Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN B. K. Ransu er nýr myndlistar- gagnrýnandi við Morgunblaðið. Jón Bergmann Kjartansson Ransu er fæddur árið 1967. Hann lauk BA-prófi í myndlist frá AKI (Akademie voor Beeldend Kunst) í Enschede í Hol- landi árið 1995. Hann hefur verið starfandi mynd- listarmaður síðan og haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Jón B.K. Ransu hefur meðal annars starfað sem fararstjóri fyrir Samvinnuferðir-Landsýn í Hol- landi um árabil og fyrir svæðisskrif- stofu Reykjaness. Hann er jafnframt stundakennari við Listaháskóla Ís- lands. Nafnið Ransu er af andlegum toga. Honum var gefið það árið 1999 af andlegum meistara sem býr í litlu samyrkjuþorpi í regnskógum Costa Rica en þangað hefur hann sótt síð- astliðin ár í 1–3 mánuði í senn til þess að vera í þögn og „hlaða batteríin“, eins og hann kallar það. Ransu þýðir „að færa gleði“ og er það nafn sem hann notar umfram skírnarnafnið. Jón B. K. Ransu er í sambúð með Guðrúnu Veru Hjartardóttur mynd- listarkonu og eiga þau eina dóttur, Sóleyju Lúsíu. Nýr myndlist- argagnrýnandi Jón B.K. Ransu Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús SÝNINGUNNI Mynd, íslensk samtímalist í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, lýkur á mánudag, en sýningin var stærsti myndlistarvið- burður Listahátíðar í Reykjavík og einn af opnunaratburðum hátíðarinn- ar, sem haldin var í maí síðastliðnum. Sýningin endurspeglar viðfangsefni íslenskra samtímalistamanna en þeir sem eiga verk á henni eru Anna Lín- dal, Birgir Andrésson, Bjarni Sigur- björnsson, Guðjón Bjarnason, Jón Óskar, Margrét Blöndal, Ómar Stef- ánsson, Svava Björnsdóttir og Þor- valdur Þorsteinsson. Verk listamann- annna eru unnin í ólíka miðla; m.a. olía á striga, innsetningar, teikningar, höggmyndir og margmiðlunarverk. Á Menningarnótt, laugardaginn 17. ágúst, verður opnuð í Hafnarhúsinu 30 ára afmælissýning Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík og verður húsið þá öllum opið. Sýningu lýkur Morgunblaðið/Sverrir Verk Guðjóns Bjarnasonar Krómuð veröld og málverkið Óskilgreint ekkert eftir Bjarna Sigurbjörnsson eru á sýning- unni Mynd. ÞAÐ var mikið um að vera í mynd- listinni norðan heiða á laugardag, bar þar hæst sýningu á nútímalist frá arabalöndunum á Listasafni Akur- eyrar. Veg og vanda af vali verkanna hefur hin konunglega tign Widjan Ali prinsessa, sem er ekki einungis dokt- or í íslamskri list frá Lundúnahá- skóla heldur ötull talsmaður þeirra viðhorfa að menning og listir gegni mikilvægu hlutverki í alþjóðlegum samskiptum. Er hér vitnað í aðfara- orð safnstjóranna Hannesar Sigurðs- sonar og Eiríks Þorlákssonar, en sýningin mun einnig verða sett upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, opnuð þar 23. nóvember. Og eins og prinsessan segir sjálf í formála hinn- ar veglegu og skilvirku sýningar- skrár, þá hún svarar spurningunni um eðli nútímalistar og til hvers hún vísi, verða svörin afstæð og fara eftir heimshlutum, tímaramma og menn- ingarlegum bakgrunni viðkomandi lands. Þessu geta flestir innvígðir á heimslistina verið sammála og einnig er það hárrétt ályktað, að