Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 27
VEGFARENDUR semundanfarin ár hafa ekiðgegnum Vík í Mýrdal oglagt lykkju á leið sína nið-
ur að Hjörleifshöfða hafa tekið eftir
því að ætihvönn verður stöðugt
meira áberandi í landslaginu. Fyrir
nokkrum árum var svæðið í nágrenni
Víkur afgirt og friðað fyrir ágangi
sauðfjár. Hvönn og fleiri lækninga-
jurtir eins og burnirót hafa ekki náð
útbreiðslu þar sem sauðfé er beitt
því fé sækir mjög í þessar jurtir og
heldur útbreiðslu jurtanna niðri.
Er það mál manna sem þekkja til,
að þar sem sauðfé var beitt á æti-
hvönn eins og í Breiðafjarðareyjum
hafi verið heilbrigðustu og kraft-
mestu dilkarnir að hausti. Nú er víða
að verða breyting á með minnkandi
sauðfjárstofni. Mál hafa þróast
þannig að ætihvönn er víða að vera
gróðurfarslegt vandamál því hún
breiðir úr sér og yfirtekur allan
gróður þar sem hún nær að dafna.
Í Vík hefur undanfarin ár verið
reynt að halda hvönn niðri innan
bæjarmarkanna en með takmörkuð-
um árangri. Nú er útlit fyrir að hjálp
berist ef áætlanir fyrirtækisins
Sagamedica-Heilsujurta ehf. ganga
eftir. Nú í júlí fengu starfsmenn fyr-
irtækisins aðstoð ungs fólks úr
Vinnuskóla Mýrdalshrepps við að
skera hvannalauf við Hjörleifshöfða
og undir Víkurhömrum og gekk sú
tilraun mjög vel í góðu samstarfi við
Karítas Heiðbrá Harðardóttur
flokksstjóra. Að sögn Þráins Þor-
valdssonar, framkvæmdastjóra
Sagamedica-Heilsujurta ehf., var
þessi laufaskurður liður í hráefnis-
öflun fyrirtækisins fyrir framleiðslu
á komandi vetri.
Virkni hvannar misjöfn
eftir landshlutum
„Á undanförnum tveimur árum
höfum við verið að kanna landið og
hvar hvönn er aðgengilegust og virk-
ust,“ segir Þráinn. „Niðurstöður
mælinga þeirra Sigmundar Guð-
bjarnasonar prófessors og Steinþórs
Sigurðssonar líffræðings á virkni
ætihvannar sýnir að virknin er mis-
jöfn eftir landsvæðum. Einnig þarf
að vera auðvelt að koma hráefninu
fljótt í þurrk.“ Þráinn segir að í vetur
verði gerðar mælingar á virkni
hvannarinnar í kringum Vík.
Þráinn segir Sagamedica –
Heilsujurtir verða í góðu sambandi
við Mýrdælinga um þessa söfnun.
Þórir Kjartansson og systkini hans,
sem eru eigendur Hjörleifshöfða,
hafa veitt leyfi fyrir því að taka
hvönn við höfðann og einnig hefur
fengist leyfi frá Mýrdalshreppi til að
taka hvönn út með Víkurhömrunum.
„Við erum einnig að gera tilraun
með nýja aðferð við þurrkun og höf-
um fengið lánuð útihús hjá þeim
hjónum Sólveigu og Jóhannesi á
Höfðabrekku til þessarar tilraunar,“
segir Þráinn. Hann segir íbúa afar
hjálplega við að koma þessari
vinnslu af stað.
Þráinn segir Vík og nágrenni vera
kjörið svæði fyrir vöxt hvannarinn-
ar. Jarðvegur undir björgunum er
frjósamur vegna fuglsins í björgun-
um. Hvönnin við Vík kemur fyrr til
en annars staðar á landinu og líklega
munar viku til hálfum mánuði.
– Hvaða hlutar plöntunnar eru svo
nýttir?
