Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TILBOÐ Starfsmannasjóðs SPRON ehf. til stofnfjáreigenda sem gert var 28. júlí sl. hefur tryggt starfsmönnum meirihluta á fyrirhuguðum fundi stofnfjáreigenda 12. ágúst næstkom- andi, að sögn Ara Bergmanns Ein- arssonar, formanns stjórnar Starfs- mannsjóðs SPRON. Ari sagði að eigendur 44% heildar- stofnfjár hefðu staðfest samninga við Starfsmannasjóðinn og veitt honum umboð til þess að fara með atkvæði sitt þegar frestur til þess að gera samning samkvæmt kauptilboðinu rann út klukkan 16 í gær. Þá hefðu eigendur 18% stofnfjárhluta jafn- framt lofað fulltingi við áformin eða veitt Starfsmannasjóðnum umboð til þess að fara með atkvæði sitt á fundi stofnfjáreigenda. „Við vorum með fyrirvara í samn- ingnum, annars vegar um samþykki Fjármálaeftirlitsins og hins vegar um að við næðum 51% eigenda heildar- stofnfjár, að öðrum kosti áskildum við okkur rétt til þess að hætta við til- boðið. Með þessari útkomu sjáum við hins vegar að þetta er fullnægjandi og við erum þegar fallin frá ákvæðinu um 51%,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að öll nauð- synleg fjármögnun hefði verið tryggð og sagði að það hefði verið ljóst frá upphafi hvaðan fjármagnið kæmi. Bakhjarlarnir væru sparisjóðirnir í landinu og dótturfyrirtæki þeirra. Kaupin uppfylla ekki kröfur stjórnarformanns SPRON Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður fimm stofnfjáreigenda SPRON, segir afar ólíklegt að for- sendur skapist til þess að þau við- skipti með stofnfé, sem starfsmanna- sjóðurinn hefur átt í, geti gengið eftir. „Í þessu sambandi vek ég athygli á að Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, hefur stöðugt haldið því fram að það sé ólögmætt að kaupa stofnbréf á hærra verði en nafnverði án þess að greiða að minnsta kosti einhverja fjárhæð um leið inn í spari- sjóðinn,“ segir Jón. „Það er alveg ljóst að þessi kaup uppfylla ekki kröfu Jóns. Þess vegna hlýtur hann og stjórn SPRON að synja samþykki við þessum kaupum, sem þýðir að ekkert verður af þeim eins og ég hef sagt. Ég geri ráð fyrir að þau atkvæði sem starfsmannafélagið er komið með frá seljendum stofnfjárbréfanna verði ekki notuð til þess að samþykkja van- traust á núverandi stjórn. Þá blasir við sú staða, að þeir sem þegar hafa undirritað samning um stofnfjárkaup á genginu 5,5 munu með atkvæðum sínum á fundinum 12. ágúst koma í veg fyrir að þeir, þ.e. Starfsmanna- félagið, þurfi að efna skuldbindingar sínar samkvæmt þessum kaupsamn- ingi.“ Starfsmenn SPRON í Starfsmannasjóðnum sendu frá sér yfirlýsingu í gær Segjast hafa stuðning eigenda um 62% stofnfjár  Telja/12 SEÐLABANKI Íslands hefur ákveð- ið að lækka stýrivexti sína um 0,6% eða niður í 7,9%. Frá byrjun apríl í ár hafa vextir bankans lækkað um 2,2% og frá því vextirnir náðu hámarki í fyrra hafa þeir lækkað um 3,5%. Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, sagði um þessa ákvörðun bankans, að ójafnvægið sem ríkt hefur í þjóðar- búskapnum á seinni hluta efnahags- uppsveiflunnar væri að mestu leyti horfið og spenna á vöru- og vinnu- mörkuðum hefði látið undan síga. Þá væri viðskiptahalli kominn vel inn fyr- ir viðráðanleg mörk og verðbólga hjaðnaði ört. Birgir Ísleifur sagði 12 mánaða verðbólgu í júní hafa farið inn fyrir þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðla- bankans fyrir þetta ár. Þetta hefði verið í fullu samræmi við síðustu verðbólguspá bankans. Þá sagði Birg- ir Ísleifur að verðbólguhorfur hefðu batnað frá síðustu spá Seðlabankans, aðallega vegna styrkingar krónunn- ar, og að nú væri því spáð að verð- bólgan færi inn fyrir markmið bank- ans fyrir lok þessa árs. Þetta væri ári fyrr en áður hafði verið gert ráð fyrir. Birgir Ísleifur sagði að meiri bjart- sýni ríkti nú varðandi verðbólgu og stöðugleika en áður og að vextir yrðu lækkaðir frekar á komandi mánuðum ef verðbólguspáin gengi eftir og þró- un eftirspurnar yrði eins og útlit væri fyrir. Vaxtalækkunin fagnaðarefni Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þýðingarmikið væri að Seðlabankinn héldi sínu striki varðandi vaxtalækk- un í samræmi við þá þróun sem orðið hefði varðandi gengi og verðbólgu. Hann sagði þróunina hafa verið í sam- ræmi við mat ríkisstjórnarinnar á vordögum þegar menn hefðu þóst sjá að rauð strik myndu halda. „Þetta er því fagnaðarefni og það er full ástæða fyrir bankann til að halda áfram á þessari braut og vera ekki að gera sér rellu út af virkjunaráformum fyrr en menn sjá hilla undir þau, því þau fara hægt af stað og það er þegar orðinn töluverður samdráttur í þjóðfélaginu sem eðlilegt er að menn mæti við þetta verðbólgustig með því að beina vöxtunum í lækkandi farveg,“ sagði Davíð Oddsson. