Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓVISSUSÝNING KL. 12.10. EFTIR MIÐNÆTTI SÆLUDAGAR í Vatnaskógi eru haldnir nú enn og aftur um verslunarmannahelgina en hátíðin er haldin á vegum KFUM og KFUK. Dagskrá hátíðarinnar, sem er áfengislaus fjöl- skylduhátíð, er með fjölbreyttasta móti og meðal þeirra sem stíga á pall má nefna KK og Ellen Krist- jáns, Ómar Ragnarsson og trúðinn Döðlu. Gestum verður boðið upp á fræðslustundir, varðeld og flugelda, báta og vatnafjör svo fátt eitt sé nefnt. Íþróttavöllur er í Vatnaskógi þar sem leikin verður knattspyrna og Sæludagaleikarnir fara fram. Á leikunum verða margvíslegar íþróttir við allra hæfi í boði. Í íþróttahúsinu fara fram hæfileika- og söngva- keppni, fjölskylduguðsþjónusta með léttu sniði, harmónikkudansleikur, tónleikar og kvöldvökur. Í Gamla skála verða morgunstundir barnanna með sögum, föndri og söng og eftir hádegið verð- ur Café Lindarjóður starfrækt í skálanum. Stein- unn Jóhannesdóttir rithöfundur mun halda erindi um Guðríði Símonardóttur og Hallgrím Pét- ursson og sr. Gunnar Sigurjónsson mun fjalla um tengsl kvikmyndarinnar Matrix og Lúkasarguð- spjalls. Hátíðin hefur verið haldin tíu sinnum en í fyrra sóttu hana rúmlega 1.400 manns. Aðgangseyrir er 3.000 krónur en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en 7.000 krónur. Morgunblaðið/Sverrir Gleðigjafinn Ómar Ragnarsson skemmtir sjálfum sér og öðrum í Vatnaskógi um helgina. Sæludagar í Vatnaskógi Helgarfrí (15 Aout / Weekend Break) Gamanmynd Frakkland, 2001. Góðar stundir VHS. (92 mín) Öllum leyfð. Leikstjórn: Patrick Alessandrin. Aðalhlutverk: Richard Berry, Charles Berling og Jean-Pierre Darroussin. HÉR er komin út á myndbandi úr- valsgamanmynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Myndin kemur frá franska leikstjóranum Patrick Alessandrin og hefur verið sýnd á þó nokkrum kvik- myndahátíðum í Evrópu við góð- ar viðtökur. Þar segir frá þremur eiginmönnum sem halda til sumarleyfisdval- ar í húsi sem fjöl- skyldurnar hafa tekið á leigu saman í La Baule. Eig- inmennirnir koma nokkuð á eftir eig- inkonunum sem dvalið höfðu einar í húsinu með krakka- og gæludýra- skaranum, á meðan karlarnir voru að sinna misnauðsynlegum erindum heima fyrir. Þegar þeir Max, Raoul og Vincent koma á staðinn eitt rign- ingarkvöld blasir óvænt staða við. Eiginkonurnar eru bak og burt en eftir sitja börnin og nágrannakona sem afhendir þremenningunum skilaboð á blaði. Þar segir: „Við eig- um skilið að fá alvöru sumarfrí. Ís- skápurinn er tómur og krakkarnir sofandi – eins og stendur.“ Við tekur kostulegt ferli þar sem karlarnir læra hvað það er að taka fulla ábyrgð á börnunum, heimilishaldi og eigin tilfinningalífi. Vel gerð kvikmynd, sem býr yfir lúmskum og gráglettn- um húmor í anda Frakka.  Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Alvöru sumarfrí About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. The Mothman Prophecies Vönduð mynd og áhrifarík sem byggist laus- lega á sönnum yfirnáttúrulegum atburðum. Góðir leikarar njóta sín vel og áhorfandinn er á taugum allan tímann. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó. Skrímsli hf. Raddsett tölvuteiknuð barna- og fjölskyldu- mynd um skrímslin í skápnum sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. (S.V.)  Sambíóin. Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þótt nokkuð vanti upp á seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Regnboginn. Murder by Numbers Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð Barbets Schroeder eru öll hin fagmannleg- ustu. Morðsagan sjálf er hins vegar fullfyr- irsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best. (S.V.)  ½ Sambíóin Kóngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Kóngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við straumlínulagað tölvugrafíkútlit. (H.J.)  