„Við settum fyrstu afurðina úr
ætihvönn á markað í janúar sl. sem
við nefndum Angelica sem er hluti
latneska heitis plöntunnar, Angelica
arcangelica og þýðir í raun engils-
jurt. Þetta er jurtaveig framleidd úr
ætihvannafræjum. Nú erum við að
þróa tvær nýjar vörur úr hvönn, svo
nefndar mixtúrur, aðra fyrir maga-
kvilla og hina fyrir kvef og hósta.
Þessar vörur verða m.a. unnar úr
ætihvannalaufi en komið hefur í ljós
við rannsóknir að ætihvannalauf hef-
ur aðra virkni en ætihvannafræ,“
segir Þráinn. „Efni í laufunum eru
virkust í júní og júlí og síðan kemur
fræjatíminn í ágúst og september.“
Tilraunir
með ræktun
Þráinn segist búast við að hvanna-
skurður við Vík geti farið vaxandi á
næstu árum. Tilraunir með ræktun
hvannar eru gerðar bæði við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri og
hjá Ingólfi Guðnasyni, garðyrkju-
bónda í Biskupstungum, og hafa þær
tilraunir gengið vel. Höfuðjurtirnar
sem verða nýttar verða allar rækt-
anlegar og verða í framtíðinni tíndar
jöfnum höndum í náttúrunni og
ræktaðar. „Viðtökur á innlendum
markaði hafa verið mjög góðar og nú
erum við að kanna möguleika á út-
flutningi,“ segir Þráinn. „Við höfum
kynnt þessa vörulínu okkar úr æti-
hvönn líklegum innflutningsaðilum í
Svíþjóð og Danmörku og lofa und-
irtektir góðu.
Í þessum fyrstu kynningum höf-
um við fundið hvað uppruni hráefnis
á Íslandi skiptir miklu máli í mark-
aðssetningunni og að jurtin hefur
verið rannsökuð af viðurkenndum
vísindamönnum.
Frumskilyrði þess að innflutn-
ingsfyrirtæki vilji taka nýjar nátt-
úruvörur í dreifingu er að þær hafi
verið rannsakaðar af vísindamönn-
um. Verði viðtökur góðar á erlendum
mörkuðum verður vaxandi þörf fyrir
hráefnið héðan úr Vík.“
Þráinn segir að uppruni hráefnis-
ins skipti orðið vaxandi máli í fram-
leiðslu og markaðssetningu náttúru-
vara. Mikið af hráefni til framleiðslu
náttúruvara kemur frá Austurlönd-
um og í ljós hafa komið of mörg til-
felli þar sem gæði hráefnisins hafa
engan veginn reynst fullnægjandi.
Þráinn segist í viðtölum við erlenda
kaupendur og neytendur verða var
við sterka tiltrú á því að það sem vaxi
á Íslandi sé hollt og gott.
Afla þarf alþjóðlegrar
viðurkenningar
„Engin hefð er fyrir framleiðslu
þróaðra náttúruvara á Íslandi og því
þurfum við að afla okkur viðkenn-
ingar á alþjóðlegum mörkuðum sem
slíkir framleiðendur. Það er ekki nóg
að hafa ímynd sem gott hráefnis-
land,“ segir Þráinn. „Heimsmarkað-
ur fyrir náttúruvörur úr jurtum er
stór og mikil leit á sér stað að nýjum
vörum. Það er draumur okkar að ís-
lenskar náttúruvörur geti orðið hluti
af þessari náttúruvöruflóru heims-
ins.“
Þráinn telur ætihvönnina hafa alla
möguleika á því að verða viðurkennd
lækningajurt á alþjóðlegum mörkuð-
um með uppruna sinn á norðlægum
slóðum. Hann segir Sigmund Guð-
bjarnason prófessor spá því að lyfja-
fyrirtækin muni á næstu árum í vax-
andi mæli leita að efnum úr
lækningajurtum á harðbýlum nor-
rænum slóðum en ekki aðeins í hita-
beltisskógum eins og nú er gert. Á
víkingatímanum voru þurrkaðar
hvannarætur viðurkennd verslunar-
vara og jafnvel notaðar sem gjald-
miðill því norrænar hvannarætur
þóttu virkari en hvannarætur sem
uxu sunnar í álfu. Þráinn segir það
skemmtilegt að niðurstöður rann-
sókna Sigmundar og Steinþórs styðji
þetta. Hér kemur til hart veðurfar á
Íslandi og hægur vöxtur yfir sum-
arið.