til að tengja nútímalist arabískri myndlist verði að fara nokkrar aldir aftur í tímann. Í upphafi skal greint frá því til að forða nærtækum misskilningi sem hyggja mín er að margur geri sig sekan um í fljótu bragði, að vestræn nútímalist sækir ekki síður í mal ísl- amskrar listar en til að mynda ísl- ömsk list í mal vestrænna viðhorfa og þá einkum módernismans, og meira en flesta grunar. Hið síðarnefnda kemur ljóslega fram á því þrönga og þó upplýsandi úrvali sem gesturinn ber augum í rými listasafnsins og enginn skyldi draga hér fljótfærnis- legar ályktanir. Í tvennum skilningi má ljóslega greina samruna vestrænnar og arab- ískrar menningararfleifðar, sér ann- ars vegar stað í Granada og Andalús- íu á Spáni og hins vegar hinum mikla áhuga sem blossaði upp á list Austur- landa meðal brautryðjenda núvið- horfa í París í upphafi síðustu aldar, sbr. orientalism. Annars er sýning- arskráin slíkur sjór upplýsinga um þróunina og helstu einkenni arab- ískrar listar að skynsamlegast er að halda sig innan vissra marka, enda fara fæstir í skó dr. Widjan Ali í þeim efnum. En hér hugnast rýninum í framhjáhlaupi að herma af fyrstu kynnum sínum af arabískri list, sem urðu á ferðalagi listakademíunnar í Kaupmannahöfn um Spán fyrir réttri hálfri öld. Aðaláfangastaðirnir voru höfuðborgin Madrid og svo Granada, er þangað kom var Alhambra-höllin að sjálfsögðu skoðuð í krók og kring, ekki einu sinni eða tvisvar heldur margoft, og þangað skundaði ég strax aftur árið eftir, þá í hópi félaga minna frá listakademíunni í Osló. Málið er að fegurri og hugvitssam- legri byggingu hafði ekki borið fyrir augu mín áður, og svo var annað, sem var sjálf samræmd andræðnin í hlut- fallaskipaninni innan sem utan hall- ar, fjölbreyti- og sveigjanleiki. Yfir- hafið skreyti og fegurð á veggjum og mótun náttúruskapa, garðagróðurs og lárétts, lóðrétts sem bogamyndaðs leiks með vatn. Maður verður ein- faldlega ekki samur eftir þennan manfund við íslamska hámenningu, sem maður skynjaði að ætti svo djúp- ar rætur í fortíðinni, var um leið ein- hvern veginn svo tímalaus. Þeir eru fjölmargir Vesturlandabúarnir sem hafa verið lostnir hugljómun við kynni sín af Alhambra, samþætti ísl- amskrar og íberískrar menningar, og birtingarmyndum hennar í Granada, svo og Andalúsíu, einkum Sevilla. Þannig skráði ameríski rithöfundur- inn Washington Irving (1783–1859) nafn sitt í söguna með bók sinni Al- hambra, er út kom 1832. Allar götur síðan hef ég verið vígð- ur mikilvægi nándarinnar við lista- verk, að ekki sé með öllu hægt að yf- irfæra hið ósýnilega staðbundna andrúm á tilbúna sjónmiðla. Upplýs- ingum er mögulegt að koma til skila, jafnt í mynd sem máli, en nærveran sjálf með skynræna ratsjána virka er hinn eini raunsanni háskóli. Þeim er vill kynna sér sögu íslamskrar listar skal bent á þjóðháttasöfn og í Kaup- mannahöfn er til safn sem nefnist Davids samling, sem geymir mikla dýrgripi. Frændur vorir hafa verið iðnir að leita á austræn mið og þannig var haldin mikilsháttar sýning á ísl- amskri list á Þjóðminjasafninu á menningarborgarári 1996; Sultan, Shah og Stormogul, viðamikil sýning- arskráin 460 