Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEIMASMÍÐAÐRI Van’s RV-6-
flugvél var reynsluflogið á Reykja-
víkurflugvelli í vikunni og reyndist
hún vel. Reynsluflugmaður var Sig-
urður Ásgeirsson, þyrlu- og list-
flugmaður, en Árni Sigurbergsson
flugvélasmiður er eigandi og smið-
ur flugvélarinnar.
Árni pantaði vélina frá Banda-
ríkjunum og setti hana saman á alls
um sjö árum. Árni segir fjölmarga
hafa aðstoðað sig við flugvélar-
smíðina og nefnir þar sérstaklega
skoðunarmenn, Berglindi yngstu
dóttur sína, Hannes son sinn, Elínu
konu sína og Jóhannes Helgason,
sem einnig vinnur að flugvélasmíði.
Þá segir hann margar vélar vera
í smíðum hér á landi. Smíðin
reyndist dýrari en hann bjóst við.
Það var ekki dýrt að kaupa upp-
haflega samsetningarpakkann en
síðan kom í ljós að hitt og þetta
vantaði í hann til þess að fullbúa
vélina.
Á myndinni er Árni ásamt Berg-
lindi dóttur sinni og Sigurði Ás-
geirssyni, sem reynsluflaug vélinni.
Morgunblaðið/RAX
Heima-
smíðuð flug-
vél í loftið
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða
dæmdi í gær fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjanna Rauð-
síðu ehf. og Bolfisks ehf. í sex mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik.
Hann var á hinn bóginn sýknaður af
ákæru um fjögur tollalagabrot og
kemur fram í dómnum að þar sem
fyrirmæli tollstjóra voru munnleg
verði ekki lögð refsiábyrgð við því að
hlíta ekki fyrirmælunum. Fyrirtækin
sem maðurinn stjórnaði voru hluti af
samstæðu sem í daglegu tali gekk
undir nafninu „Rauði herinn“ og voru
lýst gjaldþrota sumarið 1999. Hann
var dæmdur fyrir að fá fram-
kvæmdastjóra Flutningsmiðlunar-
innar Jóna til að afhenda sér tæplega
6,5 milljónir króna sem greiðslu fyrir
15 tonn af þorskhnökkum frá Rauð-
síðu. Framkvæmdastjóri og verk-
stjóri Jóna báru báðir að hann hefði
sagt vandalaust að afhenda vöruna
viku síðar. Maðurinn hélt því hins
vegar fram að peningagreiðslan hefði
verið lán til ótiltekins tíma til að
greiða fyrir frekari viðskiptum í
framtíðinni. Þessari skýringu hafnaði
dómurinn sem fjarstæðri. Ekki væri
annað séð en að honum hefði átt að
vera fullljóst að Rauðsíða yrði ekki
megnug þess að afhenda þorsk-
hnakkana á umsömdum tíma. Breyt-
ir þar engu þótt hann hafi gert sér
óljósar vonir um að fyrirtækinu yrði
síðar kleift að afhenda vöruna eða
endurgreiða féð ef fjárhagsleg end-
urskipulagning tækist en maðurinn
kvaðst fyrir dómi hafa fengið munn-
legt loforð frá Byggðastofnun um 100
milljóna króna lán að uppfylltum skil-
yrðum.
Skilmálar ekki
nægilega ótvíræðir
Skv. ákæru framdi maðurinn tolla-
lagabrot þegar hann tók ótollaf-
greiddan fisk til fiskverkunar hjá
Rauðsíðu og Bolfiski. Megnið af fisk-
inum var geymt ótollafgreitt í frysti-
geymslu Rauðsíðu og sagðist maður-
inn almennt hafa litið svo á að
tollafgreiðslu á fiskinum hefði verið
lokið þegar hann var fluttur í
geymslu hjá Rauðsíðu. Ákæran var
hins vegar byggð á því að varan hefði
ekki verið tollafgreidd þegar hann
fékk hana afhenta, heldur hefði fyr-
irtækinu verið fengin hún ótollaf-
greidd til geymslu með sérstöku leyfi
tollstjóra. Leyfið var hins vegar ein-
ungis veitt munnlega. Dómurinn
taldi að sérstakt leyfi tollyfirvalds og
skilmálar fyrir því gæti ekki orðið svo
skýrt og ótvírætt nema í skriflegu
formi, að ekki væri hægt að leggja
refsiábyrgð við brotum gegn því.
