Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Haukur Gíslasonfæddist á Stóru- Reykjum í Hraun- gerðishreppi í Ár- nessýslu 23. des. 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 26. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jóns- son, f. 1877, d. 1960, bóndi, oddviti og hreppstjóri á Stóru- Reykjum, og kona hans María Þorláks- ína Jónsdóttir, f. 1885, d. 1960, hús- freyja. Systkini Hauks eru: Jón, f. 1917, d. 1995, Kristín María, f. 1918, Helga, f. 1919, d. 1987, Siggi, f. 1922, Oddný, f. 1923, d. 1992, Sólveig, f. 1924, Iðunn, f. 1926, og Ingibjörg f. 1928. Hinn 20. desember 1952 kvænt- ist Haukur Sigurbjörgu Geirsdótt- ur, f. 10. júlí 1932, frá Hallanda í Hraungerðishreppi. Foreldrar hennar voru Geir Vigfússon, f. 1900, d. 1975, bóndi, og Margrét Þorsteinsdóttir, f. 1896, d. 1987, húsfreyja. Börn Hauks og Sigur- bjargar eru: 1) María Ingibjörg, f. 1953, bóndi í Geirakoti, gift Ólafi Kristjánssyni, f. 1949, bónda Geirakoti. Dóttir Maríu er Sigur- yrkjufræðingur, gift Þorsteini Erni Sigurfinnssyni, f. 1964, raf- virkja, skilin. Börn þeirra eru Hlynur, f. 1993, og Sólveig, f. 1998. 6) Hróðný Hanna Hauksdóttir, f. 1969, þjónustustjóri, gift Hróbjarti Erni Eyjólfssyni, f. 1966, fanga- verði. Börn þeirra eru Óskar Örn, f. 1990, og Dagný Hanna, f. 1992. Haukur ólst upp á Stóru-Reykj- um, hann lauk barnaskólanámi í Þingborg í Hraungerðishreppi og vann síðan ýmis störf fram til 1950 er hann hóf búskap á Stóru-Reykj- um með föður sínum. Haukur og Sigurbjörg tóku alfarið við búinu árið 1953. Árið 1985 kemur Gísli sonur þeirra að búrekstrinum ásamt Jónínu konu sinni. Bjuggu þeir feðgar félagsbúi til ársins 1987. Haukur hélt áfram búskap með sauðfé til ársins 1997. Haukur var hreppstjóri í Hraungerðis- hreppi frá 1961 til 1991. Einnig var hann umboðsmaður skatt- stjóra um árabil. Hann sat í hreppsnefnd Hraungerðishrepps frá 1966 til 1982, einnig sat hann í skólanefnd og var formaður henn- ar 1962–1970. Haukur var fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Árnes- inga um árabil og félagi í Fram- sóknarfélagi Árnessýslu. Hann var einn af stofnendum Sauðfjárrækt- arfélags Hraungerðishrepps og gjaldkeri þess í áratugi. Hann var einnig virkur félagi í Tafl- og bridgefélagi hreppsins. Útför Hauks fer fram frá Hraungerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkkan 13.30. björg Harðardóttir, f. 1971, gift Sigurði Ingvari Ólafssyni, f. 1968. Börn þeirra eru Björgvin Óli, f. 1990, Davíð Logi, f. 1993, og María Björg, f. 1998. Dætur Maríu og Ólafs eru Auðbjörg, f. 1979, Kristín Björg, f. 1981, og Guðmunda Þóra Björg, f. 1985. 2) Mar- grét, f. 1955, húsmóð- ir, gift Guðna Ágústs- syni, f. 1949, alþingis- manni og ráðherra. Dætur þeirra eru Brynja, f. 1973, maki Auðunn Sól- berg Valsson, f. 1964, sonur þeirra: Guðni Valur, f. 2000, sonur Auðuns er Jökull Sólberg, f. 1986. Agnes, f. 1976, og Sigurbjörg, f. 1984. 3) Gerður, f. 1958, þjónustu- fulltrúi, maki Karl Bergmann, f. 1952, bifvélavirki. Börn þeirra eru Haukur Logi, f. 1979, maki Sandra Guðlaugsdóttir, f. 1981, Sverrir Kári, f. 1980, og Snædís, f. 1988. 4) Gísli, f. 1961, bóndi á Stóru-Reykj- um, kvæntur Jónínu Einarsdóttur, f. 1964, bónda Stóru-Reykjum. Börn þeirra eru Haukur, f. 1986, Geir, f. 1988, Guðrún, f. 1991, og Gunnhildur, f. 1995. 5) Vigdís, f. 1965, blómaskreytinga- og garð- Ef ég mætti yrkja yrkja vildi ég jörð sveit er sáðmanns kirkja sáning bænagjörð. (B.