Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 35 ✝ Þorsteinn Ár-sælsson járn- smíðameistari og vélstjóri fæddist í Reykjavík 28. júní 1924. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 26. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Ársæll Árna- son bókbandsmeist- ari, bóksali, þýðandi og bókaútgefandi, f. 20. desember 1886, d. 9. janúar 1961, og Guðrún Svava Þor- steinsdóttir húsmóðir, f. 31. maí 1893, d. 27. ágúst 1958. Ársæll Árnason faðir hans var á sínum tíma vel þekktur fyrir þýðingar sínar og útgáfu á verk- um Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar, auk annarra höfunda s.s. Strindberg, Engström og Kipling. Þá keypti hann tímaritið Eimreiðina og gaf út um árabil. Ársæll var í forsvari fyrir Gottu- leiðangrinum 1930, þar sem til- raun var gerð til að flytja sauð- naut til Íslands frá Grænlandi. Ársæll Árnason er einn af svo- nefndum Narfakotssystkinum frá Innri-Njarðvík. Í þeim systkina- hópi eru Ásta Árnadóttir mál- arameistari, Magnús Á. Árnason myndlistarmaður, Þórhallur Árnason sellóleikari, Guðbjörg Árnadóttir hjúkrunarkona og Steinunn Jóhanna Árnadóttir bókbindari. Þau eru öll látin. Systkini Þorsteins eru Þórgunnur Ársælsdóttir húsmóðir, f. 2. júlí 1915, d. 6. janúar 1972, maki Jón eru níu og barnabarnabörnin átta. Þorsteinn ólst upp á Vest- urgötunni, stundaði nám í Ingi- marsskóla og varð síðan gagn- fræðingur frá Miðbæjarskóla. Hann fetaði í fótspor nafna síns og móðurafa, Þorsteins Jónsson- ar eldsmiðs á Vesturgötunni, og lærði eldsmíði hjá móðurbróður sínum Bjarna Þorsteinssyni í Héðni og lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Að því loknu hélt hann áfram námi og lauk prófi frá Sjómannaskólanum með ótakmörkuð réttindi í vélstjórn- un. Þaðan lá leiðin á sjó sem vél- stjóri, m.a. á Gullfossi og Goða- fossi. Hann sagði þó aldrei skilið við járnsmíðina á þessum árum, því hann vann ávallt í sumarfrí- um við járnsmíðar hjá Héðni og tók m.a. þátt í því að reisa síldar- og fiskimjölsverksmiðjur á Siglu- firði og Ólafsvík. Þegar hann hætti í farmennsku starfaði hann sem áhaldasmiður hjá Veðurstofu Íslands og kenndi í Sjómanna- skólanum og hjá Fiskifélagi Ís- lands. Þorsteinn var verksmiðju- stjóri síldar- og fiskmjölsverk- smiðjunnar í Ólafsvík í nokkur ár. Hann var vélstjóri á togar- anum Júpíter í nokkur ár og síð- an hjá útgerðarfélaginu Ögurvík á togurunum Vigra, Ögra og Frera. Síðustu starfsárin vann hann sem járnsmíðameistari hjá Hleragerðinni við Öldugranda í Reykjavík. Þorsteinn tók virkan þátt í fé- lagsstörfum og var um skeið í stjórn Vélstjórafélags Íslands og einn af stofnendum Sparisjóðs vélstjóra. Hann var alla tíð mikill tónlistarunnandi og var í söng- félaginu Hörpunni sem ungur maður. Útför Þorsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Steingrímsson skip- stjóri; Arngunnur Sigríður Ársælsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 13. október 1919, maki Árni Hafstað verkfræðingur, lát- inn; Árni Ársælsson læknir, f. 19. septem- ber 1922, d. 19. ágúst 1993, maki Erna Sig- urleifsdóttir leik- kona, látin, og Svav- ar Ársælsson, f. 26. maí 1927 d. 14. sept- ember 1944. Þorsteinn kvæntist 4. júlí 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sjöfn Gestsdóttur, f. 7. mars 1925 á Siglufirði, og áttu þau heimili á Sólvallagötu 31 í Reykjavík þar sem Sjöfn býr enn. Foreldrar Sjafnar eru Gestur Guðjónsson skipstjóri og Rakel Pálsdóttir húsmóðir, bæði látin. Bræður Sjafnar eru Páll Gestsson skipstjóri, Guðni Gestsson verka- maður, Birgir Gestsson rafvirkja- meistari, látinn, og Sævar Gests- son rafvirki. Börn Þorsteins og Sjafnar eru: 1) Gestur Þorsteins- son framkvæmdastjóri, f. 17. des- ember 1949, maki Gunnvör Braga Björnsdóttir starfsmanna- stjóri. 