Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kemur í dag. Sava Hill og Libra fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Greda María kom í gær. Ontika fór í gær. Sig- hvatur Bjarnason kem- ur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl 14 bingó. Félagsvist fellur niður mánudaginn 5. ágúst. Verslunarferð í Hag- kaup Skeifunni fimmtu- daginn 8. ágúst, lagt af stað frá Aflagranda kl. 10 með viðkomu á Grandavegi 47. Skrán- ing í afgreiðslu sími 562 2577. Árskógar 4. Bingó verður næst spilað 9. ágúst kl. 13.30. Púttvöll- urinn er opin kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8 verður farin skoðunarferð um Vík og nágrenni. Ekið upp í Heiðardal og um Reyn- ishverfið. Súpa og brauð í Vík. Kvöldverður í Drangshlíð austur undir Eyjafjöllum. Leið- sögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Skráning og greiðsla í síðasta lagi þriðjudaginn 13. ágúst. Allir velkomnir. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Ferð á vegum FEBK verður farin fimmtudag- inn 8. ágúst um upp- sveitir Árnessýslu og Landsveit undir leið- sögn þjóðsagnasafn- arans Bjarna Harð- arsonar. Skoðaður verður hellirinn að Hellum og fleiri staðir í Landssveit. Síðan verð- ur farið á Sprengisands- veg að Sultartangavirkj- un þar sem lón og stíflumannvirki verða skoðuð ofan af Sandfelli. Næsti áfangastaður verður Hólaskógur, þar er ætlunin að borða nestið.(Þáttakendur hafi með sér nestisbita). Ef rútufært er verður ekið að Háafossi, síðan niður í Þjórsárdal þar sem Búrfellsvirkjun verður heimsótt – einnig þjóð- veldisbærinn, Stöng og Hjálparfoss. Kaffihlað- borð verður í Félags- heimilinu Árnesi. Heim verður haldið niður Skeiðaveg. Áætluð heimkoma kl 19 Lagt verður af stað frá Gjábakka kl. 10 og frá Gullsmára kl. 10.15 Þátttökulistar liggja frammi í Gjábakka – einnig í Gullsmára 7 , 9 og 11. Ferðanefndin Bogi Þór s: 554 0233 og Þráinn s: 554 0999 Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, greiða þarf gíróseðlana sem fyrst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upp- lýsingar milli kl. 19 og 21, s. 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Hringferð um Norðausturland 17. – 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst nk. Ekið inn Dómadal niður hjá Sigöldu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Munið hádegisnestispakka. Fræðslu- og menning- arferð í Skálholt 9. ágúst. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Fyrirhug- aðar eru ferðir til Portú- gals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin, tak- markaður fjöldi. Skrán- ing hafin á skrifstofunni í Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki. Hárgreiðslu- stofan er lokuð til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 13-14 pútt. Í dag verður spilað bingó kl. 14. Allir vel- komnir. Kaffiveitingar. Miðvikudaginn 7. ágúst verður farið í Þórsmörk. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 10:30. Súpa og brauð á Hlíð- arenda á Hvolsvelli. Í Þórsmörk verður farið í stuttar eða langar gönguferðir. Hafa þarf með með gönguskó og nesti. Leiðsögumaður : Hólmfríður Gísladóttir. Skráning á skrifstofu eða í síma: 587 2888. Hvassaleiti 56–58. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Hárgreiðsla lok- uð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 13. ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handavinna, handa- vinnustofan opin án leiðbeinanda fram í miðjan ágúst. , kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16 - 25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Félag kennara á eft- irlaunum. Hin árlega sumarferð FKE verður farin þriðjudaginn 20. ágúst n.k. Nánar upp- lýsingar verða í bréfi til félagsmanna fyrir 10. ágúst. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, miðvikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- unni Írisi í Miðgarði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Í dag er föstudagur 2. ágúst, 214. