Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ B laða- og fréttamenn þurfa á aðhaldi að halda ekkert síður en stjórnmálamenn. Sumir eru þeirrar skoðunar að verulega skorti á fag- lega gagnrýni á störf blaðamanna. Það er erfitt að dæma um það, en það er a.m.k. ljóst að störf blaða- manna eru oft gagnrýnd þó deila megi um hvort nóg sé gert af því. Björn Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, hefur í gegnum tíðina oft gagnrýnt störf blaða- manna á heimasíðu sinni, en hann hefur skrifað reglulega pistla á Netinu í átta ár. Fyrir skömmu sá Björn ástæðu til að gagn- rýna á heima- síðu sinni viðhorfsgrein sem ég skrifaði og birtist 20. júlí sl. Í greininni voru borgaryfirvöld gagnrýnd fyrir að taka ákvörðun um að byggja risastóra skrif- stofubyggingu yfir Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Forsvarsmenn Orkuveitunnar sáu ekki ástæðu til að svara gagnrýninni, en Björn sakar hins vegar greinarhöfund um óvönduð vinnubrögð og að fara rangt með afstöðu sjálfstæðis- manna til málsins. Í lok greinar minnar sagði: „Þó margt hafi verið sagt um Orku- veitu Reykjavíkur fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar kom ekkert fram sem benti til þess að ósamkomulag hefði verið milli meiri- og minnihluta borg- arstjórnar um að fara út í þessa miklu byggingu [höfuðstöðva OR]. Talsvert var hins vegar rætt um hvort í húsinu ætti að vera kaffi- hús, aðstaða til að hengja upp myndlist og aðstaða fyrir þá sem vilja stunda líkamsrækt.“ Björn taldi að þarna væri farið með rangt mál. „Undir lok greinar sinnar gefur Egill í skyn, að í kosn- ingabaráttunni til borgarstjórnar nú í vor höfum við sjálfstæðismenn lagt blessun okkar yfir þessar framkvæmdir og helst rætt um það, hvort í húsinu skyldi verða kaffihús, aðstaða til líkamsræktar eða myndlistarsýninga. Þessi um- mæli Egils gefa alls ekki rétta mynd af því, sem ég sagði um þetta hús fyrir kosningar. Ég gagnrýndi það harkalega á fjölmörgum fund- um, að ráðist væri í smíði skrif- stofuhúss með þessum hætti og gerði það raunar einnig í ræðu, sem ég flutti í borgarstjórn 20. júní og lesa má hér á síðunni. Fékk ég þá þau svör frá Alfreð Þorsteins- syni, stjórnarformanni OR, að ég væri að ráðast á starfsfólk OR, það ætti rétt á að fá viðunandi starfs- aðstöðu! Spurði ég þá, hvort and- stæðingar Ráðhússins hefðu á sín- um tíma verið að ráðast á þá, sem vinna í því húsi – en fékk að sjálf- sögðu engin svör. Finnst mér furðulegt, að blaðamaður skuli, þegar hann fjallar um mál sem þetta og afstöðu einstakra flokka til þess, ekki afla sér betri vitn- eskju en þeirrar, sem kemur fram í niðurlagi greinar hans.“ Það er gamalkunnug aðferð, sem stjórnmálamenn þekkja vel, að segja við þann sem heldur uppi gagnrýni, að viðkomandi hafi ekki aflað sér vitneskju um málið. Þessi gagnrýni á hins vegar ekki við hér. Áður en ég skrifaði greinina aflaði ég mér ítarlegra upplýsinga um aðdraganda málsins, um stærð hússins, kostnaðaráætlun, afstöðu sjálfstæðismanna til hennar o.fl. Ég óskaði t.d. eftir skriflegum upplýsingum úr Ráðhúsinu og frá Orkuveitu Reykjavíkur. Ósanngjarnt er að segja að menn megi ekki skrifa blaðagrein um málið nema þeim sé kunnugt um allt það sem gerðist á vinnu- staðafundum sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. Ef sjálf- stæðismenn hafa verið svona mikið á móti byggingu höfuðstöðva OR væri ekki óeðlilegt að ætla að þeir hefðu látið þess getið í svo sem