2) Svava Þorsteinsdóttir kennari, f. 6. nóvember 1952, maki Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri. 3) Ragnar Þorsteins- son búfræðingur, f. 14. janúar 1955, maki Hólmfríður Kristjáns- dóttir bóndi. 4) Ársæll Þorsteins- son verkfræðingur, f. 15. desem- ber 1960, maki Katla Steinsson viðskiptafræðingur. Barnabörnin Með þessum fátæklegu orðum langar mig til þess að kveðja ástkær- an tengdaföður minn Þorstein Ár- sælsson vélstjóra og járnsmíða- meistara sem féll frá alltof fljótt í kjölfar stuttrar sjúkdómslegu. Með tengslum við fjölskyldu hans og með kynnum af honum sem hófust fyrir 25 árum varð mér strax ljóst að hér var á ferðinni einstakur maður. Heiðarleiki og manngæska voru þeir eiginleikar sem einkenndu hann framar öðru. Aldrei heyrðist Þor- steinn hallmæla nokkrum manni, en var þess í stað reiðubúinn að rétta hlut annarra ef á þá var hallað. Ein- stök samviskusemi og ástundun við þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur voru áberandi þættir í allri framgöngu hans hvort heldur sem um var að ræða atvinnu eða tóm- stundir. Annar þáttur sem vert er að minnast á er barngæska hans og natni við barnabörnin. Hvert augna- blik var þeim eins og heilt ástúðlegt ævintýri hjá afa, sem ætíð var tilbú- inn til þess að koma til móts við barnshugann og gleðja og byggja upp lítil hjörtu. Þorsteinn var með eindæmum áhugasamur um fram- vindu allra þeirra mála sem afkom- endur hans og ættingjarnir voru að gera og var hann einstaklega fljótur að setja sig inn í hin ólíklegustu mál- efni. Ætíð gaf hann sér tíma til þess að spyrja ættingja og vini um gang mála á vinnustöðum og um áhuga- mál þeirra og námsframvindu. Ættrækni og hefðir voru Þorsteini í blóð bornar og var hann ötull við að minnast liðins tíma og þeirra ætt- ingja og vina sem gengnir voru á undan honum, sem svo auðvelt er að gleyma í hraða nútímans. Glaðværð og létt lundarfar fylgdu Þorsteini alla tíð og alltaf var hann reiðubúinn til þess að líta á bjartar hliðar tilver- unnar. Hann var mikill aðdáandi myndlistar og tónlistar, og var hann ekki síður aðdáandi þeirra listvið- burða sem barnabörnin fluttu afa sínum heima á Sólvallagötu 31. Aðdáunarvert var hvað allir fyrr- taldir eðliseiginleikar fylgdu Þor- steini fram á dánardægur, þrátt fyr- ir að örlað hafi á minnistapi samhliða sjúkdómum síðustu vikna. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að verða samferða slíkum höfðingja og félaga sem Þorsteinn var, og ekki síður að fá að tengjast þeirri sterku og góðu fjölskyldu sem honum tilheyrir. Sigurgeir Guðmundsson. Elsku afi Steini. Nú er víst komið að því að leiðir okkar skilur – í bili. Þegar ég hugsa til baka hrannast upp óteljandi minningar, hver ann- arri betri. Ég man eftir því þegar ég var lítill hvað þú varst sterkur í mín- um augum, þú gerðir alltaf æfingar eldsnemma á morgnana og ég vakn- aði oft til að gera þær með þér. Síðan var það að sjálfsögðu sundið. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman í Vesturbæjarlaugina og syntum bringusund og baksund vel og lengi. Þú hugsaðir alla tíð vel um heilsuna og hjá þér og ömmu var alltaf til nóg af ávöxtum, bananar og epli, sem þú gafst mér í nesti þegar ég fór heim. Talandi um mat, þá varst það þú sem kenndir mér að það þarf alltaf að smakka á öllu. Ég man líka hvernig þú kysstir og kjamsaðir í hálsakotinu mínu og leyfðir mér að finna hvað kinnin þín var mjúk eftir að þú varst búinn að raka þig. Þú varst alltaf svo góður og gafst þér alltaf tíma til að leika við okkur frændsystkinin eða segja okkur sög- ur. Í seinni tíð eru það minningarnar frá „Hóteli ömmu og afa“. Svítan var og er enn vinsæl og stóð okkur alltaf til boða. Eftir langar samræður á kvöldin um lífið og tilveruna fórum við niður í háttinn og við Birta gleymum ekki morgunmatnum sem beið okkar þegar við vöknuðum. Alltaf hafðir þú vaknað eldsnemma og varst búinn að fara út í bakarí og kaupa nýbakaðar bollur. Hvergi höf- um við fengið betri morgunmat. Og þegar við svo kvöddumst var það með þéttu handabandi og innilegu faðmlagi – eins og síðast. Elsku afi, þetta er bara pínulítið brot af minningunum sem koma upp í hugann. Ég gæti haldið endalaust áfram og ég mun gera það í hug- anum um ókomna framtíð. Veistu, afi, þú varst besti afi sem ég gat hugsað mér. Mér þykir svo vænt um þig og ég þakka svo innilega fyrir hverja einustu stund sem við áttum saman. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Nú er enginn til að segja „hvor?“ þegar amma kallar inn í stofu „Steini!“ Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn en svona er víst þetta líf. Ég veit að þú fylgist með okkur öllum. Elsku afi Steini, ég hlakka til að hitta þig aftur seinna, þá verða sko fagnaðarfundir. Þinn nafni Þorsteinn Darri Sigurgeirsson. Elsku afi Steini. Nú þegar þú ert farinn á vit nýrra ævintýra með guð- unum reikar hugurinn óneitanlega til baka og margar minningar koma upp í hugann. Þú áttir alltaf stóran og sérstakan stað í hjarta mínu, sennilega vegna þess að við vorum bæði krabbar og svo varstu ein sú allra besta og hlýjasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Góð- legu og fallegu brúnu augun þín geisluðu ávallt af hlýju og ástúð og þegar ég horfði í þau fann ég að í ná- vist þinni þurfti ég ekkert að óttast. Ég man eftir því þegar ég var lítil stelpa og bjó fyrir ofan þig og ömmu Sjöfn á Sólvallagötunni, þá var aldr- ei erfitt að draga þig fram úr rúminu snemma á morgnana og fá þig til að elda besta hafragraut í heimi, sem engum tókst að gera eins vel og þér. Þegar ég fluttist svo í Kópavoginn um fimm ára gömul gleymi ég aldrei ávaxtaveislunum á Sólvallagötunni og hefðinni fyrir því að fá að velja sér ávöxt í nesti fyrir heimleiðina. Á sunnudögum dreifstu okkur systkinin oft í sund, yfirleitt í Vest- urbæjarlaugina. Og oftar en ekki fengu vinir eða vinkonur að fylgja með í þessar ferðir, sem voru yfir- máta vinsælar og einstaklega skemmtilegar. Þú varst sérstaklega duglegur elsku afi minn að fylgjast með helsta áhugamálinu mínu á barnaskólaár- unum, kórstarfinu, því þú sóttir ófáa tónleikana með Kársneskórnum. Þegar við kórfélagarnir komum