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Fjarlægt er það, sem er, og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? (Préd. 7, 24.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 andstaða, 4 frá Svíþjóð, 7 ávinningur, 8 heiðurs- merki, 9 lík, 11 kvendýr, 13 þvertré í húsi, 14 mikla, 15 gaffal, 17 klúr- yrði, 20 duft, 22 stjórn- um, 23 bál, 24 út, 25 fram- leiðsluvara. LÓÐRÉTT: 1 lausagrjót, 2 pytturinn, 3 gamall, 4 innyfli úr fiski, 5 afkomandi, 6 staði, 10 svipað, 12 ílát, 13 hryggur, 15 viðburð- arás, 16 talan, 18 hug- leysingja, 19 efnuð, 20 skömm, 21 megna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 víðlendur, 8 stund, 9 illur, 10 dót, 11 riðla, 13 asnar, 15 Gláms, 18 slota, 21 kát, 22 slaga, 23 alurt, 24 ólifnaður. Lóðrétt: 2 íburð, 3 ledda, 4 neita, 5 uglan, 6 ósar, 7 grær, 12 lem, 14 sól, 15 gust, 16 áfall, 17 skarf, 18 staka, 19 ot- uðu, 20 autt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI rak nýlega augun íauglýsingu um byssur í einu dagblaðanna. Ekki mundi Víkverji eftir því að hafa áður séð byssur aug- lýstar, en kannski er það bara af því að auglýsingarnar hafa ekki höfðað til hans. Víkverja fannst hins vegar merkilegt að það mætti auglýsa í blaði jafnhættulegan varning og byssur, en ekki vöru eins og bjór (þ.e. ef hann er sterkari en 2,25%). Hvort tveggja, byssur og bjór, er mjög hættulegt ef það er notað vit- laust en til gagns og ánægju ef það er notað rétt. Víkverji kíkti í vopnalögin og fann ekkert um að ekki mætti auglýsa byssur. En af hverju er þá bannað að auglýsa bjór? x x x Í EINFELDNI sinni hélt Víkverjiað hann myndi eiga frið fyrir símasölufólki eftir að nýja símaskrá- in kom út. Þar er merki við síma- númer Víkverja um að ekki megi hringja í hann í þeim tilgangi að selja eða markaðssetja eitthvað. Nú bregður hins vegar svo við að eftir útkomu símaskrárinnar fær Víkverji fleiri hringingar frá sölufólki en áð- ur! Þegar Víkverji gerir athuga- semdir við að hringt sé í hann þrátt fyrir bannmerkið er viðkvæðið iðu- lega að sölumanninum hafi „yfirsézt“ merkið. Niðurstaða Víkverja er sú að sölumennirnir séu hvergi af baki dottnir og láti nú reyna á það hversu langt þeir komast, þrátt fyrir að þús- undir símnotenda hafi beðizt undan ónæðinu af hringingum þeirra. Hvað á þá að taka til bragðs? x x x VÍKVERJI er gamall aðdáandibrezku rokksveitarinnar El- ectric Light Orchestra, sem gerði garðinn frægan á áttunda og níunda áratugnum. Sjaldan heyrist til sveit- arinnar núorðið á öldum ljósvakans, þannig að Víkverja hlýnaði um hjartarætur þegar hann kveikti á út- varpinu í bílnum stuttu eftir hádegið einn daginn í vikunni og verið var að leika gamalt ELO-lag í Popplandi Rásar 2. Það spillti þó heldur fyrir ánægj- unni þegar umsjónarmaður þáttar- ins skrúfaði niður í laginu til að út- lista skoðanir sínar á tónlistinni, sem hann sagði ekki hafa elzt vel. Vík- verji getur út af fyrir sig ekkert ver- ið að æsa sig yfir því; tónlistar- smekkur manna er misjafn og allir eiga rétt á sinni skoðun. Tónlistin hefur reyndar ekki þótt eldast verr en það að nýlega kom út tvöföld hljómplata þar sem ýmsir yngri tón- listarmenn flytja sínar útgáfur af gömlum lögum Jeffs Lynne, leiðtoga ELO, þar á meðal af umræddu lagi, Do Ya. (Kannski mætti spila það í Popplandi.) Hins vegar var Víkverji hissa á að heyra umsjónarmanninn lýsa því yf- ir að ELO hefði notazt við „þessar strengjavélar, hljóðgervla sem líkja eftir sinfóníuhljómsveit“. Víkverji hefur borið virðingu fyrir umsjónar- mönnum Popplands og Rokklands á Rás 2 vegna þess að þeir hafa alla jafna vitað um hvað þeir eru að tala og haft sögulegar staðreyndir á hreinu í hinum vönduðu þáttum sín- um. Þetta með „strengjavélarnar“ er hins vegar hin mesta firra, enda not- aðist ELO við 30–40 manna