Morgunblaðið - 02.08.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 02.08.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMAR HLJÓMAR HLJÓMAR LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD Á GRÆNA HATTINUM NEMENDUM við Háskólann á Ak- ureyri mun fjölga um 10% á milli ára, en gert er ráð fyrir að um 1.020 nemendur verði við nám í háskól- anum næsta skólaár. Á síðastliðnu háskólaári stunduðu 925 nemendur nám við háskólann. Fjölgun nemenda er aðallega í tveimur deildum, kennaradeild og auðlindadeild. Í þeirri fyrrnefndu fjölgar nemendum úr 332 í 431 og í auðlindadeild fjölgar úr 31 í 56. Ný- nemar í kennaradeild verða 207 alls og 42 nýnemar skráðu sig til náms í auðlindadeild. Þar er boðið upp á nám á þremur brautum, sjávarút- vegsbraut, líftækni og umhverfis- fræði. Eins fjölgar nemendum í fjarnámi nokkuð eða úr 369 í 396. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði að um væri að ræða meiri vöxt en menn hefðu gert ráð fyrir. Þannig hefði fyrir röskum áratug verið spáð að árið 2004 yrðu 7–900 nemendur í Háskólanum á Akureyri, „og þóttu algjörir draumórar þá“, sagði Þor- steinn. Aukin aðsókn að kennara- og auðlindadeildum Hann kvaðst afar ánægður með mikla aðsókn að kennaradeild sem og einnig auðlindadeild háskólans. „Svo virðist sem bætt launakjör og jákvæðari umræða um störf kenn- ara hafi orðið til þess að ungt fólk sækir í ríkara mæli í þetta nám,“ sagði Þorsteinn. Þetta sagði hann gjörbreytt ástand og væri í raun svo komið að fleiri sæktu um en kæm- ust að. „Það er einnig ánægjulegt að að- sókn í auðlindadeild hefur aukist mikið, einkum á sjávarútvegsbraut.“ Nýnemar í auðlindadeild eru 42 alls, en í sjávarútvegsdeild, sem er for- veri auðlindadeildar, var 31 nem- andi á síðasta skólaári. „Þær skipu- lagsbreytingar sem gerðar voru virðast skipta máli og eins kynntum við deildina vel. Það virðist skila ár- angri að nálgast viðfangsefnið á já- kvæðan hátt,“ sagði Þorsteinn. Lokahönd lögð á nýbyggingu Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á síðusta áfanga þeirra nýbygginga sem nú er unnið að. Í honum eru verknámsstofur fyrir hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun og verður húsnæðið tekið í notkun nú í haust. Þorsteinn sagði að aðstaðan sem þar byðist væri einstök. Kennsla nýnema hefst 19. ágúst næstkomandi með dagskrá sem kallast nýnemadagar og hefur að markmiði að undirbúa nýnema fyrir nám og starf í háskóla. Tölvuum- hverfi og stoðþjónusta háskólans verða kynnt, boðið verður upp á hnitmiðuð og hagnýt undirbúnings- námskeið auk hópeflis. Með þessu móti verður reynt að gera nýnem- um aðlögun að háskólanámi auð- veldari og leggja grunn að betri námsárangri. Nýnemadagar eru nú haldnir í annað sinn. Kennsla eldri nemenda hefst 26. ágúst næstkom- andi. Nemendum Háskólans á Akureyri fjölgar um 10% milli ára Yfir 1000 nemendur og meiri vöxtur en spáð var VERIÐ er að hlaða steinbrú á úti- vistarsvæði Akureyringa í Kjarna- skógi. „Þetta á að vera samgöngu- tæki og mubla í skóginum, ef vel tekst til. Við staðsetjum hana á fal- legum stað við lítinn foss; þetta á að geta orðið ein af perlum skógarins í framtíðinni,“ sagði Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hleðslumeistarinn Bergsveinn Þórsson hefur umsjón með gerð mannvirkisins og aðstoðarmaður hans er Óli Þór Jónsson. „Það koma nýir stígar að þessari brú sem eiga að opna víðsýni yfir Brunnána; yfir Vesturbakkann,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði aðsókn að Kjarnaskógi hafa verið með eindæmum mikla í sumar. „Það er verið að slá öll met, hér eru öll bílastæði full og alltaf fullt af fólki þegar vel viðrar.