Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 2
Fylkismenn í fyrsta sæti efstu
deildar karla / C1
Arnar Viðarsson þáði ekki tilboð
Dinamo Moskvu / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Þræðir til allra átta / 2
Velkomin: sólaldin, blæjuber
og kakí / 4
Skrefi á undan Woodstock / 6
Bíðið fram á vetur / 7
Auðlesið efni / 8
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
„Dublin“ frá
Plúsferðum.
Blaðinu verður
dreift um allt
land.
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
snúið sér til dómstóla eða skotið mál-
inu til umboðsmanns Alþingis, telji
þeir að úrskurðurinn brjóti á rétti
þeirra. „Hins vegar tel ég að vilji sé
fyrir því meðal almennings að ljúka
málinu sem fyrst,“ sagði Hilmar jafn-
framt.
Hilmar segir lögfræðinga vera að
rannsaka hvenær unnt sé að halda
nýjar kosningar og hvaða fyrirvara
þurfi til. „Kosningar gætu í fyrsta lagi
orðið hinn 7. september, en enn liggur
ekki fyrir hve langur tími þarf að líða
frá boðun kosninga að kjördegi. Það
skýrist á næstu dögum,“ sagði Hilm-
ar.
Allur kostnaður við kosningarnar
fellur á sveitarfélagið, og að sögn
Hilmars er áætlað að kosningarnar í
vor hafi kostað um hálfa milljón
króna, en sú tala er óstaðfest. Kostn-
aður við úrskurð kjörnefndar, sem
sýslumaður tilnefndi, féll einnig á
sveitarfélagið, en hann var á þriðja
hundrað þúsund, að sögn Hilmars.
Alvarlegt mál að ógilda
kosningar
Í athugasemdum yfirkjörstjórnar
kemur fram að hún telur málsmeðferð
ráðuneytisins hafa tekið of langan
tíma. Kjörnefnd, sem skipuð var að
framkominni kæru á kosningunum,
hafði aðeins viku til að kveða upp úr-
skurð, en frá því að niðurstaða hennar
var kærð til félagsmálaráðuneytisins
hinn 18. júní liðu sex vikur þar til úr-
skurður ráðuneytisins var kveðinn
upp. „Telja verður þennan málsmeð-
ferðartíma óeðlilega langan og
ástæðulaust að draga slíkt mál svo
mjög á langinn,“ segir í athugasemd-
um yfirkjörstjórnar.
Einnig segir í athugasemdunum að
yfirkjörstjórn telji að leitast eigi við
„að fá úrslit án þess að láta kjósa að
nýju. Allir hljóta að gera sér grein fyr-
ir hve afdrifaríkt það er að ógilda nið-
urstöðu kosninga og láta kjósa að
nýju“.
YFIRKJÖRSTJÓRN Borgarbyggð-
ar verður að una úrskurði félagsmála-
ráðuneytisins um að kjósa skuli að
nýju í sveitarfélaginu þótt hún telji sig
geta rökstutt allar sínar ákvarðanir á
grundvelli laga og venja um kosning-
ar. Hilmar Már Arason, formaður
yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar, seg-
ir að það eina sem stjórnin geti gert sé
að láta úrskurðinn standa og hefja
undirbúning nýrra kosninga.
„Þrátt fyrir það erum við ekki sátt
við þennan úrskurð og enginn er sátt-
ur við hann hér í Borgarbyggð,“ sagði
Hilmar.
Að sögn Hilmars geta einstaklingar
Kjörnefnd fundar um kosningarnar í Borgarbyggð
Hugsanlega verður kos-
ið aftur 7. september
FLUGLEIÐIR hafa kært far-
þega vegna ofbeldis sem hann
beitti flugfreyjur í vél félags-
ins til Minneapolis á þriðju-
dag. Um var að ræða miðaldra
karlmann sem mun hafa
drukkið eigið áfengi í vélinni
og klukkustund fyrir lendingu
réðist hann að flugfreyjum og
sló eina þeirra í andlit með
krepptum hnefa. Önnur flug-
freyja fékk einnig högg en
tókst að víkja sér undan því
svo það kom á eyra hennar. Sú
þriðja fékk högg í handlegg.
Farþegar um borð í vélinni,
þar af lögreglumaður á frí-
vakt, gripu inn í atburðarásina
og komu manninum í sæti sitt
á ný. Flugfreyjurnar fengu
ekki sýnilega áverka. Þegar
vélin var lent bað flugstjóri
bandarísk yfirvöld um að taka
manninn í sína vörslu og var
hann hafður í haldi lögreglu
þangað til hann var sendur
heim daginn eftir. Tveir ís-
lenskir lögreglumenn voru
sendir utan til að sækja mann-
inn og komu þeir til landsins í
gærmorgun.
Ekki er ljóst hvað mannin-
um gekk til með árásinni.
Flugfarþegi
kærður
fyrir árás á
flugfreyjur
HESTAR sluppu inn á golfvöll
Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpu
í gærmorgun. Að sögn Hólmars
Kristjánssonar vallarstarfsmanns
er tjónið mikið, sérstaklega á
einni braut vallarins.