Á.) Í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Hraungerðiskirkju tengdafaðir minn, Haukur Gíslason bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa. Sá sem öllu ræður setti það lögmál í upphafi, að eitt sinn skyldi hver deyja, því kalli hefur Haukur nú hlýtt af mikilli karl- mennsku. Nú þegar Haukur er okk- ur horfinn fyllumst við sem eftir stöndum trega og söknuði, ég syrgi hann sem tengdaföður, vin og vel- gjörðarmann. Stóru-Reykir í Flóa eru glæsilegt bændabýli þar sem sama ættin hefur gert garðinn fræg- an í yfir hundrað og sextíu ár. Foreldrar Hauks, Gísli og María, ráku myndarlegt menningarheimili, voru í forystu í sinni sveit og komu upp stórum hópi barna sem hafa staðið sig vel í lífinu. Gísli var einn öflugasti forystumaður Árnesinga á síðustu öld, hann var félagslyndur framfara- og athafnamaður sem lét verkin tala. Í sinni sveit var hann óskoraður leiðtogi í áratugi. Þegar Haukur Gíslason stóð frammi fyrir því vali sem ungur maður hvert hann skyldi stefna sinni athafnaþrá voru kostirnir margir og mörg ný tæki- færi blöstu við ungu fólki. Hann var sá bræðranna sem mestan áhuga hafði á búskap og skepnuhirðingu, en Haukur hleypti heimdraganum og vann við ýmis störf sem ungur maður og þótti bæði handtakagóður og var eftirsóttur, bæði trúr og kappsfullur. Þannig átti hann margra kosta völ þegar hann tók þá ákvörðun að setj- ast í bú með foreldrum sínum og Hannesi frænda eins og hann var alltaf nefndur í fjölskyldunni og gera búskap að ævistarfi. Ég hygg reynd- ar að hann hafi ekki eitt augnablik efast um að hann valdi rétt, búskap hans og lífsstarfi fylgdi gæfa. Hauki féll margt gott í skaut. Heppnastur var hann þó að eignast sinn góða lífsförunaut, hana Sigur- björgu frá Hallanda. Það var almælt að jafnræði væri með þeim og bjart yfir þessum ungu hjónum, enda fór það ekki framhjá neinum að reisn búsins hélt áfram og þau nutu álits og vinsælda. Mikla tryggð og vináttu sýndi Sigurbjörg gamla fólkinu á Stóru-Reykjum, því að þar áttu þau öll fagurt ævikvöld til loka dags. Haukur naut ekki langrar skóla- göngu fremur en margir af hans kyn- slóð, en hann aflaði sér haldgóðrar þekkingar og var vel að sér um marga hluti. Allt það sem hann tók að sér fyrir sveitunga sína og hérað gerði hann af vandvirkni. Þessi hóg- væri og í rauninni hlédrægi maður vann sín embættisverk af miklu ör- yggi og þekkingu og minnist ég þess ekki að efast væri um hæfni hans. Þannig varð hann sérfræðingur á þeim sviðum þar sem hann hafði skyldur, hvort það var hreppstjórinn að stýra kjörfundi eða að bjóða upp óskilahross. Í hreppsnefndinni var hann tillögugóður maður, talsmaður framkvæmda og faglegra vinnu- bragða, öruggur og traustur félagi þegar stefna hafði verið mörkuð og hvikaði ekki frá sannfæringu sinni. Hann studdi Framsóknarflokkinn og tók þátt í starfi hans alla tíð, sat með- al annars fyrsta kjördæmisþing í nýju Suðurkjördæmi í Vík í fyrra- haust. Allt var af öryggi og festu gert. Mér fannst að Haukur nyti þess í öllum sínum störfum að hann vann þau með svo hógværum hætti og af slíkri prúðmennsku að allir undu vel við hans framgöngu. Hann fann aldr- ei til þess að hann væri maður valds- ins, miklu heldur hógvær vinur að sinna skyldu sinni. Um langt skeið var hann umboðsmaður skattstjóra og annaðist gerð skattaskýrslna fyrir sveitunga sína, þá sat þar talnag- löggur og reikningsfær maður sem hafði af alúð sett sig inn í þau mál. Reikningur og rökhyggja lá mjög vel við Hauki og var í raun sterkt svið í hans áhugamálum. Hann var öflugur skákmaður og góður bridsspilari til æviloka. Veðurfræði og gangur him- intungla var áhugamál og máttu