Maðurinn var því sýknaður af tolla-
lagabroti. Segir í dómnum að þar sem
rannsókn málsins hafi dregist nokk-
uð á langinn án þess að honum verði
gefin sök á því að öllu leyti sé rétt að
refsingin sé skilorðsbundin að öllu
leyti og fellur hún niður að tveimur
árum liðum haldi maðurinn skilorð.
Jónar-Transport hf., sem hefur yfir-
tekið rekstur og skyldur Jóna hf.,
gerði bótakröfu fyrir fjárhæðinni
sem maðurinn sveik út. Kröfunni var
vísað frá dómi þar sem ekki lágu fyrir
fullnægjandi gögn um aðilaskipti að
kröfunni. Maðurinn var dæmdur til
að greiða sakarkostnað að hálfu,
þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verj-
anda síns, Kristins Bjarnasonar hrl.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
kvað upp dóminn.
Fyrrum framkvæmdastjóri Rauðsíðu og Bolfisks
Dæmdur fyrir 6,5
milljóna fjársvik
GENGIÐ hefur verið frá kaupum Eignarhalds-
félags Húsasmiðjunnar ehf. á 70% hlut í Húsa-
smiðjunni hf. og stefnir félagið að því að eignast
öll hlutabréf. Eignarhaldsfélagið er í eigu Múla
eignarhaldsfélags ehf., Vogabakka ehf. og
Baugs – fjárfestingar og þróunar. Að tveimur
fyrrnefndu félögunum standa Árni Hauksson og
Hallbjörn Karlsson með samtals 55% hlut í
Eignarhaldsfélagi Húsasmiðjunnar ehf. Baugur
– fjárfesting og þróun á 45% í félaginu en um
kaup þess hlutar var tilkynnt í gær. Fram kom í
tilkynningu að Baugur – fjárfesting greiddi 500
milljónir króna fyrir hlutinn.
Baugur kemur ekki að rekstri
Í kjölfar kaupa Eignarhaldsfélags Húsasmiðj-
unnar ehf. á 70% í Húsasmiðjunni hf. verður
öðrum eigendum hlutafjár í félaginu gert yf-
irtökutilboð skv. lögum. Hluturinn í Húsasmiðj-
unni var keyptur á genginu 19 krónur á hlut og
verður þeim hluthöfum sem eftir standa einnig
boðið að selja sín bréf á því gengi. Seljendur
70% hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. eru Jón
Snorrason, Sigurbjörg Snorradóttir, Sturla
Snorrason og Íslandsbanki.
Baugur – fjárfesting mun eiga fulltrúa í
stjórn Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar ehf.
en ekki koma að daglegum rekstri Húsasmiðj-
unnar. Að sögn Árna Haukssonar, nýs forstjóra
Húsasmiðjunnar, veitir aðild Baugs – fjárfest-
ingar aðgang að mikilvægum þekkingarverð-
mætum. „Við Hallbjörn gerðum tilboð í 70%
hlut í Húsasmiðjunni hf. fyrir um tveimur mán-
uðum. Við fengum það samþykkt hjá seljend-
unum en það hafði lengi legið fyrir að þeir hefðu
áhuga á að selja. Í kjölfar tilboðsins urðum við
varir við mikinn áhuga fjárfesta á verkefninu.
