Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 39 Í DAG, föstudaginn 2. ágúst, verður valinn í beinni útsendingu síðdeg- isútvarps Rásar 2 fyrirmyndaröku- maður sem hlýtur ferð fyrir tvo til Krítar með Plúsferðum. Leitin að fyrirmyndarökumönnum er sam- starfsverkefni Sjóvár-Almennra, Olís, Rásar 2 og Plúsferða en mark- miðið er að skapa bætta umferðar- menningu. Átakinu lýkur um versl- unarmannahelgina en þá geta hlustendur Rásar 2 tilnefnt öku- menn sem hafa límmiða átaksins í afturrúðunni. Í verðlaun verða vandað Thermos-gasgrill, 25 þús- und króna gjafakort í Kringlunni sem og ferð fyrir tvo til Danmerk- ur. Límmiða umferðarátaksins er hægt að nálgast á öllum Olísstöðv- um. Þorvaldur Snæbjörnsson var valinn fyrirmyndarökumaður sl. föstudag og hlaut að launum ferð fyrir tvo til Danmerkur. Með honum á myndinni eru Þórarinn B. Jónsson, útibússtjóri Sjóvá-Almennra á Akureyri, og Erlingur Níelsson, dagskrárgerðarmaður Rásar tvö á Akureyri. Fyrirmyndar- ökumenn tilnefndir MESSAÐ verður í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði nk. sunnudag, 4. ágúst, kl. 14.00. Sóknarprestur, séra Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mæli- felli, prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöng syngur Helga Rós Indriða- dóttir óperusöngkona, sem nú starf- ar við óperuna í Stuttgart í Þýska- landi. Kirkjukór Mælifells- prestakalls leiðir almennan söng. Organisti er Sveinn Árnason. Kirkjukaffi verður á Merkigili að lokinni athöfn í boði systkina Helga heitins Jónssonar, síðasta ábúanda þar og síðasta sóknarbarns í Ábæj- arsókn. Ábæjarmessan á sér langa hefð í skagfirsku menningarlífi. Þar hefur verið messað einu sinni á ári í meira en 60 ár, nú hin síðari ár jafn- an um verslunarmannahelgi. Fjöl- menni hefur verið í messunum og fólk komið víða að af landinu. Vegur fram að Ábæ er seinfarinn og þarf fólk að ætla sér góðan tíma. Þess má geta að Ábæjarkirkja er 80 ára á þessu ári, en hún var vígð 6. ágúst 1922. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni. Árleg messa í Ábæjar- kirkju í Austurdal LAUGARDAGINN 3. ágúst verður dagskrá safnsins tileinkuð börnum. Farið verður í leiki við Kornhúsið, börnin kynnast leyndardómum Völ- unnar og hægt er að leika með stultur, húlahringi, sippubönd og fleira. Leikfangasýningin Fyrr var oft í koti kátt verður opin og á loft- inu fá börnin að teikna og mála. Teymt verður undir börnum við Árbæinn milli kl. 13 og 15. Sunnudaginn 4. ágúst verður dagurinn tileinkaður íslenska hest- inum. Póstlest fer um safnið og húsfreyjur og húsbændur í húsun- um fá póstinn sinn. Húsfreyjan í Árbæ býður póstinum, ferðalöngum og öðrum gestum upp á nýbakaðar lummur. Hestvagn verður á ferð um safnsvæðið og börnin geta farið rúntinn kringum Torgið. Leiksýn- ingin fellur niður að þessu sinni en sýningar verða alla aðra sunnudaga í ágúst. Mánudaginn 5. ágúst verður fjöl- skyldudagskrá, ratleikur verður í boði, farið verður í gamla og góða hópleiki og leikið með leggi og skeljar. Hressir krakkar geta síðan tekið þátt í kappakstri á kassabíl. Leikföngin verða á sínum stað við Kornhúsið og leiðsögumenn kenna börnum að nota Völuna og fræða börn og fullorðna um leikföng og leiki fyrrum. Teymt verður undir börnum við Árbæinn auk þess sem húsdýr eru á svæðinu. Veitingasala verður í Dillonshúsi alla dagana. Fjölbreytt dagskrá í Ár- bæjarsafni um helgina UM verslunarmannahelgina verður brugðið út af hefðbund- inni fræðsludagskrá þjóðgarðs- ins. Í stað gönguferða og sér- stakrar barnafræðslu verður í boði léttur og skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskyld- una. Ratleikurinn verður í gangi alla helgina, frá föstudegi til mánudags, og er hægt að hefja hann hvenær sem er dagsins. Öll gögn og vísbend- ingablöð varðandi leikinn eru afhent í þjónustumiðstöðinni á Leirunum. Hver fjölskylda eða hópur sem lýkur ratleiknum og skilar inn lausnum fær verð- laun, Íslandskort barnanna frá Máli og menningu. Auk þess geta þátttakendur sett nöfn sín í sérstakan vinningspott, sem dregið verður úr eftir helgina. Heppinn þátttakandi hlýtur að launum hina veglegu bók Þing- vallavatn, sem nýlega kom út hjá Máli og menningu. Sunnu- daginn 4. ágúst verður guðs- þjónusta í Þingvallakirkju kl. 14:00. Hin nýja fræðslumiðstöð þjóðgarðsins er opin alla daga frá kl: 9:00–20:00. