Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ EITT stærsta og ábyrgðarmesta verk- efnið sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu er að vera for- eldri. Það hlutverk krefst oft mikils af okkur en veitir okkur jafnframt um leið lífs- fyllingu sem við vild- um ekki vera án. For- eldrar bera ábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna og eiga að haga uppeldinu þannig að börnin verði fyrir sem fæstum áföllum og þar getur gott for- dæmi og góðar fyrir- myndir sagt meira en nokkur orð. Ef við viljum búa börnin okkar vel undir lífið er mikilvægt að þau venjist frá unga aldri að samfélagið setur þegnum sínum ýmsar reglur, sem ætlast er til að farið sé eftir. Stundum þarf að halda fast í taum- inn þótt það veki eflaust tímabundn- ar mótbárur. Eitt mikilvægasta verkefnið sem fjölskyldan tekst á við er þegar barnið okkar verður unglingur. Á þeim árum reyna ung- mennin að skapa eigið sjálfstæði, þau vilja gjarnan bera ábyrgð á sér sjálf og á þessum tíma eru það oftar en ekki vinirnir sem mestu máli skipta og þá kemur stundum fyrir að foreldrar heyri þessi orð: „en hinir mega það“. Þá skiptir miklu máli að staldra við og spyrja nokk- urra spurninga áður en ungmenn- um okkar er gefinn laus taumurinn. Eftir fáeina daga kemur versl- unarmannahelgin og í tilefni þess að stærsta og mesta ferðamannahelgi ársins er á næstu grösum langar okkur til að koma með nokkrar ábendingar til foreldra og forráða- manna ungmenna sem standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir eigi að leyfa barni sínu að fara á útihátíð. Best væri ef foreldrar sendu ekki ungmenni 17 ára og yngri ein og eftirlitslaus á útihátíðir. Foreldrar eiga að passa upp á börn sín og ung- menni yngri en 18 ára eru ekki komin með sjálfsræðisaldur, þannig að ábyrgðin er alfarið á herðum okkar foreldra. Auk þess gilda ákveðin lög í landinu varðandi úti- vistartíma barna og unglinga og samkvæmt 57. grein laga nr. 58 frá 1992 mega börn 13–16 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 24:00 nema í fylgd með fullorðnum með ákveð- inni undantekningu ef ungmennin eru á beinni heimleið frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku- lýðssamkomu. Það er einnig á ábyrgð foreldra að íhuga hvernig útihátíðir hafa farið fram og geta farið fram. Við skulum minnast Eld- borgarútihátíðarinnar á Kaldármel- um fyrir ári, en í kjölfar hennar upphófst mikil umræða um fyrir- komulag slíkra útihátíða. Nauðgun- artilfelli, meint eiturlyfjanotkun, of- beldi og annars konar óráðsía þóttu einkenna samkomuna sem átti þó reyndar að vera við öllu búin. Eftir síðustu verslunarmannahelgi leituðu 22 stúlkur til neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Við viljum benda foreldrum á að hugsa sig tvisvar um hvar og með hverjum þeir vilji að ungmennin þeirra skemmti sér um þessa helgi og einnig spyrja sjálfa sig hvort þeir treysti umhverfinu fyrir þeim. Jafn- vel þó að unglingnum sé treystandi eru margar hættur sem leynast og oft hefur unglingurinn ekki þau úr- ræði sem til þarf til að standast þær hættur sem á vegi hans verða. Margir taka sinn fyrsta sopa á þess- um útihátíðum, komu ekki með vín með sér og ætluðu sér ekki að drekka, síðan er alltaf verið að bjóða þeim sopa og áður en þau vita af ráða þau ekkert við atburða- rásina og geta lent í alls konar hremmingum. Allt of margir