Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 19 ÞEIM ferðamönnum sem sækja Húsavík heim hefur fjölgað mjög undanfarin ár og hefur þar mikið að segja starfsemi Hvalamiðstöðv- arinnar og hvalaskoðunarferðirnar sem Norðursigling ehf. og Hvala- ferðir ehf. bjóða upp á. Í sumar hefur orðið 60% aukning á gesta- komum í Hvalamiðstöðina, Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður henn- ar segir það vafalaust helgast af því að safnið er nú komið í stórt og glæsilegt húsnæði en það var opn- að í „gamla sláturhúsinu“ um miðj- an júní sl. Meðal þeirra sem lagt hafa leið sína í Hvalasafnið í sumar eru þau Sigurður Konráðsson og Dagbjört Jónsdóttir sem búsett eru á Sel- tjarnarnesi. Er þau komu í safnið á dögunum var vel tekið á móti þeim þar sem Dagbjört reyndist vera 10.000. gesturinn sem heimsækir það á árinu. Erla Sigurðardóttir, stjórnarformaður Hvalamistöðvar- innar, afhenti þeim í tilefni þess blómvönd og bók um hvali, auk þess sem þau fengu boli merkta safninu. Ásbjörn sagði það ánægjulegt að það skyldi vera Íslendingur sem reyndist vera 10.000. gestur ársins. Ferðamönnum sem heimsækja safnið hefur fjölgað mikið í ár, ekki síst vegna þess hve landinn hefur verið duglegur að sækja safnið heim. Það sýnir okkur einnig að safnið er orðið eitt hið vinsælasta á landinu. Þess má geta að lokum að árið 2001 kom gestur nr. 10.000 á safnið mánuði seinna en í ár. Gestum á hvalasafn- inu fjölgar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frá vinstri: Ásbjörn Björgvinsson, Sigurður Konráðsson, Dagbjört Jónsdóttir, sem er tíuþúsundasti gesturinn, og Erla Sigurðardóttir. Húsavík EFTIR leiðindatíð í sumar sást loks til sólar og þá lifnaði heldur betur yfir bæjarlífinu. Blíðvirði hefur verið undanfarna daga. Stefán Að- alsteinsson og tíkin hans hún Tinna nutu kvöldblíðunnar og sigldu á lygnum sæ á heimasmíðuðum bát. Stefán hefur smíðað marga báta um ævina og í bakgrunni sjást tveir af þeim, Svali og Ása. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Njóta sumarblíðunnar Djúpivogur SVO illa vildi til þegar Karl Pálmason, bóndi í Kerlingadal, var að sækja heyrúllur ásamt vinnumanni sínum að vegkantur gaf sig þegar vinnumaðurinn beygði inn á þjóðveginn. Mikil mildi var að vélin og vagninn ultu ekki. Hallinn var það mikill að all- ar rúllurnar ultu af vagninum og lentu út í lóni sem var þarna við veginn. Þær rak þó allar að landi á hinum bakkanum en vegna mikils hliðarhalla reyndist erfitt að bjarga þeim á land. Dráttarvélin var oftar á þremur hjólum en fjór- um meðan á björguninni stóð og mátti Karl hafa sig allan við að velta henni ekki. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Karl mátti vanda sig mikið til að velta ekki dráttarvélinni. Á þremur hjólum Fagridalur TEKIN hefur verið fyrsta skóflu- stunga að íþróttahúsi, sundlaug og þjónustubyggingu á Hólmavík. Verkefnið var boðið út snemma í vor og lægsta tilboð í fyrsta áfanga, þ.e. að gera bygginguna fokhelda, átti Trésmiðja Guð- mundar Friðrikssonar í Grund- arfirði upp á rúmar níutíu millj- ónir króna. „Ég er mjög ánægður með að verkefnið sé komið af stað,“ sagði Haraldur V. Jónsson, odd- viti Hólmavíkurhrepps. „Það er mjög brýnt fyrir okkur að fá sundlaug og íþróttaaðstöðu en íþróttir hafa verið stundaðar í fé- lagsheimilinu þar sem salur er lítill og ófullnægjandi. Þá höfum við orðið að aka skólabörnum í sund norður í Laugarhól en þangað eru um þrjátíu kílómetr- ar.“ Það voru tvær ungar stúlkur, þær Sara Benediktsdóttir og Árný Huld Haraldsdóttir, sem tóku fyrstu skóflustunguna en þær hafa ásamt þeim Valdísi Kristjánsdóttur, Þórunni Freyju Gústafsdóttur, Erlu Björk Jón- asdóttur og fleiri duglegum krökkum staðið að söfnun fyrir byggingu sundlaugar og íþrótta- húss frá ungaaldri, meðal annars með hlutaveltu og sölu margs konar varnings. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Sara Benediktsdóttir og Árný Huld Haraldsdóttir taka fyrstu skóflu- stungu að sundlaug og íþróttahúsi á Hólmavík. Haraldur V. Jónsson, odd- viti Hólmavíkurhrepps, og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri fylgjast með. Bygging sundlaugar og íþrótta- húss að hefjast Hólmavík UM verslunarmannahelgina verð- ur haldin fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri. Þó að ekki sé um að ræða svokallaða „útihá- tíð“ verður margt áhugavert um að vera. Þar má nefna sem dæmi frásögn um klausturrústirnar, andlitsmálun, húlahúlakeppni, stultugöngu, hjólreiðaþrautir og trúður mætir á svæðið. Á laug- ardagskvöld verður dansleikur í félagsheimilinu Kirkjuhvoli með hljómsveitinni Sixties, sem einnig verður með fjölskyldudansleik á sunnudag. Á sunnudagskvöld verður svo að sjálfsögðu brenna, brekku- söngur og flugeldar líkt og und- anfarin ár. Eins og margir vita er ýmsa þjónustu og afþreyingu að finna á Klaustri og í nágrenni svo sem sundlaug, golfvöll, veit- ingastaði, ferðaþjónustu, veiði og fleira. Að sjálfsögðu má njóta náttúrufegurðarinnar óspart, sér- staklega þegar veðrið leikur við íbúa á Klaustri eins og verið hef- ur undanfarið. Fjölskylduhátíð á Kirkjubæjarklaustri Morgunblaðið/EBI Kirkjubæjarklaustur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.