eins og einni af fjölmörgum grein- um sem þeir skrifuðu í Morgun- blaðið fyrir síðustu kosningar. Í gagnasafni Morgunblaðsins er hins vegar ekki að finna staf um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Björn Bjarnason sá heldur ekki ástæðu til að nefna þessa afstöðu einu orði í pistlum sínum á Netinu fyrir síðustu kosningar þó að hann viki þar oft að málefnum OR. Varð- andi ræðu Björns í borgarstjórn 20. júní ber að geta þess að greinin fjallaði um afstöðu flokkanna fyrir kosningar en ekki eftir kosningar. Það sem er þó mest athugavert við pistil Björns er að það er hinn mesti misskilningur hjá honum að sjálfstæðismenn hafi ekki „lagt blessun“ yfir þessa framkvæmd. Tillaga um byggingu höfuðstöðva OR við Réttarháls var samþykkt samhljóða í stjórn veitustofnana borgarinnar 7. mars árið 2000. Fundinn sátu m.a. tveir borg- arfulltrúar sjálfstæðismanna, þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Í fund- argerðum borgarráðs er hvergi að finna bókun frá sjálfstæðis- mönnum um þetta mál og verður ekki betur séð en að flokkurinn hafi stutt afstöðu Vilhjálms og Jónu Gróu. Ég tel að ég sé ekki að gera of miklar kröfur til stjórnmálamanna þó að ég gangi út frá því að flokkur sem fyrir rúmum tveimur árum studdi byggingu höfuðstöðva OR standi við þá afstöðu sína. Ekki síst í ljósi þess að það er hlutverk stjórnmálamanna að horfa til framtíðar þegar þeir taka ákvarð- anir. Sjálfstæðismenn hafa auðvit- að fullt leyfi til að gagnrýna borg- aryfirvöld fyrir það hvernig þau hafa staðið að byggingunni, þar á meðal þau áform OR að bjóða gest- um fyrirtækisins að drekka kaffi og horfa á myndlist á veggjum, eins og ég benti á í grein minni. Full ástæða er einnig fyrir þá að gagnrýna að húsið skuli kosta meira en áætlun gerði ráð fyrir. Eftir stendur stóra spurningin: Er yfirleitt einhver þörf á þessu stóra og dýra húsi? R-listinn og Sjálf- stæðisflokkurinn svöruðu þeirri spurningu afdráttarlaust játandi á sínum tíma. Meira um húsbygg- ingar Tillaga um byggingu höfuðstöðva OR við Réttarháls var samþykkt samhljóða í stjórn veitustofnana borgarinnar 7. mars árið 2000. Fundinn sátu m.a. tveir borgarfulltrúar sjálfstæðismanna. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÓVINVEITT yfir- tökutilraun Búnaðar- bankans á SPRON er stórmál. Með því að ráðast á styrkustu stoð- ina í sparisjóðakerfinu er vegið að því öllu. Sparisjóðirnir 24 í land- inu hafa veigamiklu þjónustuhlutverki að gegna. Það sést best á því að innlánshlutdeild sparisjóðanna í banka- kerfinu er 25%. Fjórð- ungur landsmanna er í viðskiptum við spari- sjóðina sem hafa 64 af- greiðslustaði um land allt. Gunnlaugur Sigmundsson, sem er einn fimmmenninganna er bjóða í stofnfjárbréf á vegum Búnaðarbank- ans, gerir lítið úr starfsfólki SPRON sem bundist hefur samtökum um að verja sparisjóðinn í Morgunblaðinu í gær . Það er fjáraflamanninum og fyrrverandi alþingismanninum til lít- ils sóma, eins og svo margt annað sem fimmmenningarnir og lögmaður þeirra hafa látið frá sér fara og Bún- aðarbankinn ekki gert athugasemdir við. Sjálfstæði og áræði Í einu af mörgum bréfum fimm- menninganna til stofnfjáreigenda er t.a.m. spunnið upp að Starfsmanna- sjóður SPRON ehf. hafi ekki verið stofnaður og ekki hafi verið lögð inn stofnunarskjöl fyrir slíkt félag hjá Fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands. Stofnsamþykktir félagsins voru gerðar laugardaginn 27. júlí, félagið