fara með saklaust barnshjarta á svona útihátíð og koma svo heim aftur með reynslu sem þau vildu vera án og rispur á sálinni. Það getur líka verið erfitt að vera unglingur og þurfa að bera þá ábyrgð að fara einn og eftirlitslaus í ferðalag þar sem allt getur gerst. Mikilvægt er að foreldrar sem eiga ungmenni 18 ára og eldri sem eru á leið á útihátíð ræði við þá um það sem geti farið úrskeiðis á svona hátíðum. Brýnið fyrir ungmennum ykkar að fara ekki ein heldur vera saman í hóp og passa hvert upp á annað. Nefnið að best sé að þiggja ekki drykki frá öðrum, það er aldrei að vita hvað þeir innihalda (gleym- um ekki smjörsýrunni frá Eldborg- arævintýrinu). Einnig hvetja þau, verði þau vitni að einhverju mis- jöfnu á útihátíðum eða jafnvel bara hafi grun um eitthvað misjafnt, til að láta þá viðkomandi yfirvöld vita af því, svo sem sölu á fíkniefnum eða valdbeitingu. Við vitum að margt getur farið úrskeiðis þótt það sé ekki ætlunin og það er ekki að ástæðulausu sem Stígamót, fíkni- efnalögreglan og heilsugæslan eru með ítarlega gæslu á þessum hátíð- um. Við viljum einnig benda foreldr- um á að margt annað er hægt að gera um verslunarmannahelgina heldur en að fara á útihátíð. Hægt er að gera eitthvað spennandi með unglingunum eins og t.d. að fara í hestaferð eða ævintýrasiglingu á gúmmíbát svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst: Ef ungling- urinn sækir það mjög fast að fá að fara á útihátíð eigum við foreldrar að hafa þann manndóm í okkur að fara með honum og passa upp á hann. Í nútímasamfélagi, þar sem hraðinn er mikill, er oft eins og for- eldrar sleppi hendinni af börnunum sínum áður en þau eru í raun tilbúin til þess. Reynum að muna að lífið er ekki hraðbraut á milli vöggu og grafar, við skulum staldra aðeins við og fá okkur sæti í sólskininu og njóta þess með börnunum okkar. Megið þið eiga ánægjulega versl- unarmannahelgi og farið varlega í umferðinni. Á ég að leyfa mínu barni að fara á útihátíð? Bryndís Arnarsdóttir Bryndís er forvarnarfulltrúi Akur- eyrar. Heiða er formaður áfengis- og vímuvarnarráðs Akureyrar. Verslunarmannahelgin Best væri, segja Bryndís Arnarsdóttir og Heiða Hauksdóttir, ef foreldrar sendu ekki ungmenni 17 ára og yngri ein og eftirlits- laus á útihátíðir. Heiða Hauksdóttir ÞAÐ er hrikalegt hversu mörg fyrirtæki voru úrskurðuð gjald- þrota í júní síðastliðn- um. Ástæða þessara miklu gjaldþrota er ekki síst vaxtaokrið sem viðgengst í þessu landi. Á síðustu dögum þingsins í vor vakti ég utandagskrárumræðu sem hafði yfirskrift- ina: „Aukin vanskil og fjölgun fjárnáma í landinu.“ Þar kom ég inn á vaxtaokrið og hið sér íslenska fyr- irbæri sem verðbætur eru. Flestir sem tóku þátt í umræðunni voru sammála um að allt of háir vextir ættu stóran þátt í þessum gjald- þrotum og auknum vanskilum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var til svara og tók hún undir þessi sjónarmið að nokkru leyti a.m.k. og „toppaði“ málið með því að tala um breyti- lega vexti „verðbótalána“ og taldi í því sambandi óeðlilegt að bankarn- ir notuðu bæði belti og axlabönd. Síðan komu fyrirheit frá ráðherr- anum um að athugað yrði hvort verðbætt lán bæru ekki fasta vexti. Við skulum vona að ráðherranum verði ágengt í þessari viðleitni. Ég er þeirrar skoðunar að verð- bætur séu fáránlegt fyrirbæri, a.m.k. við þær efnahagslegu að- stæður sem nú eru í