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeyp- is og allir velkomnir. Allar nán- ari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð og á heima- síðu þjóðgarðsins, www.thing- vellir.is. Fjölbreytt dagskrá á Þingvöllum um helgina FJÖLBREYTT dagskrá verður í boði á Sólheimum í Grímsnesi um næstu helgi. Ókeypis aðgangur er á skemmtanir um helgina. Á laugardag verður m.a. boðið upp á staðarskoðun og sögukynn- ingu kl. 14 en áður leikur Halldór Hermannsson á harmonikku á Grænu könnunni. Klukkan 16 verð- ur leiksýning Leikfélags Sólheima um ævi og störf Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sól- heima. Svipuð dagskrá er á sunnudag en kl. 16 flytur leikfélagið lög úr söng- leiknum Hárinu okkar og tveir gest- ir verða með óvænta uppákomu. Um helgina verður einnig hopp- kastali fyrir börnin, myndlistarsýn- ing, kaffihúsið Græna kannan verð- ur opið og skógræktarstöðin Ölur svo nokkuð sé nefnt. Leiklist á dagskránni á Sólheimum um helgina EFTIR fimm vikna veiði, 19. júní til 24. júlí, voru komnir 8.386 silungar á land úr Veiðivötnum á Land- mannaafrétti, samkvæmt Veiðivat- navefnum. Það gera 240 fiskar á degi hverjum og miðað við 80 stang- ir sem leyfðar eru þar á degi hverj- um er meðalveiði á stöng 3 fiskar. Langmest er þetta urriðinn sem vötnin eru svo fræg fyrir, en nokk- ur hundruð bleikjur hafa einnig veiðst, mest 638 stykki í Skyggn- isvatni. Besta vatnið er Litlisjór sem hafði gefið 3.459 urriða, þann stærsta 8,6 punda. Meðalþyngdin þar er hins vegar 2,6 pund. Næst- aflahæsta vatnið var Skyggnisvatn með 1.098 fiska, en rúmlega helm- ingurinn þar er bleikja eins og áður var getið. Næst er Stóra-Fossvatn, þar sem aðeins er leyfð fluguveiði, en 630 voru veiddir þar, upp í 7 pund, og þarnæst er að nefna Hraunsvötn með 536 stykki, allt urriða. Þar er stærsti fiskur sum- arsins til þessa, 11,6 pund. Pyttlur höfðu gefið 321 urriða, Grænavatn 288 og Snjóölduvatn 211 fiska, þeir stærstu 7,5 til 8 punda. Einnig hafa veiðst 8 punda fiskar í Litla-Breiða- vatni og Ónefndavatni. Morgunblaðið/Golli Mikið um að vera við aðgerðarborðið í Veiðivötnum. Feiknaveiði hefur verið í Veiðivötnum Rúnar veiðivörður í Veiðivötn- um vegur vænan urriða. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? NÝVERIÐ voru alþjóðleg verðlaun fyrir list á frímerkjum veitt, en þau afhenti Asiago International Prize for Philatelic Art. Íslandspóstur var einn þeirra aðila sem voru verðlaun- aðir, en í umsögn um Evrópumerkið frá 2001, 80,00 kr., segir: „Eftir ýtarlega áframhaldandi rannsókn á fallegasta frímerkinu úr „náttúrunni“ og í ljósi þess að þetta ár, 2002, hefir sérstaklega beinst að mikilvægi vatnsins, hinnar náttúr- legu auðlindar, og vandamálum varðandi varðveislu þess, hefir dóm- nefndin veitt íslensku póstþjónust- unni, Íslandspósti, þessi verðlaun, fyrir áttatíu króna Evrópufrímerkið, sem sýnir tengdar hendur, sem taka á móti vatni, hinni náttúrlegu auð- lind, í formi bylgjufaldsins, sem myndast á brimöldunni, við fjöruna. Það flæðir fram frá hinum eilífu jökl- um, fjársjóður sem þarf að varðveita og ábending um að spilla ekki þess- ari dýrmætu frumgjöf og auðlind náttúrunnar.“ Þannig hljóðar úrskurður dóm- nefndarinnar um verðlaunaveit- inguna. Ummæli viðskiptavina voru m.a. svo hljóðandi: „...Það er alltaf ánægjulegt, að móttaka frímerkin og aðrar vörur tengdar þeim, frá Íslandi. Þið eruð með bestu hönnun allra Norður- landanna, en ég safna þeim öllum.“ Viðkomandi er doktor frá Tennessee í Bandaríkjunum. Hvaða Íslendingur, sem hefur eitthvað farið um sveitir eða öræfi landsins, þekkir ekki tilfinninguna við að kasta sér niður á lækjarbakka og svolgra að sér tært vatnið, súpa það úr íhvelfdum lófum sér eða baða sveitt andlit af göngunni úr því? Frímerkið kom út 17. maí 2001 og er hannað af Hany Hadaya. Það er litprentað í offset hjá Cartor S/A og er upplag þess aðeins 150 þúsund. List á íslensku frí- merki verðlaunuð Morgunblaðið/SHÞ Evrópufrímerki Hanya Hadaya, með hinum ýmsu myndum og formum í umhverfi vatnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.