Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 25 SUÐUR-AFRÍSKAR kvikmyndir eru harla fáséðar hérlendis, þótt nokkrar gamanmyndir hafi skotið upp kollinum gegnum árin. Skemmst er að minnast The Gods Must be Crazy I og II, sem glöddu heimsbyggðina fyrir röskum áratug. Mr. Bones er einnig í hópi vinsæl- ustu grínmynda sem gerðar hafa verið í Suður-Afríku, en Suður-Afr- íkumenn hafa verið umtalsverð kvik- myndaþjóð í gegnum tíðina. Leik- stjóri myndarinnar, Leon Schuster, er þekktasti gleðigjafi þjóðarinnar og sló fyrst í gegn sem poppstjarna. Fyrsta mynd Búans, You Must be Joking, og framhald hennar voru vel sóttar heima fyrir og erlendis og hef- ur Schuster gert fjölda feikivinsælla gamanmynda síðan. Þeirra frægust er Panic Mechanic, næstmest sótta mynd S-Afríku. Mr. Bones er spáð mikilli aðsókn víða um lönd enda minnir efnisþráðurinn á bestu mynd- ir þjóðarinnar, þar sem þeir blanda saman frumstæðri menningu og lífs- háttum frumbyggjanna og hraða og tækni nútímans. Mr. Bones hefst á flugslysi á há- sléttum Afríku þar sem allir farast nema hvítt smábarn sem kemur vappandi út úr rjúkandi flakinu. Ekki nóg með það heldur hrekur barnunginn á flótta gutlhungrað ljón sem kemur aðvífandi! Með þessum ósköpum fylgjast felmtri slegnir veiðimenn af ættbálki Kavuki, sem taka barnið í sína vörslu og álíta guðlega veru af himnum senda. Barnið dafnar og er skýrt Bones, þar sem það sýnir einstaka hæfileika í að sjá fyrir óorðna hluti með hinum ævaforna galdri beinaspámennsku. Hæfileikinn færir hr. Bones á fund Tsonga, höfðingja Kavukimanna, sem er orðinn örvæntingarfullur því hann hefur ekki eignast erfingja til þess að taka við ríkinu. Árin líða og enginn fæðist sonur- inn en hr. Bones tjáir kóngi að láta ekki hugfallast. „Þú átt son,“ segir hann, „í Borg sólarinnar.“ Tsonga sendir hr. Bones umsvifa- laust til Borgar sólarinnar (Sun City), þar sem stendur yfir alþjóð- leg, milljón dala golfkeppni, í leit að erfingja Kavuki-ættbálksins. Við tekur óvenjuleg atburðarás með lit- ríkum persónum sem áhorfendur verða að sjá með eigin augum. Leikarar: David Ramsey (Pay it For- ward, Three to Tango, Con Air); Fazion Love (The Replacements, Money Talks, Friday); Robert Whitehead (Cry, the Beloved Country, Ernest Goes to Afr- ica). Leikstjóri: Leon Schuster (You Must Be Joking I og II, Yankee Zulu. Ævintýri beina- spámannsins Frumbyggjar og nútíminn mætast í s-afríkönsku gamanmyndinni Mr. Bones. Sambíóin frumsýna Mr. Bones með Dav- id Ramsey, Fazion Love, Robert White- head og Jane Benney. FRANK Sangster (Steve Martin), nýtur ameríska draumsins. Hann er velmetinn, og vinsæll tannlæknir sem rakar saman fé, á glæsilegt heimili og er hamingjusamlega trú- lofaður henni Jean Noble (Laura Dern), sem jafnframt er hans hægri hönd á stofunni. Hvað gæti svosem farið úrskeiðis? Allt! Ógæfan birtist einn góðan veður- dag í Susan Ivy (Helen Bonham Carter) munaðarlegum viðskiptavin, sem hlemmir sér í stólinn og fer samstundis að gefa hinum góða lækni undir fótinn. Hún virðist ekki aðeins hafa áhuga á Sangster heldur verkjatöflunum hans, sem fara að hverfa af stofunni. Þetta er byrjunin. Áður en langt- um líður er Duane (Scott Caan), geðtruflaður bróðir Susan, farinn að ofsækja lækninn og eiturlyfja- lög- reglan er einnig komin á hæla hans. Grunar Sangster um dópsölu og morð. Er Sangster leggur á flótta undan yfirvöldunum, dregst hann jafn- framt að hinni lostafullu Susan, sem fræðir tannlækninn um að hann sé fórnarlamb snjallrar áætlunar sem getur einnig náð til furðufuglsins Harlans (Elias Koteas), bróður hans. Dr. Sangster veit ekki sitt rjúk- andi ráð, hyggst