veð- urfræðingarnir í sjónvarpinu oft vara sig. Ennfremur kunni hann margt úr spámannsgáfu gamla fólksins. Ógleymanlegt er mér sumarið 1984 þegar hann sagði það fyrir, að nú færi í hönd eitt mesta rigningasumar á öldinni, og gekk það eftir. Urðu fleiri vitni að þessum spádómi. En fyrst og fremst var hann bóndi sem lagði alúð við að rækta sinn bústofn og sína jörð. Um Hauk og Siggu var ekki hægt að segja að þau vildu strita fyrir lífinu, í rauninni lifðu þau fyrir starfið og vildu vinna verkin létt og tóku við vélum og tækni með opnum huga. Ég undraðist oft hvað Haukur var fljótur að átta sig á nýjungum. Ég nefni sem dæmi að hann var klár strax á því að rúllutæknin og plöstun heys væri bylting sem myndi bæta heyfeng, en ekki síst létta störf bænda. Um miðbik ævinnar glímdi Hauk- ur við nokkurn heilsubrest og vissu- lega setti það mark sitt á starf hans en um lyktir sigraðist hann á þessum sjúkdómi og minnumst við Margrét þess þegar hann heimsótti okkur al- bata á ný fullur af eldmóði og sagðist ætla að ráðast í að byggja jörðina upp svo hún færi ekki í eyði. Þetta gerðu þau hjónin svo á tveimur árum með yngstu börnum sínum. Engu var hann svo jafn glaður yfir og þeg- ar Gísli sonur hans vildi gerast bóndi með þeim hjónum og takast á við lífs- ins starf á Stóru-Reykjum, fimmti ættliður í beinan karllegg sem situr höfuðbólið af rausn og myndarskap. Gísli og Jónína kona hans byggðu svo myndarlegt hús fyrir sig. Sauðféð var yndi Hauks og var hann í fremstu röð ræktunarmanna og átti marga verðlaunahrúta og var glöggur á gott fé. Ekki minnkaði gleði gamla mannsins þegar ungu hjónin vildu einnig taka við og búa með sauðféð og héldu áfram að ógna nágrönnunum með fallegum hrútum og góðum fallþunga dilka að hausti. Það var kannski táknrænt að á síð- asta hausti stóðu tveir lambhrútar vænir í krónni, annar vel hvítur og brúsandi á ullina. Þá stakk Haukur upp á því að hann héti Bjartur. Þetta var lýsandi fyrir þá gleði sem hann hafði af góðum búskap sonarins og tengdadótturinnar. Haukur var mikið prúðmenni og fór vel með mikið skap þótt hann gæti reiðst og ef það gerðist stóð reiðin stutt. Langrækni og lunta átti hann ekki til, nokkuð var hann seinn í viðkynningu en þeim mun tryggari þegar vinskapur myndaðist. Ef skarst í odda vildi hann ekki vera sá sem hafði sig mest í frammi en gat laumað inn setningum sem á einni andrá leystu málið sem um var rætt. Hann var gleðimaður, ekki síst í þröngum hópi vina, og bjó yfir góðri kímni sem gladdi viðstadda. Engar stundir voru jafn skemmtilegar í stofunni á Stóru-Reykjum eins og þegar tekið var í spil. Ég minnist þeirra bræðra, Hauks, Jóns og Sigga, yfir brids við fjórða mann og harka færðist í leikinn, þá flugu ódauðlegar setningar, eða þegar hann spilaði félagsvist við unga fólkið og sagði heila og hálfa á ævintýraleg spil og stóðst sögnina, – þá var blik í auga og glatt á hjalla. Fáa menn hef ég þekkt sem voru jafn glöggir að greina manngerð manna við fyrstu sýn. Oft hafði ég unun af því þegar hann hafði fylgst með alþingismönnunum í ræðustól Alþingis í gegnum sjónvarpið og felldi um þá palladóma sem mér fannst alltaf nærri sanni út frá mín- um kynnum af viðkomandi einstak- lingum. Þegar búskap var hætt og hægðist um átti hann rólegt ævikvöld, sem var friðsælt og fagurt eins og sólroð- ið ský. Þótt hann fengi nokkra skelli frá ellikerlingu bugaðist hann aldrei, reis upp hress og lífsglaður á ný. Þau hjón ferðuðust og tóku þátt í manna- mótum með vinum og félögum sín- um. Með þeim var gaman að vera, hann varð