landinu. Mér er kunnugt um að margir hafa lent illa út úr verðbótaþættinum. Auð- vitað ætti að afnema verðbótaþátt- inn með öllu og taka upp eðlilegt vaxtastig. Ríkisstjórn sem sí- fellt gumar af því að hún sé svo ofsalega klár í efnahagsstjórn- un ætti ekki að óttast afnám verðbóta. Og ríkisstjórn sem talar um snertilendingu í efnahagslífinu og boð- ar að allt sé í stakasta lagi hlýtur að geta af- numið þetta hataðasta fyrirbæri í lánakerfi peningalífsins. Þetta vita allir eða hvað? En málið er bara það að ríkisstjórnin þorir ekki að afnema verðbæturnar af því að hún treystir ekki eigin efnahags- stjórnun. „Við skulum hafa verð- bæturnar, svona til öryggis“ segja ráðherrarnir sín á milli, gæti ég trúað. Hin mjúka „snertilending“ er í raun „brotlending“ hundraða fyr- irtækja og þúsunda einstaklinga og jafnvel fjölskyldna. Endalausar okurdráttarvaxtagreiðslur, okur- vaxtagreiðslur, okurlántökukostn- aður, verðbætur og stöðugar skatt- hækkanir eins og eldri borgarar sýndu nýlega fram á bera því vitni. Því miður verða flugstjórarnir ekki varir við neitt. Þeir heyra ekki bofs í þeim sem lenda undir breiðþotudekkjum ríkisstjórnar- innar sakir glasaglaums á fyrsta farrými. Flugstjórarnir halda að þjóðin sé um borð, en þeir hófu vélina til flugs löngu áður en svo varð. Það er kominn tími til þess að vaxtaokrinu linni og að sá hluti þjóðarinnar sem hefur setið hjá í „góðærinu“ fari að njóta þess. Annars mun gjaldþrotahrinunni ekki linna og æ stærri hluti þegn- anna fara á svarta listann eða lenda í fjárnámum og gjaldþrotum að lokum. Þá er einnig kominn tími til að hafa aukinn aga í útlánastarfsem- inni hér á landi. Menn geta steypt sér í botnlausar skuldir án nokk- urrar fyrirhafnar, slíkt er framboð peninganna, og menn láta glepjast, því miður. Lánafyrirtæki finna sí- fellt snjallari ráð til að auka við- skipti sín og „neyslugleði“ neyt- enda. Nú eru kreditkortafyrirtæki komin með eitthvað sem heitir „veltukort“ og svo er „svarta kort- ið“ líka komið og er það fyrir ungt fólk sem eyddi of miklu, líklega með „hvíta kortinu“ hafi ég skilið þetta rétt. Og auðvitað endar þetta allt í okurvaxtabyrðinni að lokum. Um leið og þetta er að gerast hagnast bankarnir um milljarða, þrátt fyrir öll gjaldþrotin. Og allan þennan gróða verða þeir svo að ávaxta með því að lána nýjum við- skiptavinum, sem verða stöðugt yngri og yngri. Hver verður framtíð barnanna okkar ef ekkert verður að gert? Belti og axlabönd Karl V. Matthíasson Vextir Um leið og þetta er að gerast, segir Karl V. Matthíasson, hagnast bankarnir um milljarða, þrátt fyrir öll gjaldþrotin. Höfundur er alþingismaður og prestur. STERK er angan blóðbergsins á melnum og gott að drekka af því teið. Sterk er líka sorg- in í brjóstinu hjá þeim sem misst hafa ástvin. Tilfinningabylgjurnar stíga og hníga eins og öldurót sem enginn fær stöðvað nema æðri máttarvöld. Maður nokkur lýsti því svo eftir skilnað, að nú vissi hann hvar sálin byggi. „Hún er þessi verkur fyrir brjóstinu sem grípur í mann og gerir vart við sig þegar henni sýnist.