Húsasmiðjan er rótgróið og öflugt félag með
sterka stöðu á markaði, samhentan hóp starfs-
manna og bjarta framtíð. Við komust því í þá
stöðu að geta valið með hverjum við vildum
vinna. Við fórum þá að velta fyrir okkur hvaða
félög gætu fært til verkefnisins eitthvað meira
en fjármuni eina saman. Að vel athuguðu máli
ákváðum við að velja Baug með í verkefnið og
seldum þeim því 45% hlut á móti okkur Hall-
birni. Baugur hefur mjög margt fram að færa
og samstarfið veitir okkur aðgang að mikilli
þekkingu á rekstri verslunarfyrirtækja. Með
samvinnu við þá opnast okkur ýmsar dyr og við
fáum tækifæri til að gera góðan rekstur Húsa-
smiðjunnar ennþá betri. Okkur finnst þetta
mjög gott skref fyrir viðskiptavini okkar og
starfsmenn,“ segir Árni.
Hagstætt fyrir hluthafa að selja
Hann segist telja gengið 19 krónur hagstætt
verð fyrir hlut í Húsasmiðjunni hf. „Gengi
hlutabréfa í Húsasmiðjunni hefur lengst af verið
á bilinu 14 til 15 þannig að gengið 19 er hag-
stætt fyrir hluthafa. Við munum lögum sam-
kvæmt gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á
sama gengi og gerum ráð fyrir að þeir taki því,“
segir Árni. Hann segir ennfremur að það verk-
efni sem hann, ásamt Hallbirni Karlssyni, sé að
ráðast í með kaupunum sé langtímaverkefni.
Árni tók við sem forstjóri Húsasmiðjunnar 1.
ágúst sl. og Hallbjörn tók á sama tíma við starfi
framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Stjórn Eign-
arhaldsfélags Húsasmiðjunnar ehf. er skipuð
Árna og Hallbirni, auk Jóns Scheving Thor-
steinssonar, fulltrúa Baugs – fjárfestingar og
þróunar, en Jón er þar framkvæmdastjóri.
Stefnt er að því að afskrá Húsasmiðjuna hf. í
Kauphöll Íslands í haust.
Baugur kaupir stóran
hlut í Húsasmiðjunni
JIM Schafer, fyrrverandi forstjóri
Bonus Stores, á enn 50% hlut í
Bonus Florida á móti Bonus Sto-
res í Delaware-ríki. Baugur Group
á 56% Bonus Stores Delaware,
Kaupthing New York 25% en aðrir
aðilar minna.
Tryggvi Jónsson, forstjóri Eign-
arhaldsfélagsins Baugur Group
hf., segir að af formlegri samein-
ingu þessara fyrirtækja hafi ekki
orðið þótt að því hafi verið stefnt á
sínum tíma. Þá hafi verið gert ráð
fyrir að Schafer eignaðist 7,5% í
hinu sameinaða félagi. Schafer
stjórnaði báðum fyrirtækjunum,
þ.e. Bonus Florida og Bonus Sto-
res Delaware, en þessi fyrirtæki
hafa verið skráð sem tveir lög-
aðilar með aðskildan rekstur. Bo-
nus Stores í Delaware keypti á
sínum tíma þrotabú Bill’s Dollar
Stores, sem rak 411 verslanir í
Bandaríkjunum, og eignaðist þar
með eignir og réttindi en ekki
skuldir Bill’s Dollar Stores.
Að sögn Tryggva kom Bonus
Florida ekki að þeim kaupum.
Hann segir að menn hafi séð hag-
ræði í að sameina Bonus Stores
Delaware og Bonus Florida en af
ýmsum ástæðum hafi það mál taf-
ist. Eins og staðan sé nú sé þó
ekki rétt að hann tjái sig að öðru
leyti um mál sem kynnu að snerta
málaferli sem Bonus Stores á í.
Schafer enn með
helmingshlut í Bonus
Florida á móti Baugi