Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 21 FERÐAMÁLASKÓLINN ICELAND SCHOOL OF TOURISM FLUGÞJÓNUSTUBRAUT Ný braut í Ferðamálaskólanum í Kópavogi Langar þig til að verða flugfreyja/flugþjónn ? Þá gæti þetta nám aukið líkur þínar á ráðningu til starfa í atvinnugreininni. Kennsla hefst í byrjun september 2002 Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt nám og góð tungumálakunnátta. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og eru einnig á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi. www.mk.ismennt.is undir ferðamálanám. Umsóknarfrestur er til 13. ágúst Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og mynd. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 33 3 07 /2 00 2 HAGNAÐUR Skeljungs hf. og dótturfélaga nam 595 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins 2002, þegar tekið hefur verið tillit til reiknaðra skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 723 milljónum. Er þetta veruleg breyting miðað við sama tímabil árið 2001, en þá var 40 milljóna króna tap af rekstri félags- ins eftir skatta. Í tilkynningu frá Skeljungi segir að umskipti fjármagnsliða, þar sem styrking krónu gagnvart erlendum myntum og þá sérstaklega Banda- ríkjadal, hafi skilað félaginu um- talsverðum gengishagnaði og ráði mestu um þá bættu afkomu sem orðið hafi. Á fyrri hluta ársins 2002 námu fjármagnstekjur samstæðu Skeljungs 438 milljónum króna en á sama tíma árið áður voru fjár- magnsgjöld félagsins 520 milljónir. Dótturfélög Skeljungs hf. eru Hans Petersen hf. og Bensínorkan ehf. Lægri rekstrarkostnaður vegna lægra eldsneytisverðs Rekstrartekjur samstæðu Skelj- ungs á fyrri hluta ársins 2002 námu 7.366 milljónum króna en voru á sama tíma í fyrra 7.901 milljón og lækkuðu því um röskar 535 millj- ónir, eða um 6,8%. Þegar tekið hef- ur verið tillit til kostnaðarverðs seldra vara námu hreinar rekstr- artekjur 1.816 milljónum á fyrri helmingi ársins en voru 1.921 millj- ón á fyrri hluta árs 2001. Segir í til- kynningunni að lækkandi tekjur samstæðunnar skýrist fyrst og fremst af lægra eldsneytisverði, sem rekja megi til styrkingar krón- unnar gagnvart Bandaríkjadal. Rekstrarkostnaður samstæðunn- ar með afskriftum fyrstu sex mán- uði ársins 2002 nam 1.539 milljón- um króna á móti 1.450 milljónum á fyrri hluta ársins 2001. Hækkun rekstrarkostnaðar er því 6,2% milli ára. Afskriftir samstæðunnar voru 202 milljónir króna fyrstu sex mán- uði ársins en á sama tíma í fyrra voru þær 180 milljónir. Um 9 millj- óna króna hagnaður var af rekstri hlutdeildarfélaga fyrstu sex mánuði ársins en 20 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Heildareignir aukast um 1.334 milljónir Hlutafé Skeljungs hf. var 733 milljónir króna 30. júní síðastliðinn. Þá var eigið fé félagsins 4.653 millj- ónir og hafði hækkað um 419 millj- ónir frá áramótum. Eiginfjárhlut- fall er nú 40,0% en það var á sama tíma í fyrra 31,4%. Veltufjárhlutfall var 1,10 í lok júní í ár. Heildareignir samstæðunnar námu 11.642 milljónum króna 30. júní 2002 og höfðu aukist um 1.334 milljónir frá því í árslok 2001. Veltufé frá rekstri var 571 millj- ón en var 322 milljónir á sama tíma í fyrra. Fjárfest var í eignarhlutum í öðr- um félögum fyrir 704 milljónir króna á fyrri hluta ársins og fjár- festingar í varanlegum rekstrar- fjármunum námu 152 milljónum. Hagfelldar ytri aðstæður Í tilkynningu Skeljungs