mildur og hlýr í garð manna og málefna, jafnvel svolítið viðkvæmur og meyr, sem er prýði öldungsins og hins sátta manns. Það er bjart yfir minningu þessa manns, að honum er sjónarsviptir og söknuður hjá fjölskyldu, sveitungum og vinum. Sorgin mun víkja og lífs- gleðin taka við á ný og minningar um heilsteyptan og góðan mann verma sjóð minninganna. Hann kvaddi þetta líf sáttur við allt og alla og þreyttur líkami er hvíldinni feginn. Hann skynjaði í veikindum sínum að ferðalaginu var að ljúka á þessari jörð. Þannig er gott fyrir eiginkonu og fjölskyldu að kveðja ástvin sinn. Megi margur hamingjudagur fylgja sveit hans og fjölskyldu um alla framtíð. Blessuð sé minning Hauks Gísla- sonar. Guðni Ágústsson. Mikið var það eftir honum afa mín- um að þegar sveitin hans skartaði sínu fegursta skyldi hann kveðja þetta líf. Afi minn var stórbrotinn persónu- leiki. Hann var einstaklega framsýnn og fljótur að tileinka sér nýjungar, ófeiminn að segja sínar skoðanir þótt aðrir hefðu allt aðra sýn á málefnin. Oftar en ekki kom í ljós að hans skoð- un var sú rétta þegar upp var staðið. Einn af hans bestu eiginleikum fannst mér hversu ótrúlegur húmor- isti hann var, því hann sá spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Það verður skrýtið að koma að Stóru-Reykjum að heimsækja ömmu og sjá afa ekki spila við barnabörnin eða sitja í stólnum sínum og skjóta inn hnyttnum athugasemdum í um- ræðurnar. Hans verður sárt saknað. Minning hans lifir í hjarta mínu um ókomna tíð og ég er rík að hafa átt hann sem afa. Agnes Guðnadóttir. Það var á föstudaginn sem ég var á leiðinni í útilegu og ég var rétt nýbú- inn að keyra framhjá Stóru-Reykj- um, að pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Það rifjuðust upp fyrir mér allar góðu stundirnar sem við áttum saman í sveitinni. Mér fannst alltaf svo gott að vera hjá þér og ömmu. Ég var ekki nema sjö eða átta ára þegar ég kom fyrst til ykkar og dvaldi hjá ykkur öll sumur til 15 ára aldurs. Þú varst alltaf til í smá spil eða rabb á kvöldin. Ég man alltaf þegar þú baðst mig eitt kvöldið um að koma með þér í fjárhúsið. Það var í sauðburðinum og dálítið kalt úti. Ég var treg að koma með þér í fyrstu en þú gekkst hart að mér að koma með þér. Þegar í fjárhúsið var komið sýndirðu mér svarta gimbur sem hafði fæðst fyrr um daginn. Þetta var fyrsta svarta lambið þarna um vorið og þú gafst mér það. Ég var svo upp með mér að hafa eignast svo stóra gjöf. Við áttum svo vel skap saman og vorum svo miklir vinir. Ég vil þakka þér fyrir stundirnar okkar saman og bið góðan Guð um að geyma þig, elsku afi minn. Brynja. Hann afi uppi er dáinn. Þegar ég var lítill átti ég heima í kjallaranum hjá afa og ömmu. Þótt ég sé löngu fluttur úr kjallaranum kallaði ég afa ekkert annað en afa uppi. Það var gaman að búa þar því við afi bröll- uðum oft margt skemmtilegt saman. Afi var alltaf svo skemmtilegur við mig en hann vildi oftast hafa mig með sér í hinu og þessu braski. Á kvöldin var ég oftast tilbúinn í stígvélunum og öllu saman við útidyrahurðina en þá fórum við afi út í fjós að gefa kálf- unum mjólk. Ferðirnar út í fjós gengu nú ekki alltaf vel því á veturna var oft mikill snjór og bylur. Það lá við að við þyrftum stundum að skríða á fjórum fótum að fjósdyrunum en þar myndaðist oft stærðar skafl. Einn daginn vildi ekki betur til en að ég og afi ultum niður skaflinn og end- uðum á maganum á fjósgólfinu. Dugnaðurinn var líka mikill í afa, hann þurfti sífellt að vera að gera eitthvað. Og ef ég minnist á hörkuna þá var hún svakaleg og ekki