Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
3 -
% 41
5
! 41
3
#6 7"#
BÚÐARKLETT-
UR, Borgarnesi:
Þotuliðið.
CAFÉ ROM-
ANCE: Ray Ramon
og Mete Gudmund-
sen.
DILLON BAR,
Laugavegi 28:
Rokkslæðan.
EGILSBÚÐ, Nes-
kaupstað: Brjánn,
Valgeir Guðjónsson
og Mannakorn kl.
23 til 3.
GAUKUR Á
STÖNG: Hljóm-
sveitin Nýdönsk kl.
23:30 til 5:30.
GULLÖLDIN:
Svensen og Hallf-
unkel leika fyrir
dansi kl. 18 til 3.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Sín.
MIÐGARÐUR, Skagafirði: Sól-
dögg ásamt Dj. Rockbitch.
O’BRIENS, Laugavegi 73: Moga-
don.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Papar.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hljóm-
sveitin Hafrót.
SJALLINN, Akureyri: Sálin hans
Jóns míns.
ÚTHLÍÐ, Biskupstungum:
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur.
ÚTLAGINN, Flúðum: Hljóm-
sveitin Sixties kynnir efni af nýrri
plötu.
VALHÖLL, Eskifirði: Írafár spilar.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Úlfarnir.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppi
fjörinu í Úthlíð í Biskupstungum í kvöld.
Í DAG
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ÞÓ AÐ verslunarmannahelgin kall-
ist jafnan mesta ferðahelgi ársins
eru ekki allir sem pakka niður og
leggja upp í ferðalag til að skemmta
sér víðs vegar um landið.
Gunnar Lárus Hjálmarsson, dr.
Gunni, er í forsvari fyrir þá innipúka
sem hyggjast eyða helginni í
Reykjavíkurborg og hefur hann
skipulagt hátíð fyrir kollega sína
sem ber yfirskriftina „Innipúkinn
2002“.
„Það var einfaldlega grundvöllur
fyrir þessari hátíð,“ segir Dr. Gunni
aðspurður um tilurð Innipúkans.
„Það eru yfirleitt sérstakar teg-
undir af fólki eftir í bænum þegar
verslunarmannahelgin skellur á.
Enginn með fulla sjálfsvirðingu fer
að láta sjá sig úti á landi um helgina,
maður fer ekki að elta „hnakkana“
þegar maður er laus við þá. Þetta
hefur því löngum verið talin besta
helgi ársins hjá fólki sem er „eðal“ í
samfélaginu. Það er aldrei eins
skemmtilegt og gott að vera í
Reykjavík eins og um verslunar-
mannahelgina,“ segir hinn yfirlýs-
ingaglaði dr. Gunni og líkir ástand-
inu þar í borg við sannkallaða útópíu.
Hann neitar því alfarið að Inni-
púkinn sé í samkeppni við útihátíðir
landsbyggðarinnar.
Dr. Gunni er því ekki mikill útihá-
tíðarmaður, eða hvað?
„Ég held að það séu fáir á mínum
aldri mikið fyrir útihátíðir nema það
vanti eitthvað mikið í þá. Ég hef þó
spilað á nokkrum útihátíðum. Ég var
í Viðey árið 1984 þar sem við vorum
tveir og sem var mesta útihátíðar-
„flopp“ sögunnar. Svo spilaði ég í
Húnaveri árið 1991 en það var líka
fremur misheppnað. Ég spilaði svo á
Uxa 1995 en man ekkert eftir því þar
sem ég var þá í ruglinu.“
Það eru Dr. Gunni, Rúnk, Trab-
ant, Singapore Sling, Músikvatur,
Hellvar, Theyer Theyer Thorsteins-
son, Hudson Wayne, Phil Stadium
og DJ Talnapúkinn sem sjá um að
skemmta innipúkum bæjarins á
samnefndri hátíð um helgina.
Dr. Gunni segist vonast eftir góðu
stuði og hlakkar mikið til.
Hátíðin verður sett í Iðnó klukkan
17 og verður grillað ef veður leyfir.
Tónleikarnir munu standa fram á
nótt en miðaverð er 1.200 krónur.
Innipúkar sameinist
Morgunblaðið/Þork
ell
Hljómsveitin Trab
ant.
Morgunblaðið/Þorkell
Rúnk-liðar munu troða upp á morgun.
Morgunblaðið/Sverrir
Innipúkinn Dr. Gunni.birta@mbl.is
ÞAÐ KENNIR ýmissa
og fjölbreyttra grasa á
listanum yfir þá tónlist-
armenn sem eiga breið-
skífur sem tilnefndar
eru til Mercury-
verðlaunanna árlegu.
Þessi verðlaun eru á
vegum hljómplötuversl-
unarinnar Virgin Mega-
stores og eru aðeins
gjaldgengar þær plötur
sem hafa selst í minna
en 500 þúsund eintökum
í Bandaríkjunum.
Tilgangur verð-
launanna er nefnilega
að vekja meiri athygli á
tónlist sem gagnrýn-
endur hafa hælt á hvert
reipi en hefur ekki náð
nægilega vel til al-
mennra plötukaupenda.
Alls eru 10 plötur til-
nefndar til verð-
launanna í ár: The Last Broad-
cast með Doves, Original
Pirate Material með The
Streets, A Little Deeper með Miss
Dynamite, Heathen með David
Bowie, Who I Am með Beverly
Knight, Run Come Save Me með
Roots Manuva, The Coral með
The Coral, Holes in the Wall með
Electric Soft Parade, Sunshine
Hit Me með The Bees, Night on
my Side með Gemma Hayes, Play
með Joanna MacGregor og
Soundtrack með Cuy Baker.
Simon Frith, formaður dóm-
nenfndarinnar, sagði listann vera
„mjög ánægjulegan og fjöl-
breyttan.“
Um leið og listinn kom fyrir
augu almennings byrjuðu tónlist-
arspekúlantar um heim allan að
velta fyrir sér hugsanlegurm sig-
urvegara og hafa nöfnin Coral og
The Streets verið nefnd hvað oft-
ast af því tilefni.
Tilnefning David Bowie þykir
marka ákveðin tímamót en þetta
er í fyrsta sinn sem hann hlýtur
þessa tilnefningu. Plata hans,
Heathen, er sú fyrsta sem hann
gefur út í þrjú ár.
Tónlistarmenn á borð við PJ
Harvey, Badly Drawn Boy,
Suede, Pulp og Portishead eru á
meðal verðlaunahafa síðustu ár.
Mercury-verðlaunin árlegu
Tilnefningar
kunngjörðar
The Streets.
Bowie flaksar hárinu, ánægður með
tilnefninguna sína.
Reuters