– Hver er svo virkni hvannarinn-
ar?
Þráinn segir hvönnina vera eina af
elstu lækningajurtum á Íslandi.
Hefð hennar sem lækningajurtar
kom með landsnámsmönnum frá
Norðurlöndum þar sem hefðin nær
mun lengra aftur. Hvönnin var
fyrsta ræktaða grænmetið á Norð-
urlöndum og nafnið æti-hvönn segir
sína sögu um notkunina. Hann segir
að dregið hafi úr notkun ætihvannar
eins og á öðrum lækningajurtum
þegar nútímalyf komu til sögunnar
fyrir rúmum 100 árum en nú sé þessi
áhugi að vakna aftur með hjálp nú-
tímavísinda.
Reynslan söm og
trú forfeðranna
Þráinn segir það ánægjulegt að
notkun á jurtaveig úr ætihvanna-
fræjum í tvö og hálft ár styðji það
sem stendur í gömlum lækningabók-
um og rannsakað hefur verið af vís-
indamönnum. Vegna þess að hér er
um að ræða náttúruvöru og ekki hafa
farið fram klínískar rannsóknir má
ekkert fullyrða um virknina utan að
hún eykur fólki kraft og vellíðan. Um
aðra virkni segir Þráinn að ekki megi
fullyrða þótt aldalöng reynsla sé að
baki. Því verði að vísa í jurtalækn-
ingabækur eins og „Íslenskar lækn-
ingajurtir“ en þar er talað um ýmiss
konar áhrif ætihvannar. „Vitnis-
burðir sem við erum að fá frá þeim
hópi fólks sem tekur Angelicu reglu-
lega sýnir að trú forfeðra okkar á
notagildi ætihvannar kemur heim og
saman við reynslu nútímamanna,“
segir Þráinn að lokum.
Hver veit nema ætihvönnin frá
Vík í Mýrdal eigi eftir að verða hrá-
efni í útflutningsvörur ekki síður en
Kötluvikurinn af Mýrdalssandi.
Verður ætihvönnin í Mýrdalnum nýtanleg auðlind?
Útflutningur hvanna-
afurða lofar góðu
Ætihvönn hefur verið talin búa yfir lækningamætti
og standa nú yfir tilraunir með ræktun hennar og
nýtingu. Hefur hvönn verið tínd í Vík og við Hjör-
leifshöfða í sumar. Jónas Erlendsson, fréttaritari
Morgunblaðsins, kynnti sér málið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Frá vinstri: Karítas Heiðbrá Harðardóttir, verkstjóri vinnuskólans, Guðni
Páll Pálsson, Finnur Bárðarson, Magnús Orri Sveinsson, Einar Sigurður
Jónsson, Brynjar Ögmundsson, Þorgils Gíslason, Elín G. Óskarsdóttir og
Þráinn Þorvaldsson í hvannaakri sunnan undir Hjörleifshöfða.
Hvannarfræja-mixtúran Angelica hefur verið sett á glös.
Þráinn Þorvaldsson og Elín G. Óskarsdóttir skoða hálfþurrt hvannalauf
á Höfðabrekku, en laufið var tínt við Vík og Hjörleifshöfða í sumar.
fagradalsbleikja@isholf.is
t-
a að
m,“
a
lf
an
á er
nna í
rri en
a að
verði
bátum
að
eti
gðin
vá-
é að
nd
ðunni
felist í
a mun-
deila
ríkj-
Sví-
afa öll
öndin í
að
r
vað eru
oðum
t.d. peningamál er það þá þannig
að Malta, eða Ísland ef út í það er
farið, geti ákveðið vexti algerlega
óháð þróuninni í Evrópu?“
Segir Bonnici að auðvitað sé
það ekki þannig. Menn komist
ekki hjá því að skoða þróun í
Evrópu er þeir ákvarða vexti. Hið
sama eigi við um ýmis viðmið-
unarmörk, sem notuð eru í við-
skiptum með vörur og þjónustu.