skráð mánudaginn 29. júlí, fyrsta virka daginn eftir stofnun. Með engu móti var hægt að ganga hraðar frá skráningu og unnt var að fá staðfesta útprentun úr skránni strax þriðju- daginn 30. júlí. Samt láta fimmmenn- ingarnir sér sæma að fullyrða í bréf- inu til stofnfjáreigenda að félag okkar sé ekki skráð. Þetta verður seint talin drengileg framganga. Við starfsmenn SPRON höfum bæði sýnt sjálfstæði og áræði með því að stofna Starfsmannasjóðinn og höfum aflað fullra trygginga fyrir því að geta staðið við okkar skuldbindingar. Það er hrein móðgun við starfsmenn SPRON, þrautreynda banka- starfsmenn, að væna okkur um ósjálfstæði og blekkingarleik. Hér er enginn leikaraskap- ur á ferðinni. Þvert á móti gerum við tilboð okkar til stofnfjáreig- enda í fullri alvöru og af yfirveguðu raunsæi. Starfsfólk tekur ábyrgð Stjórn Starfsmannasjóðs SPRON ehf. hafnar algerlega þeirri hugmynd að lýsa vantrausti á núverandi stjórn SPRON, sem hefur ítrekað staðfest að hún muni fara að lögum og úr- skurðum Fjármálaeftirlitsins. Fallist Fjármálaeftirlitið á að tilboð okkar sé í samræmi við lög liggur alveg ljóst fyrir að stjórnin muni leita hag- kvæmustu leiða bæði fyrir sparisjóð- inn og stonfjáreigendur. Við teljum að það sé bæði eftirsóknarvert fyrir sparisjóðinn og stofnfjáreigendur að starfsmenn vilji taka ábyrgð á rekstri SPRON í óbreyttu formi. Enginn þarf að velkjast í vafa um það að verði sú leið að bjóða í stofnfjár- bréf SPRON talin heimil, mun Starfsmannasjóður SPRON ehf. standa við sínar skuldbindingar til stofnfjáreigenda. Bakhjarlar okkar eru sparisjóðirnir í landinu, Spari- sjóðabankinn, Kaupþing banki og fjárfestar á vegum þessara aðila og er engin ástæða fyrir fimmmenning- anna að gera lítið úr þessum sam- starfsaðilum okkar í samanburði við Búnaðarbanka Íslands. Tilgangur Starfsmannasjóðs SPRON ehf. er að stuðla að vexti og viðgangi í starfsemi SPRON sem sjálfstæðs sparisjóðs, með því að fara með eignarhald á stofnfé í spari- sjóðnum, auk lánastarfsemi sem því tengist. Í þessu felst höfuðmunurinn á tilboði starfsmanna og tilboði fimmmenninganna og Búnaðarbank- ans. Við ætlum að láta SPRON lifa, þeir ætluðu að láta hann hverfa inn í Búnaðarbankann með einum eða öðrum hætti. Nú má vera að sú fyr- irætlun þeirra sé í uppnámi og það skýri atganginn í bréfum, skrifum, blekkingarásökunum og auglýsing- um að 35 milljóna króna greiðsla frá Búnaðarbankanum sé að hverfa fimmmenningunum úr sjónmáli. Víðtækur stuðningur Tilboð okkar til stofnjáreigenda hefur fengið góðar undirtektir. Við höfum þegar þetta er skrifað gert staðfesta samninga um kaup á yfir 40% stofnfjárhluta, og fengið samn- ingsloforð fyrir það stórum hluta til viðbótar að við teljum okkur hafa mjög góða stöðu fyrir auglýstan fund stofnfjáreigenda 12. ágúst næstkom- andi. Þessi árangur nægir til þess að við getum fallið frá fyrirvaranum um að við áskiljum okkur rétt til að hætta við tilboðið liggi ekki fyrir samþykki a.m.k. 51% eigenda heild- arstofnfjár. Við munum halda fast við tilboðið og standa við gerða samninga og þá sem gerðir verða samkvæmt loforðum. Talsverður fjöldi stofnfjáreigenda vill eiga sín stofnfjárbréf áfram vegna tengsla við sparisjóðinn og lætur þau ekki föl hvað sem í boði er. Úr þessum hópi og frá fjölmörgum öðrum höfum við fengið stuðnings- yfirlýsingar við okkar sjónarmið um að halda áfram rekstri SPRON í sama formi og verið hefur. Sá víð- tæki stuðningur hefur veitt