Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Eimskipafélags Ís- lands og dótturfélaga fyrir tímabilið janúar til júní 2002 var 2.547 millj- ónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.200 milljónir króna og veltufé frá rekstri var 740 millj- ónir króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að jákvæð afkoma skýrist meðal annars af gengishagnaði fjárhagsskuldbind- inga vegna styrkingar íslensku krónunnar og óinnleystum gengis- hagnaði hlutabréfa í eigu samstæð- unnar. Rekstrartekjur samstæðunnar voru samtals 10.812 milljónir króna. Flutningstekjur námu 8.662 milljón- um króna og sjávarútvegstekjur námu 2.051 milljón króna. Rekstr- argjöld að meðtöldum afskriftum voru samtals 10.586 milljónir króna. Flutningagjöld námu 7.181 milljón króna, sjávarútvegsgjöld voru 1.514 milljónir króna og afskriftir voru 974 milljónir króna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var 917 millj- ónir króna. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði og skatta var því já- kvæð um 226 milljónir króna (EBIT). Fjármagnsliðir samstæðunnar voru jákvæðir um 1.598 milljónir króna og í tilkynningu félagsins seg- ir að helsta skýringin sé sú að geng- ishagnaður samstæðunnar hafi verið 1.655 milljónir króna. Tekjur vegna verðlagsbreytinga innan tímabilsins voru reiknaðar 164 milljónir króna, vaxtatekjur voru 199 milljónir og arður af eignarhlutum nam um 219 milljónum króna. Vaxtagjöld sam- stæðunnar voru 609 milljónir króna. Óinnleystar tekjur samstæðunnar voru 960 milljónir króna eftir reikn- aðar skattskuldbindingar og er þar um að ræða hækkun á markaðsverði þeirra hlutabréfa sem eru í eigu samstæðunnar frá byrjun janúar. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 740 milljónir króna á tímabilinu og handbært fé frá rekstri var 652 millj- ónir króna. Hækkun á handbæru fé á tímabilinu var 1.081 milljón króna og var í lok júní 2.041 milljón króna í samstæðunni. Efnahagsreikningur samstæð- unnar var 48,4 milljarðar króna í lok júní. Eiginfjárhlutfall nam 38,4% og veltufjárhlutfall var 1,13%. Aukin starfsemi Á tímabilinu eignaðist Hf. Eim- skipafélag Íslands meirihluta í Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. (ÚA) og Skagstrendingi hf. Eignarhlutur í ÚA í lok júní var 99,3% og eru reikn- ingsskil félagsins innifalin í sam- stæðureikningi Eimskips frá 1. apríl. Eignarhlutur í Skagstrendingi hf. í lok júní var 92,8% og eru reiknings- skil félagsins innifalin í samstæðu- reikningi Eimskips frá 1. júní. Við yfirtöku á sjávarútvegsfyrirtækjun- um tveimur myndaðist yfirverð að fjárhæð um 6 milljarðar króna sem tengist aflaheimildum og er afskrif- að um 6% á ársgrundvelli, og er það í samræmi við það sem nú er gert í sjávarútvegsfyrirtækjum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Við gerð árshlutareikningsins er gerð breyting á reikningsskila- aðferðum við færslu á skráðum eign- arhlutum í félögum þar sem sam- stæðan á minnihluta hlutafjár. Skráðir eignarhlutir í hlutdeildar- félögum og öðrum félögum hafa til þessa verið færðir á framreiknuðu kostnaðarverði en eru nú færðir á markaðsverði. Afkoma rekstrareininga Árshlutareikningur samstæðunn- ar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2002 innifelur flutningastarfsemi, fjárfestingastarfsemi og sjávarút- vegsstarfsemi. Afkoma þessara rekstrareininga er eftirfarandi í þús- undum króna: Hagnaður fyrir fjár- magnsliði í flutninga- og fjárfest- ingastarfsemi var um 43 milljónir króna en tap að fjárhæð 460 millj- ónir var á sama tíma í fyrra. Afkoma flutningastarfseminnar á fyrstu sex mánuðum ársins var já- kvæð um 57 milljónir króna fyrir fjármagnsliði. Fyrstu þrjá mánuði ársins var sambærileg tala neikvæð um 224 milljónir króna. Í