„Spurningin verður því sú
hvort þú viljir einfaldlega sætta
þig við þær ákvarðanir [sem
teknar eru á vettvangi ESB] án
þess að hafa neitt um þær að
segja, eða hvort þú viljir taka
þátt í mótun þeirra. Sé um mál að
ræða, sem skipta tilteknar þjóðir
miklu máli, virðist reynslan vera
sú að hlýtt sé á málflutning
þeirra [á vettvangi ESB] og við
honum brugðist. Ekki skiptir
máli hvort um stærri ríki eða þau
minni er að ræða; raunar bendir
ýmislegt til að vandamál minni
ríkjanna hljóti úrlausn hraðar en
þeirra stærri.“
Bonnici er spurður að því hvort
Möltubúar stefni að því að taka
upp evruna, sameiginlegan gjald-
miðil ESB. Hann segir nýtt aðild-
arland þurfa að hafa verið tvö ár í
sambandinu áður en slíkt sé
mögulegt. Staðreyndin sé hins
vegar sú að gengi gjaldmiðils
Möltu, maltnesku
lírunnar, sé nú
þegar tengt
gjaldmiðlum
ESB-ríkjanna.
„Evran hefði
ýmiss konar
áhrif; í fyrsta lagi
yrði hún til þess
að draga úr
kostnaði í ferða-
mannaiðnaðinum.
Þá myndi evran
líklega þýða að
við gætum lækk-
að vexti. Í þriðja
lagi þyrftum við
ekki á hverjum
tíma að eiga jafn
mikinn gjaldeyr-
isforða og nú
reynist nauðsyn
til að standa vörð
um okkar gjald-
miðil,“ segir
Bonnici.
Þá segir hann
það tryggja stöð-
ugleika í pen-
ingamálum, þeg-
ar notast er við
einn gjaldmiðil á
svo stóru svæði,
og minni hætta
sé á því að verð-
bólga fari úr
böndunum.
Vaxandi stuðningur við aðild
Stefnt er að því á vettvangi
ESB að ljúka aðildarviðræðum
við tíu umsóknarríki fyrir árslok.
Því má gera ráð fyrir að ríkis-
stjórn Möltu boði til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðild ein-
hvern tíma á næsta ári.
„Skoðanakannanir benda til að
stuðningur við aðild fari vaxandi,“
segir Bonnici. „Síðasta könnunin
sýndi að um 53% eru fylgjandi
aðild en um 35% eru á móti. Aðrir
eru óákveðnir. Að meira en helm-
ingur þjóðarinnar styðji aðild nú
þegar er góð vísbending, tel ég,
um að aðild fáist samþykkt í at-
kvæðagreiðslu. Jafnvel þó að allir
þeir, sem ekki hafa gert upp hug
sinn, gerist andstæðingar aðildar
– sem varla er sennilegt – er
staðan góð.“
Bonnici kveðst ferðast mikið
um Möltu í tengslum við starf sitt
og hann ráði af samtölum sínum
við borgarana að margir af eldri
kynslóðinni, sem e.t.v. eru engir
sérstakir áhugamenn um ESB-
aðild, telji að framtíð
barna þeirra sé bet-
ur borgið innan
ESB. „Margir líta
svo á að ESB tryggi
æsku landsins betri
tækifæri í framtíðinni, ef ekki
þeim sjálfum. Og þetta er nokkuð
sem ég tel að muni skipta sköp-
um þegar á hólminn er komið,“
segir hann.
Morgunblaðið/Jim Smart
n utanríkisráðherra.
d
gir í
æður
ki
ki.
david@mbl.is
eta takmarkað
jölda erlends
verkafólks