okkur mikinn styrk við að ná markmiði okk- ar og fært okkur heim sanninn um að við gerðum rétt með stofnun Starfs- mannasjóðs SPRON ehf. Starfsmenn tryggja meirihluta Ari Bergmann Einarsson SPRON Við höfum gert stað- festa samninga, segir Ari Bergmann Ein- arsson, um kaup á yfir 40% stofnfjárhluta í SPRON. Höfundur er formaður stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON ehf. Í Sovétríkjunum sálugu voru flest verð- mæti í eigu hins opin- bera en afar lítið í einkaeign, en algert efnahagslegt hrun þessa fyrirkomulags hefur á seinustu árum leitt til aukins stuðn- ings við einkavæðingu ýmiskonar. Besta leið- in til að auka almenna hagsæld er nú talin vera að koma sem flestum verðmætum í einkaeign sem áður voru í eigu ríkisins eða án eiganda. Ísland hefur ekki farið var- hluta af þessari þróun og hefur hún birst í sölu ýmissa eigna ríkisins. Það er því ekki að undra að al- menn viðurkenning á hagkvæmni séreignarréttarins séu helstu rök þeirra sem vilja afhenda útgerðar- mönnum kvótann til eignar. Hagkvæmni séreignarréttarins er þó ekki algild, og enn sjáum við verðmæti í kringum okkur sem eru ekki í einkaeign. Fyrir því eru oft gild rök. Hagkvæmni séreignarréttarins er aðeins fyrir hendi ef sami aðili, eigandinn, stjórnar eign og hirðir af henni hagnað eða ber tap. Aðeins þannig er hvati fyrir eigandann að stjórna eign sinni á hagkvæman hátt, en það eykur svo almenna hagsæld. Bílar eru gott dæmi um þetta. Meðferð á bílum hefur mikil áhrif á kostnað við rekstur þeirra. Þess vegna er hagkvæmt að sá sem stjórnar bílnum, öku- maðurinn, sé jafn- framt eigandinn. Enda er það svo að fólk á al- mennt bílana sem það ekur á, en er ekki alla jafna á bílaleigubílum. Ef eigandinn getur aftur á móti ekki stjórnað eign sinni er hagkvæmni séreignar- réttarins ekki til staðar. Hann hef- ur enga möguleika á að stjórna eign sinni á hagkvæman hátt. Kvóti er gott dæmi um þetta. Meðferð eins útgerðarmanns á fiskistofnunum hefur ekki aðeins áhrif á hans eigin kvóta, heldur kvóta allra. Það er því lítill hvati fyrir útgerðarmanninn til að velja sér veiðarfæri eða stjórna veiðum sínum á þann hátt að fiskistofnarn- ir dafni. Kostnaður og vinna sem hann leggur í við það munu aðeins koma honum að mjög litlu leyti til góða. Hann skiptir miklu meira máli hvernig allir aðrir haga sínum veiðum (það skiptir okkur litlu máli hvernig aðrir fara með bílana sína, við borgum aðeins viðhaldið á okk- ar bíl). Kvóti er nefnilega í eðli sínu sameign. Sameign allra þeirra sem eiga kvóta. Það byggist á því að fiskar synda um allt haf og er óger- legt að greina þá í sundur eða halda þeim á afmörkuðum hafsvæðum. Því geta eigendur kvóta ekki átt einhverja tiltekna fiska á tilteknu hafsvæði, eins og bændur eiga til- tekið fé á tilteknum svæðum. Þeir hafa því enga möguleika á að hugsa vel um „sína fiska“ á sama hátt og bændur hafa möguleika á að hugsa vel um sitt fé. Þessi helstu efnahagslegu rök fyrir séreignarrétti kvóta eru því byggð á misskilningi. Þess vegna leiðir samanburður á séreignarrétti á kvóta og fyrningarleið í ljós efna- hagslega yfirburði fyrningarleiðar. Hún, umfram annað, tryggir nýlið- un í útgerð, en um allan heim er ný- liðun viðurkennd sem helsta for- senda framfara. Eignarréttur Guðmundur Örn Jónsson Eign Um allan heim, segir Guðmundur Örn Jónsson, er nýliðun viðurkennd sem helsta forsenda framfara. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.