segir að ytri aðstæður hafi um margt verið hagfelldar á fyrri hluta ársins mið- að við sama tímabil í fyrra og að þar ráði miklu styrking krónu gagnvart Bandaríkjadal og stöðug- leiki á vinnumarkaði. Á fyrri hluta árs 2001 hafi sjómannaverkfall haft talsverð áhrif á eldsneytissölu fé- lagsins. Eldsneytissala hafi verið allgóð á fyrri hluta yfirstandandi árs ef undan sé skilin sala á flug- eldsneyti, sem hafi minnkað nokk- uð, fyrst og fremst vegna samdrátt- ar í alþjóðlegri flugstarfsemi. Heildarsala félagsins á fljótandi eldsneyti á fyrri hluta ársins hafi verið 171,5 milljónir lítra sem sé um 3% aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þróun á genginu ræður miklu um afkomuna Um afkomu félagsins á næstunni segir í tilkynningunni að þróun á gengi íslensku krónunnar muni áfram ráða þar miklu um. Ljóst sé að stöðugleiki og friður á vinnu- markaði skipti miklu fyrir Skeljung hf. „Á fyrri hluta ársins lagði félagið sitt af mörkum til að stuðla að áframhaldandi stöðugleika er það tók á sig um tíma verðhækkun á eldsneyti til að tryggja að verð- bólgumarkmið kjarasamninga héldu og ekki kæmi til uppsagnar samninga. Með samstilltu átaki margra aðila tókst að tryggja áframhaldandi stöðugleika. Breyt- ist ytri skilyrði ekki til hins verra er það von stjórnenda félagsins að afkoma þess á síðari hluta ársins verði viðunandi,“ segir í tilkynn- ingu Skeljungs. Kaupþing eykur hlut sinn í Skeljungi Greint var frá því í flöggun frá Kaupþingi banka hf. í Kauphöll Ís- lands í gær að bankinn hefði í gær keypt hlutabréf í Skeljungi hf. að nafnverði kr. 3,0 milljónir króna. Eignarhlutur Kaupþings banka eft- ir þau kaup er 20,1% eða kr. 151.888.385,- að nafnverði en var áður 19,7% eða kr. 148.888.385.- að nafnverði. Síðasta lokaverð með hlutabréf Skeljungs í Kauphöll Íslands í gær var á genginu 13,90 og er markaðs- virði félagsins um 10,5 milljarðar króna. Hagnaður Skeljungs 595 milljónir króna Morgunblaðið/Ásdís Óhagstæð gengisþróun veldur því að fjármagnsgjöld Skeljungs hafa aukist úr 83 milljónum króna á fyrri hluta síðasta árs í 499 milljónir á sama tímabili í ár. AFKOMA Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri helmingi ársins var verri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta er nálægt því að vera helm- ingur af því sem hann var á síðasta ári, en hann hefur minnkað úr 59,2 milljónum í 30,3 milljónir milli tíma- bilanna. Hagnaður eftir skatta lækk- aði úr 43,8 milljónum króna í 24,9 milljónir króna. Þá hafa vaxtatekjur sjóðsins dregist saman um 6% og aðrar tekjur drógust saman um 5,9%. Vaxtagjöld lækkuðu á milli tímabila um tæp 10% og voru hrein- ar tekstrartekjur um 0,5% hærri en á fyrri helmingi síðasta árs. Námu tekjurnar 209,2 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 208,1 milljón króna í fyrra. Í efnahagsreikningi kemur fram að eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu nam um 1 milljarði á fyrstu sex mán- uðum þessa árs, miðað við um 980 milljónir á síðasta ári. Eiginfjárhlut- fall lækkar úr 11,7% í 10,6%. Í lok júní á síðasta ári höfðu innlán sjóðs- ins aukist um 17% frá áramótum en í uppgjörinu nú kemur fram að innlán hafa minnkað um 2,6%. Útlán sjóðs- ins hafa hins vegar aukist um 2,5% frá áramótum en höfðu aukist um 18,2% á sama tímabili árið áður. Minni hagn- aður hjá Sparisjóði Mýrasýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.