síður og þung eftir því … En um hefðbundna íslamska list í sögulegu samhengi að ræða, inntak sýningarinnar í listasafninu á Akur- eyri öðru fremur nútímaleg viðhorf í tengslum við vestræna strauma á síð- ustu öld. Hún kemur frá hinu Kon- unglega fagurlistasafni Jórdaníu í Amman og á að varpa ljósi á skilin og þróunina milli goðsagnar og veru- leika. Einangrun Íslam var rofin með innrás Napóleons í Egyptaland 1772, og hið tyrkneska heimsveldi tók að gliðna. Hafði frá miðri 16. öld drottn- að yfir svæðinu við austanvert Mið- jarðarhaf, Arabíuskaga og Norður- Afríku, að Marokkó frátöldu, sem var eina landsvæðið sem Tyrkir náðu ekki undir sig. Sjálft trönumálverkið er tiltölulega nýlegt fyrirbæri, hófst þegar hinn hefðbundni þráður íslamskrar listar trosnaði á 19. öld og arabísk menning varð móttækilegri fyrir vestrænum áhrifum. Má jafnvel segja með góðri samvisku að sígildi módernisminn hafi haldið innreið sína í arabíska menningarheiminn um svipað leyti og á Íslandi. Það sem getur að líta á Akureyri telst nokkurs konar brota- brot af framvindunni til nýrri tíma og kemur frá einu safni. Ekki er umfang þekkingar minnar á listasöfnum í arabaheiminum það mikið að hafa hér nægilega yfirsýn, en sýningin er mjög fjölþætt og kynningargildið ómetanlegt. Fram kemur hve heimur táknanna er rótgróinn í eðli lista- mannanna þrátt fyrir ólík tjáningar- form, mörg verkanna bera í sér óræð skilaboð, eru vestrænum augum í fyrstu líkt og felumyndir, en svo kviknar ljós hjá skoðandanum er hann ræður í myndheildina. Er hér sýningarskráin mikilsverð upp- spretta fróðleiks, nauðsynlegt hjálp- argagn til nánari skilnings. Afar mikilsvert að hafa fengið þessa sýningu hingað, sem í alla staði er eins vel úr garði gerð og best verð- ur á kosið miðað við aðstæður, sýn- ingarskráin afburða falleg og vel hönnuð, ritgerðirnar fróðlegar og verkunum vel fyrir komið í rýminu. Um að ræða enn eina skrautfjöður í hatt hins stórhuga Hannesar Sig- urðssonar, sem á skömmum tíma hef- ur í þeim mæli breytt menningar- landslaginu á staðnum, þrátt fyrir takmarkaðan húsakost, að til eftir- breytni má vera sýningarstjórum sunnan heiða. Svo bíður að nálgast sýninguna frá fleiri hliðum þegar hún flytur sig suður, en rétt að þakka öll- um er hér lögðu hönd að, einkum hennar konunglegu tign dr. Widjan Ali. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga frá 14–18. Lokað mánu- daga. Til 8. september. Aðgangur ókeyp- is. MILLI GOÐSAGNAR OG VERULEIKA NÚTÍMALIST FRÁ ARABAHEIMINUM Goðsagnir/veruleiki Farid Belkahia (Marokkó): Án titils, hennalitur á leður og tré, 1981. Nasr Abdul Aziz (Palestínu): Grímuklæddu konurnar, akrýl á striga, 1999. Bragi Ásgeirsson GLÖGGIR Reykjavíkurbúar hafa ef til vill tek- ið eftir ljósmyndum, sem undanfarna daga hafa prýtt tíu strætisvagna- og auglýs- ingaskilti borgarinnar. Skýring þessara mynda liggur í farandsýningunni ArtSTORM, sem er samnorræn myndlistarsýning á vegum hins sænska Konstfrämjandet Skåne, Norræna menningarsjóðsins og NIFCA, en hugmynda- smiðir sýningarinnar eru Anneli Berglund og Kristina Papai, sem jafnframt eru á faralds- fæti með sýningunni. Á strætóskýlum