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- landsbanka, Búnaðarbanka og spari- sjóðunum munu þessar innlánsstofn- anir lækka vexti. Seðlabankinn lækk- ar vexti um 0,6% TVÆR andarnefjur rak nýlega áfjörur Öræfinga. Annað dýrið rak á Mýrafjöru austan við Ingólfs- höfða. Hitt kom upp á Breiða- merkurfjöru við Breiðárós. Á myndinni sést Hálfdán Björnsson á Kvískerjum við mælingar á dýrinu á Breiðamerkurfjöru. Reyndist það 7,25 metra langt og því nær fullvaxið. Andarnefjan á Mýra- fjöru mun vera heldur stærri. Að sögn Hálfdáns er heldur sjaldgæft að andarnefjur reki á þessar fjörur. Man hann aðeins eftir fjórum dýrum og því telst það til tíðinda að tvö þeirra reki á sama tíma. Hálfdán sagði að Hvalamiðstöðinni á Húsavík hefði verið gert viðvart um hvalrekann. Átti hann von á að hvalskurðar- maður kæmi til að bjarga beina- grindinni úr að minnsta kosti öðr- um hvalnum fyrir hvalasafnið nyrðra. Í baksýn eru Hrútárjökull, Ær- fjall og Fjallsjökull. Hvalreki í Öræfum Morgunblaðið/RAX  Verðbólgan/20 LANDSSÍMINN breytti gjald- skrám sínum umtalsvert í gær og er þar bæði um lækkanir og hækkanir að ræða. Samkvæmt útreikningum Landssímans hækkar meðalsím- reikningur heimila sem nota talsíma- þjónustu eingöngu um 5,9%, reikn- ingur heimila með einn GSM-síma og heimasíma um 4,1% og heimila með tvo GSM-síma auk heimasíma um 3,3%. Einnig er boðuð hækkun á afnotagjöldum talsímans eftir 1. september en þá hyggst Síminn hækka heimtaugargjald í heildsölu um 16%. Meðal annarra breytinga má nefna, að í farsímakerfinu mun kosta minna að hringja úr GSM-síma í heimasíma, en meira að hringja úr farsíma frá Landssímanum í farsíma frá Tali og Íslandssíma. Segir Sím- inn þessi fyrirtæki hafa hækkað verð fyrir tengingu í sínu kerfi og að Sím- inn sé nú að bregðast við þeim hækk- unum. Dagtaxti símtals úr GSM- síma frá Landssímanum í GSM-síma frá Tali eða Íslandssíma hækkar úr 21,90 kr. á mínútu í 23,90 kr., eða um 9,1%. Fyrirtækið lækkar hins vegar verð á ADSL-þjónustu. Meðalsím- reikningur hækkar um 5,9%  Boða hækkun/10 RAFMAGNSVEITA ríkisins, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða hækkuðu verðskrá sína um 3% í gær, 1. ágúst. Hækkunin er til samræmis við hækkun orku- verðs Landsvirkjunar, sem boðaði hækkun sína snemma í júní og tók hún gildi 1. ágúst. Ástæður hækkunar verðskrár Landsvirkjunar eru kostnaðar- verðshækkanir. Að sögn Arnar Marínóssonar, framkvæmdastjóra á fjármálasviði hjá Landsvirkjun, hefur orðið raunlækkun á gjald- skrá miðað við verðlag þrátt fyrir hækkunina nú og gjaldskráin lækkað um 5% að raungildi síðast- liðin tvö ár. Rafmagn hækkar um 3% ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EINS hreyfils flugvél af Skyhawk- gerð, með fjóra innanborðs, lenti utan flugbrautar í lendingu í Vest- mannaeyjum klukkan rúmlega 22 í gærkvöld. Breytileg vindátt var á flugvellinum, og virðist sem vind- hviða hafi feykt vélinni út af flug- brautinni í lendingu, í grjóturð og möl sem næst henni er. Engin slys urðu á fólki, vélin hélst á hjólum og virtist ekki mikið skemmd að sjá. Von er á rann- sóknarnefnd flugslysa til Vest- mannaeyja í dag til að rannsaka atvikið. Flugvél lenti utan brautar í lendingu BÍLVELTA varð á Sprengisands- leið við Vatnsfell um þrjúleytið í gærdag. Þrír Þjóðverjar voru á ferð í bílaleigubíl og sluppu þeir ómeidd- ir. Bíllinn er aftur á móti stór- skemmdur, að sögn lögreglu á Hvolsvelli. Ferðalangarnir voru sóttir á slysstað og fluttir í Vatns- fell. Talið er að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í lausa- möl. Önnur bílvelta varð í sömu beygju fyrir nokkrum vikum. Bílvelta við Vatnsfell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.