“ Steinbrú hlaðin í Kjarnaskógi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bergsveinn Þórsson, yfirmaður útivistarsvæðisins í Kjarna, til vinstri, sem sér um að hlaða mannvirkið, og Óli Þór Jónsson að störfum í vik- unni. Ungur og áhugasamur gestur í skóginum fylgist með. Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey- firðinga, ræðir við Bergsvein Þórsson hleðslumeistara. BESTA veðrið um verslunarmanna- helgina verður norðanlands, sæmi- legt fyrir austan en almennt verður meiri rigning á landinu en menn bjuggust við. Mest rignir vestan- lands og úrkoma á höfuðborgar- svæðinu kemur á óvart, segir í veð- urspá Veðurklúbbsins á Dalbæ en hún gildir fyrir ágústmánuð. Almennt hafa klúbbfélagar trú á að veðrið fyrir norðan fari að verða jafnara og betra en verið hefur í júlí. Nýtt tungl kviknar í vestri 8. ágúst sem klúbbfélögum líst afar vel á. Tveimur dögum síðar halda Dalvík- ingar Fiskidaginn mikla og þá er að mati veðurspámanna á Dalbæ útlit fyrir einkar gott veður. „Þá er tungl næst jörðu og stórstreymt og voru allir sammála um að það væri góð blanda,“ segir í spánni. Félagarnir telja allar líkur á góðri berjasprettu og að framundan sé gott berjaár, segir í spánni. Betra og jafnara veð- ur fyrir norð- an í ágúst RÓSASÝNING verður í Blómabúð Akureyrar, sem er við göngugötuna í Hafnar- stræti, nú um helgina. Að sögn Jóhanns Gunnars Arnarssonar hjá Blómabúð Akureyrar eru yfir 100 teg- undir rósa ræktaðar á Íslandi og „við verðum með nokkurs konar brot af því besta, svona 30–40 tegundir“, sagði hann. Samhliða sýningunni gefst gestum kostur á að taka þátt í vali á „Rós ársins 2002“ með því að setja svarseðil í pott, sem síðan verður dregið úr. Þrír heppnir gestir fá síðan 20 rósa vönd, þær rósir sem þeir völdu fegurstar. Þetta er í annað sinn sem Blómabúð Akureyrar efnir til rósasýningar um verslunar- mannahelgi, en í fyrra tóku um 800 manns þátt í vali á rós ársins. „Við vorum mjög ánægð með viðtökurnar og greinilegt að fólk hefur gam- an af því að skoða þessi fal- legu blóm. Íslenskir blóma- bændur standa mjög framarlega á sínu sviði og bera að mörgu leyti af hvað varðar útlit og gæði,“ sagði Jóhann Gunnar. Sýningin hefst í dag, föstu- daginn 2. ágúst, og lýkur á sunnudag. Blómabúð Akur- eyrar er opin frá kl. 10 til 21 föstudag og laugardag og frá kl. 11 til 17 á sunnudag. Rósasýning í Blóma- búð Akureyrar Rós árs- ins valin SÖGUGANGA verður um Innbæinn og Fjöruna á laugar- dag, 3. ágúst, og er hún á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Geng- ið verður um þennan elsta hluta bæjarins þar sem húsin eiga sér langa og sum fjölbreytta sögu. Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri verður leiðsögumaður og leggur af stað með hópinn klukkan 14 frá Laxdalshúsi, sem er elsta hús bæjarins, byggt 1795. Húsin í Innbænum eru mörg kennd við danska kaup- menn sem versluðu þar lengi framan af og fluttu með sér er- lenda menningarstrauma. Sumir voru áhugasamir um tónlist og leiklist eins og sá ferðugi hljóð- færaleikari faktor Mohr og leik- húsáhugamaðurinn Bernhard August Steincke. Á Akureyri voru hús kennd við Höepfner, Túliníus og Friðrik Gudmann sem gaf Akureyringum hús und- ir spítala. Og ekki má gleyma þeirri mætu konu Vilhelmínu Lever, dugnaðarforki, verslunar- eiganda og hótelhaldara, sem varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í opinberum kosn- ingum 1863. Allir eru velkomnir í sögu- gönguna, sem tekur um eina og hálfa klukkustund. Þeir sem hafa áhuga geta eftir gönguna litið inn á sýningu Minjasafns- ins, Akureyri – bærinn við Poll- inn. Söguganga um Innbæinn og Fjöruna á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.