum stöð- um.“ Bryndís og Guðrún segja að með- an á ferðinni hafi staðið hafi þær varla tímt að fara að sofa þar sem mælingarnar voru svo spennandi. „Þarna er að finna nokkrar Herðu- breiðar og við lékum okkur að því að líkja neðansjávarfjöllunum við fjöll á landi sem okkur fannst þeim svipa til. T.d. fannst okkur eitt líkjast Keili,“ segir Bryndís. „Við þekkjum aðeins brot af land- grunninu okkar, svo mikil landkönn- un er enn framundan,“ segir Guð- rún. Nú tekur við eftirvinna gagnanna og munu rannsóknir stofnananna að endingu verða fléttaðar saman ásamt gögnum sem aflað hefur verið á svæðinu undanfarin þrjú ár til að fá sem besta og nákvæmasta greiningu á sem flestum þáttum svæðisins, líf- ríki jafnt sem jarðfræði og jarðsögu. Gerðar verða þrívíddarmyndir af svæðinu og „munum við reyna að koma þeirri þekkingu sem við höfum aflað um svæðið til skila í vísinda- samfélaginu sem fyrst og kynna okk- ar niðurstöður á ráðstefnum og í er- lendum fræðiritum,“segir Bryndís. Búist er við að niðurstöður leiðang- ursins liggi fyrir í september. Bryndís og Guðrún segja að í ferð- um sem þessum sé góð áhöfn á skip- inu ómetanleg og að áhöfn Árna Friðrikssonar hafi staðið sig með stakri prýði. „Um er að ræða mikla nákvæmnissiglingu og má vart skeika nema nokkrum metrum, þá geta komið eyður í mælingarnar,“ segir Guðrún. „Skipstjóri og stýri- menn eiga því heiður skilinn, svo og öll áhöfnin.“ Hafrannsókn fyrir norðan land lokið Landslag á hafsbotni sláandi líkt og á landi Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, og Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun, segja kortlagningu hafsbotnsins með fjölgeislamælingum opna nýjar víddir. Hafsbotninn umhverfis Ís- land býr yfir mörgum leynd- armálum; mörg hundruð metra háum neðansjáv- arfjöllum, gígaröðum, jök- ulgörðum og ótal skipsflök- um. Rannsóknarstofnanir hafa afhjúpað leyndarmálin að hluta og kortlagt með nýj- ustu tækni í hafrannsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.