byrja nýtt líf með Susan en sogast með henni í undir- heima glæpa, eiturlyfja og kynlífs og það líður ekki á löngu uns hann fer að sakna stofunnar, kærustunnar og öryggisins. Það reynist hinsvegar á brattann að sækja að hreinsa mann- orðið og sanna sakleysi aitt. Novocaine er hröð, hörð og myrk flétta gamans og alvöru og skapar óvenjulegt hlutverk fyrir háðfuglinn Steve Martin sem hefur nánast ein- göngu verið viðriðinn ómengaðar gamanmyndir á löngum og farsæl- um ferli. Eins gefur myndin Helenu Bonham Carter tækifæri að brjótast út úr viðjum þunglamalegra hlut- verka sem einkennt hafa langan fer- il á Englandi. Myndin er fyrsta leikstjórnar- verkefni Davids Watkins, sem hefur vakið athygli sem handritshöfundur. Atkins er ekki alveg ókunnugur um- fjöllunarefninu því nokkrir hans nánustu ættingjar eru tannlæknar! Leikarar: Steve Martin (Bowfinger, The Spanish Prisoner, Grand Canyon); Hel- ena Bonham Carter (Howard’s End, Hamlet, A Room With a View); Laura Dern (I Am Sam, Jurassic Park III., October Sky). Leikstjóri: David Atkins; Frumraun. Tannlæknirinn og harðjaxlarnir Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Novocaine með Steve Martin, Helenu Bonham Carter, Lauru Dern, Scott Glenn og Elias Koteas. LÍKT og aðrir bandarískir ungling- ar þráir Zak Gibbs (Jesse Bradford) fátt heitara í lífinu en að eignast átta gata tryllitæki. Til þess þurfa menn að eiga peninga og þeir vaxa ekki á trjánum. Zak fer að leita í kringum sig að öllu mögulegu og ómögulegu sem hann getur komið í verð. Snýr við í þeim tilgangi öllum koppum og kirn- um á heimilinu. Faðir hans, dr. George Gibbs (Robin Thomas), er ekkert alltof hrifinn af uppátæki stráks. Vill að hann kúri frekar yfir námsbókunum og hugsi um einkunn- irnar og framtíðina. George er virtur prófessor og vísindamaður og eyðir frítímanum í alls kyns uppgötvana- og tilraunastarfsemi. Tekur gjarnan afraksturinn með sér heim. Meðal uppfinninga karlsins er for- láta armbandsúr sem hann hefur gleymt uppi í skáp. Zak þarf nátt- úrlega að reka í það augun, skellir því á sig, ýtir á takka og skyndilega frýs allt í kringum hann. Zak hefur dottið niður á furðusmíð sem gefur eiganda sínum færi á að flakka um rúm og tíma. Bíllinn gleymist, Zak hefur fundið annað og svalara tæki og þau leggj- ast í tímaflakk, Zak og Fransesca (Paula Garces), vinkona hans. Allt gengur vel til að byrja með, eða þangað til skötuhjúin komast að því að þau eru ekki ein á tímaferð- unum. Þau rekast á ýmsa skugga- lega náunga, þeirra á meðal Henry Gates (Michael Biehn) sem hefur hrikalegar framtíðaráætlanir á prjónunum. Zak gerir sér ljóst að hann sjálfur verður að takast á við þennan þorpara ef ekki á illa að fara. Ungu leikararnir eru lítið reyndir, enn sem komið er, sá þekktasti er hinsvegar Michael Biehn, vel kunnur skapgerðarleikari úr fjölda heims- frægra átakamynda. Leikarar: Jesse Bradford (King of the Hill, Far From Home: The Adventures of Yellow Dog, Hackers); Paula Garces (Harvest, Dangerous Minds, Life with Mikey); Michael Biehn (The Terminator, Aliens, The Abyss, The Rock, K2). Leyndardómar armbandsúrsins Háskólabíó og Sambíóin frumsýna Clockstoppers með Jesse Bradford, Paul Graces, Michael Biehn og French Stewart. UM verslunarmannahelgina er fimmta og síðasta helgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Flutt verða verk eftir Jóhann Sebastian Bach, ensk kammerverk frá 17. öld og fantasíur, kansónur og dansar eftir meistara 16. og 17. aldar. Helgin hefst kl. 14 á morgun á því að dr. Orri Vigfússon fornleifafræðingur heldur erindi í Skálholtsskóla sem hann nefnir „Skálholt, höfuðstaður Íslands í 700 