Regnboginn. Reign of Fire/ Eldríkið Gamli góði B-vísindahrollurinn kominn aftur í fullu fjöri. Hrá, grá og notalega vitlaus. (S.V.)  ½ Laugarásbíó, Regnboginn Bad Company Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst vel í annars stundum fyndinni en alltof langri og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Big Fat Liar Atburðarásin leiðist úr sæmilegri sögu um dreng sem þarf að læra að ljúga minna í dæmigerða sadíska hefndarmynd í anda Home Alone. Þessi tilraun er allmisheppnuð. (H.J.)  ½ Sambíóin Scooby Doo Fjallar um krakkana og hundinn í Ráðgátum hf. sem lenda nú á draugaeyju. Ósköp svip- uð sjónvarpsþáttunum, með álíka lélegum húmor, en þó ekki jafn fyrirsjáanleg. Og krakkarnir skemmta sér vel. (H.L.)  ½ Háskólabíó Van Wilder Party Liaison Einhver alversta mynd sem rekið hefur á fjörur íslenskra kvikmyndahúsagesta í lang- an tíma. (H.J.) 0 Regnboginn. The New Guy/Nýi gaurinn Lengi getur vont versnað en hér er botninum náð í heimsku og hugmyndaleysi. Aular í öll- um hlutverkum framan sem aftan við töku- vélarnar. (S.V.) 0 Regnboginn, Laugarásbíó „Góðir leikarar njóta sín vel og áhorfandinn er á taugum allan tímann,“ segir Hildur Loftsdóttir meðal annars um kvikmyndina The Mothman Prophecies. Richard Gere og Laura Linney í hlutverkum sínum. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Eftirmyndin (Mimic 2) Hrollvekja Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Jean de Segonzac. Aðalhlutverk Alix Koromzay, Bruno Campos, Edward Albert. MAÐUR SÁ svo sem ekki í hendi sér eftir að hafa séð fyrri myndina að hún væri það góð eða vinsæl að hún ætti eftir að geta af sér framhalds- myndir. En þegar beint-á-mynd- band-bransinn er annars vegar, er ekkert óhugsandi. Ekki datt mér heldur í hug að það ætti eftir að koma framhald af hinni vafasömu Poison Ivy eða From Dusk Till Dawn, hvað þá stórslysamyndinni – í orðsins fyllstu merkingu – Turbu- lence. En hvað veit maður. Nú eru Turbulence-myndirnar orðnar þrjár og hér er mætt, hvort sem maður bjóst við því eða ekki, Mimic 2. Hún er svo sem engin hörmung. Bara alveg jafngóð og mynd um risa- vaxið moðsjúkt skrímsli sem er hálf- ur maður og hálfur kakkalakki getur orðið. Og nú er kakkalakkamaðurinn búinn að uppgötva ástina er hann fellur fyrir, jú hverri annarri en nördalegri ungsnót sem er skordýra- fræðingur og á auðveldara með að bindast pöddum tilfinningaböndum en mannfólkinu. Og auðvitað verður stóra paddan afbrýðisöm út í alla karlmenn sem koma nálægt henni. Sem sagt, alveg voðalega girnileg og góðlynd mynd fyrir alla fjölskyld- una… Ekki alveg. Skarphéðinn Guðmundsson Ástfanginn risakakka- lakki SVO virðist sem heims- byggðin styðji ekki beint við bakið á George Michael og mótmælum hans við stjórnar- hætti forsætisráðherra Breta, Tonys Blair. Eins og kunnugt er er hárbeittum texta og myndbandi við nýj- asta lag Michaels, „Shoot the Dog“, beint að Blair og hann sýndur sem kjölturakki George W. Bush Bandaríkja- forseta. Þeir félagar eru einnig sýndir sem elskendur í umræddu myndbandi. Í vikunni kom lagið svo út á smáskífu í Bandaríkjunum en seldist einungis í þrjú þúsund eintökum fyrsta dag sinn í sölu, en það þykir ekki til að státa af. Tóm vandræði hafa verið á Michael síðan lagið kom fyr- ir augu og eyru almennings. Hann segist meðal annars hafa neyðst til þess að yf- irgefa bandaríska grund vegna ofsókna og hótana sem sér hafi borist í kjölfar lagasmíðarinnar. Þetta er hið versta mál fyrir Michael því að auk þess að stóla á Bandaríkjamarkað fyrir tón- list sína er unnusti hans bú- settur þar vestra. Goggi í vondum málum George Michael hugsar sitt ráð. AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.