svo saman aftur og sungum á afmæl- istónleikum í fyrravor í Háskólabíói komst þú til þess að hlusta á okkur með mömmu og Alexander Breka. Á menntaskólaárunum kynntir þú mig fyrir hinum ýmsu menningar- viðburðum, sem mér þykir einstak- lega vænt um að hafa fengið að upp- lifa með þér. Þú bauðst mér með þér á tónleika með Sinfóníuhljómsveit- inni og kórnum hans Ragga og ekki má gleyma leiksýningunum í Borg- arleikhúsinu. Þú hefur alltaf verið einstaklega barngóður og öll börn laðast að þér. Börnin mín þau Alexander Breki og Andrea Líf eru þar engin undantekn- ing. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég kom með börnin mín í heim- sókn til þín og ömmu í maí, þá varstu orðinn svo veikur, en engu að síður gafstu þér tíma til þess að sinna þeim. Þú sagðir Alexander Breka hvernig best væri að fara að því að klifra upp í snúrustaurana, þar til takmarkinu var loksins náð. Svo tókstu Andreu Líf í fangið og söngst fyrir hana „Siggi var úti með ærnar í haga“. Þú varst alltaf svo duglegur að taka myndir og ég vildi óska þess að ég hefði verið með myndavél þennan dag. En myndirnar verð ég að geyma í huga mér ásamt ótal mörgum af þér, og minningarnar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Nú er þjáningum þínum loksins lokið og það er nú í höndum Guðs og englanna að gæta þín. Þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill, sérstaklega fyrir elsku ömmu Sjöfn, er gott til þess að vita að nú ertu á góðum stað og að minningarnar um þig munu ávallt lifa í hjarta okkar sem elskum þig. Þín afastelpa Irpa Sjöfn Gestsdóttir. Elsku afi minn Steini er látinn. Það eru svo margar fallegar og yndislegar minningar um hann sem mig langar að skrifa um. Hann hafði svo stórt hjarta og mikla ást að gefa manni. Þegar ég kom til þeirra ömmu leið mér eins og prinsessunni þeirra. Það var stjanað við mig og ég fékk að ráða öllu sem við gerðum og borð- uðum. Afi Steini var einn besti og ynd- islegasti afi sem ég hef nokkurn tím- ann kynnst. Það er sárt að hugsa til þess að þú munir ekki strjúka mér um vangann aftur. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að strjúka þér um vangann þegar þér leið illa. Þessar stundir með þér á spítalanum voru jafn ynd- islegar og fallegar og þær sem ég átti með þér þegar ég var yngri. Ég man hverja einustu stund með þér sem ég hef átt. Það var erfitt að horfa á þig þjást og líða illa, en þú gerðir alltaf gott úr þessu með mér þegar ég var hjá þér á spítalanum og við töluðum saman um alla aðra hluti en veikindi þín. Ég er líka þakklát fyrir það hversu lík við erum. Þetta líf verður skrítið og jafnvel erfitt án afa Steina, en ég vona að hann haldi áfram að vernda mann og leiða í gegnum lífið. Yndislegi afi Steini, ég ætla að halda uppi þinni hefð og vera eins góð við alla og ég get og leiða þá sem vilja í gegnum lífið, svona eins og þú gerðir fyrir mig. Stundirnar sem ég átti með afa Steina eru gersemar er ég geymi í hjarta mínu. Guðný Svava Gestsdóttir. Elsku afi Steini. Þakka þér kær- lega fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig um ævina. Það eru forréttindi að hafa þekkt þig og þú varst (og ert) alltaf sú besta fyrirmynd sem hægt er að óska eftir. Ég vona að einn góð- an veðurdag verði ég þess aðnjótandi að verða jafnmikill og sannur heið- ursmaður