og listasöfnum STORM stendur fyrir upphafsstafi hinna fimm norrænu borga sem sýningin ferðast til: Stavanger í Noregi, Tampere í Finnlandi, Odense í Danmörku, Reykjavík og Malmö í Svíþjóð. Tveir listamenn frá hverju Norður- landanna eiga verk á sýningunni, sem ásamt því að vera á hinum ýmsu strætisvagnaskýlum borgarinnar hangir uppi í annari mynd í kaffi- stofu Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Er sýningin sett upp með sama hætti í öllum borgunum, annars vegar á strætisvagna- skýlum og auglýsingaskiltum sem öll tilheyra fyrirtækinu JCDecaux, hins vegar á listasöfn- um og menningarmiðstöðvum. Íslensku lista- mennirnir tveir sem taka þátt í verkefninu eru Ósk Vilhjálmsdóttir og Karlotta Blöndal. „Viðfangsefni sýningarinnar eru fólksflutn- ingar, sjálfsmynd og hnattvæðing,“ segja Kristina og Anneli í samtali við Morgunblaðið. „Við höldum sýninguna til að sýna fólki list, sem hægt er að skoða á opinberum vettvangi bæði dag og nótt, þar sem skiltin eru upplýst. Með henni viljum við vekja athygli á þessum viðfangsefnum og skapa umræðu um þau.“ Kristina tekur sem dæmi skilti á Lækjartorgi eftir Jouko Lehtola sem sýnir afar húðflúr- aðan mann í finnsku gufubaði. „Við viljum fá fólk til að hugsa um þessi atriði, fólksflutn- inga, sjálfsmynd og hnattvæðingu, sem hafa verið mikið í eldlínunni að undanförnu á Norð- urlöndum,“ segir hún. „Það má segja að þetta séu auglýsingar fyrir hugsun,“ bætir Anneli við. Viðkvæmar stafsetningarvillur Karlotta Blöndal er einn af tíu listamönnum sýningarinnar. Hennar verk eru þau einu á sýningunni sem einungis innihalda texta. Á skiltinu þar sem hennar verk er að finna stendur einfaldlega Bye me. „Ég bý í innflytj- endahverfi í Malmö, þar sem hugmyndin að verkinu kviknaði. Margir þeirra sem þar búa reka sínar eigin verslanir, þar sem oft má sjá heimagerðar auglýsingar á sænsku og í þeim eru iðulega stafsetningarvillur. Þetta er eitt af meginvandamálunum við að flytjast til nýs lands, það byggist allt á því að læra tungu- málið. Ef þú getur það ekki ertu ekki meðtek- inn sem alvöru ríkisborgari. Eins þykir mik- ilvægt að taka þátt í neytendasamfélaginu þegar flutt er til nýs lands. Mig langaði til að nota auglýsingaskiltin á þennan hátt, að af- baka textann með þessum hætti, einnig vegna þess að eitt stærsta tabúið í auglýsingum eru stafsetningarvillur. Það ríkir mikil viðkvæmni á flestum Norðurlöndum hvað varðar notkun tungumálsins og þetta verk mitt er þessvegna smá djók, með alvarlegu ívafi þó,“ segir Kar- lotta. Verkin á ArtSTORM má skoða til 5. ágúst. Morgunblaðið/Arnaldur Verk Karlottu Blöndal á ArtSTORM. Auglýs- ingar fyrir hugsun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SÝNING á þrívíddarmódelum og teikningum Olgu Guðrúnar Sigfús- dóttur arkitekts verður opnuð í Hvalamiðstöðinni á Húsavík í dag, föstudag. Sýningin er af væntanlegri baðaðstöðu í Mývatnssveit, en þetta er í fyrsta sinn sem þær teikningar koma fyrir almenningssjónir. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 9–21 og stendur til 12. ágúst. Baðlist í Hvala- miðstöðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.