vantaði sjálfstraustið, ég skil ekki ennþá af- hverju hann brotnaði ekki margsinn- is í öllum sínum áhættuatriðum. Eitt það besta sem afi kenndi mér var að spila. Hann kenndi mér ótrúlega mörg spil enda ófáar stundirnar sem við spiluðum saman við eldhúsborðið. Elsku afi takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér, það á eftir að nýtast mér um alla ævi. Ég sakna þín sárt en það er gott að eiga góðar minningar um þig. Guð geymi þig. Þinn nafni Haukur Gíslason. Á köldum vetrarmorgni stígur eldri maður í marrandi snjóinn og gengur þungum skrefum að rauðri Massey Ferguson-dráttarvél, stígur upp í hana og setur í gang. Hann er í stórum stígvélum, slitinni kuldaúlpu og með derhúfu á höfði. Hann kallar á tvo litla snáða að koma upp í. Þeir troða sér inn í þröngt stýrishúsið, annar á gólfið hægra megin en hinn sest á lærið á manninum. Síðan er haldið af stað, og sá er á lærinu situr fær að stýra með gamla manninum. Leiðin liggur að fjárhúsunum sem standa nokkurn spöl frá íbúðarhús- inu, um torfæra leið er að fara og því eins gott að týna ekki slóðinni frá deginum áður. Gamli maðurinn gríp- ur við og við í stýrið þegar strákurinn missir einbeitinguna. Í fjárhúsinu er margt að gera og vinnur gamli mað- urinn þau verk í senn af natni og vana. Drengirnir taka þátt í störfun- um og bera ilmandi töðuna fyrir kindurnar af miklu kappi en eru þó ekki hálfdrættingar á við þann gamla. Á leiðinni til baka fær sá að stýra sem stóð á gólfinu hina leiðina. Heima bíður heitur grauturinn ásamt ýmsu meðlæti sem húsfreyjan hefur tiltekið meðan á gegningunum stóð. Spilastokkurinn er ekki langt undan og strax og grauturinn er kláraður tekur gamli maðurinn upp spilin og gefur í Manna. Svona munum við eftir afa þegar við bræðurnir komum í heimsókn til hans og ömmu einhverja páskana þegar við áttum heima fyrir norðan. Þetta eru góðar minningar sem munu halda áfram að vera lifandi í kollinum á okkur þó að afi sé ekki lengur á meðal okkar. Haukur Logi og Sverrir Kári. Mig langar að minnast afa míns á Stóru-Reykjum í fáeinum orðum. Þegar ég hugsa um afa var hann fyrst og fremst bóndi af lífi og sál, sem alltaf hafði nóg að gera. Ég sé hann fyrir mér í heyskapnum, fjósinu og að stússast í fénu. Ég hafði alltaf gaman af því að fara með honum á fjárhúsin þar sem hann þekkti allar kindurnar með nafni. Ég var mikið í sveitinni hjá afa og ömmu þegar ég var lítil stelpa og þar vildi ég helst alltaf vera og var ekki alltaf auðvelt að fá mig til að koma heim þegar heimsóknum lauk og oft fékk ég leyfi hjá ömmu og afa til að verða eftir og gista. Ég átti margar góðar stundir með afa, t.d. í eldhúsinu að borða hafra- graut og slátur á morgnana og taka lýsið með, sem var alveg ómissandi. Þetta voru hversdagslegar en dýr- mætar stundir. Það eru ótal fleiri góðar minningar og sögur sem ég á um afa, sem ég geymi með mér og kem til með að segja börnunum mínum í framtíð- inni. Nú á seinni árum hefur afi verið misjafnlega heilsuhraustur en alltaf var hann vel inni í öllu sem var að gerast hvort sem var í þjóðfélaginu eða hjá fjölskyldunni. Honum þótti gaman að hitta fjölskylduna saman og spjallaði þá alltaf mikið við yngstu fjölskyldumeðlimina og fylgdist vel með hvað allir höfðu fyrir stafni. En nú er komið að kveðjustund og ég kveð afa með þakklæti í huga fyrir öll árin sem ég hef fengið að eiga með honum. Guð veri með þér, elsku afi. Sigurbjörg Harðardóttir. HAUKUR GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Hauk Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.