og þú hefur ávallt verið! Oft er sagt að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er svo sannarlega rétt! Ég veit að þú ert í öruggum höndum og hefur nú feng- ið frið í hjarta. Takk fyrir allar sam- verustundirnar og ég hlakka til að hitta þig aftur. Minning þín lifir að ei- lífu! Elsku afi minn, hvíldu í friði. Við hin þurfum öll að styðja hvert annað á þessum erfiðu tímum. Óskar Steinn Gestsson. Steini fændi ólst upp á Vesturgöt- unni, nánar tiltekið í húsinu nr. 33. Það hús reisti afi hans og nafni, en hann dó sama ár og undirritaður fæddist. Þótt ég byggi aldrei í þessu húsi kom ég á barnsaldri stöku sinn- um þangað í heimsókn til Möggu og Siggu, móðursystra Steina og ömmu- systra minna. Mér fannst í því húsi alltaf vera sól og sumar og afar sterk góðvild og prúðmennska ríkjandi. Mér fannst þá að Steini frændi hlyti að hafa fengið eitthvað af sínum sterku eðliskostum þaðan með sér út í lífið. Foreldrar hans fluttu síðar að Sólvallagötu 31 og átti Steini þar sín unglingsár og fór í sveit á sumrin til Guðjóns bónda á Litlu-Drageyri í Skorradal. Hann var duglegur og samviskusamur í námi og starfi. Eft- ir gagnfræðaskóla kaus hann vél- stjóranám að hætti afa síns og nafna. Hann sigldi í mörg ár á Fossunum hjá Eimskip en fór í land þegar börn- unum fór að fjölga. Hann vann sem verksmiðjustjóri í Ólafsvík í fjögur ár en annan starfsaldur vann hann sem vélstjóri hjá Ögurvík, lengst af í vél- smiðjunni. Stóru ástinni sinni kvænt- ist hann 4. júlí 1949 og eignuðust þau fjögur myndarleg börn, sem hafa verið þeim mikill gleðigjafi, ekki síst eftir að þau fóru að eldast. Steini frændi var tígulegur í fasi og íþróttamannslega vaxinn. Hann var alltaf hlýlegur og hógvær í tali. Oft geislaði hann af góðmennsku og kímni. Hann minntist þess stundum með bros á vör þegar hann bar und- irritaðan á óákveðnum aldri á háhesti niður Hofsvallagötuna. Hann fann þá kinn síga niður á höfuð sitt og síðan hlýja bleytuna renna niður á milli herðablaðanna á sér. Einnota bleiur voru ekki jafn tiltækar þá og síðar varð. Röskum 30 árum síðar kom hann færandi hendi til frænda síns til Leeds með fisk, nýjan og siginn. Gerðum við nýja fiskinum strax góð skil en hengdum þann signa upp á snúrustaur. Allir kettir hverfisins söfnuðust þar fyrir neðan og kyrjuðu löngunaróð á meðan sá signi hékk þar uppi. Steini hafði mikið yndi af hljómlist. Hann lærði og lék á klarinett á unga aldri. Hann söng í Hörpukór dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar á meðan hann var við lýði og hafði mikla ánægju af að fara á tónleika með bróðursyni sínum, Leifi Árnasyni, hin síðari ár. Síðustu tvö árin fór heilsu Steina frænda að hraka og á þessu ári kom fram illkynja sjúkdómur sem má rekja til asbests í starfsumhverfi hans fyrr á árum. Steini lést á líkn- ardeild Landakots við þær bestu að- stæður, sem hugsast getur, umvafinn hlýju frábærs starfsfólks, hljómlist Bachs, Beethovens og Händels á tak- teinum og nærveru aðstandendanna sem sátu með honum síðustu sólar- hringana. Ársæll Jónsson. ÞORSTEINN ÁRSÆLSSON ' (    !     !   !  !  & ? 9 $ ,+ @      !&   )   *   #+ %% ,#' %, &'!   9 ,  5    ' 4$)  ,! )  - # :# 5   , !  4,,)  &'!   $) 5 )  :( %,  , , 4 # 5   ;   +, )   *+ ), ,  *+ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.