ár“. Kl. 15 flytur Bach- sveitin í Skálholti verk eftir Jóhann Sebastian Bach. Einsöngvarar eru Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Bene- dikt Ingólfsson bassi. M.a. verður flutt Missa Brevis í g-moll, BWV 235 og er um að ræða frumflutning á Íslandi. Leiðari Bachsveitarinnar er Hollendingurinn Jaap Schröder. Kl. 17 verða flutt ensk kamm- erverk frá 17. öld. Flytjendur eru Bachsveitin í Skálholti. Um kvöldið, kl. 21, hefjast tónleikar þar sem fluttar verða fantasíur, kansónur og dansar eftir meistara 16. og 17. ald- ar. Flytjendur eru hollenski blokk- flautuleikarinn Paul Leenhouts, sem leikur á endurreisnarblokk- flautur, og Gunnhildur Einarsdóttir sem leikur á barokkhörpu. Á sunnudag hefst dagskráin með tónleikum kl. 15 þar sem endurflutt verða ensk kammerverk frá 17. öld. Flytjendur eru Bachsveitin í Skál- holti. Kl. 16.40 verður tónlistar- stund fyrir messu í Skálholtskirkju. Flutt verða verk fyrir blokkflautu og hörpu. Kl. 17 verður messa í Skálholtskirkju með þátttöku Bach- sveitarinnar í Skálholti. Flutt verð- ur Missa Brevis í g-moll, BWV 235. Sr. Egill Hallgrímsson prédikar. Síðustu tónleikar Sumartón- leikanna að þessu sinni hefjast kl. 15 á mánudag en þá verða end- urfluttir tónleikar frá laugardags- kvöldinu. Tónleikar standa yfir í u.þ.b. klukkustund og er boðið upp á barnagæslu í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar í Skálholti Missa Brevis á lokatónleikum MARTEINN H. Friðriksson dóm- organisti leikur á orgel Reyk- holtskirkju í Borgarfirði á morg- un, laugardag, kl. 16. Þetta eru 5. tónleikar í tónleikaröð sumarsins við orgelið, en þeir eru haldnir því til styrktar, í samvinnu við Félag íslenskra organleikara. Marteinn leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Jón Nordal og Þóru Marteinsdóttur. Marteinn H. Friðriksson hefur frá árinu 1978 verið dómorganisti og stjórnandi Dómkórsins í Reykjavík. Hann hefur haldið orgel- tónleika víða um heim og hefur jafnan verk íslenskra tónskálda á efnisskrá sinni. Auk organistastarfsins kennir Marteinn í Tónlistarskólanum í Reykjavík og stjórnar Kór Menntaskólans í Reykjavík. Tónleikar til styrktar gömlu orgeli Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti. HEFÐ er komin á djasskvöld í Reykjahlíðarkirkju um verslunar- mannahelgina og er engin undan- tekning á því um þessa verslunar- mannahelgi. Á laugardagskvöld kl. 21 leikur Tríó Andrésar Þórs Gunn- laugssonar. Tríóið skipa auk Andrés- ar Þórs, sem leikur á gítar, Agnar Magnússon orgel, og Rene Winter, trommur. Þá verður á sunnudag kl. 14 hefð- bundin helgistund í „Kirkjunni“ í Dimmuborgum. Valmar Väljaots, Margrét Bóasdóttir og Kaldo Kiis flytja tónlist og leiða almennan söng kirkjugesta. Prestur er sr. Örnólfur J. Ólafsson. Dagskráin er á vegum tónleika- raðarinnar Sumartónleika við Mý- vatn. Kirkjudjass í Reykjahlíðarkirkju KVARTETT söngkonunnar Ragn- heiðar Gröndal er gestur á tíundu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á morgun, laugardag, kl. 16. Með Ragnheiði leika gít- arleikarinn Jón Páll Bjarnason og bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson. Þá mun saxófónleikarinn Haukur Gröndal bætast í hópinn í hluta efn- isskrárinnar. Ragnheiður hlaut í vor styrk fyrir óvenjulega efnilega nemendur við Tónlistarskóla FÍH, en sá heiður hlotnast aðeins einum nemanda á ári. Tónleikarnir standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jóm- frúrtorginu ef veður leyfir, en ann- ars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Ragnheiðar Gröndal á Jómfrúnni Morgunblaðið/Ásdís Ragnheiður Gröndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.