„Krakkar í Unglingavinnunni
unnu við að skipta um girðingu
sem skilur að golfvöllinn og næsta
land, sem tilheyrir Blikastöðum.
Þar eru hestar á beit yfir sumar-
tímann. Ekki var gætt að því að
hestarnir komust yfir ána sem að-
skilur golfvöllinn og beitilandið.
Þeir sluppu inn á golfvöllinn
stuttu síðar og spændu upp braut-
ina og skildu eftir í sárum,“ sagði
Hólmar í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Tjónið á vellinum er
tilfinnanlegt fyrir Golfklúbb
Reykjavíkur. Sá þarf í sárin og
setja sand yfir þau, en völlurinn
mun ekki komast í fyrra horf fyrr
en næsta sumar, að sögn Hólm-
ars. Unnið var að því í allan gær-
dag að laga völlinn eftir megni.
Hólmar segir þetta hafa verið
vandamál undanfarin ár, þar sem
hestarnir hafi sloppið nokkrum
sinnum yfir.
Golfklúbbur Reykjavíkur er nú
að athuga hvernig ná megi fram
skaðabótum vegna tjónsins sem
hestarnir unnu á golfvellinum.
Hestarnir veltu sér í sandgloppunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Eins og sjá má voru skeifuförin mjög áberandi á golfvellinum.
Hestar skildu golf-
völlinn eftir í sárum
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
hefur sent frá sér auglýsingu þar
sem innflutningur á fuglum og hvers
konar afurðum alifugla frá Dan-
mörku er bannaður. Öðlast bannið
gildi 6. ágúst og gildir í einn mánuð.
Ástæður bannsins eru þær að upp
hefur komið svonefnd Newcastle-
veiki í Danmörku, bráðsmitandi
veirusjúkdómur sem eingöngu finnst
í fuglum. Gæti sjúkdómurinn valdið
ófyrirsjáanlegu tjóni í alifuglafram-
leiðslu og æðarrækt ef hún bærist
hingað til lands, segir í auglýsing-
unni. Að tillögu yfirdýralæknis hefur
bannið verið sett og er það í fullu
samræmi við fyrri aðgerðir við sam-
bærilegar sýkingar erlendis.
Veirusjúkdómur í alifuglum
Innflutningur frá
Danmörku bannaður
INNBROTSÞJÓFUR, sem braust
inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Vest-
fjarða í fyrrinótt, hafði um sólar-
hring fyrr losnað úr haldi lögregl-
unnar á Ísafirði eftir að hafa játað á
sig tvö innbrot.
Maðurinn var handtekinn á
þriðjudagsmorgun vegna gruns um
að hann hefði brotist inn í Vestra-
húsið á Ísafirði um nóttina. Við yf-
irheyrslur játaði hann innbrotið og
viðurkenndi einnig að hafa brotist
inn í húsið í febrúar sl. Í báðum til-
fellum var fjármunum og varningi
stolið, en nokkur fyrirtæki og stofn-
anir hafa aðsetur í húsinu. Maður-
inn, sem er á fertugsaldri og hefur
alloft komið við sögu lögreglu, vísaði
jafnframt lögreglu á þýfið og var
sleppt að því loknu.
Manninum var sleppt upp úr mið-
nætti en rúmlega sólarhring síðar
braust hann inn á nýjan leik, að
þessu sinni inn í höfuðstöðvar Orku-
bús Vestfjarða við Stakkanes á Ísa-
firði. Hann var handtekinn á staðn-
um, en að sögn Jakobs Ólafssonar,
rekstrarstjóra Orkuveitunnar, hafði
maðurinn þá unnið miklar skemmdir
á húsinu og innanstokksmunum. Tel-
ur hann að tjónið hljóti að nema
nokkrum milljónum.
Grunaður um tvö innbrot á Ísafirði
Staðinn að verki
um sólarhring síðar
MAÐURINN sem réðst inn í íbúð í
austurborginni á þriðjudagskvöld,
vopnaður haglabyssu, var á mið-
vikudag úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 12. ágúst að kröfu lögregl-
unnar í Reykjavík, sem rannsakar
málið.
Maðurinn skaut um fjórum skot-
um í útidyrahurð en fór síðan inn um
eldhúsglugga. Sá sem inni var mun
hafa verið vinur árásarmannsins en
eitthvað hafði slest upp á vinskapinn
með þessum afleiðingum. Árásar-
maðurinn ók burt af vettvangi eftir
að húsráðanda tókst að flýja út um
glugga. Það var vegfarandi sem sá
byssumann fara út úr húsinu, fylgdi
honum eftir og lét lögreglu vita.
Árásarmaðurinn, sem grunaður
er um ölvun við aksturinn, kannast
við að hafa tekið þátt í atburðunum
sem sæta nú rannsókn. Hann hefur
komið við sögu lögreglu áður, m.a.
fyrir ofbeldisbrot.
Í gæsluvarðhald
vegna skotárásar