“ Hjá öðr- um herpir sorgin saman magann svo lítið er hægt að borða um tíma. Sorg- in birtist hverjum og einum með ólíkum hætti, bæði börnum og full- orðnum. Sorgin þarf pláss Sumarið er tími ævintýra eins og brúðkaupa, útskrifta úr skólum og utanlandsferða. Það eru veislur við grillið, farið á fjöll, brunað í bústaði og glatt á hjalla. Þá er ekki víst að sá sem nýlega hefur misst barnið sitt eða makann treysti sér til að vera með í allri þessari glaðværð og stuði. Bakkus og aðrir sjúkdómar En fleira veldur sorg en dauðinn og skilnaðir. Þeir sem vita af barninu sínu eða vini þarna úti einhvers stað- ar að murka úr sér líftóruna með fíkniefnum eða víni leggjast til hvílu á hverju kvöldi með misvondan herp- ing í sálinni sem aldrei linnir fyrr en alkóhólistinn hefur leitað sér hjálp- ar. Sorgin knýr einnig dyra hjá fjöl- skyldum þeirra sem greinast með aðra lífs- hættulega sjúkdóma eða fötlun og mislang- an tíma tekur að búa við þær breyttu að- stæður. Hvernig hjálp er góð? Við sem stöndum hjá, vinir og fagfólk, þurfum að skilja að þótt sólin skíni og „all- ir“ séu að grillhlaða bíl- ana til að hafa það svo næs uppi í bústað er ekki víst að syrgjendur séu „í stuði“. Engin ein formúla hentar öllum. Einum hentar að halda öllu áfram eins og ekkert hafi í skorist og finna í því frið og innri styrk fyrir sig. Sumum er eðlis- lægt að tala um tilfinningar sínar, þyngslin í líkamanum og máttleysið til verka. Öðrum er óljúft að vera op- inskáir, vilja hafa tilfinningar sínar fyrir sig, vera jafnvel einir. Við virðum það og veitum vinum okkar hlýju með því að vera stundum ná- læg án þess að krefjast mikils. Að finna hlýju frá manneskju nálægt sér, sem hellir kannski upp á eða kemur með köku, fer bara ef til vill þegjandi og hljóðalaust að þvo þvott- inn eða lesa fyrir börnin, gefur stundum miklu meira en djúpar samræður. Eftirfylgd Þegar frá líður, jarðarför eða skilnaður afstaðinn, fækkar oft snöggt í vinafans. Hér tekur oft mik- ilvægasta eftirfylgdin við. Sorgar- sveiflurnar halda áfram og kannski mislyndi. Einn daginn er syrgjand- inn fær í flestan sjó, tilbúinn til að skipuleggja fram í tímann, næsta dag getur allt pompað niður. Syrgj- andinn fyllist e.t.v. vesöld og þrálát- um spurningum eins og: „Hvers vegna ég? Er verið að hegna mér fyrir eitthvað?“ Þá reynir á vini og ættingja að taka við vonleysinu og reiðinni og segja eitthvað í þessa átt: „Ég finn hvað þetta er sárt fyrir þig og ég skil að þú ert vonlaus og reið og ég held líka að það sé gott fyrir framrás sorgarinnar að þú segir mér þessar vangaveltur um hegninguna, því innst inni veistu að það er enginn að straffa þig.“ Þeir sem eiga bænina eiga í henni tryggan vin og þykir oft gott ef boðist er til að biðja með þeim. Þá er guði og æðri máttarvöld- um færður hluti af þunga sársauk- anum fyrir brjóstinu. Það deilir byrðinni. „Vinur er sá er til vamms segir“ Líði vikur og dagar og syrgjendur svolgri mikið áfengi til að svæfa sorgina er hætt við að þeir haldi allt- af áfram á byrjunarreit er af þeim rennur. Jafn óheilbrigt og það er að neyta víns eða lyfja af fíkn er óvit- urlegt að leita ekki læknis og fá rétt lyf við langvarandi þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Oftast er best að sækja einstaklings-, hjóna- eða fjöl- skylduviðtöl þegar svona er komið, hjá félagsráðgjöfum, sálfræðingum eða geðlæknum, annars getur ónæmiskerfið laskast. Ungir sem eldri: Komum heil undan helginni. Sumarið og sorgin Elísabet Berta Bjarnadóttir Varnaðarorð Ungir sem eldri, segir Elísabet Berta Bjarnadóttir: Komum heil undan helginni. Höfundur er félagsráðgjafi og for- stöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.