strengjasveitir í öllum sínum plötu- upptökum frá 1974, sem var eitt af því sem gerði hljóm sveitarinnar ein- stakan. Rétt skal vera rétt! Mjólk og mjólkurmatur RANNSÓKNIR sem gerð- ar hafa verið í Bandaríkj- unum benda til að mjólk og mjólkurmatur sé besta fæðan og um leið sú holl- asta til að léttast eða forð- ast að fitna. Kalkið í mjólk- inni virðist þarna gegna lykilatriði. Til að ná góðum árangri er mælt með að nota mjólk eða mjólkurmat með öllum mat, svo sem eins og mjólk út á morgunkornið og ost á kexið milli mála. Mjólk og ost með hádegis- eða kvöld- mat og jógúrt með ávöxtum í eftirmat. Í frásögn af þessum rannsóknum er tekið fram að fólk geti ekki stundað ofát og hreyfingarleysi með mjólkurmatnum, en ef fólk vill grennast og lætur mjólkina vanta er það að fara rangt að, segir í nið- urlagi greinarinnar. (Heim.: Readers Digest, júlí 2002.) Við þetta má bæta, að við Íslendingar eigum senni- lega heimsins bestu mjólk. Sveinn Indriðason. Kanínurnar yndisauki TVISVAR til þrisvar í viku förum við, ég og maðurinn minn, upp í Öskjuhlíð með barnabörnin og höfum með okkur gulrætur til að gefa kanínunum. Ein þeirra borðar yfirleitt úr lófanum á okkur og bæði við gömlu hjónin og barnabörnin er- um himinlifandi. Þetta er svo mikill yndis- auki að hafa þessi dýr þarna að það trúir því eng- inn sem ekki hefur reynt það. Að ganga þarna í skóg- inum og sjá alla fuglana og þessar dásamlegu kanínur er toppurinn á tilverunni. Ef þær leita upp í kirkju- garð, hvað um það? Þegar kemur að mér (ég á nú pláss þar) yrði ég bara ánægð með það að allt um kring mætti sjá þessi ynd- islegu dýr hlaupa um, og jafnvel þótt þau stælu sér nokkrum blómum öðru hvoru, eins og Dýravinur segir í sinni grein 31. júlí, þá endast þessi blóm svo stutt hvort sem er. Ég held að ég yrði meira að segja mjög ánægð með ef einhver þeirra vildi veita mér þá virðingu að búa sér til býli við kistuna mína, því ég veit að mér þætti það ánægjulegt. Elskurnar mínar, látið kanínurnar í Öskjuhlíðinni vera í friði, því að svo ótal margir hafa ómælda ánægju af þeim. Þóra Stefánsdóttir. Kosning um Kárahnjúka MÉR finnst að ætti að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um Kárahnjúka- virkjun. Ekki er hægt að láta einhverja örfáa póli- tíska menn ráða örlögum Íslands, framtíð barnanna okkar í óþökk. Ég skora á alla Íslendinga að standa saman sem sjálfstæð þjóð og ekki láta drekkja okkur í forarpytti fyrir einhverja smáhagsmuni líðandi stundar. Soffía S. Haraldsdóttir, Brekkubyggð 91. Saknar sápunnar ÉG var að fá sjónvarpsdag- skrána fyrir ágúst og sá að Leiðarljós er ekki á dag- skrá þann mánuðinn. Það var búið að auglýsa að sýn- ingar á Leiðarljósi ættu að hefjast í ágúst en reyndin virðist vera önnur. Þess í stað eru auglýstar í dag- skránni endursýningar á öðrum þætti. Því vil ég spyrja: Hvenær byrja sýn- ingar á Leiðarljósi aftur? Eldri kona. Þakkir til vinnuskólans MIG langar að koma á framfæri þökkum til ung- mennanna í Vinnuskóla Reykjavíkur. Þau hafa ver- ið dugleg að mála yfir veggjakrot á gæsluvelli við Kleppsveginn þar sem ég bý. Það er mér áhyggjuefni að hvert sem farið er um bæinn má sjá veggjakrot og tyggigúmmí, svo maður örvæntir um velferð þeirra sem að baki standa. Huga mætti betur að því að stemma stigu við þessu. Kona við Kleppsveginn. Tapað/fundið Gleraugu fundust SMÁGERÐ rauðbleik gler- augu, hugsanlega barna- gleraugu, fundust í Foss- vogsdal sl. sunnudags- kvöld. Eigandi getur vitjað gleraugnanna í síma 867 5980. Saknarðu barnakápu? BARNAREGNKÁPA fannst 21. júlí við stoppi- stöð SVR, fyrir utan Vest- urgötu 53. Upplýsingar í síma 552 0271. Dýrahald Fimm fallegir og fjörugir FIMM kettlingar, fjórir högnar og ein læða, eru að leita að góðu heimili. Eru kassavanir og miklar keli- rófur. Áugasamir hafi sam- band í síma 696 9979. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.