tilkynning- unni segir að þrátt fyrir samdrátt í flutningum og mikla samkeppni hafi tekist að bæta afkomuna vegna að- haldsaðgerða undanfarin misseri. Enn sé afkoma af flutningastarfsem- inni óviðunandi. Fjármunatekjur og fjármagns- gjöld voru jákvæðar um 1.111 millj- ónir króna og nam hagnaður tíma- bilsins 1.069 milljónum króna. Rekstrartekjur í árshlutareikning- um og ársreikningum Eimskips samstæðunnar hafa til þessa verið að langstærstum hluta tengdar flutningastarfsemi, bæði hérlendis og erlendis. Rekstur sjávarútvegs- starfsemi á fyrri helmingi ársins 2002 breytir samsetningu rekstrar- tekna þar sem tekjur vegna útgerð- ar og fiskvinnslu verða hluti af rekstrartekjum samstæðunnar. Þessi breyting á rekstrartekjum í samstæðunni hefur það í för með sér að frá og með sex mánaða árshluta- uppgjöri mun liðurinn flutninga- tekjur nú endurspegla þær rekstrar- tekjur sem áður var skipt upp í flutningatekjur annars vegar og tekjur af annarri starfsemi hins veg- ar. Á fyrstu sex mánuðum ársins stóð útflutningur í stað, en innflutningur í áætlanasiglingum var 13% minni í tonnum talið en á sama tímabili í fyrra. Heildarflutningar með skipum félagsins í tonnum á fyrstu sex mán- uðum ársins jukust hins vegar um 5% frá sama tímabili í fyrra og mun- ar þar mestu um þá aukningu sem varð í stórflutningum og kæli- og frystiflutningum. Hagnaður af fjárfestingum að mestu vegna breyttra reikningsskila Hagnaður af fjárfestingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins var 1.108 milljónir króna og skýrist hann að mestu af þeirri breytingu sem varð á reikningsskilum hvað varðar uppreikning hlutabréfa á markaðs- verði í stað framreiknaðs kaupverðs. Áhrifin á rekstrarniðurstöðuna eru um 960 milljónir króna eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðrar skatt- skuldbindingar. Með skráningu hlutabréfaeignar á markaðsverði mun þróun markaðsverðs skila sér beint inn í rekstur samstæðunnar. Á fyrri árshelmingi 2002 var fjár- fest í hlutabréfum fyrir tæpar 76 milljónir króna, þar af var fjárfest- ing í félögum sem skráð eru hjá Kauphöll Íslands hf. um 18 milljónir króna. Seld voru hlutabréf á fyrstu sex mánuðum ársins að andvirði lið- lega 72 milljónir króna. Umtalsverð áhrif af ÚA og Skagstrendingi Áhrif á rekstur og efnahag sam- stæðunnar eru umtalsverð með til- komu ÚA og Skagstrendings. Af- koma ÚA frá 1. apríl og Skagstrendings frá 1. júní sem tekin var inn í sex mánaða uppgjör sam- stæðunnar nam 370 milljónum króna. Við útreikning á afkomu ÚA í samstæðureikningi Eimskipafélags- ins var einnig tekið tillit til breyti- legs eignarhlutar félagsins í ÚA á öðrum ársfjórðungi, þegar eignar- hluturinn fór úr rúmlega 55% í byrj- un apríl í rúmlega 99% í lok júní. Um 93% af afkomu Skagstrendings í júní voru tekin inn í samstæðuna en það er í samræmi við eignarhluta sam- stæðunnar í fyrirtækinu í lok júní. Efnahagsreikningur samstæðunnar stækkaði einnig umtalsvert eða um 17 milljarða króna.                                                                                                    ! "#$ ! #%&  '((  )* +"'  &"' $  )$ "'$   % ''* $* "+$  $$$ )*,## #*,*-  ! ! ! ! ! ! "! ! !          #  $ %  $ %  $ %      #            #   Eimskip hagnast um 2,5 milljarða króna Jákvæð afkoma skýrist meðal annars af óinnleystum gengishagnaði hlutabréfa í eigu samstæðunnar Í FRAMHALDI af gerð verðbólgu- spár Seðlabankans tók bankastjórnin ákvörðun um að lækka stýrivexti í endurhverfum viðskiptum um 0,6% í 7,9%. Í nýútkomnum Peningamálum bankans kemur fram að verðbólga er á hraðri niðurleið og að hún er komin niður fyrir þolmörk verðbólgumark- miðsins sem Seðlabankinn hefur sett. Þau þolmörk eru í ár 4,5%, en verða á næsta ári og framvegis 4%. Sjálft verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% til lengri tíma, en þolmörkin eru 1,5% upp og niður fyrir það markmið. Miðað við ársfjórðungstölur verður verðbólgan komin inn fyrir 4% mörk- in þegar á næsta ársfjórðungi og 2,5% verðbólgumarkmiði bankans verður náð á síðasta fjórðungi þessa árs, um ári fyrr en áður hafði verið gert ráð fyrir. Verðbólguspá Seðlabankans frá því í apríl gekk eftir og var hækkun vísitölu neysluverðs frá öðrum árs- fjórðungi í fyrra til annars ársfjórð- ungs í ár 5,5%. Verðbólgan nú er fyrst og fremst af innlendum toga, að því er fram kemur í Peningamálum, en inn- fluttar vörur hafa lækkað í verði vegna styrkingar krónunnar. Þó telur Seðlabankinn að styrking krónunnar hafi ekki enn skilað sér að fullu í lægra verði á innfluttum vörum. Seðlabankinn spáir nú 2,1% verðbólgu í ár Í Peningamálum segir að til viðbót- ar því að verðlagsátak aðila vinnu- markaðar fyrir maímánuð hafi náðst virðist spenna á vinnumarkaði vera horfin. Líkur á því að verðbólgu- þrýstingur komi frá vinnumarkaði á næstu misserum hafi því minnkað verulega. Þar að auki hafi gengi krón- unnar styrkst um tæplega 4,5% frá spá bankans í apríl. Telur bankinn sterkt gengi nú byggjast á traustari grunni en áður vegna minni við- skiptahalla og verðbólgu. Verðlags- horfur næstu missera hafi því batnað frá því síðasta spá var gerð og útlit sé fyrir að verðbólga hjaðni nokkuð hraðar en gert hafi verið ráð fyrir í fyrri spá. Nú sé spáð að verðbólga yf- ir þetta ár verði 2,1%, en áður hafi spáin gert ráð fyrir 2,8% verðbólgu. Yfir næsta ár er spáð um það bil 1,9% verðbólgu og ár fram í tímann spáir Seðlabankinn nú 2,3% verð- bólgu, sem er töluvert minni verð- bólga en spáð var ár fram í tímann í maí. Tvö ár fram í tímann spáir Seðla- bankinn 2,2% verðbólgu. Ótímabært að gera ráð fyrir álversframkvæmdum Forsendur spár Seðlabankans eru lítið breyttar frá síðustu spá. Eins og áður er gert ráð fyrir að gengi krón- unnar haldist óbreytt frá spádegi og er helsta breyting forsendnanna frá því síðast þess vegna sú að þá var miðað við vísitöluna 133, en nú er gert ráð fyrir vísitölunni 127,3, sem er það gildi sem hún var í 23. júlí síðastlið- inn. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, skýrði frá því á fundi Seðlabankans í gær að þrátt fyrir auknar líkur á stóriðju væri ekki gert ráð fyrir henni í spá Seðlabank- ans nú og ekki litið til hennar við vaxtaákvörðunina. Ástæðurnar væru margþættar. Í fyrsta lagi væri enn óvissa, í öðru lagi væri nú meira en ár þar til toppi framkvæmdanna yrði náð, ef af þeim yrði, og því væri ekki tímabært að grípa til aðgerða. Í þriðja lagi hefðu önnur atriði meiri áhrif, svo sem háir raunvextir og slaki í efnahagslífinu. Hann sagði óvissu háð hver áhrifin yrðu ef af álvers- framkvæmdum yrði en benti á að ál- verið sem nú væri fyrirhugað væri minna en það sem áður var talað um að reisa og því kynnu áhrifin af því að verða minni. Þó myndu stóriðjufram- kvæmdir að lokum krefjast hærri vaxta en ella. Lagði hann áherslu á að það þýddi aðeins að þeir yrðu hærri en þeir hefðu verið án álvers, ekki endilega að þeir yrðu hækkaðir. Þá benti Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, einnig á að hugsanlegar mótvægisaðgerðir ríkisins kynnu að spila þarna inn í, til dæmis ef ríkið drægi úr framkvæmd- um sínum á meðan framkvæmdir við álver stæðu sem hæst. Í Peningamálum Seðlabankans er einnig fjallað um hvort botni efna- hagslægðarinnar sé náð og segir þar að svo kunni að vera. Þó sé á heildina litið ótímabært að fullyrða að mark- tæk uppsveifla sé hafin á ný þótt nokkuð sterk rök hnígi til þess. Verðbólgan á hraðri niðurleið Áframhaldandi vaxtalækkun ef fram heldur sem horfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.